Morgunblaðið - 19.10.1968, Page 16

Morgunblaðið - 19.10.1968, Page 16
M MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 198« Ingimar Einarsson: Sagan af „Síríusi" og Tryggva Ófeigssyni HINN 27. sept. s.l. birtist frétt í Morgunb'laðinu um landanir ís- lenzku togaranna heima og er- lendis í sumar. Varð þetta tilefni fjm-ir Tryggva Ófeigsson, útgerð arman-n, til að veitast með stór- yrðum að Bæjarútgerð Reykja- víkur, þótt hennar væri hvergi getið í hinni hlutlausu frétt. Annar framkvæmdastjóri BÚR, Þorsteinn Arnalds, svaraði síð- an Tryggva í Mbl. 2. okt s.l., og gérði þar skilmerkitega upp sak irnar við hann, ekki aðeins fyr- ir árásirnar á BÚR, heldur o,g fyrir samskipti hans við aðra togaraeigendur og félagsskap þeirra, Félag ísl. botnvörpu skipaeigenda. Fór þó fjarri því, að Þorsteinn rekti alla þá leið- indasögu. Hinn 9. þ.m. birtist síðan í Mbl tveggja síðna ritgerð eftir Tryggva Ófeigsson. Mun henni ætlað að vera að mestu svar við grein Þorsteinis Amalds, þótt margt þar í reynist næsta tor- skilið, jafnvel kunnugustu mönn um, en í leiðinni er veizt að mér fyrir ýmis störf mín að málefn- um togaraeigenda um tíu ára bil, en þess ekki gætt, að í leið- imni fær F.f.B. og stjórn þess sitt vel útilátið, því að fáir munu væntarilega ætla að mikilvægir þættir í starfi mínu hafi , verið af hendi inntir í trássi við hús- bændur mína. Torskilinn, persónulegan skæt ing Tryggva í minn garð læt ég mér f léttu rúmi liggja, mér þykir aðeins heiður að skömmun um, þegar þær koma úr þessari átt, og mun ég ekki vera einn á báti í því efni. f Mbl. í fyrradag svarar Þor- steinn Arnaíds ritgerð Tryggva Ófeigssonar, aðallega varðandi BÚR, en lætur að sjálfsögðu hnjóðsyrði í minn garð að mestu liggja á mi'lli hluta. Hrekur hann þar staðhæfingar Tryggva lið fyr ir lið svo að ekki atendur steinn fyrir steini, en lætur sumu ósvar að, og mun ég vikja að því ör- fáum orðum sumu hverju. SAGAN AF SÍRIUSI Það er enginn smávegis minn- isvarði, sem við Jón Árm. Héð- inssön alþm., eigum hér í vestur höfninni í Reykjavík, heiían 640 rúmlesta togara. Söguna af Sir- íusi og sjálfum sér rekur Tryggvi Ófeigsson efnislega þannig að h.f. Marz hafi keypt skipið til að „bæða úr mjög brýnni þörf bátanna“ fyrir að fá flutta síld á þýzka markaðinn, „því að skip voru ekki til flutnings, nema að takmörkuðu leyti“. Síðan hafi „tveir, sem réðu þá útflutnings leyfum, þeir Ingimar Einarsson hjá F.f.B. og annar álíka. Jón Héðins3on“ ráðið þeim ráðum, að h.f. Marz fékk aldrei útflutn- ingsleyfi. Var þá, væntanlega eft ir mikla mæðu og ítrekaðar til- raunir, upp gefizt og ráðizt í að gera skipið út á þorskanet, „sem orsakaði niðurbrot á vél“. — Undarlegt, hvað þorskanetjaút- gerð reynir meira á gufuvélar en togveiðar! Síðan hefir skip- ið legið í Reykjavíkurhöfn og grotnað þar niður, sem minnis- varði okkar lagsmannanna. Öll er frásögn Tryggva svo loðin og einhvern veginn ótraust að það er með hana eins og flest annað í ritgerð hans, að fáir eða engir ókunnugir munu átta sig á henni. En nú skal sagan af Sír- íusi og Tryggva Ófeigissyni rak- in sannleikanum samkvæmt. Þess verður þó fyrst að geta, lesendum til skilnings, að á þeim tíma, sem Tryggvi _ á raunveru- lega við, var Jón Árm. Héðins- son deildarstjóri í útflutnings- deild