Morgunblaðið - 20.06.1968, Page 10

Morgunblaðið - 20.06.1968, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 196® „Mannlegt réttlæti veröur að byggj- ast á trausti til gu ðlegrar forsjdnar" — Ræða séra Eiríks J. Eiriks- sonar í Dómkirkjunni 17. júní Á sér enn vor „Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða.“ (J.H.) Eyjan hvíta er skáldlegt heiti. Nokkur kuldagustur stendur þó af því. Það minnir á vetrar- harðindi og einnig ýmiss kon- ar aðra óáran í sögu þjóðar okkar. Mestu hugsjónarmenn okkar ólu oft slíkir tímar. En þótt þeir viðurkenndu staðreynd vetrarins, hafa beztu menn okkar ávallt verið Vor- menn. Kvæði um frelsið heitir „Vorhvöt". Við höfum og öðlast sumar sjálfstæðisins og við vott um á þjóðhátíðardegi okkar •frumkvöðlum þess þakkir fyrir vorhuginn. Ýmsir helztu Vormenn 19. ald- ar horfðu ekki aðeins fram á leið til hins komandi vors. Þeir vegsömuðu vorið hinum megin við veturinn. „Á sér enn vor“, yrkir Jónas Samherjar Fjölnismanna um sumt fundu þeim mjög til for- áttu, hve þeir dáðu fornöldina. Að þeirra dómi var öllu jafnt og þétt að fara fram. Fyrir- mynda var ekki að leita aftur í tímanum. Gullöldin var blekk- ing, frelsið stjórnleysi. Alþingi mátti ekki rísa aftur, þar sem það hafði verið háð 868 ár. Meira var ekki metin við það varðveizla sjálfstæðisins, þann- ig, að það hélzt samfellt í nær 400 ár. Varðveizla móðurmálsins ork aði tvímælis. Trúin var úrellt, þjóðlegur söngur óhæfur. Bisk- upsstólunum kollvarpað með menntasetrum sínum. Að vísu fylgdi gifta breytingunum. Það var jafnvel fjarstæða, að landið væri fagurt og frítt. Myrkur aldanna grúfði svo yfir þingstaðnum forna, að mönnum þótti hann ljótur. Gegn þessum hugsunarhætti rísa orðin: „á sér enn vor“. Eigi að vora í sannleika þarf aðdragandinn að vera fyrri vor- inu annars ber þjóðlífsvorið að- eins skammlíft nýjabruim, er án róta, nema veikra, sem veturinn vinnur með öllu á. Gömlu túnin þola oft bezt hötrðu veturna. Þjóðin á sér vetur, sem eru ekki saga ein, heldur raunveru- leiki á líðandi stund og dýpstu rök hennar. Er 19. öldinni lauk hafði ný stefna tekið við. Um foringja hennar á Norð- urlöndum segir Matthías Joch- umson, að hann hafi verið rót- laus. Okkar beztu Vormenn áttu sér hugsjónir og sóttu sér hug- myndir og athafnaþrek til for- tíðarinnar. „Á sér enn vor —.“ Þannig vannst okkur frelsið og þann- ig má okkur takast að varð- veita það. Vor frelsisins var það, sem barist var fyrir. Hlekki hrista, segir í ljóðinu. Ártölin 1874, 1918 og 1944 tákna að hlekkir ánauðar brustu. Ekki eru þeir þó allir brostn- ir. Við vitum, hvernig þetta er með öðrum þjóðum. Frelsisvor- ið er of víða ókomið. Frelsis er þörf undan oki eigingirni, er Séra Eiríkur J. Eiríksson. grípur til ofbeldis og styrjalda, fjötrar hungursins halda mill- jónum manna í heljargreipum, stéttir og kynþættir berast á banaspjót. Lífsskoðanir manna, þótt góð- ar séu í sjálfu sér verða að öfg- um eða innilokandi múrveggjum oft og einatt. Það skortir á um- burðarlyndi, og oft hylja menn sjálfstæðishneigðir sínar undir skykkju flókinna kennisetninga og vilja höggva á vandann með vélrænum framgangi þeirra. Þannig leysa menn ekki vand- ann, sem fyrir höndum er með samhug og óeigingirni, sem ekk ert félag getur verið án og þjóð- félagið ekki heldur. Mjög skortir á heimsfriðinn. Fagrar kenningar eru ekki ein- hlítar. Einn af kirkjuleiðtogum heims sagði nýlega: „Menn fall- ast á kenninguna um meyjar- fæðinguna og þrenninguna, en geta ekki samþykkt að kjara- bætur hlotnist hinum bágstödd- ustu.