Morgunblaðið - 20.06.1968, Page 14

Morgunblaðið - 20.06.1968, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNI 196« Skipiö yöur óskorað undir merki frjálsrar menntunar - úr ræðs Steindórs Steindórs- sonar, skólameistara Skýrt hefir verið frá skóla- slitum Menntaskélans á Akur- eyri. Við það tækifæri flutti hinn nýskipaði skólameistari Steindór Steindórsson athyglis- verða ræðu. Hann ávarpaði ný- stúdenta skóians með þessum orðum: „Kæru nýstúdentar. Á köldu vori, sem nú er ný- afstaðið, þegar landsins forni fjandi, hafísinn, hefir spennit helgreipar sínar um hálft land- ið að kalla, hafa þessi vísuorð séra Matthíasar oft hvarflað mér í hug: „Annar jötunn ógurlegri æðir allra þjóða menning hræðir miklu meir en eldur is og hel Það er mannsins æfagamla æði, eldra en sögur, þjóðir, Nóaflæði, auðs og valda óþrotlegu él.“ Kalt hefir blásið á ess að vísu norðan af helköldum breiðum ís hafsins, svo að stundum lá við að oss fyndist sem vorið myndi aldrei að koma. Fimþulvetur væri að ganga í garð. En samt sem áður hafa þessi ísköldu él ekki verið nema sem smágustur hjá ýmsum þeim ótíðindum, sem til vor hafa borizt utan úr heimi, og angi hefir borizt af til vor sjálfra, í ofbeldi, mannvígum og öðrum hermdarverkum. Þegar slíkir atburðir gerast, getur ekki hjá því farið, að oss verði að spyrja: Hvar er nú menning vor og menntun? Hefir hún ekkert getað kennt mönnunum, er dýrs eðli þeirra enn jafnóbundið og traust þeirra á hnefaréttinum é- haggað? Og vér hljótum enn að spyrja: Hvað er það sem vant- W, hvar eru veilurnar í öllu voru menningarkerfi? Um fjölmörg Evrópulönd hafa nú síðustu mánuðina sem kunn ugt er geisað óeirðir, sem 3ums staðar hafa nálgazt 'uppreisn. Óeirðir þessar hafa ekki átt upp tök sín meðal hinna snauðustu og lakast menntu þjóðfélags- þegna, heldur spretta þær upp hjá þeim æskulýð, sem mesta menntun hefir hlotið, ogmestra hlunninda notið af hálfu ríkis- valdsins. Þá hafa óeirðir þessar ekki verið einskorðaðar viðþau lönd og ríki, sem búa við ein- ræði, enda fljótt bældar niður þar, heldur hafa þær gerzt einn ig í löndum, þar sem tjáninga- ifrelsi í orði og riti er viður- íkennd regla, og þar sem lengst er stefnt í átt lýðræðis og vel- ferðarríkis svo sem í Svíþjóð. Ekki dreg ég í efa, að ýmsu kunni að vera ábótavaxvt í lönd um þessum, og hinir upprei3nar jgjörnu stúdentar hafi að því leyti lög að mæla, að umbóta sé þörf. En þótt svo sé fær það ó engan hátt réttlætt ofbeldis- aðgerðir og skemmdarverk í löndum, ,þar sem málfrelsi og lýðræði drottnar. Naumast er hér neima um tvennt að ræða, amnaðhvort að annarleg öfl séu að verki, sem koma vilji afstað glundroða og upplausn, og fái lokkað áhrifagjarna æskumenn til fylgis við sig, eða þá að ein- hver sá þverbrestur sé í menn- ingu vorri, sem veldur því að æskumennirnir sjái ekki, hve rangt sé stefnt með þessum að- gerðum, nema hvorttveggja sé. Og raunar hlýtur eitthvað meira en lítið að vera að, þar sem það getur gerzt í fjölda landa, að þúsundir menntaðra æskumanna skuli láta sefjast svo af áróðri, að þeir varpi fyr- ir borð öllum leikreglum lýð- ræðis og menntunar til að koma áhugamálum sínum á framfæri. Ég nefndi þarna menntun. Menntun hefir verið skilgreind á ýmsan hátt, enda svo fjölþætt hugtak, að ekki verður það skýrt í einu orði né setningu. Meðal annars er menntun skii- greind svo, að hún sé fólgin í að greina aðalatriði fra aukaat- riðum, hismið frá