Morgunblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1008. 13 r Skiptar skoöanir um flugvöll á Alftanesi Hvort á hann að vera fyrir utan- landsflug e Fundur Flugmálafélags ts- lands um flugvallamál var vel sóttur og sátu hann nokkuð yf- ir hundrað manns. Tóku margir til máls og var fundurinn hinn fjörugasti- t lok fundarins var samþykkt ályktun þess efnis, að skorað var á ríkisstjórn að hefj- ast þegar handa og taka frá það land, er hugsanlega færi undir flugvöll á Álftanesi. Björn Jónsson formaður Flug- málafclagsins setti fundinn og ræddi hann stuttlega um helztu verkefni, er á döfinni eru hjá félaginu. Þá skipaði hann Há- kon Guðmundsson yfirborg- ardómara fundarstjóra, en síðan tók til móls Brynjólfur Ingólfs- son ráðuneytisstjóri. í upphafi máls síns rakti hann ða ekki án fyrrnefndrar lengingar. Ekki þyrfti að festa kaup á miklu landi, þar sem land það, er flugbrautirnar liggja á eru að mestu í eigu ríkisins. Þótt hávaði sé nokkur af þess um flugvelli, segir í nefndar- áliti, að sú bruflun yrði fyrst og fremst að degi til og alls ekki að næturlagi eins og raunin yrði með hina gerð flugvallarins. Nefndin viðurkennir, að x- flugvöllur er ekki jafn fullkom- inn tæknilega og L-gerð flug- vallarins, en bendir á, að x-flug- völlur verði það ódýrari, að á- stæða sé til að taka tillit til þess, og nýta frekar fjármagnið til úrbóta annars staðar á land- inu. Þá muni flugvöllurinn eins og fyrr segir fullkomlega geta fari fram, verði að fresta bygg- ingarframkvæmdum á Álftanesi. Að lokum sagði Baldvin Jónsson, að hann teldi, að jarð- arkaupin, sem meirihlutinn legði svo mikla áherzlu á, væru smá- munir í sambandi við heildar- kostnað og varpaði fram þeirri spurningu, hvort íslendingar væru það aumir, að geta ekki byggt í eitt sinn flugvöll fyrir Reykjavík. Þá hófust almennar umræður. Fyrstur tók til máls Örn O. Johnsen forstjóri F.í. Lagði hann fram ályktunartillögu þá, sem síðar var samþykkt með nokkrum breytingum. Hann taldi ánægjulegt, að menn hefðu loks sætzt á, að byggja skyldi flug- völl á Álftanesi, og eins, að menn væru sammála um, að L- leiðin væri betri, tæknilega séð. Taldi hann, að ekki ætti að Frá fundinum Kortið sýnir flugvellina, sem deilt er um. Meirihluti flugvallanefndar leggur til að byggður verði flugvöllur, sem merktur er X, en minnihlutinn að L, verði byggður. Land undir L-flug- velli er að mestu í einkaeign en í rikiseign að mestu hjá X-flugvelIi. Mjóu strikin tákna há- vaðamörk, og sézt á því, að forsetasetrið verður á báðum tilvikum innan markanna, þar sem Það er á nesinu milli flugvallanna. stuttlega þær orsakir er liggja að þeirri niðurstöðu flugvalia- nefndar, að tímabært sé að taka frá land á Álftanesi fyrir fram- tíðarflugvöll, en þær eru helzt- ar, að Reykjavíkurflugvöll- ur mun ekki fær um að gegna því hlutverki í framtíðinni að vera flugvöllur fyrir höfuðborg arsvæðið bæði vegna hávaða og vegna þrengsla. Ekki kæmi ihelduT til að gera Keflavíkur- flugvöll að miðstöð innanlands- flugs vegna fjarlægðar frá höf- uðborginni. Þá rakti Brynjólfur kosti og galla þeirra tveggja flugvalla- stæða x og L, er til greina kæmu á Álftanesi, og sagði, að þótt x- gerðin, sem minnihluti flug- vallanefndar hallaðist að væri tæknilega fullkomnari væri hún það miklu dýrari, að ekki væri stætt á að fylgja þeirri gerð. Að lokum las hann upp álitsgerð meirihluta flugvallanefndar. Þar segir, að hagkvæmast muni vera að styðjast við tvo flugvelli, Keflavíkurflugvöll fyrir utanlandsflug og Reykja- víkurflugvöll og sennilega síðar flugvöll á Bessastaðanesi fyrir innanlandsflug. Keflavíkurflug- völlur sé með fullkomnustu flugvöllum í heimi og engin á- stæða til að ætla, að hann verði lagður niður í náinni framtíð. Meirihluti nefndarinnar telur eðlilegt að við frátöku lands á Álftanesi verði stuðst við svo- nefnda x-teikningu og verði þá einkum hafðar í huga þarfir inn- anlandsflugs. Með því fyrirkomu lagi mætti koma við 1400 og 1800 metra löngum flugbrautum sem mætti lengja upp í 2300 metra. Ættu þessar flugbrautir að nægja fyrir innanlandsflug, þjónað flugsamgöngum í framtíð inni ásamt Keflavíkurflugvelli. f lok ræðu sinnar benti Brynjólfur Ingólfsson á, að Ing- ólfur Jónsson samgöngumálaráð herra hefði lýst því yfir, að hann teldi tillögur meirihluta nefndarinnar vænlegri til að hljóta samþykkt Alþingis. Þá tók til máls Baldvin Jóns- son hrl. Hann sagði í upphafi, að Reykjavíkurflugvöllur hefði gegnt sínu hlutverki vel, en nú væri hlutverki hans að ljúka, og þörf væri á að ákveða staðsetn- ingu nýs flugvallar. Rakti hann síðan niðurstöður