Morgunblaðið - 19.10.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 19.10.1968, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER Í968 : I | # Benzinn! -þai erbillinn minnl Vissast sem i hendinni er kauptu miða i viðbót -það geri ég VINNINGAR 2 MERCEDES BENZ 220 ÁRGERÐ 1969 VERÐMÆT1 KR.: 854.000,00 DREGIÐ 5. NÓVEMBER LANDSHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Island nefnt varöandi EFTA Genf, 18. okt. — NTB. ÍRLAND, Spánn, Júgóslavía og Island voru í dag nefnd sem hugs anlegir aðilar að Fríverzlunar- bandalagi Evrópu, EFTA. Gerð- izt þetta á fundi í ráðgjafarnefnd EFTA, sem haldinn var í Genf í dag, að því er góðar heimildir •írja. Max Weber, svissneskur þing- maður, og fyrrum fjármálaráð- herra lands síns, sagði að Júgó- slavía ætti fyrst að verða auka- aðili og síðan fullur aðili að bandalaginu. Weber sagði, að Neitnð um londvisl Glasgow 18. okt. — NTB. STÚDENTALEIÐTOGANUM Daniel Cohn-Bendit hefur verið neitað um heimild til þess að heimsækja Bretland, að því stúdentar við Glasgowháskóla sögðu í dag. Síðar í dag staðfesti brezka innanrfkisráðuneytið þetta. — Fyrr í þessum mánuði sagði James Callaghan, innan- ríkisráðherra, að stúdentaleiðtog ar, sem prédikuðu valdbeitingu fengju ekki að koma til Bret- lands fyrr en eftir 27. október, en þann dag verða mikil mót- mæli gegn styrjöldinni í Viet- nam. EFTA ætti ekki að hafa pólitsík ar augnlokur og því bæri að líta á Spán sem annan, hugsanlegan mzðlim. Svehn Dahlman, formaður sænska iðnaðarsambandsins, sagði að ísland — sem nú þegar hefur aðild í athugun — og ír- land ættu að takast með í reikn- inginn, að því er heimildirnar segja. Umræður þær, sem urðu í ráðgjafarnefndinni, verða lagð- ar fyrir ráðherrafund EFTA í Vínarborg dagana 21. og 22. nóv ember. f ráðgjafarnefndinni eiga sæti fulltrúar ríkrsstjórna, at- vinnulífs og alþýðusamtaka EFTA-landanna. Bítill meö eiturlyf London, 18. okt. — NTB — BÍTILLINN John Lennon, hinn heimskunni „leiðtogi“ Bítlanna, var í dag handtek- inn grunaður um misnotkun eiturlyfja. Voru það menn frá sérstakri eiturlyfjadeild Scot- land Yard sem skyndilega réð ust til inngöngu í lúxusíbúð bítilsins með tvo hunda með sér. I íbúðinni, sem er við Montague-torg í London, fundu Iögreglumennirnir jap- önsku leikkonuna og mynd- höggvarann Yoko Ono, en hún var nýlega sögð vera „hin kon an“ er Cynthia, kona Lenn- ons, krafðist skilnaðar frá hon um. Á umslagi utan um síðustu hljómplötu Lennons er mynd af þeim hjónaleysum allsnökt Lögreglumennirnir fluttu „turtildúfurnar", sem svo eru nefndar í fréttum, á næstu lögreglustöð, þar sem þeim var gefið að sök að hafa haft Marijúana í fórum sínum, og sömuleiðis að hafa veitt lög- reglunni mótspyrnu. Annar bítill, Paul McCart- hney, mun hafa haldið í skyndingu til sömu lögreglu- stöðvar til þess að komast að raun um hvað væri um að vera. Nokkru síðar voru bæði Lennon og Yko Ono látin laus gegn tryggingu er nam um 15.000 kr. ísl. fyrir hvort. Hjólreiðamoð- ur íyrir bíl Akureyri, 18. október. SJÖTÍU og eins árs gamall mað- ur á reiðhjóli varð fyrir vöru- bíl á Hvannavöllum laust fyrir klukkan 9 í morgun. Ökumaður vörubílsins var að beygja upp að vörugeymsluhúsi við götuna. Við það ók hann í veg fyrir hjól reiðarmanninn og mun ekki hafa séð hann fyrr en um leið og slysið varð. Hinn aldraði mað ur mun hafa fengið höfuðhögg og liggur rúmfastur í sjúkrahúsi. _ Sv. P. Tveir drengir fyrir bílum SEX ára drengur, Helgi Ragnars son, varð fyrir bíl á mótum Flata hrauns og Álfaskeiðs í Hafnar- firði laust fyrir klukkan þrjú í gær. Rétt eftir klukkan 7 í gær varð svo