Morgunblaðið - 20.07.1968, Side 3

Morgunblaðið - 20.07.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1068 3 Sœnski menntamálaráðherrann í viðtali við Mbl.: afnumin að mestu á skylduetigi menntaskólum Fjöldi stúdenta í Svíþjóð hefur aukizt úr 10 prósent í 30 prósent síðan 1950 Mbl. átti í gær stutt við- tal við menntamálaráð- herra Svíþjóðar, Sven Mo- berg, sem hér hefur setið fund menntamálaráðherra Norðurlandanna, um skóla mál í Svíþjóð. Rá'ðherrann skýrði frá því, að stúdentafjöldi í Svíþjóð hefði aukizt mjög verulega á undanförnum árum. Arið 1950 eða þ.u.b. hefðu 10%—12% af hverjum aldursflokki lokið stúdentsprófi, en nú lykju um 30% af hverjum aldursflokki stúdentsprófi í Svíþjóð og þar með teldu Svíar sig hafa náð hæfilegu marki í stúdenta- fjölda. Sven Moberg sagði, að þegar á heildina væri litið mundu um 60% þeirra, sem innritast í háskóla í Svíþjóð ljúka prófi frá háskólanum en sú hlutfallstala væri þó mjög misjöfn eftir deildum. Þannig lykju um 90% þeirra sem hefja læknanám eða tækninám, prófi, en aðeins 50% þeirra, sem legðu fyrir sig húmanistísk fræði. Er ráðherrann var spurður að því, hvernig Svíum hefði tekizt að auka svo mjög fjölda stúdenta, sagði hann, að það hefði verið gert með því að byggja fleiri skóla, mennta fleiri kennara og veita náms- mönnum ýmis konar fjár- hagslega aðstoð svo og með almennum hvatningum um, að ungt fólk legði fyrir sig langskólanám. Hann sagði, að um 30% af hverjum aldurs- flokki færi í iðnskóla og um 20% í sérskóla. Þá skýrði ráðherrann frá því, að í Sviþjóð hefðu nú próf í sinni gömlu mynd ver- ið feld niður á skyldustigi og einnig að mestu í menntaskól um en í þess stað væru sér- stakir aðilar, sem kynntu sér kunnáttu nemenda. Þessi þró- un hefði hins vegar ekki náð enn til háskólanna, þótt um það væri rætt að fella niður lokapróf í sinni núverandi mynd í sumum deildum. Þá var Sven Moberg spurð- ur að því, hvort Svíar hyggð- ust lækka skólaskylduna í 6 ára aldur og kvað hann nei við því, en sagði hins vegar, að ætlunin væri að koma upp forskólum fyrir öll 6 ára börn og mundu þeir forskólar starfa í sömu byggingum og barnaskólarnir, þannig að þegar börnin hæfu venjulegt skólanám gerðu þau það í um hverfi, sem þau þekktu. Hinn sænski ráðherra sagði loks, að áherzla væri lögð á það, að samræma námsefni þannig að skólanemendur læsu sama námsefni á sömu kennslustigum. - RAY Framhald af bls. 1 brynvarðri bifreið frá flugvell- inum í Memphis í fylgd með 10 —12 lögreglubifreiðum og lög- reglumönnum á vélhjólum. Þrír vopnaðir lögreglumenn sátu í bifreiðinn hjá Ray, og var haldið beint til dómshúss Shelby-hér- aðs, sem jafnframt er fangelsi. Hann var leiddur í miklum flýti úr bílnum inn í fangelsið. Sterkir ljóskastarar lýstu upp svæðið, þar sem fjöldi bláða- manna, ljósmyndara og áhorf- enda hafði safnazt saman bak við tálmanir lögreglunnar. 