Morgunblaðið - 20.06.1968, Page 12

Morgunblaðið - 20.06.1968, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1968 Kverkfjöll - ævintýralegt landsvæði stutt spjall við Sigurð Þórarinsson, jarðfrœðing „Svo þið viljið fræðast um Kverkfjöll", sagði Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, þegar við hittum hann að máli fyrir Hvítasunnuhelgina, þá rétt ófarinn inn að Kverkfjöll um. „Þau eru ævintýralegt landssvæði skal ég segja ykk ur“, hélt Sigurður áfram, „og verða einhvern tíma vinsæll ferðamannastaður. Sem stend ur er bara svo erfitt að kom- ast þangað. Nú, það er þá bezt að ég byrji á því að staðsetja Kverk fjöll fyrir ykkur. Þau rísa upp í norðurjaðri Vatnajökuls, milli Dyngjujökuls og Brúar jökuls. Kverkfjöll eru gamalt keilueldfjall, aðallega úr mó- bergi, eins og Öræfajökull og skiptast í tvennt: Kverkfjöll eystri og Kverkfjöll vestari. Norður úr gignum gengur Sigurður Þórarinsson. Kverkjökull. Hæsti tindur Kverkfjalla eystri er 1920 m. hár, en í Kverkfjöllum vestari er hæsti tindurinn 1860 m. Kverkfjöll eru því annað hæsta eldfjall á íslandi — að eins Öræfajökull er hærri með Hvannadalshnjúk upp á 2119 metra. í Kverkfjöllum er landið allt mjög niðurbrot ið af jökulís og þar er víða hiti í jörðu. í Kverkfjöllum eystri finnst jarðylur alveg upp í efsta tind, sem er það hæsta, sem jarðhiti finnst hér á landi. Þá finnst einnig vottur af mosa upp á þessum tindi og er það í mestri hæð^ sem gróð ur hefur fundizt á fslandi- Upp í gegn um Kverkfjöll vestari gengur dalur, Hvera- dalur, í 1600 metra hæð og þar er aðaljarðhitasvæðið í Kverkfjöllum. Þetta svæði er eitt af fimm orkumestu jarð- hitasvæðum íslands, en ekki « * Séð inn Hveradal í Kverkfj'öllum vestari. Niðri í lægðinni er jökullónið. er nákvæmlega vitað um stærð þess. Hveradalur er all ur sundurskorinn af hverum, bæði gufuhverum og leirhver um. Stærsti gufuhverinn heit- mestu gosin hafi orðið. Sam- tíma mestu gosunum úr Kverkfjöllum voru hlaup í Jökulsá á Fjöllum og er hugs anlegt, að gosin hafi valdið þeim. Þá er næsta öruggt, að smágos hafa orðið þarna á 19. og 20. öld, það síðasta sennilega um 1930. Þetta er svona í stuttu máli það, sem um Kverkfjöll er að segja. Þó get ég bætt > > Nýi gufuliverinn í KverkfjöHum- ir Glámur og er hann með stærstu hverum landsins. Stærsti leirhverinn heitir hins vegar Kraumur. í daln- um er líka jökullón og aust- an við það rís móbergskoll- ur, en sunnan í honum er gufuhverinn, sem byrjaði að gjósa á dögunum. Vitað er með nokkurri vissu um allmörg öskugos úr Kverkfjöllum, eða nágrenni þeirra, síðan land byggðist. Ég get nefnt árin 1477, 1655, 1684, 1711, 1717, 1726 og 1729, en þessi ár má telja, að við, að undan Kverkjökli rennur stærsti hveralækur á íslandi og hefur hann grafið stóra og langa hella undir jök ulsporðinum. Eftir þessum hellum er hægt að ganga langt inn undir jökulinn. Það er mjög fagurt í Kverk- fjöllum, eins og ég gaf í skyn éðan, og ég er visis uim, að þaiu verða með tímanum einn af okkar vinsælu®tu ferða- mannastöðuim, eins og ég reyndar drap á í upphafi, sagði SigurðuT að k>kum. Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR LANDLÝSING ÁRBÓK 1968. Ferðafélag íslands. Reykjavík. FERÐAFÉDAG íslands átti af- mæli í fyrrahaust. Árbókin fyr- ir þetta ár er að nokkru leyti helguð því. Til dæmis er saga félagsins rakin þar í örstuttu máli. Skrá er yfir árbækurnar frá fyrstu tíð. Smágreinar eru um hvert hinna tíu sæluhúsa félagsins. Þá vill svo til, að á eftir þeim fróðleik fer stutt minningargrein um Jón Eyþórs- son ,og fellur hún vel saman með fyrrgreindu efni, því Jón Eyþórsson var einn þeirra braut- ryðjenda, sem skópu félaginu örlög; saga hans sem ferðafélaga er ekki gizka lítill hluti af sögu sjálfs félagsins. Annars er meginefni þessarar árbókar ekki samfellt eins og venjulega, heldur blandað, og ber bókin því venju meiri keim af tímariti. Fremst er þáttur um Vopna- fjörð, og ber sennilega að líta á hann sem kjarna árbókarinnar, því höfundurinn, Halldór Stef- ánsson, er einn höfunda nefnd- ur á titilblaði. Þáttur Halldórs er ekki mjög frábrugðinn héraðslýsingum í fyrri árbókum, nema hvað hann er líklega styttri og minnir á landlýsingu í skólabók. Þátturinn er skilmerkilegur og fróðlegur; skiptist í stuttar greinar; fyrirsagnir skýrar; og svokölluð minnisatriði ríða hon- um ekki á slig. Höfundar stöku árbóka gerð- ust svo nákvæmir að telja upp hvern bæ, allt niður í forn eyði- býli, í víðlendum héruðum. Staðreyndatal, sem svo er ná- kvæmt, kann að henta til upp- sláttar þeim, sem eru nákunnug- ir fyrir. Hins vegar kemur það ókunnugum að litlum notum sem handhægur leiðarvísir. Hall dór telur hvorki of margt né of fátt upp í þætti sínum. Þá er ferðasaga frá Horn- ströndum, höfundur Einar Þ. Guðjohnsen. Einar er ferðagarp- ur .En hann er nýliði í hópi rithöfunda, og þarf því ekki einu sinni að afsaka, þó hann eigi þar ,að vísu, smáspöl eftir að lokamarkinu. En þáttur Einars er gagnleg- ur, af því hann lýsir, hvernig slík ferð er farin, sem sagt: góð upplýsing fyrir þá, sem íhuga, hvort þeir eigi að leggja í slíka reisu með Ferðafélaginu. Á eftir þætti Einars fer önn- ur ferðasaga frá Hornströndum, og var "erðin, sem þar er lýst, farin í. i síðar hinni fyrri, sem Einar segir frá. Einar var leið- sögumaður í báðum ferðunum, en Haraldur Matthíasson er höf- undur síðari þáttarins. Það kann að þykja einhæft að prenta þannig tvær sögur af sams konar ferðum hvóra á eft- ir annarri í sömu bókinni. En við lestur þessara ferðasagna kemst maður að raun um, að svo er ekki. Einar og Haraldur sjá hlutina hvor frá sínu sjón- arhorni. Þættirnir eru því ólík- ir og spilla ekki hvor fyrir öðr- um. Haraldur Matthíasson er bú- inn að leggja til árbóka Ferða- félagsins meiri og ef til vill einnig betri skerf en nokkur annar maður. Hann hefði getað skrifað sér til lofs og frægðar, ef hann hefði á það stundað. En hann hefur ekki róið á þeim miðun- um, heldur unnið undir merki síns félags. Og þannig hefur hann ásamt fáeinum öðrum gert árbókina að eftirsóttu og eftir- sóknarverðu ritsafni. Haraldur kann að segja skemmtilega ferðasögu án þess að gera sér augljóst far um