Morgunblaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MARZ 1968 15 Stúdentar útskrifaðir ári fyrr en nú er Lækkun kosningaaldurs hvorki rökrétf né nauðsynleg Samþykktir Landsþings menntaskólanema DAGANA 23. og 24. marz 1968 var fyrsta Landsþing mennta- skólanema haldið í Menntaskól- anum í Reykjavík. Einar Magn- ússon, rektor skólans, setti þing- ið. Þar voru samankomnir alls 28 fulltrúar allra menntaskóla landsins. Menntamál voru aðal- viðfangsefni þingsins, en auk þess var fjallað um félagsmál og mál almenns eðlis. Á þinginu voru gerðar 23 sam- þykktir og fylgja þær hér á eftir. Landsþing menntaskólanema 1. Ályktar að hraða beri sem mest athugunum á því, hvort ekki sé tímabært orðið að færa upphaf fræðsluskyldu niður um eitt ár og gera við eigandi breytingar á fræðslu löggjöfinni með það fyrir augum að útskrifa stúdenta að minnsta kosti ári fyrr en nú er. 2. Ályktar, að sérstaklega þurfi að fara fram athugun á því, hvort ekki sé mögulegt að þjappa saman námsefni á barnaskólastiginu og byrja að kenna tungumál (ensku og dönsku) í barnaskólum. 3. Ályktar, að eftirfarandi 3 at- riði beri að hafa ofarlega í huga, þegar hugáð er að framtíðarskipulagi mennta- skólanna: — að fjölga deildum, — að auka valfrelsi innan hverrar deildar, — að auka frjálsræði í sam- bandi við niðurröðun efn- is og magn þess á hverj- um vetri, auk þess verði hinu svonefnda annakerfi komið á í þeim mennta- skólum landsins, sem ekki hafa það nú þegar. Æskilegt væri, að það yrði með svipuðu sni’ði og nú tíðkast í M.L. og M.H. 4. Álítur að athuga beri mögu- leika á því að samræma stúd entspróf, án þess þó að gera það að landsprófi með það fyrir augum, að aðstaða stúdenta frá menntaskólun- um verði sem jöfnust gagn- vart háskólanámi, jafnt við H.í. sem erlenda háskóla, svo og gagnvart námsstyrkj- um sem hi'ð opinbera veitir í samræmi við hæstu eink- unnir. 5. Ályktar að skora á fræðslu- yfirvöld að kanna sem fyrst grundvöllinn fyrir því að hefja kenpslu í samtímabók- menntum og auka list- fræðslu í efri bekkium menntaskólanna og hlutast til um, að til þessara starfa veljist sérmenntaðir kennar- ar. 6. Ályktar að skora á fræðslu- yfirvöld að sjá til þess, að mat á íslenzkum ritgerðum til stúdentsprófs annist að einhverju leyti sérmenntað- ir menn, sem kæmu til móts við íslenzkukennara me'ð til- liti til efnis og eðlis ritgerð- anna. 7. Ályktar að fagna beri þeirri st.efnu, sem tekin hefur verið upp með aukinni talkennslu tungumála og æskir þess, að haldið verði áfram á þeirri braut. 8. Telur að taka beri latínu- kennslu í máladeildum menntaskólanna til gagn- gerrar endurskoðunar, og að haga beri kennslunni í þess- ari grein þannig, að meiri raunhæf not verði að henni, t.d. við nám lifandi tungu- móla. 9. Æskir þess, áð þjóðfélags- leg fræðsla verði stórum aukin á framhaldsskólastig- um. 10 Ályktar, að í þeim náms- gre^*um, sem nú aðeins er prófað munnlega úr á stúd- entsprófi, ver'ði einnig próf- að skriflega. 11. Ályktar að afnema beri leik- fimiseinkunn sem gildandi einkunn á stúdentsprófi. 12 Ályktar að skora á fræðslu- yfirvöld, aþ fram fari at- hugun á vinnuaðstöðu kenn- ara í menntaskólum lands- ins, og kannaðar verði þær leiðir, sem færar þykja til úrbóta á henni. 