Morgunblaðið - 19.10.1968, Page 3

Morgunblaðið - 19.10.1968, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1968 3 íranskur sendiherra NÝSKIPAÐUR sendiherra írans, Akbar Darai, afhenti í daig for- seta íslands trúnaðarbréf sitt í skrifstofu forseta í Alþingishús- inu að viðstöddum utanríkisráð- herra. Síðdegis þá sendiherrann heimboð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. (Frá skrifstofu forseta íslands). 30. þing SIBS sett Þórður Benediktsson setur þing S.Í.B.S. Póll Kristjóns- son lótinn Húsavík, 18. október. PÁLL Kristjánsson, kaupmaður frá Húsavík, lézt í gær í Reykja- vík, 92 ára. Páll bjó allan sinn starfsaldux á Húsavík og stundaði bygginga- iðnað á sínum yngri árum. Þótti hann afburða smiður. Hann var yfirsmiður við byggingu Húsa- vikurkirkju 1906—7 og þar má segja að verkið lofi meistarann. — Fréttaritari. STAKSTEINAR' Flokkur í flokknum ] Um eins árs skeið hefur þa9 legið fyrir að ýmsir af helztu H ' H 16. ÞING S.Í.B.S. var sett í sam- komusal Domus Medica kl. 10 í gær. Þórður Benediktsson for- maður S.Í.B.S. setti þingið. Þá tóku til máls Börje Nilsen, for- maður berklavarnafélaga í Dan- mörku, og færði hann íslenzku samtökunum styttu að gjöf, ÍGisli Jónsson, fyrrv. alþingis- maður, ávarpaði þingið og einn- ig Sigurð Sigurðsson, landlækn- ir. Oddur Ólafsson læknir, stjórn aði þingsetningu. Þetta er 30. þing S.f.B.S. og munu þingstörf standa yfir fram á sunnudag, en í gær var kjörið í þingefndir. Um 80 fulltrúar, víðsvegar að á landinu, sækja þingið. Áður en þingið var sett lék hljómsveit undir stjórn Carls Billichs nokkur lög og þar á með- al lag S.Í.B.S., sem Oddgeir heit- inn Kristján^son, ' tónskáld í Vestmannaeyjum samdi. Gjofir eru ykkur gefnor Reykjavíkurskólustjórur Skúli Benediktsson, kennari á Akranesi, birti langa grein í Morgunblaðinu 16, okt. Heiti greinarinnar var Skólamál og skinhelgi. í upphafi greinarinnar standa þessar klausur: „Ostjórn og agaleysi setur í ríkari mæli svip sinn á skólastarfið, einkum í Reykjavík. Á þetta við um marga gagnfræðaskóla, og ekki er ástandið betra í framhalds- deildum barnaskólanna og árang inn eftir því. Skólastjórar og yfir Heimsækir USSR 'Hslsingfors, 18. okt. — NTB. MADNO Koivisto, forsætisráð- herra Finnland's, fer í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna n.k. þriðjudag að því er tilkynnt var hér í dag. Koivisto var boðið að heimsækja Sovétrfkin af Kosy- gin, forsætisráðherra, er sá sið- arnefndi var í „veiðiferð" í Finn landi nýverið. kennarar sjá víðast einir um stjórn skólaúna án samvinnu við kennara, .... Óstjórnin verður til þess, að kennarar gerast kæru lausir eða taka sér önnur störf fyrir hendur...... Má þá ekki ætla, að skólastofnanir geti orðið svo lélegar, að þær ver’ði verri en engar?“ Athugum nú, hvaða skilyrði Skúli hefur til að fella þennan áfellisdóm yfir skólastjórum í Reykjavík og vega störf þeirra léttvæg móts við störf starfs- félaga þeirra í öðrum lands- byggðum. Fræðslumálaskrifstof- an upplýsir, að_Skúli hafi verið fastráðinn kennari undanfarin tíu ár* á fjórum stöðum úti á landi. Öll þessi tíu ár hefur Skúla auðvitað ekki gefizt tóm að athuga skólahald annarra skóla af eigin raun, hvorki í Reykjavík né úti um byggðir landsins. Forsendur fyrir dóms- úrskudði Skúla brestur því. Slík ir dómar kallazt sleggjudómar. Jón Á. Gissurarson. Avaxtakaupendum boðið til Danmerkur DANSKIR ávaxtabændur og út- flutningsfyrirtæki hafa með sér samtök, sem nefnast Danske Frugtexportörers Fællesrád. Sam tök þessi stóðu fyrir auglýsinga- viku fyrir dönsk epli hér í Rvík í októbermánuði í fyrra. 1 framhaldi af eplavikunni, buðu samtök þessi nýlega í sam- ráði við danska sendiráðið hér, tiu tslendingum, fulltrúum heild- verzlana, samvinnufélaga og annarra dreifingaraðila til Dan- merkur. Einnig var með í hópn- um fulltrúi frá Viðskiptamála- ráðuneyti okkar í boði danska landbúnaðarráðuney tisins. Ferð þessi var í alla staði vel heppnuð, ánægjuleg og einkar fróðleg. Dvalið var í Danmörku í 3 daga og voru tveir þeirra notað ir að ferðast um helztu ávaxta- héruð landsins. Var ekið um Sjá- land, Fjón, Láland, Langaland, Tásinge og Falster og þaðan aft- ur til Kaupmannaihafnar. Gest- unum voru sýndar margar stærst.u ávaxtajarðir Danmerk- ur, sem hafa allt að 100 hektara ávaxta-akra, sumar hverjar. Skoðuð voru pökkunarhús og