Morgunblaðið - 20.10.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.10.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1968 21 Sjóvátryggingarfélag Islands h.f. 50 ára í gær Sjóvátryggingafélag íslands hf. var stofnað hinn 20. okt. 1918 eða nokkrum vikum áð- ur en sjálfstæði landsins fékk viðurkenningu. Starfsemi félagsins er einn- vottur þeirrar alhliða endur- reisnar, sem hrundið hefur verið í framkvæmd á þessari öld á landi hér. Félagið hef- ur á starfsferli sínum ann- azt margháttaða trygginga- starfsemi fyrst í samkeppni við erlend vátryggingafélög og síðar við innlend trygging- félög, sem fetuðu í fótspor þess, þegar landsmönnum óx fiskur um hrygg og öll við- skipti margfölduðust. Skapað er öryggi í stað ó- vissu með því að vátryggja eigur sínar og margskonar hags muni fyrir hverskonar á- hættu. Öryggið skapast ekki einungis fyrir þann, sem kaup ir tryggingu, heldur einnig fyrir þá, sem honum eru nán- astir og fyrir aðra, sem eiga velfarnað sinn undir velgnegni hans. Iðgjöld eru greidd fyrir vá tryggingar og aðrar trygging ar, mismunandi há eftir á- hættu, til þess að njóta þeirra réttinda og öryggis, sem trygg ingarnar veita. An þessara trygginga myndi nútíma þjóð félag, með sínum flóknu og margháttuðu viðfangsefnum og Sveinn Benediktsson. skyldum, vera svo laust í reip unum að stappa myndi nærri upplausn, bæði í rekstri þjóð arbúsins og viðskiptum manna í milli. Eitt höfuð markmið hvers lýðfrjáls þjóðfélags er að veita þegnum öryggi. Lög- gjafarvaldið hefur því í þessu skyni m.a. sett lög um margs- konar skyldutryggingar, en .mýmargar eru þó þær áhætt- ur, sem unnt er að kaupa tryggingu gegn og er einstak- lingum og öðrum í sjálfsvald sett, hvort þeir gera það. >ví miður vanrækja menn oft að vátryggja sig gegn tjóni, sem ef til vill ríður þeim að fullu fjárhagslega, er það skellur yfir líkt og brimskafl. Sannast þá að: „Vits lér vá, en vells eigi,“ þ.e. „Skaðinn gerir mann hygg- inn, en ekki ríkan.“ Það er gaman að minnast þess, að á þjóðveldistímanum settu íslendingar lagaákvæði um gagnkvæma ábyrgð á bú- fé og eldsvoða, sem bundinn var við bændur í sama hrepps félagi, sbr. Staðarhólsbók Grá gásar. Þessi ábyrgð náði þó ekki til þess að bæta nema allt að helmingi tjónsins. Til þess ara fornu lagaákvæða má ef til vill rekja hið fomkveðna: „Betri er hálfur skaði en all- ur“. Á þeim tímum þekktust ekki hliðstæð lagaákvæði með öðr um norrænum þjóðum. Segja má með sanni, að með allri tryggingastarfsemi beri menn hvers annars byrgðar. Er það ánægjulegt fyrir oss fslendinga, að tryggingastarf- semin hefur aukizt og dafn- að hér á landi síðustu fimm- tíu árin svo raun veri vitni þrátt fyrir skálmöld þá, sem ríkt hefur víða um heim á þessu tímabili. í þessari þróun hefur S.ió- vátryggingafélag fslands hf., átt drjúgan þátt. Megi heilbrigð vátrygginga starfsemi vaxa og blómgast í landi voru um alla framtíð til heilla fyrir land og lýð. — SJÓVÁ 50 ÁRA Framhald af bls. 12 lagsins til húsa í húsi Nathan og Olsen, sem nú er Reykjavík- ur Apótek. Eftir byggingu húss Eimskipafélags íslands voru skrifstofur SJÓVÁ þar ósíitið itil ársins 1957. Flutti aðalskrif- stofan þá í eigið húsnæði í Ing- óflsstræti 5, en bifreiðatrygging ar voru áður fluittar í Borgar- tún 7. Er öll starfssemi félaga- ins nú í eigin húsnæði í Ing- ólfsstræti 5 og að Laugavegi 176A og eru aðalskrifstofurnar nú nýfluttar í mýtt húsnæði á 1. ,hæð i Ingólfsstræti 5. — Hver eru stærstu tjónin, sem SJÓVÁ hefur orðið að greiða? — Stærstu einstöku tjónin voru tvimælalaust á stríðsárun- um, þegar Goðafossi og Detti- fossi var sökkt. Bæði skipin voru tryggð fyrir eðKlegar upp hæðir og einnig farmur þeirra. Stærsta tjónið i kránutölu var í fyrra, þegar