kjarnanum, eða í því að greina staðreyndir £rá hugarburði, og aS bera virð ingu fyrir staðreyndum, ef ef svo er gert þá leiðir af því virð ingu fyrir mannhelgi ag kunn- áttu í að fara með frjálsræði og beita réttum leikreglum. Sann- menntaður maður kann að þola þau bönd, sem frjálst samfélag hlýtur að leggja á hann, svo að það fái staðizt. Hann leitar leið- réttinga mála sinna eftir lýð- frjálsum leiðum en ekki með hnefahöggum. Enginn mun draga í eía, að þeir stúdentar, sem að óeirðun- um standa hafi hlotið mikla skólamenntun og kunnáttu á mörgum sviðum og færni til að beita henni. Þeir eru vafalítið flestir það, sem daglega er kaJll að menntaðir menn, og í hópi þeirra er að finna marga, sem eftir eiga verða forystumenn þjóða sinna. En einmitt vegna þessara hluta hljóta aðfarir þeirra að vekja oss enn meiri ugg en ella um hvert stefni í menningu vorri. Enda þótt slík átök hafi ekki enn orðið hér á landi, má þó sjá, að vísir til þessa hefir skotið rótum, og enn vitum vér eigi hvað af honum kann að spretta Þess vegna hljót um vér að ræða þetta vandamál og leita þess, hvort ekki sé unnt að finna úrbætur eða öllu heldur að koma í veg fyrir slíka atburði. Uppeldi þjóðarinnar frá Jyrstu bernsku til fullorðins- ára hvílir sífellt meira og meira á skólunum. Starf þeirra verður bæði meira og ábyrgðin þyngri. Hljótum vér þá ekki að leggja þá spurningu fyrir oss, hvort skólarnir í kappi sínu að gefa sem flesta fróðleiksmola og þekkingu, svo sem nútíminn krefst, hafi að einhverju leyti misst sjónar á eða glatað mögu- leikunum á að rækja það sem mest á ríður, að ala upp ung- menni með sterkri skaphöfn, sið gæðisþreki og almennum félags legum skilningi. Mér er ekki fyllilega ljóst með hverjum hætti þeim þætti skólas'tarfsins yrði við komið, en víst er, að með auknum tíma og sérstökum uppeldisráðunautum mætti þoka þessu nokkuð áleiðis, en um leið gerir það starf meiri kröfur til persónuleika og þroska kennar- anna sjálfra. Val þeirra verður að vanda, en slíkt tekst ekki með an kennarastarfið er jafn lítt eftirsótt og raun ber vitni um. En ekki er að saka skólana og kennsluna eina um það, sem mið ur fer í þessum efnum. í kröf- um nemenda till skóla sinna ber sífellt mjög hátt, hvað það sé af námsefninu, sem mestar vonir gefur um fjárhagslegan arð. Slíkt viðhorf er að vísu skiljan- legt í því blinda kapphlaupi, sem háð er um hylli gullkálfsins í heiminum, en af því leiðir óhjá kvæmilega, að mönnum gleymist að leita þeirra verðmæta, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Það er lögmál lífsins, liggur mér við að segja, að æskan aé gagnrýnin og aðfinningasöm, og sé um leið ófeimin að láta skoð- anir sínar í ljós. Ekkert ernema gott um það að segja, meðan slíkt fer fram eftir löglegum leikreglum hins lýðfrjálsa þjóð- félags. En því aðeins er gagn- rýnin nytsöm að hún sé jákvæð, að hún sé ekki einungis til þess gerð að rífa niður og skapa glundroða, hefldur hafi hún á reiðum höndum tillögur til úr- bóta, ný goð að setja á stalla hinna gömlu. Og umfram allt verður gagnrýnin að vera bor- in fram á siðmenntaðan hátt en ekki með ofbeldisaðgerðum og ærslum. Steindór Steindórsson, skólameistari. Ofbeldi knýr alltaf fram nýtt ofbeldi, ranglæti nýtt ranglæti nýja hefnd ef svo mætti aðorði kveða. Því er það, að umbætur, sem knúðar eru fram með of- beldisverkum einum saman 6. BEKKUR A. Anna B. Halldórsdóttir. Anna Valdimarsdóttir. Ásbjörg