Morgunblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAl 196«. Halldóra Hannes- dóttir — Minning Þótt seint sé vil ég meðnokkr um orðum minnast vinkonu fjöl- skyldu minnar, Halldóru Hannes dóttur, húsfreyju í Bitru við Eyjafjörð, sem andaðist þann 16. febrúar síðastliðinn. Útför henn- ar fór fram frá Lögmannshlíð- arkirkju 24. sama mánaðar. t Sigríður Sigurðardóttir Asgarði 43, lézt í Borgarsjúkrahúsinu miðvikudaginn 29. maí. Guðmundur Pálsson, börn, barnabörn og tengda- dóttir. t Móðir okkar Lilja Torfadóttir verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 31. maí kl. 1.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Jón Maríasson, Fanney Annarsdóttir. t Jarðarför móður minnar Þorbjargar Guðmundsdóttur Hrannargötu 10, tsafirði, fer fram frá ísafjarðarkirkju föstudaginn 31. maí kl. 2 e.h. Ragnhildur Eiriksdóttir. t Eiginma'ður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi Þorsteinn Valdimarsson simstöðvarstjóri og hreppstj. i Hrísey verður jarðsunginn frá Hris- eyjarkirkju laugardaginn 1. júní kl. 4 e.h. Ferð verður frá Litla-Árskógsandi kl. 3.20 e.h. Hún var ein þeirra mörgu kvenna, sem vinna störf sin í kyrrþey, en afkasta þó miklu, þegar á allt er litið. Hún var ekki mannblendin, en reyndist öllum vel, sem henni kynntust, og hugsaði ekki síður um ann- arra en sinn eiginn hag. Við nafn hennar eru því einungis tengdair ljúfar minningar — og innilegt þakklæti frá mörgum. Ég man fyrst eftir Halldóri sem kornungur drengur á heimili för- eldra minna á Akureyri, en hjá þeim hafði hún verið um nokk- urn tíma. Okkur systkynunum þótti vænt um hana, og um- hyggju hennar urðum við jafn- an vör, þegar fundum bar sam- an. Halldóra var mjög vel gefin kona. Ég veit, að hún notaði hverja stund, sem gafst frá dag- legum önnum, til lestrar góðra bóka. Þrátt fyrir litla skólagöngu var hún því vel að sér um marga hluti, og hugðarefni hennarvoru mörg. Hefði hún alist upp við nútíma aðstæður er líklegt, að hún hefði gengið menntaveginn. Til þess hafði hún næga hæfi- leika og einbeitni Hún var al- vörugefin og trúhneigð. Fram- koma hennar mótaðist af hlýju og tillitssemi við náungann. Halldóra Hannesdóttir var fædd þann 24. okt. árið 1886 að Blikastöðum í Mosfellssveit, dótt ir hjónanna Hannesar Kláus- sonar og Elínar Halldórsdóttur, sem þar bjuggu góðu búL Voru foreldrar hennar kunn fyrir t Eiginkona min og móðir Elísabet Jónsdóttir Sunnubraut 15, Keflavik, verður jarðsungin að Kefla- víkurkirkju laugardaginn 1. júni kl. 1.30. Guðlaugur Sigurðsson, Fjóla Sigrún Guðlaugsdóttir. t Útför móður okkar Arndísar Jónsdóttur Njálsgötu 9, fer fram frá Dómkirkjanni föstudaginn 31. maí kl. 2 e.h. Jarðsett verður í gamla kirkju garðinum. Ami Tryggvason, Ólafur Tryggvason. Lára Sigurjónsdóttir, börn. tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, við AkuireyrL Jörðin er nú inn- an lögsagnarumdæmis Akureyr- ar. f Bitru voru húsakynni slæm sem og víðar um þær mundir. En ungu hjónin hófust handa af dugnaði og bjairtsýni. Hýstu vel jörðina og færðu út rækt- unina. Um stórbúskap var ekki að ræða, en búið var jafnan notadrjúgt. Eina dóttur, Júlíu, eignuðust þau Halldóra og Jónas og tóku fósturdóttur, Guðrúnu Valdimars dóttur. Dætrum sínum reyndust þau hinir beztu foreldrar, en Júlía hefir átt við nokkxa van- heilsu að stríða. Milli þeirra hjóna ríkti mikið ástríki og