Borgarskála- bruninn varð. Hlutur okkar þar nam um 20 mílljónum króna. Tryggingarlega séð tók það tjón bæði til brunatrygginga og sjó- trygginga á vörum, sem nýkomn ar voru 'til landsins. — Voru stríðsárin erfiður tryggingatími? — Stríðsárin voru sá tími, sem mesta árverkni þurfti að sýna til að ekki sköpuðust dauð ir tímar, þ.e.a.s. að gæta þess, að allt, sem þá var tryggt væri líka í endurtryggingu. — Hvar endurtryggið þið mest? — Fram til ársins 1928 voru nær öíl endurtryggingaviðskipti okkar við Dani, en þegar Dan- mörk var hertekin lokuðust all- ir mögúleikar á breytingum eða aukningum í endurtryggingum. Gerðir samningar giltu hins veg ar áfram. — Við hófum þá samstarf við Lloyd's í London og hefursama fyrirtæki annast þau allan tím- ann. — Hversu mikinn hluta endur tryggið þið? — Þess ber að gæta, að sá hluti, sem endurtryggður er er- lendis dreifist á margar hendur. En við tökum i hverju tilfelli þá eigin áhættu, sem við áKtum skynsamlega. — Nú er starfandi eitt ís- lenzkt endurtryggingafélag, en einstök tryggingafélög skiptast nú í vaxandi mæli á endur- tryggingum, áður en þau fara með tryggingar á erlendan mark að. íslenzk endurtrygging er framhald af Striðstrygginga fé- lagi islenzkra skipshafna, sem SJÓVÁ var stofnaðili að, en með sérstökum lögum var þvi félagi svo breytt í fstenzka endur- tryggirugu. — Þið hafið líka tjónaumboð fyrir erlend tryggingafyrirtæki? — Já. Á árinu 1966 fóru SJÓVÁ að berast tilmæ’Ii frá þýzkum vátryggingafélagasam- steypum, svo sem „Verein Ham- burger Assecuradeure" og „Ver ein Br:mer Assecuradeure“, að félagið tæki að sér tjónaumboð fyrir þá aðila hér á landi. Þótti sjálfsagt að verða við þessum tilmælum. Eftir að þessi starfsemi okkar varð kunn erlendis, leitaði ,,,Lloyd‘s“ í London til okkar sömu erinda. f samráði við „Lloyd‘s“ og eftir nána athugun þótti eðli'legra að slík starfsemi yrði rekin af sérstöku félagi, Stofnuðu nokkrir stjórnarmeð- limir SJÓVÁ, ég og fleiri starfs menn fyrirtækisins þá hlutafé- lagið „Könnun“, sem tók til starfa um síðustu áramót. Fjöldi erlendra tryggingafyrirtækja hef ur síðan leitað tií þessa fólags og falið því að annast tjóna- skoðanir hérlendis fyrir sig. — Og hvernig er svo útlitið i dag, Stefán? — Að sjálfsögðu hefur verð- bólgan innanlands haft bæði bæt andi áhrif: á tímum aukinna við skipta, og letjandi: á erfiðum tímum eins og nú ríkja, jafnvel þett gengisbreyting hafi verið framkvæmd. \ Hins vegar hefur SJÓVÁ áð- ur þekkt svipaða tíma og nú og komst þá klakklaust frá þeim, þannig að ég er á engan hátt svartsýnn. — Hverjir eru svo ykkar beztu viðskiptavinir? — Það er auðvitað ákaflega mikilsvert að eiga viðskipti við stóra og stönduga atvinnurek- endur á hinum ýmsu sviðum, en hjá okkur er einstaklingurinn ekki síður mikiís virði, því þar er áhættujöfnunin mest dreifð, sagði Stefán að lokum. TIL LEIGU eftirtalin húsnæði að Suðurlandsbraut 10: Verkstæðis- og iðnaðarhúsnæði í bakhúsi, stærð um 240 fermetrar. Skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í framhúsi, stærð um 125 fermetrar. Húsnæðið er fullfrágengið og með skil- rúmum. Leigisit í einu eða tvennu lagi eftir sam- komulagi. Skrifstofuhiisnæði á 3. hæð í framhúsi, stærð um 125 fermetrar. Húsnæðið er einn salur án skilrúma. Heppi- legt húsnæði fyrir skrifstofur, teiknistofur eða léttan og hreinlegan iðnað. Upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. HAGTRYGGING H.F. EIRÍKSGÖTU 5, R. SÍMI 38580 (5 línur). lí'VW' .VAVíW.V', j ■ ■ *• v.».,. ; 7 NYJAR HESPULOPAUPPSKRIFTIR No. 14 No. 15 No. 16 No. 17 No. 18 No.19 No. 20 Þjóðleg — hlý og ódýr jólogjöí — Prjónuð úr hespulopa — Umboð um ollt Iond ÁLAFOSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.