Viðskiptamálaráðuneytis- ins, sem veitir öll útflutnings- leyfi og hefir ein allt vald yfir þeim leyfisveitingum. H.f. Marz fékk afsal frá rík- issjóði fyrir b.v. Keili, nú b.v. Síríus, 31. ágúst 1961 og var skip ið fyrst skráð á nafn hins nýja eiganda 15. des. sama ár. Er mér næst að halda, að þá þegar hafi verið ákveðið að gera skipið út á veiðar með þorskanetjum á næstu vetrarvertíð, enda var skipið fremur vanbúið til tog- veiða, með aðeins 800 hestafla vél, en skipið sjálft 640 rúmlest ir, eins og fyrr segir. Má nærri geta, að það krefst mikils undir búnings að gera nauðsynlegar breytingar á heilum togara til veiða með þorskanetjum. Þessar veiðar hófust aíðan í byrjun netjavertíðar eftir áramótin. Þeim lyktaði síðan um mánaðar- mótin apríl-maí, ef ég man rétt, vegna einhverrar meiriháttar vél arbilunar, þótt ég leyfi mér að efast um, að vél skipsins hafi brotnað niður. En hvað sem því liður, hefir bilunin þó greinilega verið þess eðlis, að framkvæmdastjóranum hef- ir ekki þótt ástæða til að láta viðgerð fara fram, enda hefir vél skipsins ekki farið í gang síðan. Þannig líða 7—8 eða öllu heldur 4—5 mánuðir frá því að h.f. Marz eignast þetta margfræga skip, unz sögu þess sem veiðiskips er lokið. Það hef ir ekki ætíð sínan legið í Reykja víkurhöfn, því að þrívegis hefir því verið lagt við bauju inni á Sundum, jafnoft slitnað upp og rekið á land, jafnoft náðst á flot og jafnoft verið lagt í Reykja- víkurhöfn og liggur þar enn í dag, eftir síðasta strandið. Sérhver maður, sem þessa sögu les, sér að Tryggvi Ófeigsson gef- ur naumast hafa haft mikinn á- huga á a'ð afla sér leyfa til útflutn ings á síld í b.v. Siríusi, síðan félag hans eignaðist skipið, enda er sannleikurinn sá, að Tryggvi Ófeigsson hefur aldrei sótt um slíkt leyfi, hvorki munnlega né skriflega, hvorki tii mín, Jóns Ármanns Héðinssonar né Gunn- ars í. Hafsteinssonar. Hér má svo geta þess, að veturinn 1961—1962 voru gefin út alls 34 útflutnings- leyfi á Þýzkaíand fyrir ísvar- inni síld. Af þessum 34 leyfum fékk Tryggvi Ófeigsson 8 leyfi fyrir sín 4 skip (Siríus ekki með talinn), en þá var togaraflotinn yfir 40 skip. Þannig hafði Tryggvi yfirráð yfir um 10% af togaraflotanum, en fékk upp undir 25 % af veittum leyfum. SÖLUMÖGULEIKARNIR ERLENDIS Tryggvi Ófeigsson segist hafa keypt skipið vegna bátanna. Hann segir að skip hafi ekki ver ið fyrir hendi til flutninganna. Vandinn í þessu sambandi var a'Jíls ekki þessi. Hann var fyrst og fremst fólginn í því, að tak- mörk voru og eru ætíð fyrir því, 'hversu miklu magni ísfisks- og sííarmarkaðurinn getur tek- ið við hverju sinni. Vandi okk- ar Jóns Árm. Héðinssonar og Gunnars I. Hafsteinssonar (og síðan Stefáns Gunnlaugssonar, deildarstjóra, sem á sínum tíma tók við Störfum Jóns), sem mest fjölluðu um síldarútflutninginn, var að gæta þess, að halda fraim boðinu héðan á síldarmarkaðinn í Þýzkalandi innan þeirra marka, sem hann þoldi á grundveTli upp lýsinga og leiðbeininga að utan frá aðiTa, sem slíkar leiðbeining ar hefir gefið allair götur síðan 1950. Jafnframt þurftum við að gæta eftir föngum fulls réttlætis þannig að togaraeigendur, sem að langmestu leyti önnuðust þennan útflutning á togurum sínum, sætu við sama borð við veitingu leyfa, en oft var það svo að færri