Morgunblaðið - 20.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1968, Blaðsíða 10
/r 10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1968 Merkileg hringnæla frá víkingaöld ÍAttunda íeiðangri Heige _ fannst í sumar í L'Anse aux Meadows Kanadamenn finna líka víkingaskála Helge Ingstad í stofu sinni heima í Noregi með böggulinn, sem hefur að geyma moldarköggulinn með hringnælunni, sem fannst í tóftinni á Nýfundna- landi. ilngstads til Leifsbúða, eða ÍL’Anse aux Meadows, á Ný- fundnalandi er lokið. Ingstad Og Anne Stine kona hans komu ítil Oslóar" núna fyrir miðjan rmánuðinn og í farangri þeirra ,var dýrmætur böggull í svell- (þykkum pappaumbúðum, áletr laður „Denne side opp“ og i,,Handle with care“. Þetta Ekrifar fréttamaður Mbl. í ÍNoregi, ESSKÁ. Og blaðamað- rurinn spyr, á líka leið og Tóm- ias spurði, er bann vildi vita jhvað væri í pokanum: „Hvað ier í þessum böggli?" — I>að er öskublandaður anoldarkög.gull úr eldstæði í jlanghúsi, 27 metra löngu og 6 jmetra breiðu, sem við vorum lað grafa ofan af í sumar. En pnoldarköggullinn er dýrmæt- lur. Þann 2. september, á 50 tára stúdentsafmælinu mínu, Voru kona mín og annar norsk (ur fornfræðingur, Sigrid Hell- len Hansen, að grúska þarna í (tóftinni. Þá kom Sigrid auga á leinhverja spanskgrænu og (dustaði af henni moldina. (Þetta var hringnæla — flatur jhringur með þorni yfir þvert i— en þær voru mikið notaðar é söguöld, meðal annars til að (halda saman skikkjunni að of- an. Líklega hefur einhver ver- ið að bogra þarna yfir eldin- |um og misst næluna án þess lað taka eftir því. Við vildum lekki losa næluna úr kögglin'- um, en tókum hann eins og (hann var, og nú fer hann beint é rannsóknarstofu fornmenja- isafns háskólans til rannsóknar. (En síðar verður nælunni skil- að til Kanadastjórnar, sem nú íhefur afráðið að reisa minja- safn á L’Anse aux Meadows. Á sínum tíma sendi Helge Jngstad frétt um þennan merki lega fund til Noregs og þaðan íflaug fregnin út um heim og Vakti mikla athygli, einkum fi Kanada og Bandaríkjunum. í sumar bárust einnig fregnir 4af þvi, að kanadískir fornleifa- (fræðiixgar frá Lavalháskóla hefðu fundið leifar af norrænu ianghúsi frá 1(2. öld á Ungavas- skaga norðarlega í Quebec- (fylki í Kanada ,líku þeim, sem tfundizt hafa á íslandi og ,Habrides-eyjum. Þykir hvort tveggja góð viðbótarsönnun um, að norrænir menn hafi komið til Norður-Ameríku fyrr á öldum, eins og sagt er frá í íslendingasögum. Nú eru Helge og Anne Stine Ingstad komin heim til Nor- egs og blöðin hafa getað spurt (þau nánar um uppgröftinn á iTAnse aux Meadows í §umar og þessa merkilegu víkinga- nælu, sem þar fannst. Snældu- isnúðurinn, sem áður er fund- inn í rústum Leifsbúða, er hingað til merkasti forngripur inn og sönnunargagnið þess, að Leifur heppni hafi reist landnámiSbæ sinn þarna, sem Ingstad hefur verið að grafa undanfarin ár. En nælan er ef itil vill ennþá merkilegra sönn- unargagn. — Þegar nælan fannst, féllust toonurnar í tfaðma, og þetta var stór stund 1 lífi okkar allra, segir Helge fngstad. Málmnálin, sem þama dá, var nokkurs konar boðskap ur til okkur allra frá fólki, sem endur fyrir löngu bjó á þess- um stað. Um mikilvægi þessa einstaka fundar, segir Helge ilngstad: — Það er erfitt að imeta og gera samanburð á slík um fundi og þvd sem áður er tfram komið, eins og t.d. snældu snúðurinn, því þetta eru allt liðir í samhangandi keðju sann ana varðandi norræna byggð fyrir daga Kolumbusar í Norð- ur-Ameríku. En það liggur í augum uppi, að nælan er mjög ■mikilvæg í því samfoandi. — Eftir þann uppgröft, sem áður var búið að gera á þeiss- um stað, lá það fyrir, að rúst- irnar voru frá því fyrir daga Kolumbusar, að þær voru nor- irænar og frá því um 1000, seg- ir Ingstad ennfremur, Það sanna aldursrannsóknir á forunaleifum, eldstæði, húsa- gerð og snældusnúðurinn, ásamt fleiru sem fundizt hetfur. iHringnælan istyður mjög grund vallarkenningu okkar, en slík næla er sérkennandi fyrir vík- ingaöldina, eins ag allir forn- íeifafræðingar vita, og hún gef ur tækifæri til að staðsetja fundinn betur í tíma. Við fund lum bana í eldstæði í nýupp- grafinni tóft af stóru langhúsi. Víkingarnir hafa líklega notað slíkar nælur til að halda sam- an að framan sláinu, sem þeir foöfðu oft á öxlunum. Senni- lega hefur einhver íbúa húss- iirvs misst nálina, er hann beygði sig yfir eldinn. Langhúsið, sem grafið var upp í sumar, er af sömu gerð og lainghús tíðkuðust á