Morgunblaðið - 19.10.1968, Page 24

Morgunblaðið - 19.10.1968, Page 24
24 MORGUM3LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1968 UMBOD UM ALLT LAND /k W A TJIACJ ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 fl WhM JP 1 B REYKJAVIK SIMI 13404 ALAFOSS GÓLFTEPPI 19. OKTÓBER Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Leitaðu álits hjá vinum þinum seinna í dag. Byrjaðu helgina á því að gera gott úr misskilningi, er ríkt hefur. Nautið, 20. apríl — 20. maí. . Byrjaðu á þvi erfiðasta, því að það verður ónæðissamt seinna í dag. Imyndunarafl þitt getur orðið upphafið að tilraunum, sem kunna að leiða til ríkari lífsreynslu þinnar. Tvíburarnir, 21. mai — 20. júní. Þetta virðist ætla að verða ósköp venjulegur laugardagur, og gott að vera heima. Gerðu eitthvað f jölskyldunni til hæfis. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Óvæntir atburðir geta oft verið óþægilegir, en það sem skeður í dag, getur orðið happadrjúgt seinna. Tilraunir til að hrinda ein- hverju 1 framkvæmd, eða búa eitthvað til eiga mikinn rétt á sér. Sökktu þér niður í vinnuna því að allt er að græða. Ljónið, 23. júli — 22. ágúst. Ef þú lætur þér ekki standa á sama, getur þú gert mikið úr þessum degi. Heimilislífið er í blóma. Vertu fylginn þér, það get- ur skapað þér betri tekjumöguleika. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Athugaðu betur hugmyndir, sem þú færð í dag. Þú getur ekki haft fullt gagn af þeim strax. Farðu varlega í fjármálum. Vogin, 23. sept. — 22. okt. X dag gefst þér fyrst tækifæri til að hugga fólk, sem hefur átt erfitt. Ef þú sýnir þvi rólega staðreyndirnar, verður þér vel á- gengt. Forðaztu snöggar breytingar, ef þú getur. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Ný andlit og allsfkonar tilraunastarfsemi eru hvarvetna. Þú færð nýstárlegar upplýsingar. Einhver truflun ef á rómantíkinni. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. í dag skaltu reyna nýjar hugmyndir, en vertu ekki hissa, þótt fólk þurfi að venjast þeim. Þú getur komizt að einhverju mikil- vægu, svo að þú skalt byrja að kanna málið. " i • Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Það er of áhættusamt að vinda sér snögglega í stórviðskipti. Notaðu helgina heldur til að skipuleggja langt fram í tímann. Reyndu að fáslfvið eitthvað nýtt. Reyndu að kynnast nýju fólki í kvöld. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Það er gott að ræða málin við fólk sem þú hittir. Þú færð betri upplýsingar, en þú hafðir búizt við. Gott er að bera saman bæk- urnar í kvöld við einhverja málsmetandi menn. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz. Taktu afsökunarbeiðni vel og kurteislega. Sýndu ættingjum þín- um ást og umhyggju. Lyftu þér svo eitthvað upp í kvöld. sem þeir voru að leita að. Og hún var búinn að vera í leið- angrinum nógu lengi til þess að taka þútt í gleði þeirra og sigur- hrósi. — Hver fann raunverulega þennan kuari? spurði Jill Söndru. — Enid, sem betur fer. Hann var neðst í íeirnum langt inni í hellinum, þar sem lækurinn hverf ur inn í klettinn. Ef ég hefði rekizt á hann, hefði hún sennx lega klórað úr mér augun. Hún gengur heldur betur upp í starf- inu sínu. — Jú, ég hef orðið þess vör. — Ég vona bara, að ef eitt- hvað meira á eftir að finnast af myntum og þessháttar, þá verði það Enid, sem finnur það, hélt Sandra áfram. Mig langar ekk- ert ti'l að láta myrða mig og rafh/öóur fyrrr ÖH viðtæki Hei Idsaia - smásala VILBERG & ÞORSTEINIM Laugavegi 72 simi 10259 fleygja mér niður í gilið, og láta Enid taka heiðurinn, sem mér hefði borið mér réttu. — Er þarna eitthvert gií? spurði Jill. — Hvar? Ég sá það ekki þegar ég var þarna inni. — Það er svo lanigt inni. Þú hefur sennilega ekki hætt þér svo langt. Afskaplega fúlt og drauga legt. Ég veit ekki, hvernig ég hef þolað það. Og. ef út í það er farið, þá veit ég ekki, hvem- ig ég held út að vera á þessum andstyggðar stað. Kannski eru það þessir g'læsi- legu karlmenn, sem hér eru á hverju strái? sagði Jilí. — eða að minnsta kosti einn þeirra. Hún bjóst Við, að Sandra færi að hlæja og svara einhverjum gamanyrðum, en laglega andlit- ið á henni var alvarlegt. — Kannski er þetta rétt hjá þér, elskan. Það gæti verið einmitt bara einn maður. Til dæmis hann Oliver. Ég held ég muni trú'lofast honum Oliver. — Ertu