Morgunblaðið - 20.07.1968, Side 8
r.
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1968
„Þótt slfpist hestur og slitni gjörð"
hafa hann“. Sigurður mælti þetta
hlæjandi.
..Geturðu lýst því 1 stórum
dráttum hvernig tamning fer
fram?“
Sigurður bóndi í Krossanesi sóttur heim
I Oft sást hann koma þeysandi
eftir Vallabökkunum, stundum
með þrjá til reiðar, sitjandi létti-
lega í söðlinum, sönglandi e.t.v.
vísu eins og þessa:
Þótt slípist hestur og slitni gjörð
slettum ekki kvíddu.
Hugsaðu hvorki um himin né
jörð,
haltu þér fast og ríddu.
Enska derhúfan á höfði reið-
mannsins lyftist aftur á hnakka,
snerist og hallaðist á víxl, og
jörðin dúaði undir hófum snill-
inganna.
Sigurður bóndi Óskarssón var
á leið til síns heima. Hann einn
með sína gæðinga, þegar hann
er í sínum rétta ham. er enn
tignarlegri en riddaraliðssveit úr
konunglegum lífverði.
Á hestbaki er þessi skagfirzki
bóndi höfðingi í sínu veldi.
„Ég hef ekki minni áhuga á
hestum en áður var nema síður
væri“ sagði hann við greinar-
höfund, sem skrapp í stutta heim
sókn til Sigurðar í s.l. mánuði,
daginn eftir að hafa spjallað
við nágranna hans og bróður í
leik, Reimar á Löngumýri. Því
miður gafst ekki færi á að hitta
líka Jón Hallsson á Silfrastöð-
um, sem er einn þessara þriggja
síðustu Móhíkana, hestamann-
anna af gamla skólanum, í Skaga
firði.
Bærinn í Krossnesi var um-
luktur harðfenni. Hesthúsið við
bæinn var hljótt. Þó heyrðist
lágt hnegg þaðan um leið og
bónda hafði verið heilsað á hlað-
inu.
Kona Sigurðar er Ólöf, systir
Ingibjargar á Löngumýri. Börn
hjónanna eru orðin uppkomin,
farin að heiman, og þau ein eft-
ir yfir veturinn. Á sumrin fyll-
ist allt af fólki, smáfólki, barna-
börnum og börnum frænda og
vina og öðrum mannverum.
Vegna gamals kunningsskapar
úr firðinum" fékkst Sigurður tii
þess að leysa pínulítið frá skjóð-
unni.
Fæddur er hann og alinn upp
1 Lýtingsstaðahreppi. Um ferm-
ingu fer hann að vinna fyrir
sér hingað og þangað, átti heima
á Vindheimum fram til tvitugs,
hjá Magnúsi Sigmundssyni. „Svo
þegar ég fór þaðan, vann ég við
plægingar víða í sýslunni. Ann-
ars fór ég aldrei alveg að heim-
Salisbury, 19. júlí. AP.
TIL átaka kom í dag milli ör-
yggissveita Rhodesiu og afrík-
anskra skæruliðaflokka og i
fyrstu fréttum var sagt að ellefu
hefðu fallið. Það fylgdi og sög-
unni, að bardagar héldu áfram.
an, því að í fríum leitaði hug-
urinn alltaf þangað.“
„Hvenær byrjaðirðu að stunda
hestamennsku?"
„Það var ekki fyrr en ég var
kominn í Vindheima. Það var
mikið um hesta þar, og ég man
það, að Sigmundur á Vindheim-
um, faðir Magnúsar fór að segja
mér að fara að temja, og ég
var óskaplega mikið upp með
mér af því, að mér skyldi vera
trúað fyrir því að temja tryppi
— ég var fimmtán ára . . .“
„Var fyrsta lexían hörð?“
„Nei, nei, þetta gekk allt sam-
an vel. Ég var ófeiminn við þetta
og hafði gaman af þessu. Mað-
ur var kannski mikið montinn,
þegar maður fór að vera með
tvær ótemjur í einu.“
„Sigurður — heldurðu að það
búi í hestamanninum sjálfum,
hvað hann gerir úr hestinum?“
„Fyrst og fremst er það upp-
lagið í hrossinu".
„En bregður ekki fjórðungi
til fósturs?"
„Það hefur ákaflega mikið að
segja og er mikið undir tamn-
ingamanninum komið og hvernig
tamningarmaðurinn fer að hest-
inum. Það er þýðingarmest hvern
ig farið er að hestinum“.
„Hefurðu einhverjar reglur par
um?“
„Engar reglur — ég fer bara
eftir köllun hjartans, eftir því
sem mér finnst við eiga við hvert
trippi í það og það skiptið. Mað-
ur tekur fyrst tryppið og um-
gengst það og þá finnur maður
fljótt hvað í því býr. Það er
hægt að kynnast því, alveg eins
óg manneskju". Hann heldur
áfram: „Þetta hefur svo mikið
að segja að fara rétt að hest-
inum frá byrjun. Ég get sagt
þér það t.d., að það hefur varla
komið fyrir að tryppi hafi hríkkt
mig, sem enginn hefur komið á
bak áður.“
„Hefurðu lært af öðrum hesta-
mönnum?"