fengu en vildu. Og þá hvessti. Tryggvi gat ekki frekar en aðrir alltaf feng- ið þau leyfi, sem hainn bað um, þótt Siríus kæmi raunar aldrei við þá sögu. En úr því svo þurfti að fara, var öílu réttlæti á glæ kastað að hans áliti. Mín reynsla er sú í níu ára samskipt- um við Tryggva Ófeigsson eða fyrirtæki hans, að það eitt er réttlæti, sem honum hentar, hag- ur annarra skiptir engu máli. LEYFISLAUSAR SIGLINGAR f grein sinni 2. október rekur Þorsteiran Arna'lds það, er b.v. Úranus selidi afla í Bretlandi 15. janúar 1964 án útflutningsleyfis og án vitundar útflutningsdeild ar Viðskiptamálaráðuneytisins og án vitundar eða samþykkis F.f.B. og ennfremur er Teika átti sama leikinn með b.v. Júpiter hálfum mánuði síðar. f svari sínu 9. október reynir Tryggvi Ófeigsson engan veg- inn að forsvara framkomu sína, en segir, að synjun leyfis hafi verið til stórskaða fyrir Island! Ja, ekki er að sökum að spyrja Það átti auðviitað að brjóta lög og skuldbindingar í þágu fs- lands. Það er gott fyrir ísland að eiga slíka hauka í horni. Parísarsamningurinn, sem gerð ur var 15. nóvember 1956 til 10 ára, eftir fjögurra ára löndunar- bann í Bretlandi, var um siitt- hvað hagstæður ísTenzkri tog- araútgerð, en setti óneitanlega miklar hömlur á innflutning tog- aranna á ísfiski til Bretlands. Eitt sem gerði framkvæmd hans mjög erfiða, var að hann var v?rðmætissamningur en ekki magnsamningur, þ.e. innflutnings heimildin miðaðist ekki við magn innflutts ísfisks, heldur verð- mæti hans. Auk þess voru regl- ur um framkvæmd samningsins svo og skiptingu á upphæðum þeim, sem selja mátti fyrir, milli tegunda þ.e. ýsu og ftatfisks annars vegar og þorsks og ann- arra tegunda hins vegar o.fl. at- riði, erfiðar í framkvæmd og svo flóknar, að með engu móti er fært að skvra þær í blaðagrein. En það kom fljótt í ljós, að innflut.ninigsheimildir samnings- ins fullnægðu ekki óskum tog- araeigenda um landanir í Bret- landi. Hinn 6. september 1961 voru því á félagsfundi í F.f.B. samþykktar og síðan undirritað- ar af öllum meðTimum félagsins reglur, sem tryggja áttu jafnrétti félagsmanna gagnvart brezka markaðnum og félagsstjórn fal- in framkvæmdin. Því verður vart með orðum lýst, hvílíka vinnu fé lagsstjómdn og einkanlega for- maður félagsins lagði á sig til að halda þessum máTuim í horfi. Það rak fljótt að því, að Tryggvi Ófeigsson heimtaði meiri rétt en hann átti, en stjórn F.f.B. bar skylda til að sjá til þess að sölur h.f. Júpiters og Marz gengju ekki út yfir sölurétt annarra togaraeigenda. Þessi félög Tryggva urðu því að sæta því eins og aðrir meðlimir F.Í.B. að fá ekki aðgang að brezka markaðnum eftir vild. En það samrýmdist ekki rétt- lætiskennd Tryggva ófeigssonar. Og þá var sjálfsagt að taka framkvæmdina í eigin hendur. Það tókst með b.v. Úranus 15. janúar 1964, en mistókst með b.v. Júpiter rúmlega hálfusm mánuði síðar, enda bar stjórn F.Í.B. skyTda til að koma í veg fyrir brotið. Þess má svo að lokum geta hér, að upp úr þessu löndunar- ævintýri b.v. Úranusar hætti Tryggvi Ófeigsson með öllu að tala við mig og hefir svo hald- izt síðan. Fól hann einum starfs- manna sinna að hafa samband við mig um állar landanir skipa sinna erlendis og önnur félags- málefni m.a. oft til að spyrjast fyrir um, hvernig gengi með væntanTegar greiðslur til stuðn- ings togurunum, og hélzit það síð an, unz úrsögn h.f. Júpiters og Marz úr F.