Morgunblaðið - 21.02.1968, Síða 15

Morgunblaðið - 21.02.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐI8, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 196« 15 lUjólkin f ramleiðsla - sala - neyzia BFTIR PÉTUR SICURDSSON Mjaltir. Pétur Sigurðsson, er ungur mað- ur, f. 1939, sonur Sigurðar geria- fræðings Péturssonar og konu hans Þorsteinu Hannesdóttur. Hann lauk stúdentsprófi I Rvík 1959, vann síðan við mjólkuriðnað hér heima í eitt ár og annað í Nor- egi, en gekk að því loknu á mjólk- urfræðingaskólann í Þrándheimi. — Síðan hóf hann nám í Búnaðarhá- skólanum í Ási, og eftir kandidats- próf stundaði hann framhaldsnám við Mejeri-Ökonomisk Institut, sem rekið er í sambandi við háskólann. Pétur kom heim i janúar 1966 og vann hjá Osta- og smjörsölunni þar til 1. ágúst í sumar að hann réðst til starfa hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins. Kona Péturs er norsk, Thorun fædd Hahberstad. Þegar litið er til baka yfir mjólk- ur framleiðslu og mjólkuriðnað I landinu síðasta ár, er ýmislegt at- hyglisvert sem kemur í ljós. Framleiðslan í byrjun ársins var mjólkurfram- leiðslan óvenju lítil. Leita verður til baka til 1963 til að finna jafn litla framleiðslu í janúar og febrú armánuði. Mjólkursamsalan í Reykjavík átti á þessu tímabili í ýmsum erfiðleikum með að fá næg- ar neyzluvörur fyrir sinn markað. Varð hún að fá mikið magn af mjólk, rjóma og skyri frá mjólkur- búum á Norðurlandi, jafnvel alla leið frá Húsavík. Fyrstu sex mánuði ársins var mjólkurframleiðslan 8,3% minni en á sama tíma árið 1966. Siðustu sex mánuðina aftur á móti, var hún um 8,9% meiri. Fyrir árið í heild var framleiðslan 0,2% meiri 1967 en 1966. Síðustu mánuði ársins var mjólkurframleiðslan meiri en hún hefur nokkurn tíma verið á þess- um tíma árs. Til dæmis var hún í desember um 24% meiri en í desember 1966 og einstaka mjólk- urbú voru með allt að 40% aukn- ingu í þeim mánuði. Það hafa ver- ið ýmsar getgátur uppi um það hver sé ástæðan fyrir þessari miklu mjólk þessa síðustu þrjá—fjóra mánuði, þar sem varla eru fleiri nautgripir á fóðrum nú en í fyrra. Flestir telja að aðalástæðan sé mjög hagstæð veðrátta s.l. haust og mikil notkun á fóðurbæti, sem hef- ur verið á lágu verði. Neyzla og sala. Sala á mjólk og rjóma hefur aukizt eðlilega í samræmi við fólks- fjölgunina, undanskilið þó, að fyrst eftir hækkunina þann 13. október s.l. minnkaði salan töluvert en er nú að komast í rétt horf aftur. Sala á smjöri hefur aukizt lí '.ð eitt frá því 1966. Þó minnkaði salan um 10—15% eftir verðhaekk- unina þann 13. október s.l. Neyzl- an er nú um 8 kíló á mann á ári. Til samanburðar má geta, að í Noregi er neyzlan rúmlega 5 kíló á mann, í Danmörku 10 kíló. í Finnlandi er neyzlan upp í 17.5 kíló á mann á ári. Neyzla á osti hefur aukizt tölu- vert á síðasta ári, má sennilega þakka það meiri fjölbreytni í osta- gerð. Samt stöndum við hér enn töluvert að baki hinum Norður- löndunum, eins og sjá má á þvi, að neyzlan hér er um 3.5 kíló á mann á ári en er í Danmörku og Noregi rúmlega 9 kíló á mann, í Svíþjóð rúmlega 8 kíló en í Finnlandi er ostaneyzlan álíka og hér. Hver íslendingur borðar nú um 8.5 kíló af skyri að meðaltali á ári. Ef litið er til baka nökkur ár sést, að skyrneyzla hefur stór- minnkað. Fyrir aðeins fimm árum var skyrneyzlan nær 11 kíló á mann á ári. Aðalástæðan fyrir þess- ari miklu minnkun á skyrneyzl- unni er talin vera batnandi gæði á súrmjólk og þar með aukin neyzla á henni. Við skulum nú líta á hvernig mjólkurmagnið í landinu síðasta ár var