„Þegar ég var ungur, þá var
mikið um hestamenn. Hesturinn
var það tæki, sem allir notuðu.“
„Er hestamennska fremur list
en vísindamennska?"
Sigurður svaraði snöggt: ,,A1-
veg örugglega. Það er náttúru-
lega hægt að segja fólki mikið
til.“
„Hvaða hvöt — hvaða þörf er
á bakvið hestamennsku þína —
heldurðu, að það séu sérstakar
sálgerðir sem hafa gaman af
hestum?“
„Það er eftirtektarvert, að það
er eiginlega til í hverju einasta
barni að hafa gaman af því að
komast á hestbak. Ég hef tekið
eftir því. Það hafa verið hjá mér
síðan ég fór að búa margir krakk
ar úr kaupstöðum og undan-
tekningarlaust þrá þeir allir að
fara á hestbak. Þetta er upp-
runalegt og eðlilegt".
Sigurður sagði, að hesta-
mennska væri _ sér gleði — og
hvíldargjafi: „Ég man eftir því
fyrr á búskaparárum mínum, að
þegar ég var lúinn að kvöldinu,
þá þurfti ég ekki annað heldur
en að leggja við góðan hest og
skreppa á bak og þá var lúinn
úr mér, þæði Sá andlegi og lík-
amlegi."
„Hvernig lízt þér á þessa hesta
mennsku nútímans að ala hest
ana upp á uppeldisstöðvum —
er hætta á því að hesturinn úr-
kynjist við það?“
„Ég skal nú ekki segja ‘, segir
hann, „nú er orðið ákaflega mik
ið sport t.d. í stærri bæjunum,
að eiga hest, og það eru nátt-
úrulega margir sem kaupa góða
Fyrstu stigin í tamningunni hjá Sigurði í Krossanesi.
i
Unnið er af kappi við iagn-
ingu Reykjanesbrautar gegmim
Kópavog. Er nú verið að
sprengja fyrir brúarstólpunum
undir eystri brúna á veginum,
en hún verður, eins og kunnugt
er yfir gatnamót Nýbýlavegar og
Kársnesbrautar. Er búizt við, að
farið verði að slá upp mótura á
mánudag. Myndin sýnir gryfj
una, þar sem endi brúarinnpr á
að verða. Annar brúarstólpinn
verður á móts við skurðgröfuna,
sem nær er, en hinn verður í
hinum enda gryfjunnar, rétt við
hina skurðgröfuna.
Vegurinn mun svo liggja norð
an við núverandi Hafnarfjarðar-
veg og tengjast Kringlumýrar-
braut við Kópavogslæk.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm)
hesta og verður lítið úr þeim.
Þeir eru teknir sjaldan, en þeg-
ar þeir eru teknir þá eru þeir
brúkaðir of mikið, riðið of hratt.
Það er þó skylt að geta þess
að það eru margir hestanenn í
Reykjavík, ég þekki marga slíka.
Sigurður sagði af manm, sem
hefði keypt af sér nokkra hesta.
l sumar kom hann hingað. Hann
vissi að ég átti fimm vetra brún-
an fola, ákaflega glæsilegan hest
og kom hann hingað þegar ég
Sigurður í Krossanesi á einum
var að þyrja að temja hann,
hérna um sumarmálin, og spurði
mig hvað ég ætlaði að serja á
hann. Ég sagði honum að ég
setti á hann — ég veit ekki,
hvort ég á að segja það . .' .“
(og nú hlær hann) „glannalega
hátt“.
„En er ekki erfitt að meta
hesta til fjár — þetta eru dýr-
gripir“?
„Það er alveg rétt“, segir Sig-
urður, , og það er ekkert grín
fyrir mig að selja hest. Vegna
þess að ég hef dálítla framieiðslu
þá sel ég nokkra hesta á ári.“
Sigurður á töluvert af hross-
um, með stóði og öllu. „í haust
átti ég ekki nema þrjá tamda,
ég sel alltaf bæði hálftamua og
fulltamda. Á síðustu fiinm árum
hef ég selt tíu hesta til Reykja-
víkur.“
„Hvað ertu lengi að temja
hesta?“
„Ef ég á að fulkemja hesta,
þá er það ekki gert á minna en
tveim árum, þ.e.a.s. ef það er
gæðingur."