Poulsen. Birna Valdís Hjartardóttir Dóra Thoroddsen Elín B. Björgvinsdóttir Guðiaug Jóhannesdóttir Guðlaug Jónsdóttir Guðrún Yngvadóttir Guðrún Þórsdóttir Haildóra Viktorsdóttir Hrafnhildur Ragnarsdóttir Ingibjörg Jóhannesdóttir Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Jóna Ó. Guðjónsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Kristín Sigurðsson Magdalena Schram Margrét Reykdal Ólöf J. Stefánsdóttir Sigríður Jóhannsdóttir Sigurbjörg Pálsdóttir Sigþrúður Guðmundsdóttir Sjöfn Magnúsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Sóiveig Bergs Þóra Magnúsdóttir 6. BEKKUR B. Arent Claessen Bjarni Bjarnason Einar Bjarnason Erlingur Sveinsson Ernst E. Geirsson Gestur Árnason Gunnar Gröndal Gunnar I. Gunnarsson Helgi Guðmundsson Ingvar Sigfússon Jón S. Thoroddsen Ólafur Sigurgeirsson Óttarr Guðmundsson Pétur Gunnarsson Pétur Gunnlaugsson Sigfinnur Þorleifsson. Skúli Kristjánsson Stefán Friðfinnsson Ævar Petersen 6. BEKKUR C. Ásdís Magnúsdóttir Auður Haraldsdóttir Birgir Guðjónsson Birna Hrólfsdóttir Björg Hauksdóttir verða löngum of dýru verði 'keyptar. Það er og á að vera aðalsmerki sannrar menntunari lýðriæðisríki, að sneitt sé hjá .slíkum aðgerðum, og að minni hyggju ætti það að vera undir staða alls skólastarfs að kenna nemiendum þessa fyrstu bókstafi í stafrófi menntunarinnar. Kær- leikur @g mannhelgi eru horn- steinar trúarbragða vorra, og um leið hornsteinar hins frjálsa þjóðfélags. Það er ungum manni meira virði að kunna þessi at- riði til hlítar en allar formúlur og orðaromsur, þótt góðra gjalda séu verðar og ekki verði hjá þeim komizt. En líkt og vegg- urinn hrynur, ef undirstaðan er of veikburða, þá hrynur einnig vort lærða þjóðfélag, ef hinn siðræna grundvöll skortir. Það var einmitt þetta, sem sr. Matthías óttaðist. meira en níst- ingsikulda hafísanna. Hann vissi sem var, að lögmál náttúmnnar var að bræða ísinn fyrr eða síð- ar, og þá mundir vorþeyrinn blása á ný og sól skína í heiði. En hann óttaðist mannsins æva- gamla æði, að þar myndu niður- rifsöflin, ofbeldið, auðshyggjan og eigingirnin hafa tökin, ogþví miður hefir hinn aldni skáld- spekingur ekki óttazt að ástæðu lausu. Menning vor og menntun hef- ir unnið ótrúleg afrek. Vér töd um um það sem næstum sjálf- sagðan hlut, að innan skamms svífum vér í gervihnöttum um himingeiminn og til framandi hnatta, svo að eitthvað sé nefnt. Afrek vísindanna hafa þegar skapað oss svo ótrúlega mörg gæði, forðað oss frá ótalmörgu böli, og geta enn unnið furðu- leg afrek á því sviði, ef rétt er stefnt. En þau hafa enn ekki megnað að bægja á brott eigin- girninni, valda- og auðshyggj- unni og því ofbeldi, sem af þeim leiðir. Ungu stúdentar. Þér hverfið nú brott frá hinum gamla skóla yðar til æðra náms og ýmissa starfa. Þér flytjið í malpoka yð- ar þá mola, sem skólinn hefir miðlað yður. Engir finna betur en vér kennarar yðar, hve æski Guðm. S. Ingimarsson Gunnar Þ. Grettisson Gunnþór Ingason Inga Þóra Geirlaugsdóttir. Ingibjörg Benediktsdóttir Ingibjörg Sveinsdóttir Loftur Melberg Páll Pálsson Pétur Kjartanssón Ragnbildur Guðmundsdóttir Ragnhildur Pálsdóttir Sigurborg Ragnarsdóttir Skarphéðinn Þórisson Stefanía Sigurjónsdóttir Torfhildur Samúelsdóttir Viktoría Jónsdóttir Vilborg Ingólfsdóttir Vilmundur Gylfason Karólína Sveinsdóttir Utanskóla Árni Bergur Sigurbjörnsson Guðmundur Grímsson Jón Snorri Ásgeirsson Stærðfræðideild: 6 BEKKUR R. Ásmundur