1 skotheldu vesti. Blaðamönnum var meinað að tala við Ray, en William Morris lögreglustjóri dreifði ljósmynd- um af fanganum og sýndi þær að hann var klæddur „hlífðar- fötum“, eins og lögreglustjórinn komst að orði. Svo virtist sem Ray væri klæddur skotheldu vesti, og hann var handjárnað- ur við þungt leðurbelti. William Morris lögreglustjóri sagði, að Ray fengi til umráða fbúð í fangelsinu með setustofu, svefnherbergi og baðherbergi. W. Preston Battle, sem hefur verið skipaður dómari í máli Rays, hefur bannað ljósmynda- vélar og segulbandstæki í fang- elsisbyggingunni, lóð þess og næstu götum. öllum, sem við- riðnir eru málið, er bannað að ræða við blaðamenn eða aðra, sem ekki eru viðriðnir málið utan dómshússins. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær réttarhöldin fari fram, né heldur hvenær Ray verði leiddur fyrir rétt. Opinberar heimildir herma, að málið verði tekfð fyrir í lok október eða nóvemberbyrjun. Ekki hefur heldur verið ákveðið hvar réttar höldin fari fram, en orðrómur er á kreiki um, að það verði í réttarsal í kjalíara fangelsisins, en þá þyrfti Ray aldrei að fara úr byggingunni. Ray var fluttur frá London með mikilli leynd og var ekki sagt frá brottförinni fyrr en níu klukkustundum eftir að hartn fór frá Bretlandi. Að sögn embættis manna fór hann frá flugvelli í Lakenheath, rétt fyrir norðan Cambridge. Thomas Butler, lög- reglufulltrúi frá Scotland Yard, fylgdi Ray til Lakenheath, sem er um 100 km frá London, en þar voru fyrir bandarískir lög- reglufulltrúar, sem tóku Ray í sína vörzlu og færðu hann í Boeing-flutningaflugvél banda- ríska fluhersins, sem flutti fang- ann til Memphis. Viðriðinn bankarán? Brezka blaðið „The Daily Sketch“ hermdi í dag, að komið hefði í ljós, að fingraför Rays kæmu heim við fingraför vopn- aðs manns, sem rændi banka í London nokkrum dögum áður en hann var handtekinn í Lond- on. Sagt er, að þetta hafi komið í ljós fyrir nokkrum vikum, en ekki hafi verið unnt að segja frá því vegna þess, að brezk lög mæli svo fyrir að ekki megi birta slíkar fréttir um mann, sem mál hafi verið höfðað gegn. Áður en Ray var framseldur voru ákærurnar um að hann hefði borið falsað vegabréf og ó- skráða skammbyssu felldar nið- ur. Scotland Yard hefur neitað að staðfesta eða bera til baka fréttina um bankaránið. — Tjdningafrelsi Framhald af bls. 1 sviðum, bæta efnahag landsins og hagnýta auðlindir þess. 25 ráðherrar eiga sæti i nýju stjórninní, og eru óbreyttir borg arar í meirihluta. Tveir Kúrd- ar, átta prófessorar og átta her- foringjar eiga sæti í stjórninni. Utanríkisráðherra stjórnarinnar er dr. Nasser Alhani, sendi'herra í Líbanon og innanríkisráðherra Saleh Aromash, sem var land- varnarráðherra í febrúarbylt- ingunni 1963. Ibrahim Rahman hershöfðingi, sem tók þátt í þeirri byltingu, er varnarmála- ráðherra. Sérstakur ráðherra á að vinna að einingu Araba. Kúrdar herskáir Að sögn blaðsins Kayhan í Teheran í dag féllu 80 óbreytt- ir borgarar og 15 hermenn i götubardögum í Bagdad þegar byltingin var gerð á miðviku- daginn. Blaðið vitnar i ferða- menn, sem komnir eru til íran frá Norður-írak, og segir, að harðir bardagar geisi milli Kúrda og hermanna ,sem fyigja nýju stjórninni að málum. Samkvæmt þessum fréttum hefur leiðtogi Kúrda, Mustafa Barzani („Rauði Mullah"), skip- að Kúrdaþjóðinni að vígbúast og krafizt þess að Kúrdar fái helm ing ráðherraembætta í nýju stjórninni. Hallarvörður sveik Hálf oþinbert dagblað í Bag- dad, A1 Jumhuriya, hermdi í dag, að Abdel Rahman Aref, fyrrverandi forseti, hefði verið neyddur til að gefast