notað. Innvegið mjólkurmagn hjá mjólkurbúum var um 98.740000 lítrar. Af þessu magni seldust sem neyzlumjólk 44.330.000 lítrar eða um 45%, í framleiðslu á neyzlu- rjóma fóru 10%, í framleiðslu á smjöri 31%, í framleiðslu á osti 8%, í framleiðslu á nýmjólkur- mjöli 5% og í aðra framleiðslu aðallega mjólkurís lm. Við fram- leiðslu undanrennu, sem notað var í framleiðslu á skyri, ostaefni og undanrennumjöli. Innanlandssala og útflutningur. Til að fullnægja innanlandsmark- aði með rtijólkurvörum, þarf um 91.000,000 lítra af mjólk á ári. Um- framframleiðslan síðasta ár, eða það sem þurfti að flytja út, var því um 8% af heildarmjólkurfram- leiðslunni. Vegna minnkunnar á smjörbirgðum á árinu um nær 200 tonn varð útflutningurinn talsvert meiri en þessi 8% gefa tilefni til. Útflutt voru af osti 500 tonn, osta- efni 289 tonn og nýmjólkurmjöli 708 tonn. Osturinn fór að mestu leyti til Bandaríkjanna, lítilsháttar til Færeyja. Nýmjólkurmjölið fór til Bretlands en ostaefnið aðallega til Danmerkur. Á árinu tóku til starfa tvö ný mjólkurbú, annað í Hveragerði hitt á Patreksfirði. Eru þá mjólkurbú- in í landinu orðin 20 talsins. Framleiðslan er bundin við árs- tíðir. Mikil breyting er á mjólkurfram- leiðslunni eftir árstíðum. f júlí—— mánuði er framleiðslan yfirleitt helmingi meiri en í desember eða janúar. Þetta skapar mörg og stór vandamál fyrir mjólkuriðnaðinn. Ef mjólkurframleiðslan hér á landi minnkaði til dæmis allt í einu um 5—10%, gæti svo farið að mikill mjólkurskortur yrði í Reykjavík í nóvember og desember, á sama tíma og flytja yrði út mjólkuraf- Mjólkurumbúðir. urðir vegna mikillar framleiðslu yfir sumarið. Þegar byggt er nýtt mjólkursam- lag, verður að miða stærð þess og afköst við það mjólkurmagn sem mest getur orðið á einum degi á viðkomandi svæði. Vegna árstíða- breytinganna á mjólkurframleiðsl- unni, orsakar þetta að mikill hluti framieiðslutækja og húsnæðis mjólk ursamlagsins verða að standa ó- notað eða lítið notað yfir vetrar- mánuðina þegar mjólkurmagnið er minnst. Sama er að segja um vinnu aflið. Það er ekki þægilegt fyrir mjólkurbúin að þurfa að ráða nýtt fólk á hverju vori og segja því síðan upp að hausti. Eins og við sjáum af þessu, þá orsakar árstlðarbreytingin tölu- verða hækkun á vinnslukostnaði mjólkurbúanna, samanborið við að framleiðslan væri jöfn allt árið. Ekki hefur verið reiknað út á hvaða tíma árs sé ódýrast að fram- leiða mjólk. Þetta er að sjálf- sögðu mjög misjafnt eftir lands- hlutum og fer mikið eftir hvað gott beitiland kýrnar hafa á sumrin og einnig hve mikið er gert fyrir beitilandið. Það er að mörgu leyti heppi- legra fyrir bændur að vera með mikið mjólkurmagn að sumrinu til dæmis er mikið auðveldara að kom mjólkinni frá sér. Samt er óvíst að mjólkurframleiðslan sé mikið hagkvæmari á beim tíma. , Nokkur mjólkurbú greiða nú um 1 lOm meir fyrir þá mjólk,- sem er framleidd á haustin og fyrri part vetrar. Er með því reynt að fá bændur til að auka haust og vetrar- mjólkina um leið og -þeir minnka I sumarmjólkina. Þetta hefur því miður ekki tekizt nema að mjög ! litlu leyti. Nautgriparæktarráðunautar Bún aðarfélagsins hafa tjáð mér, að sam I kvæmt könnunum, sem hafa farið j Pétur Sigurðsson. fram hér á landi þá skili þær kýr hæstri ársnyt, sem bera á tímabil- inu nóvember til marz. Mjólkurumbúðir. Mikið hefur verið rætt og ritað um mjólkurumbúðir á árinu og eru menn alls ekki á eitt sáttir. Ég ætla ekki að taka neina afstöðu hér í þessu máli, aðeins benda á nokkrar staðreyndir. Mjög erfitt er að finna umbúð- ir, sem eru