Morgunblaðið - 19.10.1968, Page 26

Morgunblaðið - 19.10.1968, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. OKTÖBER 1968 JF Islenzkan handbolta skortir helzt skipulag og reynslu — segja dönsku handbolfamennirnir Og nú eiga Framarar að mœta þeim í dag kl.3.30 I DAG leika dönsku handknatt- leiksmeistararnir frá HG gegn Frana og á morgun gegn úrvals- liði sem landliðsnefnd velur. — Þetta verða siöustu leikir dönsku meistaranna, en marga mun fýsa að sáá þá í viðureign við þessi lið, ekki sízt eftir FH-ingum tókst að knésetja þá svo eftir minnilega sem raun varð á. At- hyglí skal á þvi vakin að leik- tima hefur verið breytt. Leikur inn við Fram verður kl. 3,30 e. h. í Laugardalshöllinni, en leik- urinn á morgun verður kl. 4 síð degis. Dönsku leikmennirnir l&ta mjög Vel af ílandsferðinni. Þeir fóru í glampandi sól austur að Gull- fossi og voru mjög hrifnir af því Vetrurstorf frjólsíþrótto- deildor KB FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD KR hefur hafið vetrarstarf sitt og eru æfingar á þriðjudögum, fimmtudögum og iaugardögum. Aðalþjálfari er óhannes Sæm- undsson en með honum margir aðrir m.a. Valbjörn Þorláksson og Úlfar Teitsson. Á þriðjudögum er æft í KR- húsinu. Drengir og sveinar frá 7.45 til 8.35 og fullorðnir kl. 8.35 til 9.25. Á fimmtudögum er æft í KR- húsinu. Stúlkur kl. 7.45—8.35 og fullorðnir frá 8.35—9-25. Á laugardögum er svo sameig- inleg æfing allra flokka í Laug- ardalshöllinni. Ryun beztur DNDANKEPPNI 1500 m. fór fram í gærkvöldi. Heimsmethaf- inn Jim Ryun sigraði örugglega í sinum riðli, hljóp á 3:45.7 mín. sem var bezti tíminn, er náðist í undankeppninni. Keinó sigraði einnig í sínum riðli, hljóp á 1:46,9 min. Arne Kvalheim frá Noregi var eini Norðurlandabúinn, sem komst áfram í undanúrslit. Hann hljóp í sama riðli og Ryun, varð fjórði á 3:47.4 mín. Annars var þetta svartur dagur fyrir nor- rænu millivegalengdarhlaupar- ana, ýmist vegna þess að þeir höfðu hreinlega ekki getu á borð við keppinauta sína, eða þá þeir gerðu þvílíkar taktískar skyss- ur, að þeir hreinlega sprengdu sig. ferðalagi. Þó sumir þeirra hafi margoft komið hér áður, hefur það ætíð verið um miðjan vetur og ferðalög útilokuð. Þetta opn- aði þeim því ný kynni af íslandi, sem þeir hrifust af. Nokkir liðsmennirnir hafa ver ið spurðir um álit þeirra á ísl. handknattleik og fara svör þeirra hér á eftir: Ummæli nokkurra leikmanna H.G. og þjálfara þei'rra eftir leik inn við F.H. Gert Andersen fyrirliði: íslenzkir handknattleiksmenn hafa alltaf verið mjög harðir og duglegir, en núna síðustu árin er hægt að sjá framför hvað teknik ag skipulag snertir. Ég tel Jón Hjaltalín ykkar lang hættuleg- asta mann, en bræðurnir Geir og örn eru fekniskastir. Dómararnir Karl og Msgnús eru góðir að minum dómi og dæmdu leikinn við F.H. mjög vel. Ég verð að segja að ég hef allt- af orðið jafn undrandi í hvert skipti þegar ég kern hingað hvað keppnisskapið er gífurlegt bæði hjá liðsmönnum og áhorfendum og ég get sagt með vissu að ekk- ert erlent lið getur heimsótt ykk- ur og verið öruggt um sigur, ís- lendingar eru tdl alls visir. Það eina sem ykkur vantar er reynsla á erlendum vettvangi. Palle Nilsen (Jésu): íslenzkur handknattleikur er mjög góður, en mér finnst oft harkalega brotið þegar það skipt ir engu máli, og boltinn er hvergi nálægur. Geir og Örn Hallsteins- synir eru beztir af þeim sem ég hef séð. Karl og Magnús eru mjög góðir dómarar. íslenzkan handknattleik virðist vanta nokk uð skipulaig ag taktiskan leik, en íslenzkir leikmenn eru hreifan- legustu handknattleiksmenn sem ég ihef séð. Bent Morteinsson markvörðurinn frægi: Hallsteinsbræður skjóta óút- reiknanlega og eru beztu skot- mennirnir ykkar. Hvað leikinn við F.H. snertir tel ég hann hafa verið góðan, nokkuð grófan og mundi ég halda að ef Karl hefði ekki verið annar dómarinn hefði leikurinn endað með slagsmálum. Ykkar beztu menn eru mjög góð ir og tel ég þá í sarua klassa og beztu menn topp þjóðanna í hand knattleik. Ég er svo hrifinn af landinu að ég ætla að koma hing að eitthvert sumarið og vera minnst einn mánuð. Geir Hallsteinsson var bezti maður á vellinum í leik FH og HG í fyrrakvöld. Hér sézt Geir framkvæma