Í.B. gekk í gildi um s.l. áramót. S amstarf mitt við þennan mann var alla tíð hið bezta og liprasta, og vona ég að ég skaði hann ekki, þótt ég geti þessa hér. ÞÝZKALANDSSALAN 1965 Það virðist koma mjög við kaun Tryggva Ófeiigssonar, er Þorsteinn Arnalds rekur það, hvernig Tryggvi reyndi að smeygja b.v. Júpiter á þýzka markaðinn í nóvember 1965 með síldar- og bolfiskfarm á bak við alla íslenzka aðila, sem um málið áttu að fjaTla, en sá atburður leiddi að lokum til þess að stjórnarformaður h.f. Júpiters og h.f. Marz gaf yfirlýsingu um að framvegis myndu félögin hlíta fyrirmælum F.Í.B um ísfisksölur í Bretlandi og ÞýzkalandL Keyra stóryrðin alveg úr hófi í sambandi við þetta mál. Staðreyndir málsins eru þær, að þýzki markaðurinn neitaði fyrst í stað með ölTu að taka við þessum fiskafla, var talið að það mundi valda verðíhruni á markaðnum. Gilti það bæði um síldina og fiskinn. Framboð á fiski var mikið á markaðnum og síldveiði var allmikil í Norður- sjó og þar í kring og framboð á henni því einnig mikið. Viðskipta málaráðuneytið synjaði því um leyfi til útflutnings á farminum og tilkynmt F.Í.B. á sínum tíma þá niðurstöðu aðalum- boðsmanninum í Þýzkalandi með leyfi ráðimeytisins. Samt var skipið látið halda áfram för sinni til Cuxhaven. Vitneskja barst um það hingað, er umboðsmaðurinn þar símaðL að sér hefði borizt skeyti frá b.v. Júpiter, þar sem hamn var staddur norður af Skotlandi, um .að skipið væri að leið suður. Þetta hafði þó engin áhrif á afstöðu yfirválda hér, þar sem ekki var vitað um breytt við- horf í Þýzkalandi. — En svo vildi þó til, að þá 4 daga sem b.v. Júpiter var á leið til Cux- haven var veiðiveður í Norður- sjó óhagstætt síTdveiðiskipum, þannig að síldarframboð varð minna en reiknað hafði verið með. Var það til þess, að þegar b.v. Júpiter var búinn að liggja í höfn í heilan sólarhring, að kaupendur féllusit á að kaupa síldina, en mótmælt var fram- boði bolfisksins á markaðnum. Skilaboð um þetta bárust réttum aðiluim hér og var þá ákveðið að veita leyfi fyrir síldina gegn Til sölu - SKODA Höfum eftirtaldar Skodabifreiðar til sölu: SKODA 1000 MB DE LUXE 1967. SKODA COMBI STATION 1966. SKODA 1000 MB 1965. SKODA 1202 1965 (SENDIBIFREIÐ). SKODA 1202 STATION 1964. SKODA OCTAVIA SUPER 1964. SKODA OCTAVIA 1962. Bifreiðarnar eru allar nýskoðaðar af Bifreiðaeftirliti ríkisins og eru til sýnis að Elliðaárvogi 117, Rvík í dag kl. 1—5 síðdegis. Hagstætt verð og mjög hagstæðir greiðsluskilmálar. Vaxtalaus lán. — HAGSÝNIR KAUPA SKODA — — ÁHYGGJULAUSIR AKA SKODA — Tékkneska bifreiðaumboðið hf. SÍMAR 19345 og 82723. Norðuriand eystra Atvinnumálaráðstefna Sjálfstæóismanna — • Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra efnir til ráðstefnu I Sjálfstæðishúsinu á Akureyri (uppi) dagana 19. og 20. október, þar sem fjallað verður um atvinnumál I kjördæminu, stöðu atvinnulifsins og framtíðarmöguleika. Ráðstefnan hefst kl. 14 laugardaginn 19. okt. Stjómandi ráðstefnunnar verður Herbert Guðmundsson ritstjóri. • Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um stórhuga atvinnuppbyggingu í kjördæminu. STJÓRN KJÖRDÆMISRÁÐSINS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.