Morgunblaðið - 13.02.1968, Side 1

Morgunblaðið - 13.02.1968, Side 1
28 81ÐU8 Miklir liösflutningar Viet Cong sunnan hlutlausa beltisins Barizf i Hue og Saigon — Tala flóttamanna hækkar Saigon, Washington, 12.. fehrúar — AP-NTB — BANDARÍSKAK sprengju- flugvélar af gerðinni B-52 gerðu í dag miklar loftárásir á herfylki og birgðastöðvar hermanna frá N-Vietnam í grennd við Khe Sanh. Svip- aðar árásir hafa verið gerðar á svæði suður af Khe Sanh, þar sem álitið er að skæru- liðar Viet Cong haldi til. Að öðru leyti hefur verið fremur kyrrt í S-Vietnam að undan- teknum bardögum í Hue. Gerðu bandarískir sjóliðar óvænta árás á konungsborg- ina gömlu á sunnudag í skjóli þoku, en hafði ekki tekizt að Rockefeller greip í taumana í New York — Sorphreinsun hafin á Republikanar deila ny Skipbrotsmönnum af danska flutningaskipinu Hans Sif bjarg- að um borð í Þór. Maðurinn með loðhúfuna er Knud Jensen, skipstjóri, og réttir hann skipsskjölin úr Hans Sif um borð í varðskipið. (Ljósm.: Hjálmar Báraðarson). en New York, 12. febr. — (AP) — SORPHREINSUNARMENN í New York hófu störf á ný á sunnudagsmorgun, eftir að Nel- son Rockefeller ,ríkisstjóri New York ríkis, hafði gripið í taum- ana og tekið það ráð að vísa mál inu til þings New York ríkis og biðja það um heimild til að taka j yfir hreinsun borgarinnar og greiða verkamönnunum, 10.008 talsins, þá 450 dollara hækkun á árslaun, sem sáttasemjari í vinnu deilunni hafði lagt til að sætzt yrði á. John Lindsay, borgarstjóri í ná borginni allri á sitt vald í dag, að því er heimildir í Saigon hermdu. Stjórnarlherinn í S-Vietnam hefur barizt í samfleytt 10 daga til að ná konungsborginni aftur og á sunnudag var honum send- ur liðsstyrkur frá Iherstöðinni F'hu Bai um 16 km, suðvestur af Hue. Bandar'iskir sjóliðar fóru fótgangandi síðustu þrjá kíló- metrana að borginni og sögðu þeir að aðkoman hefði verið mair tröð likust. Borgin var nánast í rúst og lík fallinna hermanna, bandarískra og n-vietnamskra lágu 'þúsundum saman meðfram vegum. í Saigon telja hernaðaryfir- völd, að N-Vietnömum hafi tek- izt að smygla 3000—4000 vopn- uðum hermönnum inn í Hue áð- ur en bardagarnir þar hófust. Franska fréttastofan AFP seg- Framh. á bls. 21 Brezku samveldislöndin vilja vopnahlé í Nigeriu New York, tók þessari íhlutun Rockefellers mjög harðlega, kvaðst raunar felmtri sleginn. Hann hafði áður farið þess á leit við Rockefeller, að hann kallaði út ríkislögregluna til þess að annast sorphreinsunina og kvað það einu mögulegu lausnina. Því neitaði Rockefeller afdráttarlaust og kvað af því geta hlotizt blóð- ugar óeirðir auk þess, sem það væri engin lausn á málinu, lög- reglumennirnir þekktu ekki tæk in, sem notuð væri og mundu ekki anna starfinu. Talið var á laugardagskvöldið, að um hundrað þúsund lestir af sorpi væru á götum New York borgar og var óttazt, að eldsvoð ar og sjúkdómar mundu af hljót- Framh. á bls. 21 Samtal við skipherrann * á Oðni, sem bjargaði 18 skipbrots- mönnum af IMotts County SJA BLS. 2 Lagos, London, 12. febr. AP HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í London að verið sé að vinna að því að koma á vopnahléi í Nígeriu, milli Lagosstjórnarinnar og stjórn- ar Biafra, austurhluta lands- Hætta Perúmenn veiðum? EF að líkum lætur mun Perú sem er mesti fiiskimjölsframleið- andi veraldar, hætta veiðum til bræðslu 17. febrúar n.k. til 17. marz, nema frá einni verstöð syðst í