Ásmundsson Bjarni Ólafsson Björn Ragnarsson Börkur Aðalsteinsson Einar Guðmundsson Einar Sveinsson Einar Thoroddsen Erlendur Jónsson Gísli Ragnarsson Guðmundur Þormóðsson Halldór Gunnarsson Halldór Runólfsson Hannes Pétursson Haukur Jóhannesson Jón Briem Jón B. Þorsteinsson Kristinn Einarsson Ólafur Ólafsson Óiafur Pálsson Rúnar Sigfússon Sigurður I. Sigurðsson Vigfús Ásgeirsson ð 6. BEKKUR S. Árni B. Haraldsson Baldur Hafstað Birgir Jakobsson Bolli Björnsson Edward Finnsson Eggert Gunnarsson Geir Zoega Gísli Friðjónsson legt hefði verið að nestið hefði verið meira og staðbetra. En eitt er víst: það er fengið yður í hendur af góðum huga og með innilegum óskum um, að það mætti verða yður til nytja og au'ka á manngildi yðar. Öll eigið þér yðar drauma um framtíðina, ag í þeim draum- um setjið þér eitthvert mark að keppa að. Sumum er ef til vill enn markið óljóst, en það skýr- ist smám saman, og ekki dreg ég í efa að öll viljið þið keppa að því að verða að manni. verða drengir góðir, hvað sem líður auði metorðum og öðrumframa Vissulega munu margar tálman ir verða á vegum yðar ogmarga brekkuna verðið þér að klífa, áður en markinu verður náð. En eitt bið ég yður að muna, og mun það verða síðasta bæn skól ans til yðar. Verið ætíð jákvæð í baráttu yðar ag starfi. Heyið kappleilk lífsins af fegurð og drengskap hins sannmenntaða frjálsa manns. Munið ætíð, að frelsið leggur á oss þær hömlur, að taka tillit til samfélagsina sem vér lifum í, og hver sá einstaklingur, flokkur eða stefna, sem gleymir því ogbrýzt um eins og berserkimir til forna er átumein þjóðfélagsins líkt og krabbameinið í líkamanum. Enga gjöf getið þér í fram- tíðinni fært skóla yðar betri en þá að skipa yður óskorað und- ir merki lýðfrjálsrar menntunar, þeirrar menntunar, sem ber lotn ingu fyrir staðreyndum, sem skapar manninum skilning, hóf semi og kærleika, en fordæmir um leið ofbeldi og yfirgang. Ég nefndi áðan mark, sem þér munið keppa að. Þétt þér ekki náið alla leið að markinu, er það yður gæfusamlegra, en að ná því með því að traðka ná- unga yðar eða fremja ranglæti og ofbelldisverk, Minnist þess, þann dóm getið þér fegurstan fengið, ef um yður verður sagt, að þar sé góðra manna getið. Farið svo heil mót sól og sumri, önn og athöfnum, leik og lífsbaráttu. Guð og gæfan fylgi yður á leiðum yðar.“ 1968 Halldór Jónsson Haukur Angantýsson Helgi Skúli Kjartansson Jón Bergsson Jón Jóhannsson Jón örn Thordarson Kristinn Halldórsson Magnús R. Jónasson Mímir Arnórsson Páll Bragason Sigurður Rósarsson Svend Ricther 6. BEKKUR T. Ágúst Þ. Jónsson Gestur Þorgeirsson Guðmundur Einarsson Gylfi Garðarsson Hallgrímur Axelsson Jens ÓIi Eysteinsson Kristinn Magnússon Lárus Karlsson Magnús Sigurðsson Olgeir Kristjónsson Pétur Svavarsson Rafn Skúlason Ragnar Steinarsson Samúel Erlingsson Sigurður Bjarklínd Sigurður A. Hansson Sigurður Guðmundsson Sigurbjörn Ólafsson Stefán B. Sigurðsson Þór Steinarsson Þorsteinn Hákonarson 6. BEKKUR U. Ágúst Jósefsson Andrés Sigvaldason Ásbjörn Sigfússon Ásgeir Ingvason Davíð Þorsteinsson Erlendur Sveinsson Friðfinnur Sigurðsson Friðrik Yngvason Guðmundur Bjartmarsson. Halldór Halldórsson Jóhann Sigurðsson Leifur Bárðarson Leó Löve Logi Jónsson Magnús Guðmundsson Magnús Ólason Ólafur Thors Pétur Jónsson Pétur Ragnarsson Sigurgeir Bóasson Framhald á bls. Stúdentar vorið Stúdentar MR. Máladeild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.