13. Telur æskilegt, að ríkið greiði áð hluta þann auka- kostnað, sem þejr skólanem- endur bera, er þurfa að stunda nám fjarri heimahög- um. 14. Ályktar, að stuðlað verði að útkomu íslenzkra kennslu- bóka í sem flestum náms- greinum menntaskólanna. 15. Ályktar, að stefnt verði að því að skapa vinnuaðstöðu fyrir nemendur í skólunum utan skólatíma og skólarnir láti nemendum í té í ríkara mæli, en þeir hafa gert hing að til, ýmis hjálpargögn. Er þar einkum átt vfð glósur. 16. Ályktar, að við skólastigin þurfi að vera starfandi fé- lagsráðgjafi eða sálfræðing- ur, sem leitast við að leið- beina og ráðleggja nemend- um í sambandi við nám og ýmis persónuleg vandamál, er upp kunna að koma. 17. Ályktar að kanna skuli á- huga í menntaskólunum á stofnun menntaskólasam- bands og hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegu menntaskólablaði. 18. Telur æskilegt, að ritnefnd- ir skólabláðanna hafi sam- band sín á milli til að sjá um stóraukin skipti á skóla- blöðum einstakra skóla. 19. Mælist til þess, að forystu- menn félagslífsins í þeim menntaskólum, sem koma því við. sjái um að unnið verði að tveimur af brýn- ustu hagsmunamálum nem- enda, sem eru: a. starfsfræðsla, b. bókakaup. 20. Skorar á ríkisstjórn og Al- þingi að skerða ekki fjár- veitingar til menntaskólanna í landinu meira en brýnasta nauðsyn krefur, og biður við komandi aðila a'ð hafa hug- fast, að niðurskurður á fjár- veitingum til menntaskóla myndu á þessu stigi málsins koma sér mjög illa, einkum vegna hinnar miklu upp- byggingar og hinnar já- kvæðu tilraunastarfsemi, sem nú á sér stað á mennta- skólakerfinu. 21. Telur lækkun kosningaald- urs hvorki rökrétta né nauð- synlega, og skorar því á við- komandi aðila að láta hér staðar numið í lækkunarað- gerðum sínum. 22. Telur, að íslenzkum i’ðnaði og íslenzkri framleiðslu hafi ekki verið sýndur nægur skilningur á undanförnum árum. Þess vegna skorar landsþingið á almenning í RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 23. landinu að taka íslenzkar framleiðsluvörur fram yfir erlendar, þegar þess er frek- as-t kostur. Slíkt hlýtur að vera heillavænlegt fýrir all- flesta aðila. Ályktar, að aðbúð að eldri kynslóðinni verði bætt á sem hagkvæmastan hátt. Að þáð verði bezt gert með því að koma upp ódýru leigu húsnæði í stað ófullkominna elMheimila. Að þe»i leiguhúsnæði verði byggð með það sjónarmið fyrir augum, að gefa eldri kynslóðinni kost á því, að halda sjálfstætt heimili eftir efnum hvers og eins, en leigu ver'öi í hóf stillt. Að þrátt fyrir miklar fram- farir, sem orðið hafa á sviði tryggingamála eldra fólks- ins, séu enn örður á, að þær framfarir séu nægar, og bendir því á, að ekki séu réttmætar þær ráðstafanir að gera eldra fólkinu að greiða skatta og aðrar álög- ur af éllilaunum sínum sem og öðrum launum. <5-Dr. Páll ísólfsson og Ragnar Björnsson. Tímamót í Dómkirkjunni DÓMKIRKJAN í Reykjavík, á- samt Alþingishúsinu, eru ekki aðeins virðulegustu stofnanir landsins, en líka hin mesta bæjar prýði. Þau eru arfur frá heils hugar fólki, laust við tildur og stærilæti. Báðar eru þessar bygg ingar með öllu íburðarlausar. í sinum traustlega virðuleika hafa þær orðið öllum ástfólgnar, og í augum okkar flestra þesskon- ar þjóðarhús, sem sjálfstæð ríki kappkosta að koma sér upp, til