hvort tveggja í senn sérstaklega heppilegar og ódýrar. Neytendur skiptast alveg í tvo hópa þegar rætt er um hvort þess- ara atriða eigi að meta meira. Hér á landi er nú seld mjólk í sex tegundum umbúða. Kostnaður við pökkun í þessar umbúðir er mjög misjafn. Ódýrast er að sjálf- sögðu að selja mjólk í brúsum, en þessi sala hefur minnkað mjög mik- ið á síðustu árum og mun senni- lega hverfa alveg innan fárra ára. Næst koma flöskurnar. Þær eru einnig á undanhaldi. Þó mun enn- þá selt mikið af mjólk á flöskum á Akureyri og Húsgvík. Þriðju ódýrustu umbúðirnar eru plast—pokarnir? Þeir hafa reynst ágætlega á mörgum smærri mjólkur búum úti á landi. Lítið eitt dýrari en plast pok- arnir eru hyrnurnar. í þær var pak að nær 2.3 hlutum af allri seldri mjólk og rjóma í landinu síðasta ár. Fimmtu í röðinni eru svo hinar svokölluðu fernur, sem komu á markaðinn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík rétt fyrir jólin. Enn hefur lítið heyrzt frá neytendum um álit þeirra á þeim umbúðum. Dýrustu umbúðirnar eru svo kass- arnir. Tíu lítra kassar eru nú not- aðir á Akureyri, Sauðárkróki og Húsavík. Mjólkursamsalan í Reykja vík selur mjólk á 25 lítra kössum til varnarliðsins á Keflavíkurvelli. Hvaða umbúðir verða í Reykja- vík í framtíðinni er enn óvíst. í byrjun desember s.l. skipuðu ráðu- neytin nefnd til að kanna mjólkur- umbúðamálið. í þessarri nefnd sitja fulltrúar frá öllum ráðuneytunum. Hefur nefndin safnað að sér ýmsum gögnum, en henni er einkum ætlað að kanna möguleikana á að fram- leiða mjólkurumbúðir hér á landi. Gert er ráð fyrir, að nefndin skili álitsgerð um málið um næstu mán- aðarmót. Skyrsalan — Nýjar umbúðir. Sú mjólkurvara, sem minnst hef- ur verið gert fyrir hvað snertir umbúðir er skyrið. Ætti það þó að vera kappsmál hjá okkur að geta boðið þennan þjóðarrétt til sölu í heppilegum umbúðum. Mjóikurbú Flóamanna hefur nú um nokkurt skeið gert tilraunir með að sía skyrið I sérstakri skil- vindu og pakka því síðan í bikar- pökkunarvél. Það sýndi sig því miður strax, að geymsluþol skyrs- ins versnaði mikið við þessa með- höndlun. S.l. haust var byrjað með tilraunir að nýju og hefur nú fund- izt ástæðan fyrir áðurnefndum galla og eru tilraunir á lokastigi. Má því ætla, að í vor eða sumar komi á markaðinn í Reykjavík skyr I plastbikurum. Skyr þetta verð- ur sennilega svo mjúkt, að óþarfi verður að hræra það upp. Verður þetta mikil framför í okkar skyr- sölumálum og ætti að geta orðið til þess að skyrneyzlan ykist að nýju. Rjóminn og fóðurkálið Húsmæður í Reykjavík og víðar á landinu kvörtuðu nú í haust yfir hvað erfitt var að þeyta rjómann. Þetta er mjög hvimleiður galli á rjómanum, sem. mest ber á í á- ágúst og september—mánuði ár hvert, en sem erfitt er að koma í veg fyrir. Talið er fullvíst, að or- sökin fyrir þessum galla sé sú að á þessum tíma árs beita bændur kúnum mikið á fóðurkál, en það hefur töiuverð áhrif á efnasam- setningu mjólkurinnar og um leið á rjómann, sem úr henni er unninn. Ekki er hægt að banna bændum að nota þetta fóður, en annað mál er, að talið er að þessi galli á rjómanum hverfi að miklu leyti, ef kúnum er beitt á fóðurkálið að- eins fyrri hluta dagsins, en seinni hlutann séu þær á annarri beit. Væri æskilegt, að bændur kæmu þannig til móts við neytendur í þessu máli. Fyrir rúmu ári kom á markaðinn í nokkrum löndum í Evrópu sér- stakur rjómi til að þeyta. Þetta er venjulegur rjómi, sem blandað- ur hefur verið með áfum eða áfa- mjöli í ákveðnu magni. Mesti kost- urinn við þessa rjómategund, er að hægt er að