Morgunblaðið - 22.01.1969, Síða 3
MORGUNBILÁÐIÐ, MIÐVfKUDÁGÚR 22. 'JÁNUAR'iVöÁ
3
Dönsku skáldin á norrænu bókasýningunni í gær: (frá v.) Inger Christensen, Jörgen Gustava
Brandt, Klaus Rifbjerg og Benny Andersen.
DÖNSKU skáldin Klaus Rif-
bjerg, Inger Christensen,
Jörgen Gustava Brandt og
Benny Andersen koma fram
á tveimur dönskum skemmti-
kvöldum, sem Norræna húsið
efnir til. Er hiS fyrra í kvöld
og hið siðara á morgun og
hefjast þau bæði kvöldin kl.
Þessi kumru, ungu skáld
munu lesa upp úr eigin verk-
um og fleira verður til
skemmtunar. Aðgangur er öll
um heimilL
— Plastfilmutæki
Framhald af hls. 24.
af ritstjórum hins kunna banda-
ríska tæknirits „Plastic Tecnolo-
gy“, en hann sagði við Jón á
fjölsóttri kynningu á tækinu í
Bandaríkjunum fyrir skömmu
eftirfarandi or'ð m.a.: ,,Þú hefur
liklega getað þetta af því að þú
vissir ekki að þetta var ekki
hægt.“
Mörg heknsþekkt fyriirtæki
hafa á undanförnum árum gert
tilraunir á þessu sviði tækja, en
ekki náð þeim árangri, sem náðst
hefur með tæki Jóns.
Á fjölsóttri kynningu á plast-
filmutæki Jóns í Bandaríkjunum
fyrir skömmu komu 112 sérfræð-
ingar frá 55 helztu fyrirtækjum
á þessu sviði í Bandaríkjunum og
létu sérfræðingar svo um mælt
að þetta tæki Jóns væri ein
mesta tæknibylting á þessu sviði
sl. 10 ár.
Jón hefur sótt um einkaleyfi
á tæki sínu í 18 löndum og
„Iceator cooling sytem“, tækið
sem hefur valdið heimsbyltingu
á sviði plastfilmuframleiðslu og
er fundið upp og smíðað af ís-
lendingnum Jóni Þórðarsyni
framleiðslustjóra á Reykjalundi.
hann hefur þegar fengið leyfið í:
Bandaríkjunum, Frakklandi,
Belgíu og Ítalíu. Er mjög mikil-
vægt að einkaleyfið er veitt í
Bandaríkjunum, en þar mun hið
nýja fyrirtæki Norwic Corpora-
tion framleiða tækið fyrir alla
Ameríku og Japan. Norwic
Corporation er staðsett í Cali-
forníu og eigendur þess eru Ey-
steinn Þórðarson bróðir Jóns og
norska fyrirtækið Alfsen og
Gunderson. Forstjóri fyrirtækis-
ins er Eysteinn Þórðarson.
Nonska fyrirtækið Thorsen
patent bureau í Osló hefur séð
um það fyrir Jón að sækja um
öll einkaleyfin, eh forstjóri þess
fyrirtækis er Niklai Alfsen, einn
■af eigendum Alfsen og Gunder-
son. Fyrirtækið Alfsen og Gund-
ersen hefur um 130 verkfræðinga
í sinni þjónustu.
Það hefur kostað mikið fé að
tsækja um að fá einkaleyfi á fram
leiðslu þessa merkilega plast-
filmutækis Jóns, en í lok þessa
mánaðar hefst framleiðsla á
þessu tæki í 3 stærðum í Banda-
ríkjunum en er þegar hafin í Nor
egi fyrir Evrópumarkað. Þessar
3 tækjastærðir munu kosta í
Bandaríkjunum frá 6—-11 þús.
dollara. Tæki Jóns er hægt að
nota við framleiðslu á filmu frá
20 cm. — 2 metra. Stærðarmis-
munur á þessari framleiðslu eins
og hún er í dag er 8 cm — 10
metrar. Plastfilmutæki Jóns
Þórðarsonar hefur alla mögu-
leika til þess að breyta stærðum
að hægt sé að framleiða upp í 10
metra breiða plastfilmu með mis
munandi þykkt.
Bandaríska fyrirtækið Davis-
Standárd, sem sér um dreifingu
í a.m.k. eitt ár á tæki Jóms í
Ameríku og Japan lagði inn pönt
un hjá Norwic Corporation fyrir
260 þús. dollara.
Jón sagðist aðspurður telja, að
það hefði verið tæknilega mögu-
legt að setja upp verksmiðju
hérlendis til þess að framleiða
plastfimutæki hans, en til þess
hefði þurft 10-15 milljónir, en
málið hefði nú runnið svona.