staðfestingar draumum sínum um eitthvað óforgengilegt, er safnað fái hugum okkar saman á miklum stundum. En Dómkirkjan í Reykjavík hefur ekki síður, sem skapandi afl í þjóðlífinu, átt ólítinn þátt í að leggja grunninn að and- legu lífi í landinu. Þessi virðu- lega stofnun hefur orðið mikil lyftistöng á fleiri sviðum en bein línis hinu kirkjulega. Það eru dapurleg örlög, sem við erum nú að súpa seiðið af, að hin miklu góðæri, sem geng- ið hafa yfir þessa þjóð, hafa of litlu skilað til framtíðarinnar af andlegum verðmætum, framyf- ir þá tíma, sem einna þrengstan stakk skáru henni efnahagslega. Þetta mun vefjast fyrir mörgum að útskýra fyrir unga fólkinu, ekki síst fyrir þær sakir, að við viljum öll reyna að trúa því, að við höfum einmitt verið að byggja fyrir framtíðina. En á- stæðan er augljós. Okkur hefur um of flestum láðst að gera hina örfandi hönd æskunnar ábirga að sínum hluta. Hugur heilbrigðs ungs fólks beinist að því að tak- ast á við mikil og óþekkt verk- efni, og berjast fyrir sönnum umbótum, ekki hégóma, en hin féglaða hönd lífsþreytunnar hef ur aftur á móti tilhneigingu til að hlaða múrvegg um æskufólk sitt, og búa því íburðarmikla, kalkaða gröf, í stað þess að fá því heillandi verkefni að glíma við. Hér kynni að vera að leita einnar skýringar á þeirri and- legu deyfð, sem fyrst flaut í kjöifar undangenginna góðæra. Nú hefur séra Bjarni flutt úr gamla bænum sínum og Dóm- kirkjunni í höfuðstaðnum, og nýlega vék Páll ísólfsson úr saeti sínu þar, að yngri maður mætti freista að fylla þann vandsetna bekk. Á margan hátt má segia að saga íslenzks tón- listarlífs, sé einnig saga Páis fsólfssonar. Hann stofnaði Tón- listarskólann fyrir tæpum fjöru- tíu árum, og veitti forstöðu í aldarfiórðung. Hann var tónlist- arstóri Ríkisútvarpsins í 30 ár, lika tónlistarráðunautur Þjóð- leikhússins. Hann kom, ásamt Dr. Heinz Edelstein, á fót Barna- músikskólanum, og átti öllum mönnum drýgri hlut að því að koma hér á laggirnar allmynd- arlegri hljómsveit, sem hann stjórnaði lengi framanaf. Hann flutti hér fyrstu tónverkin fyrir hljómsveit og blandaðan kór, ferðaðist um landið þvert og endilangt og hélt hundruð tón- leika, ýmist einn á orgel eða með einsöngvurum, einleikurum eða hljómsveitum. Flest þeirra verkefna, sem hann kynnti hér, varð hann sjálfur að búa til flutnings, og fæst af söngfólki hans gat þá lesið nótur, og varð hann að kenna því lögin eins og börnum. En umfram allt annað hefur Páll ísólfsson sannað hverju sönn mannleg viðleitni, einbeittur hugur og ást á líf- inu og starfinu fá áorkað, jafnt uppgangstímum og eymdar. Það verk sem Páll vann var brautryðjendastarf, sannarlega ofurmannlegt átak, en auk þess var hann afkastamikið og fram- úrskarandi tónskáld, sönglög hans og önnur tónverk náðu til hjarta þjóðar hans í borgum og sveitum landsins. Öllu þessu fékk hann afkastað samhliða hinu mikla og tímafreka aðal- starfi sínu, sem dómkirkjuorgan- isti höfuðstaðarins. Það mætti með fullum sanni segja að á hans tíma hafi tónlistariíf lands- ins verið hiuti af starfsemi Dóm kirkjunnar í Reykjavík. En gæfa Páls ísólfssonar var, að hann treysti unga fólkinu og á sam- starfið við það. Hin örfandi hönd æskunnar var öryggi hans í líf- inu, og oftast eina eudurgjald. Nú er