íslandi, Grænlandi og Nregi fyrir þús- und árum. Það er 27 metra langt og sex metra breitt og er éttunda húsið, sem grafið hef- ur verið ofan af þarna á staðh- um. Eru naustin þá ekki með- ■talin. Tóftin sýnir, að í lang- húsinu haifa verið nokkur her- foergi og þótti vísindamönnun- um gaman að sjá torflagið, sem veggimir höfðu risið upp af endur fyrir löngu. Jarðfræðing ur leiðangursins gat þó talið 'í þeim 12 klömforulög. Þarna voru líka eldstæði og hlóðir. ÍNausttóftirnar gróf Arne Emil Christensen, fornleifafræðing- lur, upp, en hann er sérfræðing- lur í skipum frá fyrri tímum. (Hann gróf við sjóinn, þar sem áður höfðu verið afmarkaðar TÚstir. Þetta er neðam við tún- ið, sem er um H6 hektarar. lEnda var það mjöig algengt, að víkingarnir byggðu naust fyrir iSkip sín. Eftir húsakynnum að 'dæma má áætla að þarna hafi lí allt búið um hundrað manns og vel það. Imgstad segir, að ©kki sé úti- lokað að fleiri húsarústir frá víkingaöld sé að finna undir jarðveginum þarna. Oft sé nær ógerlegt að sjá hvort nokkuð ler undir ,stundum markar að- eins fyrir dæld eða hæð í gras- lendinu, ssm þarna er svo ein- kennandi. „Lands of Meadows" ikalla menn staðinn á ensku eða flóann við beitilöndinn. í Æslendingasögunum er frá því skýrt, að Vínlandsfarar hafi haft með sér kvikfé sitt og þarna hafa þeir einmitt getað tfundið góða haga fyrir það. Þessi síðasta ferð Ingstads Ivar kostuð af Kanadastjórn og iNorðmönnum. í henni voru þrír norskir fornfræðingar og jarðfræðingur og að auki ame- ríski forntfræðingurinn Birgitta 'Wallace frá Carnsgie-safninu og verkfræðingurinn Nicolai tEdkhoff, en þau hafa bæði ver ið við Leifsbúðir áður. En enn- þá eru næg rannsóknarefni í ÍLeifsfoúðum og næista sumar halda þau Helge og Anne Stine Ingstad þangað á ný. Enn er óvíst hvenær vísindaritið um Ingstadsfundinn kemur út. Þetta verður mikið rit, en Ing- stad vill ekki láta það frá sér tfara fyrr en rannsóknunum vestra er að fullu lokið. Stjórmarvöld á Nýfundna- ,landi hafa nú skipað umsjón- .armann með rústunum á 1‘Anse aux Meadows. Hann býr í litl- 'Um fiskibæ skammt fná þeim. iPerðamannastraumurinn hefur laukizt mjög að tóftunum nor- rænu. „The Vikingside“, eins og kanadamenn kalla þær. Eft- ir að vegur var lagður þangað, hafa Bandaríkjamenn komið akandi að heiman til að sjá þær. Áður var staðurinn alveg einangraður frá umheiminum og engar samgöngur þangað. Um hinn nýja fund forn- leifafræðinganna frá Laval há- iskóla í Montreal er ekki mik- .að vitað ennþá. Norðarlega 1 iQuebeck-héraði á Ungava- iskaga, ekki langt fná sjó, telja þeir sig hafa grafið upp nor- rænar víkingatóftir frá 12. öld. IÞar sé að finna langhús, af svipaðri gerð og lanighúsin á íslandi og Hebrideseyjum. iLanghúsið er að nokkrum hluta byggt úr viði, en þar isem 240 kílómetrar eru til næsta skógar, þá telja þeir að viðurinn hljóti að hafa komið imeð skipum. Talsmaður þeirra 'kveður þetta enn eina sönnun ifyri rþví að norrænir víkingar ihafi sezt að á meginlandi Norð ur-Ameríku. Stórt útflutningsfyrirtæki vill ráða mann til trúnaðamstarfa. Maður þessi þarf að veira góður málamaður. Hainni þairf að geta annazt söliu og samningagerðir jafnt á erlendum sem inn- lendum vettvangi og komið fram fyrir hönd fyrir- tækisins þegar þörf krefur. >• Umsóknir með nauðsynlegum upplýsingum sendist blaðinu fyrir 25. okt. merktar: „Trúnaðarstarf — 2130“. ^^SKÁLINN Bílar af öllum gerðum til sýnis og sölu I glæsilegum sýningarskóla okkar að Su8urlandsbraut 2 (vi8 Hallarmúla). Geri8 góð bllakaup — HagstæB greiðslukjör — Bílaskipti. Tökum vel me8 farna bíla í um- boSssölu. Innanhúss e8a utan.MEST ÚRVAL—MESTIR MÖGULEIKAR ^ KR.HRISTJÁNSSDN H.F M R (1 fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VID HALLARMÚLA Irl D U u I U sfMAR 35300 (35301 — 35302). Gömul heildverzlun vill kaupa af íslenzkum framleiðendum niðursuðu- vörur og fleiri iðnaðarvörur. Upplýsingar merktar: „Vörukaup — 2164“ leggist inn til afgreiðslu Mbl. Frúarleikfimi félagsins í Langho’ltsskóla hefst í næstu viku. Vegna mikillar þátttöku eru þátttakendur vinsaml'ega beðnir að láta skrá sig mánudaginn 21. okt. í síma 37382. Kennari Aðalheiður Helgadóttir. STJÓRNIN. Kortið sýnir legu Nýfundnalands, þar sem víkingatóftimar á L’Anse aux Meadows og einnið Ungavaskaga, þar sem kana- dískir fornleifafræðingar hafa nú grafið upp langhús. Aðstaðan til Grænlands sést vel á þessu korti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.