Plastfilmutæki Jónis hefur ver-
ið auglýst fnjög upp að undan-
förnu í þekktustu tækniblöðum
Bandaríkjanna og ýmis tæknirit
hafa skrifað greinar um tæki
Jóns, þar sem greint er frá þeirri
byltingu, sem það veldur í þess-
ari framleiðslu.
Heildarverðmæti á framleiðslu
plastfilma í Bandaríkjunum sl.
ár nam um 1000 milljónum
punda. Á meðan Norwic Corpo-
ation hefur verið að koma starf-
semi isinni í gang hefur fyrirtæk-
ið flutt inn plastfilmutæki se,m
hafa verið framleidd í Noragi.
Sveintojörn Jónsson gat þess á
blaðamannafundinum, að líklega
væri það engin tilviljun að hug-
vit Jóns væri á sviði uppfynd-
inga, því að eiginlega væru snið-
ugheít inn á milli ættgeng í hans
ætt. Til gamans gat hann þess,
að langafi Jóns, isem einnig hét
Jón Þórðarson og var sjómaður í
Hrísey, hafi sem stráklingur
fengið að beita hálft bjóð hjá
kunninigjum sínum, sem þeir síð-
an lögðu fyrir hann og drógu.
Um þennan hring fer kælingin
utan á plastbelginn.
Eifct sinn var öll beita uppurin,
þegar Jón kom í beituskúrinn,
en hann hljóp þá út á tún og
tíndi þar fíflablóm, sem 'hann síð
an beitti á hvern krók. 'Sá eini
sem hafði fisk á hverjum krók
var Jón Þórðanson, langafi Jóns
uppfyndingamanns.
ICEATOR COOLING SYSTEM
er íslenzk uppfinning, fundin
upp af Jóni Þórðarsyni fram-
leiðlustjóra að Reykjalundi. Þar
hefur tækið verið í notkun í
þrjú ár. Hann hefur sótt um
einkaleyfi á tækinu í 18 löndum,
og hetfur nú þegar fengið leyfi
í nokkrum þeirra.
Árið 1967 voru undirritaðir
samningar milli hans og verk-
fræðifyrirtækisins Alfsen og
Gunderson A/S í Osló um einka
leyfi til framleiðslu og sölu á
tækinu í Evrópu.
Á sl. ári undirritaði Jón samn-
ing við bandaríska fyrirtækið
NORWIC CORPORTION, um
sömu réttindi í Ameríku og Jap-
an.
NORWICH CORPORATION,
Sunnyvale, Californíu var stofn-
að á sl. ári af bróður Jóns, Ey-
steini Þórðarsyni og norska fyr-
irtækinu Alfsen og Gunderson
A/S. Eysteinn er forstjóri fyrir-
tækisins. Aðalframleiðsla þess
verður ICETOR COOLING SYST
EM, en verksmiðjan tekur til
starfa í lok þessa mánaðar.
Verksmiðjuhús Norwic Corporation, sem mun innan skamms hefja framleiðslu eingöngu á tæki
Jóns Þórðarsonar.
ICEATOR COOLING SYSTEM
er nú að koma á markað í Evrópu
og Ameríku. Eins og fram hefur
komið í fréttum, fór fyrsta kynn
ing á ICEATOR fram á plastsýn
ingunni í Osló í september í
haust. Þar vakti tækið mjög
mikla athygli, og var af flestum
talið það eftirtektarverðasta á
sýningunni. Tæknitímarit sem
skrifuðu um það að lokinni sýn-
ingunni, töldu að það myndi
valda byltingu í filmuframleiðslu.
í nóvember sl. var svo ICEA-
TOR COOLING SYSTEM sýnt í
fyrsta sinn vestan hafs. Það var
á mikilli plastsýningu í Chicago,
þar sem það vakti álíka athygli
og í Osló.
NORWIC CORPORATION hef
ur samið við eitt þekktasta plast-
vélafyrirtæki Bandaríkjanna
DAVIS-STANDARD, CONN. um
dreifingu og sölu á ICEATOR
COOLING SYSTEM í Bandaríkj-
unum og Canada. í a.m.k. eitt ár.
í desemberbyrjun 9. des sl.
héldu NORWIC CORPORATION
og DAVIS-STANDARD, kynn-
ingu á ICEATOR COOLING
SYSTEM, þar sem tækið var
sýnt í fullum gangi. Þessi kynn
ing fór fram í Connecticut í verk
smiðju DAVIS-STANDARD.
Þátttaka varð mjög mikil. Alls
komu 112 manns frá 55 fyrir-
tækjum úr 19 ríkjum Bandaríkj
anna og þar að auki frá Canada.
