Morgunblaðið - 09.01.1969, Side 28

Morgunblaðið - 09.01.1969, Side 28
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFG R EIÐSLA * SKRIFSTOFA 5ÍIVII ID.IOQ iDírgíitnMa&l^ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1969 Heimir fær fyrstu síldina fyrir austan HEIMIR SU-100 frá Stöðvar- firði fékk fyrstu sild ársins, sem veiðist við Austurland. Skip- ið sigldi úr heimahöfn á þrett- ándanum og kastaði á síld aðfara Góðar togarasölur TVEIR togarar seldu erlendis í gær. Voru það Maí, sem seldi í Grimsby 108 tonn fyrir 15.132 sterlingspund, og Ingólfur Arnar son, sem seldi í Aherdeen í gær og morgun, samtals 196 tonn fyr- ir 18.167 pund. í fyrradag lauk togarinn Úr- anus við að selja í Aberdeen og hafði hann þá selt 125 lestir fyrir Í1 þús. pund. í dag á togarinn Röðull að selja í Þýzikalandi. TALSVERÐAR skemmdir urðu á íbúðarhúsi úr timbri að Hjalla- vegi 6 í Kópavogi í gærmorgun, er eldur kom upp í kyndihúsi, áföstu við húsið. Brann kyndi- húsið alveg, en miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsinu af völdum vatns og reyks. Er það óíbúðar- hæft a.m.k. um tíma. nótt þriðjudagsins í Breiðamerk- urdýpi. Heimir fékk 70 tonn í einu kasti, en veður hamlaði þá frekari veiðum. Heimir er fyrsta síldveiðiskip- ið, sem reynt hefur síldiveiðar fyrir Austurlandi á nýbyrjuðu ári. Er ætlunin að Heimir kanni frekar veiðisvæðið þar fyrir aust an, en beri slíkt ekki árangur mun skipið sigla til veiða á Norð- ursjó. Eimskipafélag Islands hefur aukið mjög umsvif sín að undanförnu. Félagið er nú t.d. að láta reisa I mikla vöruskemmu á Faxagarði, og er þessi mynd tekin þar inh í skemmunni. Þá hyggst félagið reisa vöruskemmu á Akureyri, og nú síðast hefur það ákveðið að láta smíða tvö ný skip, Eimskip semja í Danmörku um smíði tveggja skipa Verða 3600 tonn að stœrð — annað verður frystiskip í VIÐTALI við Jóhann Haf- stein, iðnaðarmálaráðherra, sem birtist hér í blaðinu í dag, kemur fram, að Eimskipafélag Islands er nú að semja við Alborg Værft í Álaborg um smíði tveggja skipa. í tilefni af þessu sneri Morgunblaðið sér til forráðamanna Eim- skipafélagsins, og fékk þær upplýsingar, að Óttar Möller, forstjóri félagsins, væri nú í Kaupmannahöfn til viðræðna við forráðamenn skipasmíða- stöðvarinnar. Væri búist við, að samningar yrðu undirritað ir áður en langt um liði. Skipin, sem Eimskip hyggst láta smíða, verða 3600 dw- tonn hvort um sig. Verður annað skipið frysti'skip (al- fryst), en hitt hefur 10 þús. teningsfeta frystirúm, en er að öðru leyti venjulegt flutninga ókip. Verð beggja skipanna fullbúin er áætlað um 31.5 millj. kr. Frystiskipið mun kosta um 16.7 millj., en vöru- flutningaskipið um 14.8 milij. króna. Gert er ráð fyrir að frystiskipið verði afhent ' apríl—maí 1970, en hitt skip- ið í september sama ár. Kísilgúrvinnsla gengur vel Kassageröin heldur áfram sending um á mjólkurumbúðum til Bahrain VINNSLAN í Kísilgúrverkismiðj - unni gengur ágætlega, og sam- kvæmt upphaflegri áætlun. Við erum komnir yfir byrjunarerf- iðleikana og ekki virðast nein vandamál, sem ekki er hægt að ráða við, sagði Vésteinn Guð- mundsson, verksmiðjustjóri í sím tali við blaðið. Sölur af kísi'lgúrn- um ganga vel og öll framleiðslan fer héðan jafnóðum. Spurningunni um það hvort farið væri að ræða um stækkun Framhald á bls. 18 Seldi tiskikassa til nágrannalandanna fyrir á 7 milljónir á s.l. ári KASSAGERÐ Reykjavikur hef-j og selt þangað 25 lítra mjólkur- ur sem kunnugt er verið í við- kassa. Samkvæmt upplýsingum skiptasamböndum við furstadæm Gylfa Hinrikssonar, forráða- ið Bahrain við Persneska flóann, I manns Pappírsvara, systurfyrir- TRÚIEKKIAÐ MÁLMIÐNAÐURINN SKERIST ÚR LEIK — í baráttunni fyrir aukinni atvinnu — Ríkisstjórnin hefur veitt málmiðnaðinum margháttaða fyrirgreiðslu, segir Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra í viðtali við Morgunbtaðið Mbl. sneri sér í gær til Jóhanns Hafsteins, iðnaðar- málaráðherra, vegna bréfs Meistarafélags járniðnaðar- manna, sem birt hefur verið, þar sem félagsmönnum er ráðlagt að kanna möguleika á að selja hluta af vélakosti fyrirtækja sinna til útlanda og stjórnvöld sökuð um skiln- ingsleysi á málefnum þessar- ar iðngreinar. — Hvað viljið þér segja um efni þessa bréfs, iðnaðarmálaráð herra? — Ég get látið ásakanir stjórn ar Meistarafélagsins í garð stjórn valda um „skilningsleysi, ráð- leysi og getuleysi“, liggja á milli hluta. Ég hef ekki trú á, að þess- ar ásakanir eigi mikinn hljóm- grunn hjá meðlimum félagsins, þótt sjá megi á skrifum Tímans og Þjóðviljans, að þær hljóta góðar undirtektir þar. Hins vegar er það gáleysi og ábyrgðarleysi stjómar þessa fé- lags miklu alvarlegra, að ráð- leggja félagsmönnum a'ð kanna hvort ekki væri nauðsynlegt að draga fyrirtæki saman og selja hluta af vélakosti þeirra til út- landa til þess að forða eigna- , _ tjóni í þeim erfiðleikum, sem við blasa. Mér eru þessar tiltektir með öllu óskiljanlegar svo og það, að skrifstofa félagsins hafi ekki öðrum þarfari störfum að gegna en að undirbúa sölulista yfir iðnaðarvélar, sem sendir yrðu fyrirtækjum, sem annast sölu notaðra véla í ýmsum lönd- um. Nú standa yfir viðræður milli fulltrúa verkalýðssamtakanna, vinnuveitenda og ríkisstjórnar- innar um atvinnumálin og hvað hægt sé að gera með samstilltu átaki til þess að tryggja atvinnu- öryggi og forða atvinnuleysi. Ég trúi því ekki, að meðlimir Meist- arafélags járniðnaðarmanna sker ist úr leik í þeirri baráttu, sem miðar til atvinnuaukningar, þegar þjóðin hefur orðið fyrir svo miklu áfalli, sem raun ber vitni, þótt félagsstjórnina hafi hent þau afglöp að senda frá sér umrætt bréf. Jóhann Hafstein — Hafa staðið yfir einhverjar deilur milli iðnaðarmálaráðuneyt isins og Meistarafélagsins? — Síður en svo. Ég hetf sem iðnaðarmálaráðherra haft náin samskipti á mörgum sviðum við meðlimi félagsins og félagið hef- ur oft leitað til ráðuneytisins og vinsamleg samskipti verið þar á milli. Fulltrúar málmiðnaðarins, bæ'ði atvinnurekendur og laun- þegar komu til fundar við mig hinn 30. okt. sl. til þess að ræða ýmis vandamál, sem fyrir lágu Framhald á b)s. 27 tækis Kassagerðarinnar, verður þessum viðskiptum haldið áfram, og kvað Gylfi þau fara vaxandi, alltaf yrði skemmra á milli send- inga. Gylfi gizkaði á, að á sl. ári hefði Kassagerðin sent um 10 þúsund kassa til þes'sa staðar, og væru sendir um 2 þúsund kassar á tveggja mánaða fresti, sendingar hefðu þó farið upp í 3.500 kassa. Hann sagði ennfremur, að stöð- ugt bærust fyrirspurnir um fram leiðslu KassagerðaTinnar frá ýms um öðrum löndum, t. d. frá Norð urlöndunum, Póllandi og Þýz-ka- landi. Fyrirtækið hefði þó ekki getað sinnt þessum fyrirspurn- um sem skyldi, þar sem það hefði þurft að kaupa poka, sem notaðir væru við framleiðslu á mjólkurhyrnum frá Bandaríkjun um. Nú væri Kassagerðin á hinn bóginn nær tilbúin að taka sjálf að sér framleiðslu pokanna, því að nauðsynlegar vélar væru komnar til landsins og hefði að- eins staðið á húsnæði. Gæti Kassagerðin nú farið að sinna fyrirspurnum frá þessum lönd- um, enda væri samkeppnisað- staða Kassagerðarinnar orðin Framhald á hls. 18 Heybruni í Kjós VART varð við eld í fjóshlöðu á bænum Hjalla í Kjós litlu eft- ir hádegi í gær. Menn á nálægum bæjum fóru bóndanum á Hjalla til hjálpar og var heyinu rutt úr hlöðunni. Urðu talsverðar skemmdir á heyinu, en ekkert tjón mun hafa orðið á hlöðunni sjálfri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.