Morgunblaðið - 20.07.1968, Side 20

Morgunblaðið - 20.07.1968, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1968 Hún reyndi eftir megni að vera kát. En ailan tímann, sem þau voru að tala um ferðabúnað og aðra hversdagslega hiuti, var hún stöðugt - rétt eins og í leiðslu — að líta á klukkuna, og horfa á mínúturnar hverfa, hverja á fíetur annarri. — Jæja, nú verð ég að fara, sagði hann snöggt. Elskan mín, komdu hingað og kysstu mig að skilnaði. Hann tók hana í fang sér og kyssti hana - ekki einu sinni heldur hvað eftir annað, og hún kyssti hann á móti. En svo glotti hann og sagði: — Það er engin ástæða til að vera að lengja þetta kvalræði eða hvað, Pam? Vertu sæl í síðsta sinn. Og á næsta vetfangi var hann fariíin. Hún útbjó sjálf fatnaðinn sinn, að mestu leyti og heim- sótti Gwen, systur sína í Lond- on. Gwen var gift víxlara, sem hafði einusinni unnið í skrif- stofu föður hennar, en eftir að faðir hans dó, hafði hann erft talsvert og sett upp sjálfstæðan atvinnurekstur. Jack Mason var viðkunnanlegur maður, exki laglegur, en vel greindur og Pam kunni vel við hann. Pam hafði gaman af að taka eftir þ\í, að jafnvel framkoma Gwen við hana hafði breytzt eftir trúlof- unina. Áður hafði hún fremur litið niður á hana, eins og gift kona getur litið niður á unga og óreynda stúlku, en nú var allt slíkt horfið úr framkomu lienn- ar. Því að bæði í félagslegu og efnalegu tilliti var Pam nú að verða betur borgið en henni sjálfri. Ekki svo að skilja, að Pam kærði sig neitt um félags- lega eða efnalega upphefð - pað eina, sem hún kærði sig um var það, að þessir dagar gætu orðið fljótir að líða, sem eftir voru þangað til hún gæti farið til Hughs. Pam skrifaði honum með hverj um pósti - miklar langlokur. Og samt fannst henni hún aldrei geta sagt helminginn af því, sem hún vildi segja. Hugh skrifaði henni líka alllöng bréf í fyrst- unni, en smásaman tók þau að styttast. Samt hafði hún nú eng- ar áhyggjur af því. Hann hafði sagt henni fyrirfram, að hann væri alveg ómögulegur bréfrit- ari. Og gerði það líka nokkuð til, úr því að þau áttu að hittast aftur bráðlega? En svo, einn morguninn, kom þetta bréf. Bréfið, sem hreif hana úr draum- aheiminum og inn 1 heim b)á- kalds veruleikans og ótrúlegrar vanlíðanar og niðuriægingar. 8 ---------------- > Pam var rétt bréfið þegar fjöl- skyldan var setzt við morgun- verðarborðið, einn miðvikudags morgun. Það hafðk snjóað um nóttina, en þó ekki nema lítið. Pam flýtti sér að opna bréfið. Hún var alltaf ofspent fyrir bréfunum frá Hugh, til þess að geta beðið með að lesa þau þangað til hún gat verið í ein- rúmi. En hún hrökk við, er hún las fyrstu orðin. Hún glápti á þau, steinhissa og er hún hóf lesturinn, vissi hún alveg, að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. „Kæra Pam“ hafði Hugh skrifað. Það var áreiðan- lega eitthvað athugavert við það. Hingað til hafði það alltaf verið „Elsku Pam“, eða bara „Elskan mín“. Hún flýtti sér að lesa og fékk sáran verk fyrir hjartað. „Kæra Pam, Ég vona, að þú takir þér þetta bréf ekki alltof nærri, en ég veit, að þú ert skynsöm og góð stúlka, og hér er ekki ann- að að geta en líta á hlutina með skynsemi og rósemi. í seinni tíð hef ég verið að hugsa um, hvort við hæfum í rauninni hvort öðru. Vitanlega hafði ég mikla ánægju af þessum vikum, sem við vorum saman. En heldurðu ekki líka, að við höfum látið blindast af spenningnum og skemmtununum. En hjónabandið er alls ekki eintóm skemmtun og glæsileiki. Heldurðu að við höfum