Morgunblaðið - 09.01.1969, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1969.
r
VÍÐKUNNASTI Norðmaður-
inn síðan Fridtjov Nansen
leið, vorið 1930, er látirm. —
Trygve Lie varð bráðkvadd-
ur á giatihúsi uppi á Geilo 30.
desember. Hann varð 72 ára.
Mikið ævistarf liggur eftir
þennan herðabreiða afreks-
mann. I norskum þjóðmálum
mun framtíðin að vísu telja
nokkra samtíðanmenn hans
honum fremri, svo sem C. J.
Hambro, en í alþjóðamálum
gegndi hann því hlutverki að
skipuleggja starfsemi Samein-
uðu þjóðanna sem aðalritari
þeirra frá stofnun og fram til
marz-mánaðar 19&á. Og fyrir
það starf vei'ður hans lengst
minnzt, bæði heima og erlend-
is.
Starfsferill hans hófst fyrir
nær 50 árum, eða 1919 er hann
varð ritari norska verka-
mannaflakksins, en þrem ár-
um síðar varð hann lögfræði-
legur ráðimautur Verkamanna
sambandsins (Landsorganisasj
onen) og þótti takast vel að
ráða fram úr þeim mörgu
vandamálum er á atvinnuleys
isárunum miklu steðjuðu að.
Hann varð landskunnur sem
slyngur lögfræðingur og lag-
inn samningamaður. Og þegar
Joh. Nygaardsvold mynda’ði
stjóm sína 1935 þótti Lie sjálf-
sagður til að verða dómsmála-
náðherra. En vorið 1939 varð
haran verzlunarmálaráðherra
og þegar birgðamálaráðuneyt-
ið var stofnað skömmu síðar,
vegna yfirvofandi stríðshættu,
tók hann að sér stjórn þess og
var það honum að þakka, að
Norðmenn voru tiltölulega vel
birgir að flestum nauðsynjum
þegar landið var hernumið,
vorið eftir.,
Hemámsdaginn flýði stjóm
in frá Osló, fyrst til Elverum
og þaðara norður í land aUt til
Tromsöy og loks til Englands.
Nygaardsvold tók fulltrúa frá
andstöðuflokkunum imn í
stjóm sína og í nóvember 1940
til stríðsloka, og sömuleiðis í
varð Trygve Lie utanríkis-
ráðherra hinnar nýju stjómar,
stjórn þeirri sem Einar Ger-
hardsen myndaði sumarið
1945 og haustið sama ár.
En í febrúar 1946 skeðu þau
miklu tíðindi, að Trygve Lie
varð fyrir valinu sem aðalrit-
ari hins nýstofnaða alþjóða-
sambands — UNO. Það vakti
athygli að maður frá smáþjóð
skyldi kjörinn til þess að
stjóma hinu nýja heimssam-
bandi, en stórveldin munu
hafa litið svo á að tryggast
væri uppá sambúðina að rit-
arinn væri ekki úr þeirra
hópi. Og Norðmenn höfðu,
þótt hemumdir væm, lagt ó-
metanlegan skerf til sigursins,
því floti þeirra var lífæðin í
samgöngunum milli Ameríku
og Evrópu.
Fyrsta kjörtímabil aðalrit-
arans rann út 2. febr. 1951. —
Hafði furðu lítið verið um á-
rekstra innan UNO framan af,
en í júní 1950 hófst Kóreu-
styrjöldin. Trygve Lie taldi
það beina skyldu UNO að
Tryggve Lie í Reykjavík í ársbyrjun 1965.
Trygve Lie fallinn í valinn
skerast i leikinn og binda
enda á þessa styrjöld. En fyrir
það féll hanra í ónáð hjá Rúss-
um. Þegar Öryggisráðið skyldi
stinga upp á aðalritara næsta
kjörtímabils, haustið 1950,
neituðu Rússar að mæla með
Trygve Lie. Þessvegna komu
engin meðmæli frá Öryggis-
ráðinu, þó að yfirgnæfandi
meirihluti þess vildi endur-
kjósa Lie. — En Alþjóðasam-
bandsþingið endurkaus hann
með 51 atbv. gegn 5, en þó
aðeins til þriggja ára, eða
hálfs kjörtímabils.