annar drengur, Héð- inn Ólafsson, þriggja ára til heimilis að Strandgötu 50 í Hafn arfirði, fyrir bíl utan við heim- ili sitt. Drengirnir voru báðir fluttir í Slysavarðstofuna, en meiðsl þeirra munu ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Veðurstofustjóri svar ar spurningum í Hull Rannsókn haldið áfram á Ross Cleveland-slysinu Einkaskeyti til Mbl. Hull, 18. okt. — AP. „Stormurinn þá nótt sem Ross Cleveland sökk var einn hinn mesti, sem komið hefur í nær þrjá áratugi", sagði Hlynur Sigtryggsson, veður- stofustjóri, fyrir rannsóknar- nefnd þeirri í Hull, sem nú reynir að grafast fyrir um or- sakir til harmleiksir|:. „Stormar, sem hægt er að bera saman við þenyan áttu sér aðeins stað í janúar 1955. er Roderigo og Lorella fór- ust, í apríl 1963, er nokkur- skip fórust og janúar 1966 Ein veðurathugunarstöðin greindi frá því, að brimið hefði drepið fisk“, sagði veð- urstofustjóri. Hlynur Sigtryggason sagðí, að skip, sem stunduðu veiðar fyrir norðvesturströnd ís- land í janúar og febrúar ættu að búast við því, að til mik-i illa storma og frosts gæti kom ið, þannig að snjór og ísing hlæðifst á þau. Yrðu sjómenn að vera reiðubúnir að mæ*a þessum aðstæðum. Hlynur sagði, að staðurinn, þar sem Roas Clevelaad leit- aði skjóls skömmu áður en skipið sökk, væri ekki góður til islíks í NNA stormi, en hins bæri að gæta, að naumast væri þó um annað betra var að ræða í nærliggjandi fjörð- Veðurstofustjóri sagðii, að reynt hefði verið að útvarpa stormaðvörunum með sólar- hrings fyrirvara. „Við vitum að vegna þess- arar stormspár leituðu 27 skip vars á stöðum, sem þau töldu örugg“, sagði hann. Rannsóknarnefndim hlýddi á Charles Hudson .útgerðar- stjóra, greina frá því, að Ross Cleveland hefði verið „létt- ,ur“ sr skipinu hvolfdi og það sökk í stórhríð og stormi við X'sland. — Aðeins einn maður komst lífs af. — Ranrusóknarnefndin held ur áfram störfum sínum. Persónulegar gjafir eign forsetans segir forsœtisráðherra í samtali við Mbl. Morgunbla’ðið hefur snúið sér til dr. Bjarna Benediktssonar, forssetisráðherra, vegna skrifa um viðskilnað Ásgeirs Ásgeirs- sonar á Bessastöðum, og spurt hann, hvað hann vildi segja um mál þetta. Dr. Bjami Benedikts- son svaraði að forsætisráðuneytið hafi að sjálfsögðu látið full- komna úttekt fara fram á for- setasetrinu og hafi viðskilnaður fyrrv. forseta að öllu leyti reynzt óaðfinnanlegur. „En úr því ég er spur’ður, vil ég taka fram, að mér hefur borizt til eyrna tal manna um að á for- setabústaðnum sé öðruvísi um að litast nú en áður, og þaðan séu horfnar bækur og munir, sem áður hafi prýtt staðinn. Þetta er eðlilegt, því að Ásgeir Ásgeirsson átti þegar áður en Röðin i Olympíu- skákmótinu Olympíuskákmótið, hið 18. í röð- inni var sett í Lugano, Sviss í fyrradag. fslendingar lenda í riðli með Tyrklandi, Búlgaríu, And- orra, Túnis, Kúbu, Singapore og Tékkóslóvakíu. Tvö lönd af þess- um átta komast áfram í úrslita- keppnina, eða A-riðil, tvö naírtu í B-riðil, tvö í C og tvö neðstu í D-riðil. Erfiðustu keppinautar ís- lenzku sveitarinnar verða áreið- anlega Tékkóslóvakía og Búlgar- ía. f fyrstu umferð tefla íslend- ingamir við Singapore, en skák- menn þeirra er óþekkt stærð hér á Vesturlöndum. íslenzku sveitina skipa þessir menn: 1. bor’ð Ingi R. Jóhannsson. 2. borð Guðm. Sigurjónsson. 3. borð Bragi Kristjánsson. 