að vera „skemmtilegur". Og hann getur sagt sjálfs sín sögu án þess að láta bera á sjálfum sér Ferðafélagið á honum skuld að gjalda. Þá er prentuð í þessari árbók „lítil hugvekja“, sem Sigurður Þórarinsson flutti á afmæli Ferðafélagsins og nefnist: Að lifa í sátt við landið sitt. Er sú hugvekja „orð í tíma töluð“, eins og sagt er í formála bókarinnar, enda þó fátt eða ekkert sé tekið þar fram, sem ekki var búið að taka fram margoft áður. En maður, sem brýnir fyrir öðrum að lifa í sátt við landið sitt, ætti sjálfur að ástunda frið við feðratungu síns lands og vanda betur málfar sitt. Hvimleiðar og vitaóþarfar slettur spilla hugvekjunni. Þessi árbók Ferðafélagsins er að vanda prýdd mörgum mynd- um, þar á meðal nokkrum lit- myndum. Vafalaust á þeim eftir að fjölga síðar. Þó svarthvítar myndir geti verið listilegar að hlutföllum, er ekki að neita, að áhrif þeirra dofna, þegar þeim er stillt upp svo að segja við hliðina á hressilegum litmynd- um. Litmyndirnar í þessari bók eru augnayndi. Ef til vill er landslagið í þeim ívið meira rómó heldur en það er í verunni. En hvað gerir það til? Er ekki kannski notalegt, þegar skamm- degismyrkur grúfir yfir, að geta þá setzt við þessar myndir og haft fyrir sér safírblátt haf og iðjagræna velli og sólbrúnar fjallahlíðar? Ferðafélagið byrjar nú fimmta áratuginn. Á þeim tíma, sem liðinn er frá stofnun þess, hefur líklega flest breytzt meira en það sjálft. Eflaust hefðu frumherjar félagsins glaðzt hér á árunum, ef þeir hefðu séð fyr- ir, hversu ferðalög um öræfi landsins yrðu brátt almenn. En vera má, að þeir hefðu óskað sér, að það gerðist með öðrum hætti en raun hefur orðið. Fyrir þrjátíu árum og einu miður reisti félagið lítið, en fallegt sæluhús í Þjófadölum, skammt frá Hveravöllum. Gísli Gestsson segir í smágrein um það hús: „Þegar húsið var reist, var það trú félagsstjórnarinnar, að hús þetta mundi koma í góðar þarfir fyrir þá menn, sem vildu ferðast gangandi um landið, enda hefur það reynzt svo, en hitt sá stjórnin ekki fyrir, að ferðamenn myndu svo fljótt sem raun ber vitni missa þeirrar gleði, að njóta landsins í stutt,- um áföngum, en leggja göngu- skóna á hilluna og setjast í þess stað inn í jeppa til að geta kom- izt sitjandi að útsýninu, þó það kostaði að misþyrma bæði far- kostinum og ósnortinni jörð“. Hér talar einn úr eldri hópn- um og saknar sinna góðu gömlu daga. Satt er það, gönguferðir ger- ast nú fátíðari en fyrrum, og má víst skella skuldinni á fækkandi vegleysur og kröftugri faratæki. Er það ekki nokkurs konar ólán í láni, eða hvað? Enn má þó fyrirfinna svo ósnortið land, að um það verði trauðla komizt nema á tveim jafnfljótum, eins og ferðasögurn- ar í þessari árbók vitna gerst um. Ferðafélagið á því ekki að skorta verkefni fyrst um sinn. Og árbókahöfundar eiga mikið eftir ókannað og óskrifað. Erlendur Jónsson. Lögfræðingar! Nýútskrifaður lögfræðingur óskar eftir atvinnu til áramóta. Þeir sem vilja sinna þessu leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Lögfræðingur — 8232“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.