Morgunblaðið - 20.10.1968, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 196«
„FALLEGAR MYNDIR
FRÁ GLEYMDUM HEIMI"
Mikið skrifað um Ijóðabók Matthíasar
Johannessens í dönsk blöð
EINS og skýrt hefur verið frá
hefur ljóðabók Matthíasar Jo-
hannessens, Klagen í Jorden, í
þýðingu Poul P. M. Pedersens
orðið mörgum dönskuan blöðum
tilefni til skrifa um bókina og
íslenzka ljóðlist. Yfirleitt hafa
,ljóð Matthíasar hlotið ágætar
viðtökur og góða dóma. Áður
.hefur verið birtur hér í blað-
inu ritdómur Henning Fons-
marks um bókina, svo og úr
dómi Torberas Broströms í In-
formation. Sá fyrrnefndi birtist
í Berlinske Tidende undir heit-
inu „Salmedigter i atomtid", og
er þar farið miklum viðurkenn
ingarorðum um ljóðin og sagt
að skáldið nái hæst í síðustu
bók sinni, „Fagur er dalur“, en
ekki verður það endurtekið
hér.
Dómur Broströms hei'tir
„Havgrönt Spröjt“. Ljóðin úr
„Hólmgönguljóðum“ virðast
draga að sér mesta athygli
gagnrýnandans, sem leggur á-
herzlu á, að áhrif ljóða skáMs
ins séu einkum að þakka þeim
„áþreifanleika og þeirri skynj-
un (konkretion og sanse'lighed)
sem birtist í myndum hans“. f
niðurlagi ritdómsins segir:
„En einnig án aðstoðar Eddu
og sagna geta ljóð hans stað-
ið vel fyrir sínu í rammsöltum
einfaldleika:
Du
er dagen þsten for heden
hvide hesteknogler
under rustent anker i
strandkaniten
vort liv
lægter med bunden í vejret
i blæretangen
vor död:
rödnæbbet strandskade
med sort skyvinge .
som kaster skygge
pá fiskerlejets ruder
nar bþlgerne vælter ind
fra skærgárden
med hvid og pjusket manke
smækker með tungen
og vrinsker brænding ind í vor
' sjæl
sádan rejser en ung pige fra
0stlandet
med efteráret.“
Nú hafa Morgunblaðinu bor-
izt nokkrir dómar í viðbót um
ljóðabók Maitthíasar, m.a. eft-
ir Steffen Hejlskov Larsen í
Berlingske Aftenavís, sem heit-
ir „Smukke billeder af en glemt
verden“. Þar segir höfundur
m.a.: „Matthías Jóhannssen er
trúhneigður symbólisti. Nátt-
VÖRBUR - HVÖT - HEIMDALLUR - OÐINN
Friðjón Þórðarson, alþm.
Spilakvöld
Sjálfstæðisfélaganna
i Reykjavík
verður fimmtudaginn 24. okt. nk., kl. 20.30 í
Sjálfstæðishúsinu.
Skemmtiatriði:
1. Félagsvist.
2. Ræða: Friðjón Þórðarson, alþm.
3. Spilaverðlaun afhent.
4. Dregið í happdrættinu.
5. Kvikmyndasýning af Varðarferðum
’67 og ’68.
Sætamiðar afhentir á venjulegum skrifstofutíma í Sjálfstæðishúsinu.
Skemmtinefnd.
úra fslands hefur úrslitaþýð-
ingu í Ijóðum hans, nakin fjöll-
in, óvægin ströndin og hið
auða haf. Naumt landið með
skyndiiegri gnægð blómafeg-
urðar lætur hann lýsa geðslagi.
sem er í senn fullt af rósemi
og von:
Jeg spþr fuglene blomsterne
flodens blá strþm
íom hvidner í broddet rinder
uhinidret til havs
spþr dig som bærer
livets knop under dit hjerrte
veniter dig íigsom jorden
sankthansdagsjord under
solklar
himmél jeg sp0r dig: og foráret
kommer með terneflok, sol
og sorglöst forár, fæstner
en gul 10vetand et smil
pá tun og h0j.
Greinilegt er, að hægt er að
bera þetta ljóð saman við síð-
ustu verk Paul la Cours —
Matthías Johannessen hefur
líka þýtt eftir Danann á ís-
íenzku, þarna er hiin sama
þrönga og samt mælska setn-
ingaskipan, sama ást á hafi og
jörð og sama þrá eftir þroska
,og upprisu, en þó með greini-
legri kristinni ti'lhneigingu,
andstætt því sem er hjá Paul
la Cour:
Uendeligt lille er sandkornet
pá stranden.
Uendeligt stor er din
kærlighed.
Jeg er et sandkorn pá stranden
din kærlighed havet.
— harla falíeg tilbreyting frá
göm'lu tema“.
Benit Windfeld skrifar mjög
jákvæðan dóm um bók Matt-
híasar í Kristeligt Dagblad und
ir fyrirsögninni: „Den sikre for
®kansning“ („Hið örugga vígi“)
og segir m.a., að ljóðin úr
„Hólmgönguljóðum“ séu ein-
kennandi fyrir ljóðlist skálds-
ins.
„Úrslitum ræður", segir gagn
rýnandinn, „hvort hægt er að
upplifa Ijóð sem ósvikna lýs-
ingu á reymslu þess sem í h'lult
á, eins og maður getur oft gert
í þessari bók . .. það sem skáld
ið gefur, er frábær túlkun mik-
ilsverðrar reynslu.
f öðrum köflum bókarinnar
eru einnig ástakvæði og ljóð,
sem bera svip íslenzkrar menn
ingararfleifðar, sem hér (eins
og hjá öðrum íslenzkum rithöf-
undum) ristir inm í vitund nú-
tímamannsins og er því enn
sterk og lifandi. Alís staðar hef
ur hið svala, ti'lkomumikla ís-
lenzka landslag mikilsverðu
hlutverki að gegna, og það fær
sannfærandi líf í orðum Matt-
híasar Johannessens".
Dómi sinum lýkur Bent
Windfeld á þessuim orðum:
„Þeltta er þannig í hæsta máta
uppbyggileg bók, jafnframt
því sem hún er verk mikils-
verðs skálds“.
í Midtfyns Dagblad er grein
um skáldið og bókina og má
geta þess tíl gamans að henni
lýkur á þessum orðum: „Nauð-
synlegt er að venjast þessum
nýtízkulegu sálmum, þegar mað
ur hefuir verið vanur sálmum
Brorsons, Kingos og Grundt-
vigs, en við verðum víst að játa
að íslenzka skáldið hefur í eft-
irfarandi sálmi hitt á eitthvað
.mikilsvert í máli samtiðarinn-
ar:
Sáledes elskede du verden,
alt du gir ogsá mig
en part i dens skþnhed.
Uden at b0je mine knæ
í trællens ydmyghed
gár jeg ind til dagens gerning
som en lille dteng,
der fár lov til at gá til
fodboldkamp.
Det er længe siden
jeg gjorde mig klart
at intet blev andertedes,
selvom nogen rábte:
Ud med dommeren —
for han er den eneste
som ikke kan tabe.
Atvinnurekendur
Útgerðarmenn — tryggingafélög!
Ungur maður með próf úr farmannadeild Stýrimamna-
skólans, setið verkst.jórna'mámskeið I.M.S.Í., og starfað
sem stýrimaður í þrjú ár, óskar eftir framtíðarstarfi
í landi. Væntanlegt starf mætti krefjast aiukinmar
menntunar. Tilboð merkt: „2078“ sendist Mbl. fyrir
27. þ. m.