hágerilsneyða hann án þess að hann missi þeytunareig- inleika sína. Það má því geyma hann við venjulegan herbergishita tilbúinn til notkunar í fleiri vikur. Þessi rjómi mun einnig vera mjög hentugur til notkunar í sumarbú- stöðum og á ferðalögum. Ekki er hægt að búast við að þessi rjómi komi á markaðinn hér á landi næstu árin. í fyrsta lagi er norskt einkaleyfi á framleiðslu hans, og 1 öðru lagi er dýrt að kaupa tæki til framleiðslu á því litla magni sem mundi seljast hér. Mjólkurflutningar Á síðustu árum hafa heimilis- mjólkurtankar komið meir og meir fram á sviðið í mörgum löndum. Þessir tankar hafa margt sér til ágætis. Þeir létta mikið vinnu mjólkurframleiðandans. Þeir auð- velda kælingu mjólkurinnar og auka þannig geymsluþol hennar. Ekki þarf að sækja tankmjólk meir en annan hvern dag og sparar það mikið flutningskostnað. Notaðir eru tankbílar til að sækja mjólkina og er magn frá hverjum framleiðenda mælt í heimilistanknum eða um leið og mjólkinni er dælt á bíl- tankinn. Þegar bíllinn síðan kemur til búsins er mjólkinni dælt beint á tank í búinu. Þannig sparast mikil vinna við móttöku á mjólk- inni. Aftur á móti er ýmislegt annað, sem veldur erfiðleikum við að koma á tankvæðingu. Er þar helzt að nefna stofnkostnaðinn. Bæði sjálf ir tankarnir og tankbílarnir eru dýrir. Gera verður veg heim að öllum bæjum, sem er fær stórum tankbíl allan ársins hring. Hver framleiðandi verður að hafa vel frágengið mjólkurhús þar sem tank urinn á að standa. Hér á landi hefur tankvæðingin einnig hafi innreið sína. Mjólkur- bú Flóamanna fær um 20m af mjólkurmagni sínu frá nær 200 framleiðendum, sem hafa heimilis- mjólkurtanka. Helmingurinn af þeirri mjólk sem Mjólkurstöðin í Reykjavík tekur á móti frá sín- um eigin framleiðendum kemur frá heimilistönkum. Bæði þessi mjólk- urbú stefna að 100% tankvæðingu. Nokkur önnur mjólkurbú í land- inu eru byrjuð að vinna að undir- búningi fyrir tankvæðingu og má búast við á næstu 5 til 10 árum verði miklar framfarir í þessum málum. Fitumælingar. Fyrir nokkrum árum var á Norð- urlöndunum gerð sú breyting á fitumælingu mjólkur eftir Gerbers aðferð, að mjólkurmagnið, sem tek ið er til meðferðar er 10.725 ml í stað 11.0 ml áður. Sú aðferð sem hefur verið notuð hérlendis með 11.0 ml gefur of háa fituprósentu og skekkjan verður þeim mun stærri þeim mun feitari sem mjólk- in er. Þegar þessi aðferð með 11.0 ml sýnir 4,0% fitu í mjólkinni, þá er hin rétta fituprósenta 3.9 eða 0.1 prósenti minni. Hin nýju mæliglös hafa verið svo til eingöngu á markaðinum nú síð- asta árið og hafa því mjólkurbú- in að líkindum fengið þau, ef endurnýjunnar hefur þurft við. Á síðasta ári var því ósamræmi í fituprósentu bæði á milli mjólkur- búa og einnig innan sumra þeirra. Af þessu tilefni lagði Framleiðslu ráð landbúnaðarins fyrir öll mjólk- urbúin i landinu að útvega sér hina. nýju gerð af mæliglösum og taka upp notkun þeirra frá og með 1. jan. 1968. Með þessu hyggst Fram- leiðsluráð koma á aftur samræmi í fituprósentu bæði milli mjólkur- búanna hérlendis og milli íslands og hinna Norðurlandanna, einnig mun þetta létta alla útreikninga á nýtingu mjólkurinnar. Nú munu nautgriparæktarfélög og búnaðarfélög sem sett hafa sér nautgriparæktunarsamþykkt, láta mæla mjólk úr hverri einstakri kú í mjólkurbúum í hverju héraði. Eru því líkur fyrir þvi, að sömu mæl- ingarmenn sjái um þessar fitumæl- ingar og aðrar á hverju búl og noti til þess sömu tækin. Má þvi búast við að eitthvert ósamræmi Framihald á bl& 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.