búin að segja hon- um það? spurði Jilí. — Hann hefur orðað það við mig. Það er nú karlmaðurinn, sem á að hafa frumkvæðið. Enda þótt ég búizt við, að hann hafi séð, að ég mundi að líkindum ekki hryggbrjóta hann. — Afsakaðu, mér datt ekki í hug, að það væri svona mikil al vara hjá ykkur báðum, sagði Jill. — En hann yrði ágætis eig inmaður. Hann er góður í sér og skilningsríkur, án þess að vera of mjúkur á manninn, Og ég held að hann geti líka verið rómantískur. — Já, hann hefur öll skilyrði, sagði Sandra og brosti. — En hann er nú bara ekki eins lag- legur og hann Grahám. Þetta karlmamnlega útlit hans og svo bláu augun eru afskaplega að- laðandi. Og að minnsta kosti hef ur henni Enid okkar fundizt það fyrir löngu, það er bersýni- legt. Ég held henni sé illa við mig, bara vegna þess, að ég var einhverntíma eitthvað að gefa honum Graham auga. — Þetta er sjálfsagt rétt hjá þér. En það fer nú væntanlega af ef þú trú'lofast honum opin- beríega. — Því treysti ég líka, sagði Sandra. — Hún hagar sér rétt eins og hún ætti hann með húð og hári og það er alveg and- styggilegt. Og ekki einasta, að hún eigi Graham, heldur líka alla fornmenningu í Khálidan og bókstaflega alla útgerðina héma. —Hún er nú glæsileg kona, sagði Ji'lt, — og auk þess sérlega fær í fornfræði. — Æ, vertu ekki að taka svarí hennar blessuð. Þú stend- ur mín megin en ekki hennar. Jæja, við skulum éta dálítið meira af þessu ágæta súkku- laði. Það þolir ekki loftslagið lengi, hvort .sem er. . . . Hún rétti fram öskjuna. — Þú ert ekki farin að óska mér til ham- ingju með hann Oliver ennþá, c ccecb Pl B COSttR. — Við'skulum synda lengar, við finnum ábyggilega betri eyju. bætti hún við og grænu augun dönsuðu af kæti. — Þú veizt, að ég óska þér alls hins bezta, sagði Jill. Og ég þarf ekki að taka fram, að ég kann afskaplega vel við hann. — Já, það er ágætt meðan þú stelur honum ekki frá mér, sagði Sandra og hló, og var nú sými lega komin í gott skap aftur. — Fáðu þér eitt af þessum með kruHunni ofan á. Það er ágætis krem innan í þeim. — Já, og þau geta þyngt mann um nokkur pund, sagði Jill. — Og það er ekki víst, að hann Oliver yrði neitt hrifiinn af því. — Honum er aíveg sama um það, sagði Sandra og af einhverj um ástæðum skríkti hún glað- lega. Jill fóiv í tjáld sitt skömmu | seinna. Hún var næstum sjúk af j sjálfsmeðaumkun og byrgði höf uðið í koddanum og grét dálítið áður en hún gat sofnað. Næsta morgun hamaðist Jill við verkin sín og Skammaðist sín fyrir að vera svona veik fyr ir. Andrúmsloftið í tjaldstaðn- um var með léttasta móti, meðan verið var áð skipa niður dags- verkinu. Fatlowmanhjónin æt'l- uðu að fara í hellinn ásamt En- id og Söndru og sýrlenzka em- bættismanninum, Stephan átti að rannsaka lækjarfarveginn við klettana. Svo ætiuðu þau öll að koma aftur og fá sér bita. Próf- essorinn sem gat annars g!eymt sér var afskaplega nókvæmur i um allar má'ltíðir. — Heilinn get I ur ekki starfað án regfulegrar næi-ingar, saigði hann oft. Daivíð j lét þess einusinni getið, að for- ! ingja þeirra þætti bara matur '' góður, en vitanlega kom það í sama stað niður. j Jill sneiddi því niður niðursoð- ið kjöt og haiðsoðin egg og fyllti föt með döðlum og rúsín- um, möndlum og smákökum. Þá gátu allir verið fljótir að matast, með fingrunum og gátu svo kom- izt fljótt aftur að verkinu, sem nú var farið að verða svo spenn- andi. Þegar Suliman hafði borið flöskurnar með ávaxatsafanum og vatninu inn í hellinn, kom hann aftur og skýrði frá ennþá fleiri merkilegum fundum þar. — Margir peningar og drykkjar- ker og spjót. Og þarna eru líka steinar, sem kornið var malað með á gólfinu, sagði Suliman. —- Kornið? hváði Jill. Það var næsta ótrúlegt, að korn skyldi hafa getað vaxið á þess- ari auðn, en þó mundi hún, að Graham hafði sagt henni, að þarna hefði einusinni verið frjó- samur dalur, allt þangað til jörð in skalf og klofnaði, svo að stóra áin hvarf. Meðan Jill var að leggja á borðið, kom Oliver inn og hún færði honum þessar fréttir. — Já það lá svo sem að, að ég skyldi þurfa að vera frá verki með þessa bölvaða lúku mína, tautaði hann. — Það hefur allt- af verið minn draumur að lenda í einhverju sögulegu og fá nafn- ið mitt nefnt í vísindaritum. En ég þori bara ekki að eiga það á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.