Morgunblaðið - 22.01.1969, Page 1

Morgunblaðið - 22.01.1969, Page 1
24 SÍDUR 17. tbl. 56. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vietnam-viöræöur hefjast á laugardag París, Saigon og Hong Kong, 21. jan. (AP-NTB) • Fulltrúar Bandaríkjanna við Vietnam-viðræðurnar í París skýrðu frá því í dag að fyrsti við- ræðufundur fulltrúa Bandaríkj- anna, Suður-Vietnam, Norður- Vietnam og „Þjóðfrelsisfylking- arinnar“, stjórnmálaarms Viet Cong hreyfingarinnar, yrði hald- inn á laugardag í París • í Saigon hafa sendiherra Banda ríkjanna, Ellsworth Bunker, og Alexis Johnson, sérlegur fulltrúi Nixons forseta, rætt við Thieu forseta og fleiri ráðamenn um friðarviðræðurnar. í Hanoi skýrði málgagn stjóm- ar Norður-Vietnam frá því í dag, að eina ieiðin til friðar í Vietnam væri að samþykkja marg-ítrek- aðar kröfur Norður-Vietnam og Viet Cong um brottflutning alls herliðls Bandaríkjanna, eyði- leggingu allra erlendra herstöðva í Suður-Vietnam, endursamein- ingu Norður- og Suður-Vietnam og afskiptaleysi erlendra aðila af stjórnmálum landsins. í tilkynningu bandarísku full- trúanna í París segir að fundur hafi verið ákveðinn á laugardag eftir innbyrðis viðræður allra aðila. Henry Cabot Lodge, sem kom til Parísar í gærkvöldi til að taka við forustu bandarísku sendinefndarinnar, hefur þegar átt einkaviðræður við Pham Dam Lam sendilherra Suður-Viet nam. Sagði hann í daig að 'hann vildi að viðræður hæfust sem fyrst, en sjálfsagt hefði verið að bíða komu Nguyen Cao Kys vara forseta Suður-Vietnam, sem ekki er væntanlegur frá Saigon fyrr en á fimmtudag. Ky varaforseti Framhald á bls. 23 Frú Nguyen Thi Binh, formaður samninganefndar „Þjóðfrelsisfylkingarinnar" (Viet Cong) við Parísarviðræðumar um frið í Víetnam, veifar til áhorfenda um leið og hún gengur til fundar þar í borg sl. laugardag. Vigreiiii unglingor Godtháb, Grænlandi, 21. jan. — NTB — LÖGREGLAN í bænum Jak- obshavn við Disko-flóa á Vestur-Grænlandi lenti í ó- venjulegum erfiðleikum á mánudag. Fjórir unglingar tóku sér stöðu rétt utan við þéttbýlið og beittu skotvopn- um til að meina bæjarbúum að hreyfa sig utandyra. Héldu þeir uppi skothríð á bæinn og lömuðu þannig alla umferð í nokkrar klukkustundir. Lögregluþjónn og ung stúlka særðust í skothrið ungl inganna. Það var ekki fyrr en um kvöldið að lögreglunni tókst | að handtaka fjórmenningana. Voru þeir búnir litlum tal- stöðvum (labb-rabb-tækjum), og voru í sambandi við lög- reglumennina allan tímann, en neituðu öllum áskorunum um að leggja niður vopn og gefast upp. spenna í Tékkósldvakíu Jan Palach mun hvíla á viðhafnarbörum síðan jarðsettur í heiðursgrafreit Ungverskur námsmaður gerir sams konar sjálfsmorðstilraun en Prag, 21. janúar. NTB-AP. • Mikil spenna ríkir í Tékkó- slóvakíu í dag eftir sjálfs- morð stúdentsins Jans Pal- achs og sjálfsmorðstilraun verkamannsins Josefs Hlava- tys, sem hann gerði á sama hátt og Palach, þ.e. með því að bera eld að sjálfum sér, eftir að hann hafði hellt yfir sig benzíni. Þá hendir allt til þess, að stjórnmálaástæður hafi einnig legið að baki sjálfsmorðstilraun ungverska námsmannsins Sandors Bau- ers, sem jós benzíni yfir sig og bar síðan eld að sér á tröppum þjóðminjasafnsins í Búdapest. Hafði Bauer fest stórt skilti á brjóst sér, þar sem á stóð: „Niður með her- námsliðið“, þ.e. sovézka her- liðið, sem er í Ungverjalandi. Er líðan Bauers mjög slæm Ráðherrar Nixons sverja embættiseiða sína í dag ■ og hann talinn í lífshættu. # Lík Jans Palachs, sem var 21 árs, er hann lézt, verður látið hvíla á viðhafnarbörum í anddyri Karlsháskóla á föstu dag, en líkbörur hans verða síðan fluttar til heimspeki- deildar háskólans á laugar- dag, þar sem Palach var nem- andi. Síðan verður lík hans flutt