fyrri athug- ana á flugvallarstæðum í ná- grenni Reykjavíkur og vék síð- an að áliti minnihluta flugvalla- nefndar. Kemst minnihlutinn að þeirri niðurstöðu, að leggja eigi brautirnar eftir svokallaðri L- leið. Helztu rökin eru þau, að hún er tæknilega fullkomnari, þá eru stækkunarmöguleikar meiri, og minni hávaða gætir. Þá heldur minnihlutinn því fram, að notkun Keflavíkurflugvallar í herþágu geti haft óheppileg- ar kvaðir fyrir farþegaflug um völlinn. Ennfremur er flugvöll- urinn langt frá Reykjavík, og gæti því í framtíðinni haft óþæg indi fyrir íbúa hennar, sem kom- ið gætu niður á flugfélögum. Ennfremur bendir minnihlutinn á, að tvískiptingin yrði veru- legur kostnaðarauki fyrir hið op inbera og flugfélög og geti það orsakað hærri flugfargjöld. Að lokum lagði minnihluti nefndarinnar til að brýn nauð- syn sé á að athuga hið fyrsta til hlítar tilkostnað við flugvallar- gerð á Álftanesi og þá sérstak- lega samanburð á kostnaði við L- og x leið. Meðan sú athugun horfa í kostnaðaraukann við að byggja tæknilega betri flugvöll, er í framtíðinni gæti þjónað ut- anlandsflugi eins og innanlands flugi. í sama streng tóku þeir Gunn- ar Sigurðsson flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar og Skúli Stefánsson formaður Félags ísL atvinnuflugmanna. Enn fremur tók í sama streng Sigurður Jóns son forstöðumaður Loftferðaeftir litsins og auk þess spurðisthann fyrir um, hver væri afstaða Reykj aví kurborgar. Gústaf Pálsson borgarverk- fræðingur sagði, að raunarværi Reykjavíkurflugvöllur sér nokk urt tilfinningamál, þar sem hann hefði teiknað hann. En burtséð frá því, teldi hann að styttra ut- anlandsflug og innanlandsflug ætti að fara frá höfuðborgar- svæðinu, og í framtíðinni ætti endaflugvöllurinn að vera í Reykjavík og þar ætti örygg- ið að vera mest og ekkert til þess sparað. Bergur Gíslason hrl. sagði það ánægjulegt, að Álfta- nes hefði verið valið sem flug- vallastæði. Ræddi hann síðan um landval og taldi brýna nauð syn á að velja sem mest land til flugvallagerðar og taka frá. Landverðið væri ekki dýrt, held ur væri hér um að ræða góða fjárfestingu, er kæmi til með að gefa mjög góðan arð. Jón Sigurðsson ráðuneytis- stjóri ræddi aðallega fjármál í ræðu sinni. Hann sagði, að það hlyti að velta á kostnaði, hvor leiðin, x eða L yrði valin. Hins vegar skorti upplýsingar um, hve miklu dýrari L-leiðin væri, og yrði því að kanna það mál til hlítar. Þá fyrst yrði hægt að segja fyrir um, hvora leiðina ætti að fara, því að hafa þyrfti hliðsjón af því, sem gera þyrfti í þessu landi, hvað væri brýn- ast og hverju ýrði að fresta um sinn. Benti hann á, að margir flugvellir væru utan Reykjavík ursvæðisins, sem rétt væri að gera á undan. Það væri hins vegar pólitísk ákvörðun, sem væri í höndum löggjafans, en undirbúa þyrfti málið eins vel og hægt væri, og slíkur væri undirbúningur flugvallanefndar. Sigurður Helgason fulltrúi Loftleiða í New York sagði, að fullkominn flugvöllur á Álfta- nesi yrði það dýr, að athuga þyrfti gaymgæfilega, hvort ekki væri hentugra að veita því fé í aðna brýnni hluti, þar sem Keflavíkurflugvöllur gæti vel þjónað utanlandsflugi. Hann væri í líkri fjarlægð frá höfuð- borginni og títt væri um flug- velli erlendis, eða innan klukku stundar aksturs. Þá sagði Sigurð ur, að honum væri kunnugt um að rekstrarkostnaður Keflavík- urflugvallar væri um 57 milljón ir á ári, og er íslendingar tækju þann völl að sér til reksturs, hlyti það að verða mjög kostn- aðarsamt fyrir flugstarfsemina sem yrði að bera kostnaðinn, ef fullkominn flugvöllur ætti eins að vera á Álftanesi. Björn Pálsson flugmaður og Arnór Hjálmarsson sögðust báð ir vera fylgjandi L-leið, enda væri hún tæknilega fullkomnari en x-leið. Vildi Björn taka frá land á Álftanesi, en taldi ekki ástæðu til að byggja flugvöllinn strax, þar sem ekki væri fé til þess og ekki heldur nauðsyn á næstu árum. Sigurður Jóhannsson vega málastjóri benti á í ræðu sinni að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur, er næði til 1983, væri gert ráð fyrir að flugvöll- urinn fengi að standa. Það yrði því ekki fyrr en eft- ir þann tíma, sem flugvöllur á Álftanesi yrði byggður. Hins veg ar væri nú hægt, vegna álits- gerðar flugvallanefndar, að hefj ast handa um skipulagningu Álftaness og yrði það gert sam- kvæmt tillögum meirihluta Framh. á bls. 24 Nestispakkar í ferðalagið Látið okkur annast um ferðanestið. Nestispakkar fyrir starfshópa og einstaklinga. Þér veljið réttina, við útbúum matinn. Kjötbúrið Háaleitisbraut 58—60, Miðbæ, sími 37140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.