Lie gerði ítrekaðar tilraun-
ir til að ná samvinnu við
Rússa. en þáð tókst ekki. Segir
Lie greinilega frá þessu í bók
sinni „Syv ár for freden“. —
Loks taldi hanra áraragurslaust
að reyna lengur, og sagði af
sér embættinu í marz 1953, en
Dag Hammarskjöld tók við. —
En UNO ber margar minjar
um árin sem Lie sat við stýrið
þar. Hann vann þar brautryðj
andastarf og skipulag sam-
bandsins er í mörgum grein-
um hans verk.
— Það mun ekki hafa þótt
viðeigamdi að Trygve Lie tæki
að sér opinbera stöðu imdir
eins og hann hvarf heim til
Noregs aftur. En hanra var
einn þeirra manna, sem aldrei
gat setið auðum höndum. —
Hann var aðeins 57 ára er
hann sagði skilið við UNO og
enn 1 fullu fjöri að áhuga og
starfsþreki. Og nú fór hann
að skrifa bækur, sem voru að
mestu leyti ævisaga hans, því
að margt hafði hann upplifað.
En 1955 var hann skipaður
fylkismaður í Osló og Akers-
hus en sinnti þó jafnframt rit
störfum og stjómin gerði hann
að fjárhagslegum ráðunaut
sínum. Og þegar Kjell Holler
iðnmálaráðherra baðst lausn-
ar 1963 varð Lie eftirmáður
hans og haustið 1963, er Einar
Gerhardsen myndaði stjórn á
ný, eftir stutta tilveru Lirag-
stjórnarinnar, varð Lie iðn-
málaráðherra þar og síðar
verzlunarmálaráðherra þang-
að til Gerhardsensstjórnin
sagði af sér 1965.
Síðan hélt hann áfram að
skrifa. Af þeim bókum sem
hann lét frá sér fara varð
„Syv Sr for freden“ víðkunn-
ust, enda er hún í rauninni
saga UNO fyrstu sjö árin. En
ævisaga hans er öðrum þræði
stjórnmálasaga Noregs í nær
hálfa öld.
— Trygve Lie var or'ðum og
sæmdarmerkjum hlaðinn og
1966 var hann sæmdur „Borg
erdádsmedaljen i gull“, en það
er mesti sómavottur sem Nor-
egur getur sýnt sonum sínum.
Annað sýnir kannske betur
hve mikillar virðingar Trygve
naut erlendis: Hann var heið-
ursdoktor 25 háskóla í Evrópu
og Ameríku.
— John Lyng utanríkisráð-
herra segir svo, um Trygve
Lie látinn: „I mörg ár fóm-
aði Trygve Lie ríkum persónu
leika sínum og óþreytandi at-
hafnaorku í þágu ættjarðar-
innar. Sem utanríkisráðherra
á erfiðum styrjaldarárunum
tryggði hann landi voru veg-
legan sess meðal frjálsra lýð-
ræðislanda . . . Með starfi sínu
sem a’ðalritari UNO vann
hann sér virðimgu og álit um
allan heim og varpaði ljóma
á land okkar. Fráfall hans
mun vekja djúpa sorg, ekki að
eins hjá vorri þjóð heldur víða
um veröld, þar sem hans verð
ur minnzt sem djarfs tals-
manns laga og réttlætis í sam
búð þjóðanna.
— Utför hins fræga sonar
norsku þjóðarinnar var gerð
á þrettánda dag jóla og fór
fram á ríkisins kostnað. —
Ralph Bunche vara-aðalritari
var þar viðstaddur fyrir hönd
Sameinuðu þjóðanna.
Sk. Sk.
' Staðfest lög
Á RÍKISRÁÐSFXINDI á gamlárs-
dag staðfesti forseti íslands eftir-
greind lög:
(1) um ráðstafanir í sjávarút-
vegi vegna breytingar gemgis ís-
lenzkrar krónu.
(2) um breyting á lögum nr.