um alla hluti voru þau samhent. Fjölskylda mín þakkar Dóru í Bitru vináttu, sem aldrei brást Við fráfall hennar er þungur hairmur kveðinn að ástvinum hennar, eiginmanni og dætrum. En þau eiga minninguna um hjartfólginn förunaut og móð- ur. Ég veit, að þau hugsa öli með fögnuði til endurfundanna. Jónas G- Rafnar. mannkosti og góðar gáfur. Búið að Blikastöðum varð fyrir þung- um áföllum vegna fjárkláðans, og enn þyngri vair raunin, er húsbóndinn missti heilsuna. Þá varð að leysa upp heimilið. Að- eins fimm ára að aldri fór Hall- dóra að Reynisvatni í kjós til Sigurðar Sigurðssonar og Guð- bjargar konu hans. Hjá þeim hjónum naut hún bezta atlætis. Síðar var hún á heimili Magn- úsar Vigfússonar, starfsmanns 1 stjórnarráðinu í Reykjavík, og eftir að hún náði fullorðins aldri í vist hjá Magnúsi Árnasyni, snikkara, og Bernhöft, bakara- meistara- Hjá öllu þessu mæta fólki leið Halldóru vel og hjá því hlaut hún margvíslega mennt un bæði til munns og handa. Þá lá leiðin norður í Húnaþing, að Öxl og síðar Steinnesi til séra Bjarna Pálssonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur, en það var eitt af stærri heimilum sveit- arinnar. Þaðan fór Halldóra síð- an með móður minni, dóttur séra Bjarna, til Akureyrar, en með þeim hafði strax á Reykja- víkur-dögunum tekizt einlæg vin átta, sem aldrei bar skugga á. Dóra í Bitru var vinur vina sinna. Sumarið 1923 réðist Halldóra kaupakona að Munkaþverá, einu mesta myndarfieimili í Eyjafirði og þar kynntist hún Jónasi Þor- leifssyni frá Grýtu, hinum mæt- asta manni. Vorið eftir gengu þau í hjónaband, en fengu ekki jarðnæði fyrr en tveimur árum síðair, er þau hófu búskap að Bitru í Kræklingahlíð, rétt utan Ingibjörg Kristín Agnarsdóttir, minning Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Guðmundar Gíslasonar bifreiðastjóra frá Brekkum. Ingveldur Jónsdóttir, Gísli Guðmundsson, Hulda Ragnarsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Klemena Jónsson, Jóhann Guðmundsson, Hrefna Einarsdóttir og bamabörn. F. 7. maí 1906. D. 23. maí 1968. „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ ÞEGAR miðað er við aldur lífs- ins á jörðu hér, getur skáldið í sannleika sagt, áð æviskeið okk ar mannanna, jafnvel þeirra, er ná hæstum aldri séu aðeins fáir dagar. Erfiðast er að játa sátt- um við sláttumanninn, þegar hann fellir ný vaknað líf, sem jafnvel hefur brosað í fyrsta skipti við geislandi sól, eða þroskaðan gróður mannheims, í blóma lífsins á ýmsu aldurs- skeiði. Ástvinir og förunautar verða eðlilega ætíð harmi slegn- ir, þó aldur þess, er hnigur í móðurskaut jarðar er orðinn all- hár, og dáðríku dagsverki lok- ið. Og þegax móður eða föður- höndin er ekki lengur nauðsyn- leg til að styðja ungviðin, vegna þess að þau eru þegar úr hreiðrinu flogin og allir vegir færir. Það er og þá ómetanleg huggun, að minningarnar lifa ljúfar og bjartar í brjóstum ást- vinanna, er kveðja þá, sem kallað ir voru. Slíkar minningEir ylja nú hjörtu ástvina Ingibjargar Agnarsdóttur, er hún vei'ður nú til moldar borin. Ingibjörg Kristín Agnarsdótt- ir fæddist að Hnjúkum á Ásum í Húnaþingi 7. maí 1906, og var því fullra sextíu og tveggja ára er hún var burt kvödd sl. upp- stigningardag. Foreldrar Ingibjargar Kristín- ar voru: Guðrún Sigurðardótt- ir og Agnar Guðmundsson að Hnjúkum. Ingibjörg ólst upp með foreldrum sínum í stórum systkinahóp, fyrst