nýr rnaður sestur við orgelið í gömlu Dómkirkjunni við Kirkjustræti, og nýtt blóð byrjað að streyma þaðan um æð ar borgarinnar. Hinn nýi dóm- kirkjuorganisti, Rrgnar Björns- son, hefur augsýnilega gert sér ljóst, að musteri Páls ísólfssonar verður að halda frumkvæði sínu í menningarlífi þjóðarinnar, eins og næsti nágranni, gamla Iðnó, að sínu leyti. Ef stjarna þessarra rótgrónu stofnana hrapar, mun þungur skuggi leggjast yfir bæ- inn okkar. Hugboð um ytri erfiðleika, ekki síður en kreppur sálarlífs- ins, lýsa sér fyrst í viðbr.ögðum heilbrigðs ungs fólks, og ekki að jafnaði í því, að rokið sé til að reisa stórvirkar verksmiðj- ur, koma sér upp flota og verzlunarhöllum, er staðið gæti undir litríku bílífi. Þvert á móti. f upphafi var „Orðið", segir í gamalli bók, sem ennþá á rót- föst ítök í sál vestrænna þjóða. Æskan hefur meðfædda tilfinn- ingu fyrir því hvernig „Orðið" fái eignast nýtt líf, nýtt inni- hald, lit og tón nýs tíma án þess að slitna úr tengslum við skap- ara sinn. Æskan snýr sér milli- liðalaust að því að „leita Guðs ríkis“, brjóta hugsjónum sín- um og framkvæmdaþörf leiðir, meðan hið fúna hrynur niður og fýkur burt, og í þeirri öruggu vissu mannlegs eðlis að allt ann- að muni veitast henni að auki. Þegar Rudolf Serkin var hér á tónleikaferð fyrir tveimur ára tugum, lék hann einnig fyrir Akureyringa. Forráðamenn tón- leikanna þar báðu mig að bera fram við listamanninn afsökun vegna þess að aðeins væri hand bært mjög ófullkomið hljóðfæri að leika á, en listamaðurinn lét ekki standa á svari sínu: Bless- aðir verið þið, ef maður getur eitthvað spilað á annað borð, skiftir hljóðfærið ekki miklu máli. Engum dettur í hug að taka þessi orð alveg bókstaflega. En munau „hjörtun sem trúa“ ná lakari árangri með bænum sín- um undir torfþaki en hinir er kost ættu á að ávarpa Guð sinn úr PétUrskirkjunni í Róm. Ragnar Björnsson hefur líka að sínu leyti sannað þetta. Hann hefur nýlega flutt hér fræga óperu, Ástardrykkinn, sem sam- inn er meðal annars fyrir all- stóra hljómsveit, en verið til- neyddur vegna andlegrar fátækt ar höfuðstaðarins, að láta sér nægja að flytja verkið með und irleik tveggja flygla í stað hljómsveitar. Þó borgin okkar eigi hundruð verzlunarhalla, þar sem vegfarendum aðalgatna borg arinnar er gert að hafa fyrir augunum aurbretti á bíla, tunn- ur undir sorp og ógeðfelt setu- liðsdrasl. á hún engan stað þar sem hægt er að flytja óperur, hljómsveitartónleika eða hafa sýningar á listaverkum. En æskan bregst ekki sínum elskhugum á neyðarstund, eins og mörg dæmi hér í borginni hafa sannað. Nýi dómkirkju- organistinn, einn úr hópi hinn- ar storkusömu nýju kynslóðar, flutti verk sitt af sannfæringu, eins og sá sem veit af öllu í stakasta lagi. Hrifnir áheyrend- ur klöppuðu honum og söng- fólki hans lof í lófa og fengust síðan ekki til að vfirgefa hin fátæklegu salarkynni frá öld- inni sem leið. Þó ekki verði, þrátt fyrir vf- irvofandi heimskreppu, gefist upp við að reyna að skana list bg menningu viðunandi lífsskil- vrði á fslandi. má nú víða sjá bess merki í viðleitni ungs fólks í borginni, að það treystir engu nema Guði í sjálfu sér. R. J. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 1D*1DO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.