Morgunblaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MARZ 196« 11 Sumardvalarheimili Kópavogs barna í Lækjarbotnum Sumardvalarheimili barna úr Kópavogi NÚ uim þessa helgi mun Lions- klúbbur Kópavogs hefja loka- sókn til fjáröfiliunar fyrir sumar- dlvialarlheimilii fyrir börn úr Kópavogi. Hér er uim að ræða stónt átak hjlá einu þjónustu- féla'gi, þó'tt stuðnings njóti ann- arra félagasamtaka, en þess er að geta, þörfin er sérstaklega mikil fyrir slíkt heimili í Kópa- vogi, þar sem sá kaupstaður er hinn bairnfliesti á landinu. í tilefni þessa átaks bauð stjórn klúbbsins nokkrum gest- um ásamt blaðamönnum að sjá hið nýja divalariheimili, sem stendur efst í Lækj arbotnum nokkru ofar en hið gamla býli stóð. Við það tækifæri talaði Björn Guðmundsson, fonmaður klúbbs ins, og skýrði frá tildrögum fundarins. Hjáknar Ólafssón, bæjarstjóri, þakkaði hið mikla framtak klúbhsins og þeim, sem miest hefðu uunið að þessu verki. Uá gat hann þess, að fyrirhug- að væri að nota þetta dvalar- heimili fyrir börn á skóLaskyldu aldri, en auk þess væri þetta tilvalinn staður fyrir börn, að fara til á vetruim, bæði til skíða- ið'kana og annarra skemmri úti- legudivala. Hann sagði að lokum, að etf LionsklúbbuTÍnn hefði ekki tekið þessu mikla verk- efni jafn vel og raun ber vitni, væri húsið ekki komið upp enn. Stefnir Helgason, formaður byggingarnefndar hússins, ræddi um framlag það er komið er til hiússins og þá miklu sjálf- boðavinnu, sem innt befði verið af hendi. Þakkaði hann góða samvinnu við þetta verk. Frekari skýring á byggingar- sögu hússins er sem hér segir: Það er langt síðan flestum var Ijós þörfin fyrir slíkt heimili, en vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar, varð ekkiert úr framkvæmdum. Árið 1966 ákvað Lionsklúbbur Kópavogs að beita sér fyrir lausn málsins í eamvinnu við Leikvall'anefnd Kópavogs, Kven félag Kópavogs og fleiri aðila. Framkvæmdir hófust sama ár og hafa gengið framar öllum vonum og er þess vænst að hiaegt verð'i að hefja starfsemi í sumar. Þegar Liönsklúbbur Kópavogs ákvað að beita ,sér fyrir lausn þessa máls, var það gert í þeirri von, að bæjarhúar legðu mál- inu lið og hafa þeir, svo og fjöldi fyrirtækja í bænum, vissu lega ekki brugðist, né heldur Bæj arstjórn Kópavogs og má því með sanni segja, að þetta sé verk Kópavogsbúa allra. Heimilið, sem er timlburihús 240 ferm. á steyptri plötu, er teiknað aí Herði Bjömssyni og er það ætl'að fyrir 32 böm. Það er fullfrágengið að utan og er nú verið að hefja smiðí. innréttinga, en öl) klæðning innanhúss er einnig búin. Kostnaður er nú orðin um 1.600.000.00 auk mik- Elar sjálfboðavinnu klúlhbfélaga, en í þeirri upphæð er eirmig beimtaugargja'l'd rafmagns er eitt var 230.000.00. En til að Ijúk’a verkinu þartf enn töl-u- verða upphæð og hefur Lions- klúbbuir Kópavogs því hrint af stað ’happdrætti til stuðnings málinu og hafa miðiar verið sendir á öll heimili í bænum i þeirri trú, að bæjarbúar vilji enn leggja málinu lið og nú til lökasigurs og munu klúfobtfélag- ar heimsækja bæjarbúa á næst- unni ,en dregið verður í h'app- drættinu 6. apríl n.k. Þess má o.g geta, að öll að- staða til vetraríþrötta er mjög góð þarna og er ætlunin að nota heimilið fyrir skóiabörn að vetr arlagi. Þá skal þess getið að lokum, að n.k. sunnudag 31. marz, verð uir heimilið til sýnis milli- kl. 1— 5 e.h. fyrir þá sem áhuga bafa. Stjórn Lionsklúbbsins og for maður byggingarnefndar. Frá vinstri: Hjálmar Ólafsson, Bj öm Guðmundsson, Ari Jóhann- esson, Kristinn Wium og Stef nir Helgason. Erlingur Vigfússon, óperusöngvari. Söngskemmtanir í Gamla Bíói laugardaginn 30. marz kl 3 og sunnudaginn 31. marz kl. 7,15. Við píanóið E. Palmer, hljómsveitarstjóri frá Köln. Aðgöngumiðar á 125 kr. hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal Skólavörðustíg og við innganginn. ATH.: Tvær efnisskrár. SÖLUSÝNING Fyrsfa sölusýning okkar Jbessa árs stendur yfir. Mikið úrval nýrra og notaðra amerískra bífa. Af nýjum bilum má nefna: Dodge Coronet árgerð /967 og Plymoutb Fury II árgerð 1967. Af notuðum bilum: Ford Fairlane árgerð '65, Peugeot 404 árgerð '64 Cheville árgerð '64, Chevy II. árgerð '65, Buick Le Sabre árgerð '63 auk fjölda annarra góðra bila. Tökum allar tegundir af góðum og vel með förnum bilum upp i nýja eða notaða bila. Á GAMLA BÍLNUM INN, Á NÝJA BÍLNUM ÚT SÝNINGARSALURINN OPINN TIL KL. 6 í DAG CHRYSLER - UMBODIÐ RAMBLER - UMBOÐIÐ VÖKULL HF. JÚN LOFTSSON HF. IIRINGBRAIJT 121 — Sími 10600. Hringbraut 121 — Sími 10600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.