4. borð Jón Kristinsson. Varamenn eru Bjöm Þorsteins son og Ingvar Ásmundgson, en hann er jafnframt fyrirliði sveit arinnar. - HUMPHHEY Framhald af bls. 1 Þá er einnig mjög mikið kom- ið undir kjörsókninni á kjördag- inn og skoðanakönnunum ber sam an um, að mikil kjörsókn eða um 80 millj. verði Humphrey í hag. Enda þótt stofnanir þær, sem framkvæma skoðanakannanirnar haldi því ekki beinlínis fram, að óvissa sé farin að ríkja á meðal þeirra um úrslitin, benda þær á, að þæri reikni alltaf með 2% mistakaútreikningi á hvorn veg. Ef Humphrey á þeim tveimur og hálfri viku, sem eftir eru til kjör dags, vinni enn á, sem nemi 2—3 %, þá muni verða erfitt. að segja fyrir um úrslit kosninganna. Ef Wallaee heldur þeim ríkj- um, sem hann hefur nú forystu í, og fjölmennari ríkin, sem hafa marga kjörmenn eins og t. d. New York, Kalifornia, Texas, Pennsylvania, Ohio og Michigan, skiptast jafnt á milli Nixons og Humphreys, þá eru miklir mögu leikar á því, að enginn af fram- bjóðendunum, eins og margir óttast fái þau 270 kjörmannaat- kvæði, sem nauðsynleg eru til þess að hljóta kosningu. Ef kjör- mennirnir ná ekki að kjósa for- seta, sem meiri hluti þeirra vill, þá verður það fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem sker úr um, hver verða skal næsti forseti. Þar hefur hvert ríki eiftt atkvæði og afleiðingarnar kynnu að verða þær, að sá af tveimur fylgis- mestu frambjóðendunum, sem hlotið hefði færri atkvæði en hinn á meðal kjósenda, yrði kjör inn í Hvíta húsið. hann varð forseti eitt bezta bóka safn, einkum útlendra bóka, hér á landi, og hafði þeim verið kom- ið smekklega fyrir á allra, sfðustu árurn í hinni nýju bóknlöðu á forsetasetrinu. Að sjálfsögðu flutti hann bæk- ur sínar með sér. Forsætisráðherra tók fram, að eitthvað af bókum hafi fyrrv. forseta vafalaust áskotnazt með- an hann gegndi embætti forseta og sumar hafi hann hlotið a/ð gjöf, en slíkar persónulegar gjaf- ir eru auðvitað jafnt eign for- setans sem annarra er þær þiggja, sagði dr. Bjami Benedikts son. Hann bætti því við, að sama máli gilti um a'ðrar persónulegar gjafir, sem forseti eignist, meðan hann er í embætti. Þær haldast auðvitað í eigu hans, svo sem áritaðar myndir frá þjóðhöfðingj um og aðrir ámóta gripir. „Þetta er ekki einungis háttur hér á landi,“ sagði forsætisráð- herra ennfremur, „heldur er þess skemmst að minnast að Alexandrína drottning arfleiddi íslendinga að fögru málverki, sem henni var gefið 1930 af opin berri hálfu íslenzkri, þar sem samsvarandi gjöf til Kristjáns konungs 10. var ráðstafað sem hans einkaeign að honum látn- um.“ „Allar ásakanir gegn herra Ásgeiri Ásgeirssyni af þessu til- efni eru því gersamlega úr lausu lofti gripnar“, sag’ði dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að lokum. Bjorni Vilhjólms- son þjóðskjola- vörður BJARNI Vilhjálmsson, cand. mag. skjalavörður í Þjóðskjala- safni, hefur verið skipaður þjóð- skjalavörður frá 1. desember 1968 að telja, en Stefán Péturs- son lætur þann dag af embætti samkvæmt ákvæðum laga um aldursihámark opinberra embætt- is- og starfsmanna. Bjarni Vilhjálmsson er Norð- firðingur, fæddur 1915. Hann tók stúdentspróf í M.A. 1936 og varð cand. mag. í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslands 1942. Bjarni hefur kennt í ýmsum skólum í Reykjavík, Alþýðuskólanum, Verzlunarskóla íslands, Kennara skóla íslands, Gagnfræðaskólan- um við Vonarstræti, Menntaskól- anum og við Háskóla íslands — 'Hann starfaði við Ríkisútvarpið, fultti m. a. þætti um íslenzkt mál öðru hverju 1947—56. Bjarni var formaður Landsprófsnefndar ’48, hefur verið ritari hujgvísindadeild ar Vísndasjóðs frá 1958, í nýyrða- nefnd Háskólans o. fl. Hann hef- ur skrifað fjölda af greinum og riitgerðum, auk þess sem hann hefur séð um útgáfu fjölda bóka varðandi íslenzk fræði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.