upp í bylt- ingunni, þegar skriðdrekar hefðu umkringt höll hans og skotið við vörunarskotum. Blaðið segir, að aðgerðin hafi heppnazt vegna þess, að menn úr hallarverðin- um hafi fylgt byltingarmönnum að málum og hleypt hermönn- um inn á hallarlóðina. Síðan hafi hersveitir umkringt höllina ■og skriðdrekasveit sótt frá stöðv um sínum skammt frá Bagdad inn í borgina. Ritstjóri blaðsins A1 Anwar í Beirút, Saeed Freiha, ræddi við Aref skömmu eftir að hann kom til London, og kvaðst Aref fyrst hafa heyrt um byltinguna þegar sími við rúm hans hringdi. og byltingarforingi í landvarnaráðuneytinu sagði honum að skriðdrekar væru á leið til hallarinnar og að öllum væri fyrir beztu að hann gæfist upp friðsamlega. Aref reyndi að hringja í nokkra stuðningsmenn sína, en þeir voru annað hvort ekki viðlátnir eða gengnir í lið með byltingarmönnum. „Ég hringdi aftur í landvarna ráðuneytið og sagði þeim, að það væri óþarfi að senda skrið- dreka, venjuleg bifreið mundi nægja“, sagði Aref. „Bifreiðin kom, en skriðdrekarnir voru komnir á undan, og einn af hall- frá Bandaríkjunum 1 viðtali sem Mbl. átti við stjórnarformann Loftleiða, Krist ján Guðlaugsson, kom það fram að rekstur fyrirtækisins hefur ekki gengið eins vel og oft áður, það sem af er árinu. Veldur því vaxandi samkeppni og aukinn kostnaður. Einnig hefur aukn- ing ferðamanna frá Bandaríkj- unum ekki orðið eins mikil og gert hafði verið ráð fyrir. Blað- ið Economist hafði gert ráð fyr- ir 40% aukningu á þessu ári, en mun vera miklum mun minni. Kristján sagði, að aukning í sölu farmiða frá Bandaríkjun- um með Loftleiðaflugvélum hefði arvörðunum skaut fimm viðv’ör unarskotum. Ég gaf hallarvörð- unu þegar í stað skipun um að veita ekki viðnám Þetta var sið asta fyrirskipunin sem ég gaf: Skjótið ekki“ Ávítur Aref segir, að í landvarna- ráðuneytinu hafi hann hitt full- trúa byltingarráðsins oð ávítað þá fyrir vanþakklæti. „Sumir ykkar voru í útlegð eða í fang- elsi, og ég frelsaði ykkur". En byltingarmennirnir létu engan bilbug á sér finna og Aref féllst á að fara í útlegð. Hann fór með sérstakri flugvél rúmum 10 klukkustundum eftir að bylting- arleiðtogarnir höfðu tilkynnt brottför hans í Bagdad-útvarp- inu. Aref sagði, að hann hefði sætt góðri meðferð og verið tryggð eftirlaun, sem hann á rétt á fyrir störf sín í hernum. Að sögn blaðsins A1 Jumhur- iya í Bagdad var gerð skothríð úr skriðdrekum og vélbyssum á forsetahöllina, þegar Aref neit- aði í fyrstu að gefast upp. Blað- ið segir ,að nýi forsetinn, Ahmed A1 Bakir, hershöfðingi, hafi skorað á Aref að gefast upp og hafi hann fallizt á það að lok- um með því skilyrði, að lífi sínu yrði þyrmt. Að sögn blaðsins var hann niðurbrotinn maður þegar honum var fylgt frá höll- inni. aukizt um 1%, sætanýting hefði þó minnkað, vegna þess að mun fleiri ferðir eru nú en áður. Hins vegar sagði Kristján, að staða Loftleiða hefði ekki versnað í sjálfu sér, ástandið væri viðun- andi og hann kvaðst vona að því hrakaði ekki úr þessu. Um það hvort útlit væri fyrir að tap yrði á rekstri félagsins þetta ár, sagði Kristján, að um slíktværi ekki unnt að fullyrða að svo stöddu. Á þessum markaði væru oft og tíðum mjög miklar sveifl- ur, er gætu gert út um málin á nokkrum