til heiðurskirkjugarðs- ins í útborginni Vyserrad, þar sem það verður jarðsett við hlið mestu tónskálda, rithöf- iinda og mcnntamanna lands- ins. • Líðan Josefs Hlavatys er mjög alvarleg og læknar gera sér litlar vonir um að bjarga líii hans. I dag stóð fólk í hópum á Wenceslastorginu í Prag og skrifaði nöfn sín undir samúðar- kveðjur til móður Palachs. Þá hafa blaðamenn í Tékkóslóvakiu krafizt þess, að útfarardagur hans verði gerður að degi þjóð- arsorgar. Samkvæmt fráisögn blaðsins Svobodne Slovo í Prag, höfðu yfirvöld ekki skýrt frú Palaoh frá sjálfsmorði sonar hennar sl. fimmtudag. Fékk hún fyrst að vita um það, er hún Framhald á bls. 23 Carmania kom- in ó flot Newport News, Virginia, 21. janúar. AP. SKIPIÐ Carmania, sem var'ð fyrir skemmdum í sáðustu viku, er það strandaði fyrir utan San Salvadoreyju, kom til Newpont News til viðgerðar í dag, Búizt Framhald á bls. 23 Moröin í V-Þýzka- landi eru óupplýst — Lágu pólitískar hvatir að baki þeim? Washington, 21. jan. (AP-NTB). FYRSTI starfsdagur Richards M. Nixons forseta Bandaríkjanna hófst snemma í morgun. Var forsetinn mættur til skrifstofu sinnar klukkan hálf átta þrátt fyrir vökunótt, en hann sótti í gærkvöldj sex dansleiki í höf- -uðborginni þar sem stuðnings- menn fögnuðu embættistöku ‘hams. Ræðu þeirri, sem Nixon flutti við embættistökuna, hefur verið misjafnlega tekið. Margir hafa tfagnað friðarboðskap nýja forset íans, en aðrir tekið honum með •varúð og sagt að bezt væri að 'bíða aðgerða áður en dómur er npp kveðinn. 1 Brezik blöð voru einna lofsam- •legust í dómurn sínum um ræðu Nixons. Þannig segir „The Sun“ sem fylgiir Verkamannaflokknum að málum: „Það verður að meta það við Nixon að hann meinar það sem hann segir, og mun reyna að ná því marki, er hann hefur sett sér. Ef hann aðeins kemst eitthvað áleiðis að því marki, verður hann merkur for- seti.“ íhaldsblaðið „Sketch“ segir: „Friðarorð. Öll lönd, sem skýla sér undir hernaðar-regnhlíf Bandaríkjanna, ættu að taka und ir þessi orð.“ Íhaldsblaðið „Daily Mail“: „Fyrirætlanir hans liggja ljósar fyrir — að draga úr styrj- öldinni i Vietnam, og nota féð, sem við það sparast, til að draga úr erjum innan BandaTÍkjanna. Daily Mail álítur að varkárt raunsæi Nixons geti aðeins orð- ið sambúð Bretlands við Banda- ríkin til góðs.“ Harold Wilson forsætisráð- herra Bretlands kom fram í sjón varpi í dag og minntiát þá á emb ættistöku Nixons. Kvaðst hann álíta að Nixon hefði tekið við embætti sínu með viðeigandi von í brjósti og viðeigandi varúð. — Einnig sagði Wilson aðspurður að hann færi á næstunni til Was- hington til viðræðna við Nixon, en vildi ekki segja nánar hve- nær. Peking-útvarpið Skýrði frá embættistökunni, og sagði að Nixon væri nýr leiðtogi aftur- halds-hernaðarklíkunnar banda- rísku. Sagði útvarpið frá mót- mælagöngu, sem farin var í Was- hington á sunnudag, og bætti Framhald á bls. 23 Lebach, Vestur-Þýzkalandi, 21. janúar. NTB. MENN úr vestur-þýzku lögregl- unni og leyniþjónustunni héldu í dag áfram leitinni að morðingj um þriggja ungra fallhlífarher- manna, sem myrtir voru við skot færageymslu eina í Lebach að- faranótt mánudagsins, en hafa ekki orðið neins vísari svo öruggt sé um morðingjana né heldur um ástæðuna fyrir morð- unum. Tveir aðrir hermenn voru særðir alvarlega í þessari hrotta legu árás, sem vitneskja fékkst fyrst um í gærmorgun, er skipta átti um vörð við skotfærageymsl una. Árásarmönnunum tókst aðeins að hafa á brott með sér tvær skammbyssur og þrjá rifla fyrir utan um 1000 skot. Þessi vopn tilheyrðu hermönnunum, sem voru á verði við skotfærageymsl- una, sem lá afsíðis um 20 km frá frönsku landamærunum. 1 útvarpi og sjónvarpi var gef- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.