vítaspyrnu. Ljósm. Sv. Þorm. Frúuleikfimi ÍR ÍR hefur ákveðið að gangast fyr- ir frúaleikfimi í vetur eem und- anfarna vetur. Verður leikfimdn X Langholtsiskóla og hefst í næstu viku. Vegna mikillar þátttöku eru þíátttakendur vinisamlega beðnir að láta skrá sig mánudag- ,inn 21. október í síma 37382. Kennari verður Aðalhedður Helgadóttir. Hausthöggleikur hjú GR GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur efnir í dag til „hausthöggleiks" á velli sínum við Grafarholt. Hefst keppnin kl. 1.30 í dag og verða leiknar 12 holur með for- gjöf. Vænta forráðamenn þess að félagsmenn fjölmenni til þess- arar keppni. Ársþing KSÍ ÁR9ÞING KSÍ verður haldið 23. og 24. nóvember n.k. og verð- ur hús Slysavarnafélagsins á Grandagarði fundarstaðurinn. Þingið verður sett kl. 2 á laugar- daginn 23. nóv. 8,90 m í langstökki MÖRG eru þau orðin hin „ein- stæðu afrek“ sem unnin hafa ver ið í Mexikó á Olympíuleikunum. En afrekið sem unnið var í gær kom þó flestum íþróttaunnend- um heims úr jafnvægi, þrátt fyrir að þeir hafi fengið góða æfingu í að taka móti stórfrétt- um í þrístökkskeppninni og reyndar fleiri greinum. Sett var heimsmet í langstökki og hið nýja met er 8.90 metrar — átta metrar og nítíu sentimetrar. Eldra heimsmetið var 8.29 m, en Beamon átti þó betra afrek, 8,36, sem beið staðfestingar. Það var hinn ungi Bandaríkja maður Bob Beamon sem þetta „einstæða" afrek vann. Gerði hann það snemma í úrslitakeppni langstökksins. Ekki er vitað um afrek annarra keppenda eða röð, en eitt er þó vitað með vissu nú. Stökkbrautirnar i Mexikó hljóta að vera ótrúlega góðar. Toomey tók forystu í tugþraut Tugþrautarkeppni Mexikóleik- anna hófst kl. 4 í gær eftir isl. tima en var stutt á veg kominn er blaðið fór í prentun. Banda- rikjamaðurinn Bill Toomey tók forystuna þegar í upphafj er hann hljóp 100 m á 10.4 sekúnd- um og þá forystuu jók hann í langstökkinu, sem hann vann einnig 7.87 m. 33 menn hófu keppni í þraut- inni og Valbjörn Þorláksson með al þeirra. Auk hans eru Svíinn Lennart Hedmark og Daninn Steen Schmidt-Jensen með í þrautinni einir Norðurlandabúa. Steen Schmidt hljóp 100 m á 10.9 en Valbjörn Þorlákason og Lennart Hedmark á 11.1 sek. Það gefur 780 stig. Eins og fyrr segir var Toomey í sérflokki á 10.4 en næstir komu Herunter Austurriki og Kirst A- Þýzkalandi á 10.5. Heimsmethaf- inn í þrautinni, V-Þjóðverjinn Kurt Bendler hljóp, á 10.7. Bandaríkjamennirnir hinir, þeir Rick Sloan og Tom Waddell Arsenal í mál v/ð Estudiantes ESfTUDIANTES, argentínska knattspyrnuliðið, sem varð heimsmeistari félagsliða eftir sig urinn yfir Manch. Utd. hafði í hyggju að leika tvo aukaleiki. Hafði bæði Arsenal og Birming- ham City gert samning við fé- lagið um leiki, en skyndilega til- kynntu fararstjórar liðsins, að liðið væri á förum og héldi heim um ítaliu. Sögðu þeir að forseti Argentínu hefði skipað svo fyrir að liðið léki ekki fleiri leiki þar, en kæmi heim. Liðið hafði viðkomu i Milano og mun leika við Inter-Milan í dag, laugardag. / Arsenal og Birmingham City hafa nú í hyggju að krefja Arg- entínumennina skaðabóta fyrir samningsrof. Sagði framkvæmdastjóri Ar- senal að seldir hefðu verið miðar að leiknum fyrir 4000 sterlings- pund er salan var stöðvuð og félagið myndi krefjast greiðslu útlagðs kostnaðar og tapaðs á- góða og reka sitt mál gegnum enska knattspyrnusambandið. hlupu á 11.2 og 11.3 sek. 1 langstökkinu var röð efstu manna þe&si: 1. Bill Toomey 7.87. 2. Avilov Sovét. Walde A-Þýzkal. 7.64. 4. Kirst A.-ÞýzkaL 7.61. 5. Bendlin V-Þýzkal. 7.56. 6. Wadell USA 7.47. 7. Tiedtke A-ÞýzkaL 7.46. Lennart Hedmark og Steen Sohmidt-Jensen settu báðir pers- ónulegt met í langstökki, stukku 7.29 og 7.17 m. Valbjöm stökk 6.76 m. Röð efstu manna eftir tvær greinar var þessi: 1. Toomey 1953 stig. 2. Kirst 1875. 3. Bendlin 1812. 4. Diessl Austurríki 1784. 5. Avilov Sovét. og Walde V-ÞýzkaL 1777. 7. Rein Aun Eovét. 1754. 8. Sassel A-Þýzkal. 9. Tietke A-Þýzkal. 1741. 10. Djourov Búlgaríu 1729. Jensen var í 13. sæti með 1683 og Lennart Hedmark í 14. sæti með 1659. Valbjöm hafði 1550 stig, en ekki vitum hvar í röð hann var, en samkv. ofangreindu líklega um miðja röð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.