vikum. Verri sætanýting hjá Loftleiöum en í fyrra — Orsökin minni aukning ferðamanna STAKSTEIHIAB Ný félagsleg viðhorf Með örum vexti Reykjavikur- borgar hafa ýmis félagsleg vanda mál, sem fremur fylgja þéttbýli er fámenni, orðið víðtækari, og krefjast nýrra vinnubragða og breyttra sjónarmiða í grundvall- aratriðum. Einn þáttur þessara vandamála og e.t.v. sá þýðingar- mesti snýr að borgaræskunni, sem óhjákvæmilega elst upp við ólíkar aðstæður þeim, sem jafn- aldrar hennar fyrir einum manns aldri áttu við að búa. Annar þátturinn snýr að börnum, sem búa við erfiðar heimilisástæður og er af þeim sökum sú hætta búin að verða fyrir varanlegu sálarlegu tjóni, sem markar allt líf þeirra, ef ekki er að gert. Og enn einn þáttur hinna félags- legu vandamála höfuðborgarsvæð isins er hlutskipti hinna full- orðnu, sem af einhverjum ástæð- um eiga við erfiðleika að etja, vegna áfengisneyzlu, veikinda eða af öðrum ástæðum. Áður fyrr byggðist viðleitni borgar- innar gagnvart þessum vanda- málum á framfærslusjónarmið- inu, þ.e. að sveitarfélaginu bærl skylda til að sjá því fólki far- borða, sem af einhverjum ástæð- um hafði orðið undir í lifinu. Það fólk var á bænum. En með nýjum tímum og nýjum mönn- um koma ný sjónarmið. Nú bygg ir félagslegt starf borgarinnar á tveimur höfuðstoðum, annars vegar hinu fyrirbyggjandi starfi, sem miðar að því að koma í veg fyrir að vandamálin kom) upp, þar sem hætta er á og hins vegar á endurhæfingarstarf inu þar sem þeim, sem orðið hafa undir í lífinu er hjalpað til þess að verða nýtir þjóðfél- agsþegnar á ný, hjáípað til þess að hjálpa sér sjálfum. Breytt skipulag Til þess að koma við nýjum vinnubrögðum til baráttu gegn hinum víðtæku félagslegu vanda málum i höfuðborginni, hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur gjörbreytt skipu- lagi þessara mála í borginni. Aður voru þeir aðilar, scm að þessum málum unnu, sundraðir á fjölmörgum stöðum og 1 fjöl- mörgum nefndum og ráðum og lítið samband á milli. Nú hafa allir höfuðþættir þessara mála, beint eða óbeint verið felldir undir einn aðila, félagsm ilaváð. Á vegum þess fer fram bæði fyrirbyggjandi starf og endur- hæfingarstarf og allt þar á mllli og í þágu þess starfar sérhæft fólk að þessum málum, svo sem félagsráðgjafar, læknir og sér- hæft fólk á fleiri sviðum. Fél- agsmálaráð er enn ung stofnun og augljóslega tekur nokkurn tíma að móta starf þess og kotna þvi í fastan farveg, en nú þegar er ljóst að borgarstjórn Reykja- víkur hefur stigið rétt skref með þessar skipulagsbreytingu til þess að takast á við hin marg- brotnu félagslegu vandamál í borginni. Þýðingarmesti þátturinn Vafalaust munu borgarbúar sammála um, að þýðingarmesti þáttur þessa starfs er sá sem lýtur að því að koma í veg fyrir, að börn og unglingar lcndi á glapstigum. Því miður er það of algengt, að félagsleg vanda- mál verði varanleg í sönm fjöl- skvldu, kynslóð fram af kynslóð. Til þess að koma i veg fyrir slík örlög hefur Reykjavíkur- borg byggt myndarlegt upptöku- og vistheimili við Dalbraut, heimavistarskólar eru starfandl á vegum borgarinnar og með beinum og óbeinum hætti er stuðlað að öfiugu æskulýðs- starfi í borginni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.