að Hnjúkum, en síðar á Fremstagili í Langa- dal. Að Fremstagili bjuggu þau Agnar og Guðrún lengi við mikla rausn, þó marga þyrfti að fæða og klæða, því börnin voru átta, er til aldurs komust, sex voru bræðurnir og systurnar tvær. Nú eru tvö systkinin horf- in yfir móðuna miklu, Sigtrygg- ur Levi dó sl. vor og Ingibjörg, sem ástvinimir fylgja nú til hinztu hvílu á þessari jöi'ð. Átján ára fluttisit Ingibjörg Kristín Agnarsdóttir til Reykja- víkur og dvaldi hér síðan til æviloka. Ingibjörg giftist árið 1927 Aðalsteini Andréssyni sjó- manni. Aðalsteinn er af skag- firzku bergi brotinn, voru foreldr ar hans Andrés Jónsson og Hólm fríður Benjamínsdóittir í Sól- heimum í SkagafirðL Andrés drukknaði í Héraðsvötnunum rétt áður en Aðalsteinn fæddist og var þá heimilið forstöðulaust. Og því var drengurinn fluttuir þegar á fyrsta ári að Mosfelli í Húnaþingi og ólst hann þar upp hjá ágætu fólki. Ingibjörg og Aðalsteinn eign- uðust tvö börn og komust bæði til fullor'ðins ára: Agnar Bragi, verkamaður hér í bænum, Ingi- björg Guðrún, dó 1962. Þrjú börn tóku þau Ingibjörg og Að- alsteinn í fóstur: Brynhildi, dó<tt- ur Sigtryggs Leví, bróður Ingi- bjargar, og tvö börn þeirra hjóna: Aðalstein Braga og Hjör- dísi. öll þessi fósturböm annaðist Ingibjörg og elskaði sem sin eig- in og Aðalsteinn reyndist þeim sem góður faðir. Víst er að son- urinn og fósturbörnin þrjú sakna nú sárt sinnar ástríku móður, en dóttirin látna fagnar henni við ódáinslundinn og um- vefur hana dótturkærleika sín- um. Ingibjörg Agnarsdóttir var mjög vel greind kona, og mörg- um kvenlegum kostum búin. Hún var mikil húsmóðir, reglusöm og hagvirk, og annaðist uppeldí Framhald á bls. 24 Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem vottuðu mér vin- áttu og tryggð á sjötugsaf- mæli mínu. t Faðir okkar Guðmundur B. Árnason Bjarmastig 11, Akureyri sem lézt í Fjórðungssjúkrahús inu á Akureyri aðfaranótt laugardagsins 25. maí, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 1. júni kl. 1.30 e.h. Blóm og kranzar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á sjúkrahúsið á AkureyrL Slgurveig Guðmundsdóttir, Arni Guðmundsson, Jón Guðmundsson. Jóhannesar Guðmndssonar frá Arnardal. Guðmundur Jóhannesson, Magndís Guðjónsdóttir, Sigmundur Jóhannesson, Aðalheiður Rósinkranzdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Eiríkur Guðjónsson, Ólafía Jóhannesdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Magnús Jóhannesson, Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Jóhannesson, Eva Pálmadóttir, barnabörn og barnabarna- börn. t Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu Kristínar S. Einarsdóttur, Túngötu 7, ísafirði. Jóhann Eiríksson, Baldur Eiríksson, Bragi Eiríksson, Adda E. Bergström, Iðunn Eiríksdóttir, Einar H. Eiríksson, Birgir Baidursson, tengdabörn, barna- börn og barnabama- böm. t Hjartans þakkir færum við öllum fjæx og nær sem sýnt hafa okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdaföður og afa Einars Ingvarssonar. Guðrún Eyjólfsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Astþór Einarsson, Steingrímur Araar, Jóna Sturludóttir og barnabörn. Sigurlína Björnsdóttir Hofi. Innilegt þakklæti til allra þeirra mörgu er sýndu mér vinsemd og virðingu á átt- ræðisafmæli mínu þ. 27/6. sL Thor J. Brand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.