„Hvaða stig fer nestuiinn í
gegnum, frá því að þú tekur
hestinn, sem trippi, þegar hann
er tveggja vetra?“
„Það er nú bara þannig með
okkur Skagfirðingana, sem eig-
um dálítið af stóði, að víð tök-
um oft ekki folana fyrr en á
fjórða og fimmta vetur. Þar sem
þeir eiga færri hross, t.d. i Eyja-
firðinum, þar ala þeir betur upp
Annars er ég með þá núna hérna
í hesthúsinu nokkra sem eru
ungir. Ég er að byrja rétt með
þá“.
Andartaksþögn. Svo fer hann
að tala um folann sinn og Reykj-
víkinginn:
„Og ég ætla að segja þér, að
hann kemur hingað þessi maður
úr Reykjavík, og hann hafði séð
þennan þrúna hest haustið áður.
Hann segir við mig: „Þú selur
hann aldrei fyrir þet.ta" „Það
verður þá að hafa það“ Svo
kemur hann í ágúst sl. sumar,
segir að sig langi til að sjá,
annars ætli hann ekkert að
kaupa og hann eigi nóga hesta.
„Allt í lagi“. segi ég, „því að
ég er líka hættur við að selja
Brún“. Þetta var satt, því að
hann reyndist ákaflega skemmti
legur og glæsilegur. Svo fer
hann, þessi maður, sína leið og
minnist ekki á neitt. Eftir íimm
daga kemur hann aftur í sinni
drossíu, kallar á mig út í bíl
og segist mega til með að kaupa
Brún. Það endaði með því, af
því að þetta er ágætismaður og
mikill hestamaður, og við höfð-
um rkipt saman. að ég lét hann
„Ég hef það þannig, að ég
tek folann inn, set á hann mUl
og reyni að spekja hann. Og
þegar hann er búinn að vera
nokkurn tíma á múl, við getum
sagt hálfan mánuð, þá er hann
hættur að taka í. Þá legg ég
við hann og fer að teyma hann,
og þá er hann yfirleitt fljótur
að teymast."
„Og þá ertu búinn að járna
hann — járnarðu hann yfirleítt
strax? Getur það ekki verið
hörð raun?“
góðhesti sínum. (Ljósm.: stgr.
„Það gengur yfirleitt vel. Við
Reimar á Löngumýri járiium van
alegast saman og höfum alveg
sérstakt lag með það — við
járnum hvaða hest sem er tveir.
Það getur verið erfitt að jáma
hest, ef hann er alveg laus en
við bara tyllum þeim, bæði að
aftan og framan. Þeir standa á
steingólfi og svo bara bindum
við þá — þá hreyfa þeir sig
ekki mikið.“
Hann hélt áfram að lýsa tamn-
ingunni í stórum dráttum:
„Þegar hesturinn er orðinn vel
teymdur, þá fer maður að leggja
á hann. Fyrst er ekki hægt að
heimta neitt af trippinu annað
en að það gangi vel áfram. Svo
þegar það fer að láta vel að
stjórn og komið í það vilji, þá
fer maður að ríða því til gangs
og þreifa fyrir sér hvort ekki
sé góðgangur í því. Eftir því
sem trippið temst meira fer mað-
ur að heimta meira af því. ‘
„Er ekki stundum erfitt fð
leggja hnakk á trippið?"
„Það getur verið mjög erfitt,
en annars er það voðalega mis-
jafnt.“
„Finnurðu fljótt hvort það er
vilji í skeppnunni?“
„Ég tel það þurfi að koma
nokkuð snemma. Annars segja
sumir að það þurfi að bíða eftir
því í nokkur ár, en mér hefur
aldrei reynzt það svo.“
„Getur latur hestur al't í eínu
fengið vilja?“
„Þeir segja það — en það hef-
ur aldrei komið fyrir )ijá mér.
Kannski gera þeir, sem eru sterk
ari hestamenn en ég, slík krafta-
verk á hestum. Yfirleitt er það
þannig, að ef maður er búinn
að leggja á hest tíu — tuttugu
sinnum og engin sinna eða vilji
kominn í hann, þá lízt mér i.eld
ur illa á hann.“
„Hafa þínir hestar persónu-
leg einkenni?"
„Mínir hestar eru yfirleRt allir
taumléttir og ljúfir og ég hef
aldrei átt neinn hest sem nefur
sýnt hér brellu. Ég hef sén-æht-
að mín hross æði lengi. Kona
mín átti ágæt hrois frá Löngu-
mýri. Það var ágætis hestakyn
þar og svo á fyrri búskapnr-
árum mínum varð ég mér dálítið
úti um ágætis hryssur".
„Finnst þér þú breytast, þeg-
ar þú trt kon-.inn á hest.hak,‘'
„Mér líður aldrei eins vel og
þegar ég er kominn á bak. Það
er sagt að Skagfirðmgar séu
hestamenn og þeir séu montnir
en það er ekki fyrir það að
þeir séu montnir, þótt þeir beri
sig vel á hestbaki — það kem-
ur af sjálfu sér.... manni líð-
ur það vel. — stgr