nægi- lega öflugan grundvöll ástar og sameiginlegra áhugamála og sam- úð hvort með öðru til þess að halda áfram með þetta? Hrein- skilnislega sagt, er ég alls'ekki viss um að ég gæti gert þig hamingjusama. Heldurðu, að það sé skynsamlegt, að þú farir að koma hingað, eins og ákveðið hafði verið? Væri ekki ’ betra, elskan mín, að þú biðir heima þangað til ég get komið næst í fríinu mínu, og þá gætum við rætt málið betur? Vi'ð gætum þá ef til vill kom- izt að því, hvort við elskumst eins og áður, eða ekki. En í millitíðinni finnst mér það ekki heiðarlegt gagnvart þér að halda þér að loforði þínu. En vitanlega skalt þú sjálf ákveða það. Ég bíð eftir svari frá þér. Þinn einlægur, Hugh. Hún las bréfið, ekki einu sinni heldur þrisvar, áður en hún gat trúað sínum eigin augum. Vitan- lega hafði hann tekið nærgætnis lega til orða, en hitt var greini- legt, að hann elskaði hana ekki lengur, og vildi slítá trúlofun- inni þeirra. Hún stóð snöggt upp frá borð- inu og gekk út um gluggadyrn- ar og út í garðinn. Hún heyrði óljóst, að móðir hennar kallaði á eftir henni, en hún svaraði engu. í bili langaði hana ekki til neins nema vera ein. Hún grét ekki. Kannski gráta menn ekki, ef þeir hafa orðið fyrir lömun. Og lika eins og hún væri í þann veginn að kasta upp Hún kreppti hnefana fast, og stakk - þeim niður í vasana á ullarpeysunni sinni. Hún gekk gegn um garðinn, út um hliðið og út á veginn. — Þetta verð ég sjálf að tak- ast á við, hugsaði hún. Ég verð að reyna að jafna mig, áður en ég fer inn aftur. Og ég verð að reyna að jafna mig, áður en ég fer inn aftur Og ég verð að gera það upp við sjálfa mig, hvað ég ætlast fyrir. En vitanlega gat hún ekki nema eitt gert. Það hafði hún vitað um leið og hún las bréfið. Hún gat ekki annað gert en skrifa Hugh og leysa hann frá loforði hans.Því að það var sýnilega það, sem hann ætlaðist til. Formlega séð yrði það hún, sem sliti trúlofuninni, en raun- verulega væri það hann. Hún var dregin á tálar! Þetta var grimmilegt og hryggilegt orð, en annað var þetta ekki. — En ég er þá ekki fyrsta stúlkan, sem er dregin á tálar, hugsaði hún með sjálfri sér. — Og verð líklega ekki sú síðasta. Reyndu að skilja það, telpa mín. Þú jafnar þig af þessu. En hún trúði bara ekki sjálf, að svo yrði. Þetta var ofmikið áfall - ofmikil auðmýking. Hún yrði að skrifa Hugh. hún yrði að skrifa honum strax og gefa honum frelsi. Stolt hennar þoldi ekki annað. Allt í einu var kominn á hana mikill asi að ljúka af þessu bréfi. Henni fann- st hún ekki geta þolað við fyrr en það væri komið í póstinn. Hún læddist inn í húsið, án þess að nokkur sæi hana og fór upp í svefnherbergið sitt. Hún læsti að sér. Þarna var böggull ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN 1600 A er rúmgóður, glœsilegur og sparneytinn bíll. A HEKLA — Pabbi, viltu lána okkur bílinn — hann má vera í skúrn- um eftir sem áður. á rúminu hennar. Það var fatn- aðurinn, sem hún hafði verið að viða að sér fyrir giftinguna! Hún fékk sér papírsörk og fór að skrifa. Svo lokaði hún bréfinu, án þess að hafa lesið það yfir. Hún var hrædd um, að færi hún til þess, kynni hún að bæta einhverju við og fara að biðja hann. Hún gæti til dæmis farið að segja, að hún elskaði hann ennþá, og mundi halda áfram að elska hann, hvernig sem honum færist við hana. Hún fann, að hún átti að hata hann, en gat það ekki. Þótt undarlegt væri, fannst henni hún aldrei hafa elskað hann eins og nú. Hún læddist út aftur, jafn hljóðlega og hún hafði komið inn. Út úr húsinu