geymslur, fyrir epli, sem eru víða það fullkomnast'a sem til er á þessu sviði. Heiildarframleiðsla Dana af eplum er um 100 þús- und lestir árlega, en þar af eru 10—15 þúsund lestir seldar úr landi. í lok dvalarinnar var fundur haldinn þar sem mættir voru flestir stærstu epla-útflytjendur Danmerkur, ásamt deildarstjóra danska landbúnaðarráðuneytis- ins, til skrafs og ráðagerða við hina íslenzku aðila. Á fundinum var skipzt á skoðunum og rætt um möguleika á auknum viðskipt um milli land'anna á þessu sviði. Dönsk epli munu nú verða fá- anleg hér í búðum næstu vikur og mánuði, en að sjálfsögðu eru það neytendur gem ráða mestu um hve mikið af dönskum eplum verður flutt til landsins, þ. e. a. s. hversu ör salan verður. Allir þátttakendur í ferðinni telja hana hafa vgrið til mikils fróðleiks og ánægju og um gest- risni Dana þárf ekki að fjölyrða, svo kunn sem hún er okkur ís- lendingum. (Fréttatilkynning). leiðtogum Sameiningarflokks al—. þýðu — Sósíalistaflokksins, teldu tilvinnandi að leggja þau samtök niður, en stofna í þesa stað skipulagðan flokk úr AI þýðubandalaginu. Nú hefur ver ið ákveðið, að flokksþing Sósíal I istaflokksins verði haldið aðeins nokkrum dögum fyrir landsfund Alþýðubandalagsins og er þpð væntanlega gert til þess að leið- togar Sósíalistaflokksins getl komið á landsfund Alþýðubandai lagsins og stært sig af góðu dags verki, sem sé að Sósíalistaflokkl urinn hafi verið lagður niður.j Sú athöfn verður þó fremur i| orði en á borði. Leiðtogar Sósíal istaflokksins hafa nefnilega mætfc' harðsnúinni andstöðu við þær; fyrirætlanir að leggja Sósíal-i istaflokkinn niður og þeim er í orðið ljóst, að líklega hafa þeirj ekki bolmagn til að ganga hreintl til verks. Þeim er þó nokkur vandi á höndum. Eigi Alþýðu- bandalagið að verða fullgildur stjórnmálaflokkur verða vafa laust ákveðnar kröfur um það á: landsfundi Alþýðubandalagsins, að meðlimum í öðrum stjómmála flokkum verði ekki leyft að starfa í Alþýðubandalaginu. Núl1 hafa helztu forsprakkar Sósíal-i istaflokksins fundið lausn á" þessu vandamáli. Sósíalistaflokk' urinn verður að vísu lagður nið ur að nafninu til, en Sósíal-í istafélag Reykjavíkur, sem er il rauninni það eina, sem eftir er' er af Sósíalistaflokknum, mun starfa áfram eins og ekkert haft í skorizt og eitthvað af eignum ,SósíalIstaflokksins mun fylgja r Sóþíalistafélagi Reykjavíkur Einn af skósveinum Einars OI- geirssonar hefur samið uppkast að lögum fyrir hinn nýja stjcm: málaflokk Alþýðubandalagið, og meff SAMKOMUR Bænastaðurinn Fálkagötu 10. Kristilegar samkomur sunnu daginn 20. október. Sunnu- dagaskólj kl. 11, f.h. Almenn samkoma kl. 4. Bknastund aila virka daga kl. 7 e.m. Allir velkomnir. ÍSLANDSMEISTARAR FRAM GEGN DANMERKURMEISTURUM H. C. HVOR SIGRAR!? í DAC KLUKKAN 3,30 í LAUCARDALSHÖLLINNI ATHUCIÐ RREYTTAN LEIKTÍMA VECNA SJÓNVARPS ★ SÍÐAST SIGRAÐI LANDSLIÐIÐ DANI. ★ SÍÐAST SIGRAÐI F.H. DANI. ★ HVAÐNÚ??!! FORSALA HJÁ BÓKAVERZLUNUM LÁRUSAR BLÖNDALS. Ingólfur Óskarsson: „H.G. LEIKUR EINN TEKNISKASTA HAND- KNATTLEIK í EVRÓPU. er það sérstaklega samið það fyrir augum, að félagsmennt í Sósíalistafélagi Reykjavíkur geti starfað í Alþýðubandalaginu Það er nefnilega komizt svo að orði í lagauppkastinu, að með- limir í öðrum „flokkssamtökum** megi ekki vera í Alþýðubanda- laginu. En auðvitað setja Brynj ólfur Bjarnason, Jón Rafnsson, Páll Bergþórsson og félagar þeirra upp sakleysissvip og segj 1 ast aðeins vera meðlimir í Sósí—| alistafélagi Reykjavíkur, en þvi! fari fjarri að það félag geti kall ast „flokkssamtök". Þannig verð ur áfram starfandi flokkur í flokknum, eins og ekkert hafi f I I skorizt. Kommúnistar kalla ekkl allt ömmu sína. Hvað segja hinir? Nú er spumingin sú, hvað aðr ir meðlimir Alþýðubandalagsins segja um þennan skollaleik kommúnista. Hvað segir t.d. Lúð vík Jósepsson, sem stefnir nú leynt og ljóst að því að verða kiörinn formiður Alþýðubanda- lagsins, en mun ekkl hafa í hyggju að sækja flokksþing Sós ialistaflokksins, þótt hann sé varaformaður þess flokks. Hvað segir hetjan og kempan mikla Gils Guðmundsson sem allt ger- ir til þess eins að lafa í þing- sæti sínu. Hvað segja mennimir á „Frjálsri Þjóð“, sem þykjast vera á móti kommum, en segj- ast vera orðnlr þreyttir á Hannibal? Ætla þeir að láta kommúnista komast upp með þmnan skollaleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.