82/1967, um Bjargráðasjóð ís-
landis.
(3) um breyting á lögum nr.
7/1967, um námslán og náms-
styrki.
(4) um breyting á lögum nr.
49/1(967, um skólakostnað.
(5) um heimild fyrir ríkis-
stjómina til a ðstaðifesta fyrir ís-
lands hönd breytingar á og við-
auka við stofnskrá Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins.
(6) um breyting á lögum nr.
54/1960, um verðlagsmál.
(7) um ráðlstaffanir vegna Iand-
búnaðarins í samhandi við breyt
ing á gengi íslenzkrar krónu.
(8) um breyting á lögum nr.
29/1964 um ferðamál.
(9) um eiturefni og hættuleg
efni.
(10) um breyting á lögum nr.
33/1967, um bráðabirgðahreyting
á lögum nr. 55/1962, um kjara-
samninga opinberra starfsmanna.
(11) um breytirag á lögum nr.
63/1968, um tollskrá o.fl.
og
(12) fjárlög fyrir árið 1969.
Þá voru ennfremur gefin út
bráðabirgðalög um breyting á
lögum nr. 29/1956, um atvinnu-
leysistryggingar, og bráðabirgða-
lög um heimild fyrir ríkisistjórn-
ina til lántöku vegna Vestfjarða-
áætlunar og Norðurlandsáætlun-
ar.
Ennfremur voru staðfestar á
fundinum ýmsar affgreiðlslur, er
farið hötfðu fram utan fundar.
Áramót í blíð-
skaparveðri
Neskaupstað, 4. jan.
SÍÐAN í gærkvöldi hefur verið
hér snjóbylur og 8 atiga froat.
Bábarrair eru að búa sig á ver-
tíð og er einn búinn að láta skrá
sig, en hann fór ekki út í gær
vegna veðurs. Ætlunin er að allir
bátarnir verði gerðir út héðan i
vetur og leggi upp heima.
Yfir hátíðamar var bezta veð-
ur, sem hér hefur komið lengi,
og voru jólin friðsæl og ánægju-
leg. Á gamlársikvöld var logn
og 5 srtiga hiti. Þróttur hafði eiraa
srtóra hreranu irani á Sandi. Var
kveikt á bálkestinum kl. 8 og
voru þar áreiðanlega 400—500
manns í kring í góða veðrinu.
Oddsskarð hefur alltaf verið
færrt fnarn að þessu,_ en nú vaxð
það að lokast. — Ásgeir.
Nómskeið í
leiklist
LEIKFÉLAG Reykjavíkur efnir
til þriggja mánaða námskeiðs í
undirsrtöðuatriðum leiklistar
núna í ársbyrjun 1969.
Kennarar og kenmslugreinar
verða:
Undirstöðuatriði lieiiktúlkunar:
kennari Steindór Hjörleifsson.
Framsögn: Kenraari Sveinm
Einarsson.
Líbamsrækit: Kennari Liljia
Hállgrímsdóttir.
Kennt verður í Tjarnarbæ
seinni hluta dags eða að kvöldi
til. Námskeiðið hefsit föstudag-
inn 10. janúar og atendur fram
til 1. apríl.
Fréttatilkynning.
AUGLYSIHGAR
SÍMI 22.4*80
HEIMDALLUR - ÚÐINN
ÁRAMÓTASPILAKVÖLD
ÁRAMÓTASPILAKVÖLD SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANN A í REYKJAVÍK VERÐUR f KVÖLD 9. JANÚAR
KL. 20.30 í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU.
1) SPILUÐ FÉLAGSVIST. 4) DREGIÐ f IIAPPDRÆTTI.
2) ÁVARP: Formaður Sjálfstæðisflokksins Glæsilegir vinningar.
dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. 5) SKEMMTIATRIÐI: Kristín Magnús, leik-
3) SPILAVERÐLAUN AFHENT. 6) kona, Collin Russcll, ballettmeistari. DANS.
Ilúsið opnað kt. 20. — Lokað kl. 20.30. — Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma.
SKEMMTINEFNDIN.