landinu. Eru helztu or- sakir fyrir þessu vera sagðir offramleiðsla fiskimjöls og óhag- stætt markaðs'verð. Er talið láta nærri, að fiskimjölsbirgðir hafi ið um 700 þús>tnd tonn nu í janúarlok. ins, sem lýsti yfir sjálfstæði sínu í fyrra. Það mun vera framkvæmdanefnd brezku samveldislandanna, sem að- setur hefur í London, er gengst fyrir þessum tilraun- um og forystu hefur fram- kvæmdastjóri hennar, Kana- damaðurinn Arnold Smith. Smith var í Lagos um helgina en kom aftur til London í gær- kveldi. Eftir nokkra daga er fyr- irhugað að hann fari aftur til Nígeriu, — í orði kveðnu til þess að sitja þar ráðstefnu Samveldis landanna um fræðslumál, hina fjórðu, sem þau gangast fyrir, en ljóst er, að hann muni halda áfram viðræðum við fulltrúa deiluaðila í borgarastyrjöldinni og e.t.v. flytja þeim ákveðna samningaáætlun. Mjög var hljótt um ferö Smiths um helgina en þá ræddi hann samtals ellefu klukkustvndir við stjórnarleiðtogana í Laos og full Framh. á bls. 21 1 Breyftar skoð- anir á Stalin — IMú talinn mikill stjórnmáta- maður og striðsleiðtogi 19 farast í eldsvoðum Pennslyvanía, Quebec, 12. febr. AP ÁTJÁN börn og einn fullorðinn fórust í húsbrunum í borgunum Franklin í Pennsylvaníu-fylki og Howing í Quebec í Kanada á sunnudag. í eldsvoðanum í Franklin neituðu 10 óttaslegin börn að stökkva niður úr glugga á ann- arri hæð, þrátt fyrir sárbænir móður þeirra, sem stóð fyrir neð an gluggann. Móðirin, frú Gross- man, hafði misst eiginmann sinn aðeins viku áður. f Quebec dó átta barna faðir, Alan Champ, af brunasárum, eft- ir að hann hafði gert ítrekaðar ti'lraunir til að bjarga börn- um sínum úr brennandi heimili þeirra í Howing, sem er um 35 km suðvestur af Montreal. Móðir þessara barna og ein dóttir 18 ára gömul sluppu ó- meiddar úr eldinum. Álitið er að vonbiðill dótturinnar hafi kveikt í húsinu, en hann hafði haft það við orð, er hún vísaði honum á bug. Hefur vonbiðillinn verið settur í gæzluvarðhald. JOSEF Stalin, fyrrum ein- valdur Sovétríkjanna, sem andaðist 1953, er næstum því veitt fullkomin uppreisn æru sem stjórnmálamanni og styrj aldarleiðtoga í bók, sem ný- kominn er út í Sovétríkjun- um og ber nafnið: „Her Sovét ríkjanna í 50 ár.“ Stalin er ótal sinnum nefnd ur á nafn og þá aðeins á lof- samlegan hátt í sambandi við jákvæða frásögn af afrekum hans. Réttarhöldin 1937—38 gegn fimmta hluta allra for- ingja sovézka hersins er að- eins minnzt stuttlega á í sex linum og eru þau ekki sett í samband við Stalin persónu- lega. Molotovs, fyrrum utanríkis- ráðherra, er einnig getið sem mikilhæfs stjórnmálamanns og flokksmanns. Ritverk þetta um sovézka herinn er 624 blaðsiður að stærð og er gefið út af sov- ézka varnarmálaráðuneytinu. Þau sjónarmið varðandi Stal- in, sem fram koma í ritinu, eru á ýmsan veg frábrugðin þeim, sem haldið var fram á valdatímum Nikita Krúsjeffs. Þá er rætt m.a. um Leo Trotsky í bókinni, en hann var náinn samstarfsmaður Stalins og yfirmaður Rauða hersins fyrst eftir byltinguna, en síðar svarnasti fjandmaður Stalins. f bókinni er Trotsky kallaður fjandmaður Lenin- ismans bæði fyrir og eftir dauða Lenins. Þá segir, að það hafi haft jákvæð áhrif á baráttuand- ann í hernum og meðal al- mennings, að Stalin var feng- ið alræðisvald í hendur 1941. Varnarnefnd ríkisins undir forystu Staiins hafi stjórnað hernum af festu og myndug- leika, segir í bókinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.