“ „hlýða réttu — ,“ yrkir skáldið. Menn víðfrægja frelsis- baráttuna stundum, en eru ekki menn til þess að verðveita frels ið. Þorgeir Ljósvetningagoði braut niður á Lögbergi árið 1000 þá stefnu, að hver sem vildi gæti sett sér lög. Þaðbjarg aði frelsi fslands í 264 ár. Það var djarft teflt að sjá ekki fyrir beinu framkvæmda- valdi til forna. En á hinu fyrra þjóðlífsvori okkar fslendinga var frelsið reist á persónuleg- um þroska einstaklinganna og þsgnskap þeirrs^ Lagagreinar voru að vísu margar en framkvæmd þeirra byggðist á siðferðilegu burðar- boli málstaðar. Landsstjórnin (f.yggðist á Sjálfsstjórn þegn- anna og réttarvitund. Þannig varðveittum við frels- ið með einstæðum hætti verald- arsögunnar í nserri 4 aldir. Mikill málafylgjumaður kvaðst standa á réttinum, en lúta hátigninni. Slík orð má til sanns vegar færa, en það má ekki traðka á réttinum og á hinu fyrra íslandsvori og nú er enn vorar er eina hátignin rétt urinn og konungdómi þeim ein- um viljum við lúta, er fólginn er í réttlæti. Fornmenn reistu réttarsal sinn undir berum himni og höfðu þar altari upphaflega, blótstall að vísu, en með kristnitöku gengu þeir yfir til kirkjunnar. „Guði að treysta, — góðs að bíða — “ yrkir Jónas Hallgríms- son. Rétturinn er Guðs gjöf. For- feður okkar skildu það rétt. Mannlegt réttlæti verður að byggjast á trausti til guðlegrar forsjónar, því að allur réttur annar endar í eigingirni og sjálf ræði. Réttlætiskenndin lendir í úrræðalausum vangaveltum, nema að hún stjórnist af kær- leikanum. Menn hafa látið réttlætisgyðj una vera blindaða, er hún dæm- ir. Slík óhlutdrægni er ekki til og mundi binda endi á alla vor- komu, allan persónulegan þroska og félagslegar umbætur. Kærleikur Guðs heyrir allt og sér allt. Allir miklir menn þjóð- anna leiðtogar þeirra, spámenn og frelsishetjur hafa byggt við- leitni sína á kærleikanum. Þeir hafa með Jónasi Hallgrímssyni treyst Guði og vor hans yfir- bugaði veturinn. Við biðjum á þessum þjóðhá- tíðardegi eyjunni hvítu til handa allrar blessunar. Megi at vinnuvegir okkar blessast, þar sem störf eru unnin í borg og bæ, upp til sveita, þar sem víða er fáliðað og úti á miðunum, sem færast fjær landinu okkar með hverju ári. Æskumenn þjóðar okkar hljóti blessun og eldri kyn slóðir. Hver vinnufær hönd fái verkefni og afrekstri öllum sé réttlátlega skipt. Giftusamlega ráðist um val þjóðhöfðingja okk ar svo sem áður hefur orðið reynslan. Megi okkur takast að vera einhuga um ýtrustu vanda mál þjóðar okkar inn á við sem út á við. Æðri sem lægri sam- einist um að enn vori á íslandi“. Sú sé bæn okkar allra og við- leitni. — Amen. SEXTETT Ólaffs Gauks og Svavar Gests leggja land undir fót IHótmæli Húseigendafél. SEXTETT Ólafs Gauks ásamt söngvurum hljómsveitarinnar, þeim Svanhildi Jakobsdóttur og Rúnari Gunnarssyni, heldur út á land á morgun til skemmtana- halds. Fararstjóri flokksins er Svavar Gests ,en hann mun jafn- framt sjá um gamanatriði á skemmtununum auk þess sem hann mun stjórna spurninga- þætti líkum þeim, er hann sá um í útvarpsþættinum „Út og suð- ur“ si. vetur. Ólafur Gaukur og hans kunna samstarfsfólk sá um þáttinn „Hér gala gaukar'* í sjónvarp- inu sl. vetur við miklar vinsæld- ir. Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Ólafi Gauk undanfar- ið og erfitt að ná í hann, en það tókst okkur þó í gærdag. „Gengur ekki vel að undirbúa ferðina, Ólafur?“ „Jú, reyndar urðum við að gera hlé á æfingum vegna 17. júní, því þar þurftum við að koma fram þrívegis. Fyrst á barnaskemmtun og barnadans- leik og síðan að leika fyrir dans- inum á Lækjartorgi um kvöld- ið“. „Hvert farið þið fyrst?" „Snæfellsnes og Borgarfjörð. Verðum í Stykkishólmi á föstu- dag og Hellissandi á laugardag. Síðan á Brún í Borgarfirði á sunnudag". „Og hvað tekur svo við?“ „Svo ferðumst við um suður- land og þá norður og austur. Og Svavars vegna verðum við lík- lega að skreppa „Út og suður“. Samtalið varð ekki lengra, því nú var Ólafur kominn með há- talara í fangið sem var á stærð við meðal ísskáp og ætlaði síð- an að reyna að troða honum inn í fólksvagn, því allt þurfti að gera við og yfirfara áður en lagt skyldi af stað. MBL. hefur borizt eftirfarandi: „Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur leyfir sér hér með að mótmæla eindregið hinum gíf urlegu hækkunum, sem orðið hafa á eignarsköttum og eigna- útsvörum við skattaálagningu þá sem nú er nýlokið. Eftirtalin dæmi gefa nokkra hugmynd um hækkunina: Hækkun 93,7% Sérstaklega bendir stjórnin á það misrétti, sem skapast hefur milli þeirra, sem eignarlóðir eiga og þeirra, sem leigulóðir hafa t.d. í Reykjavík, en þar eru lóðasamningar miðaðir við 5% leigu af fasteginamati lóðar, þannig að maður sem byggði á jafnstórri eignarlóð greiðir í eign arskatt og útsvar ca. kr. 85.000,00 af henni. Liggur þessi munur fyrst og fremst í því, að við ákvörðun viðmiðunargrundvallar eignar- skatts og eignarútsvars er fast- eignamat 9-faldað, en óbreytt við lóðarleigu hjá Borgarsjóði, 5% af fasteignamati leigulóðar. Löggjafinn ætlaðist einmitt til þess, er sett voru lög nr. 28 frá 29. apríl 1963, um fasteignamat, að til svona misræmis kæmi ekki, því í lokaákvæði laganna segir svo: „Áður en nýtt aðal- mat fasteigna samkvæmt lögum gengur í gildi, skal fara fram endurskoðun á gildandi ákvæð- um laga, sem fasteignamat hefur áhrif á, og miðist endurskoðunin við að skattar á fasteignum hækki ekki almennt vegna hækk unar fasteignamatsins“. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli fé- lagsins, en félagið telur ofan- greind lagaákvæði enn í fullu gildi, hefur ríkisstjórnin þver- kr. 313.021,00 1967 kr. 161.635.00 eða kr. 151.386.00 brotið ákvæði þetta ár eftir ár með því að þvinga fram á Al- þingi hækkanir eignarskatta og eignarútsvara með margföldun fasteignamatsins sem viðmiðunar grundvallar. Með síðustu hækkun þessara gjalda hefur keyrt svo um þver- bak, að húseigendur munu ekki una lengur við slíkar árásir á eignir sinar, nema til komi hækk un fyrninga til samræmis við 9- földun fasteignamats. Leyfum við okkur að ljúka þessum orðum með því að vitna , orð fyrrverandi ritstjóra tíma- rits okkar, „Húseigandans", sem hann reit í febrúarhefti 1951 í til- efni svipaðrar skattlagningar: „Þessi skattlagning sannar enn nauðsyn þess, að húseigendur hafi með sér sterk samtök, sem forustumenn flokkanna verði að taka tillit til“. Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur". A. Húseigandi, sem á hús á eignarlóð samt. esk. og e.útsv. 1968 kr. 25.096.00 samt. esk. og e.útsv. 1967 kr. 12.585.00 Hækkun esk. 99,4% eða samtals kr. 12.511,00 B. Húsfélag með atvinnuhúsnæði á eignarlóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.