og að póst- kassanum á horninu. — Þá er því lokið, sagði hún við sjálfa sig um leið og bréfið datt niður í kassann. Því að henni fannst veröldin hafa Stanz að síðan hún missti Hugh. Hún gat ekki lifað áfram. Tárin brutust fram í augu hennar - fyrstu tárin, sem hún hafði fellt, síðan hún fékk þetta bréf. Hún gekk heim aftur, álút og með tárin í augunum. Hún skildi svo vel á þessari stundu, tilfinningarnar hjá særðu dýri, sem skríður inn í holuna sína til að deyja. Gæti hún bara dáið! Hún hitti móður sína á stígn- um, en hún var að fara í búðir. — Pam! kallaði hún. — Hvað er að? — Ekkert! tautaði Pam. Hún reyndi að komast inn í húsið, en frú Harding greip í handlegg- inn á henni og hristi hana. — Vitleysa, krakki! sagði hún. — Vitanlega er eitthvað að. Segðu mér það strax! — Ég var áð slíta trúlofuninni okkar Hugh, sagði Pam, og ætl- aði varla að koma upp orðunum. Móðir hennar horfði á hana, tortryggin. — Slíta? Þú hlýtur að vera brjáluð! Og hvernig geturðu slitið henni, þegar hann er hvergi nærri? Pam benti niður eftir veginum. — Ég skrifaði honum, sagði hún. — Þú hlýtur að vera brjáluð, endurtók móðir hennar. Og svo varð röddin óvenju hörkuleg og hún hélt áfram: — En hvernig stendur á þessu? Þú elskar hann þó enn, er það ekki? — Jú, sagði Pam, - en það skiptir erigu máli Svo bætti hún við og brýndi raustina: — Henni er að minnsta kosti slitið, og það er orðið ofseint að tala um það. Frú Harding varð reið. — En þú hafðir ekkert leyfi til þess án þess að tala við mig, sagði hún. — Hver hefur getað komið þessari vitleysu inn í höfuðið á þér?.. . Og þegar Pam svaraði engu, bætti hún við: — Og hugs aðu þér bara, hvað hann Hugh 20. JÚL. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Hafðu augu með smámununum Þú þarft meiri aðstoð í stærri áformum þínum. Ástamálin ofarlega á baugi í kvöld. Nautið 20. apríl — 20. maí Ekki dagur til fjármálaaðgerða Endurskoðaðu fjárhaginn. Tvíburarnir 21. maí — 20. jún. Þú ert latur í dag, en færð ágæta aðstoð Bjóddu heim í kvöld. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Fleiri koma við sögu þina, en flesta grunar, en farðu leynt með I það, vertu þolinmóður Ástarmálin ofarlega á baugi er á líður., , Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Hreyfðu þig eins litið í peningamálum, og hægt er Stofnað verð- ur til nýrra vináttu. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Þú skalt gera ráð fyrir því að pyngjan léttist eitthvað, en það eru fleiri en þú, sem verða fátækari Vogin 23. sept. — 22. okt. Skipuleggðu öll þín útgjöld vel Kallaðu f kunningja í kvöld Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Vertu ekki að ræða peningamál þín við aðra, en sparaðu Ekki veitir nú af Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Þú treystir ekki of mörgum þessa dagana, það verða einhverjar breytingar á högum þínum, og skalt þú taka því sem að höndum ber, og berjast ótrauður Steingeitin 22. des. — 19. jan. Farðu meira eða minna að ráðum annarra, og vertu nákvæmur, þér verður þá meira ágengt i verki þínu Hættu snemma að vinna, rómantíkin er ofarlega á baugi. Vatnsbcrinn 20. jan. — 18. febr Þér hættir til að ganga á lagið, eðluhvötin er rík 1 þér, en kann að rugla skipulaginu. Vertu í góðum félagsskap. Fiskarnir 9. febr. — 20 marz Gefðu maka þínum til kynna allt, sem áhrærir fjármálin, þannig að ekki sé hætt á að annarhvor aðilinn eyði um efni fram Það gagnar enguma ð vera eftirgefanlegur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.