Öll stærstu fyrirtæki Bandaríkj-
anna á þessu sviði sendu fulh
trúa sina. T.d. sendi DU PONT
um sjö verkfræðinga sína. UNI-
ON CARBID sendi svipaða tölu
Einnig sendu stórfyrirtæki, eins
og DOW CHEMICAL, GOODY-
EAR, INTERNATIONAL HARV-
ESTER, MOBIL OIL, SINCLAIR
OIL, GULF OIL, svo einhver séu
nefnd, sérfræðinga sína til að
kynna sér tækið.
Forráðamenn DAVIS-STAND
ARD höfðu orð á því að líklega
væri þetta einsdæmi, að tæki
vekti svo mikla athygli. Undir
tektir allra þessara manna voru
mjög góðar.
Einnig var á kynningu þessari
kynnt nýtt tæki, sem- Jón Þórð-
arson hefur konstruerað (hann-
að). Þetta er eins konar viðbót-
artæki við ICEATOR, svokallað-
ur kælihringur, sem kælir plast
filmuna að utanverðu, og er nokk
uð frábrugðinn því sem áður er
þekkt, og hefur Jón sótt um einka
leyfi á honum líka. Þessu kæli-
tæki er ætluð að vinna með ICEA
TOR-num, og gaf það mjög góða
raun á kynningunni hjá DAVIS-
STANDÁRD, og vakti mikla at-
hygli.
Eins og fyrr er sagt, hafa tæki
þessi í sameiningu hlotið nafnið
ICEATOR COOLING SYSTEM."
STAKSTEIHAR
Magnús og
Eðvarð deila
Augljóst er af viðbrögðum
kommúnistablaðsins við sam-
komulaginu um aðgerðir í at-
vinnumálum, að djúpstæður á-
greiningur er kominn upp milli
tveggja þingmanna kommúnista
um þetta mál, þeirra Eðvarðs
Sigurðssonar formanns Dagsbrún
ar og Magnúsar Kjartanssonar,
ritstjóra kommúnistablaðsins. I
forustugrein blaðsins sl. sunnu-
dag segir svo um samkomulagið:
„Enn eru settir á svið „samning-
ar“ um jafn sjálfsagðan hlut og
þann, að ríkisstjómin drattist til
að útvega nokkurt fé til tafar-
lausrar atvinnuaukningar . . . .
Lítils virði hafa „loforð" þessar-
ar ríkisstjórnar verið og „sam-
komulag“ hennar við alþýðusam-
tökin . . . Ætla mætti að alþýðu-
samtökin fái brátt annað þarfara
að starfa en þátttöku í leiksýn-
ingu af því tagi, sem frumsýnd
var í Alþingishúsinu á föstudag
M
*
.Arangur af bardttu
verkalýðs-
b reyf ingar innar'-
í gær birti kommúnistablaðið
hins vegar viðtal við Eðvarð Sig-
urðsson, alþingismann kommún-
ista og einn helzta verkalýðsleið-
toga þeirra og kveður þar við
nokkuð annan tón. Eðvarð segir
m.a.: „Hér er um að ræða árang-
ur af baráttu, sem verkalýðs-
hreyfingin hefur háð; þetta sam-
komulag hefði ekki verið gert
ef verkalýðshreyfingin hefði
ekki haft frumkvæðið og beitt
sér fyrir því. f stórum dráttum
er samkomulagið í samræmi við
þá stefnu, sem mörkuð var á
síðasta þingi Alþýðusambands-
ins“. Þá er Eðvarð spurður að
því, hvort hann geri sér góðar
vonir um skjótan árangur af
starfi atvinnumálanefndanna og
svarar hann á þessa leið: „Auð-
vitað gerum við það; annars hefð
um við ekki gert þetta samkomu-
lag.“
..Nafntogaðir
menn d fundi'-
Magnús Kjartansson hefur hins
vegar ekki viljað láta þessi um-
mæli Eðvarðs standa einn dag án
andsvara. Hann lýsir með þess-
um orðum starfi Eðvarðs Sigurðs
sonar og annarra að undanförnu
til þess að útrýma atvinnuleys-
inu: „Á sama tíma og atvinnu-
leysingjum fjölgar um mörg
hundruð á viku hverri, þar til
heildarfjöldinn var talinn í þús-
undum, birtu fjölmiðlunartækin
daglega fréttir um að nafntogað-
ir menn sætu á stöðugum fund-
um“. Þessar tilvitnanir í Eðvarð
Sigurðsson og kommúnistablaðið
sýna glögglega að mikill ágrein-
ingur er í röðum kommúnista um
þessi mál. Hin mismunandi af-
staða Eðvarðs og Magnúsar á sér
þó einfaldar orsakir. Eðvarð er
kjörinn foringi þúsunda verka-
manna í Reykjavík. Á honum
hvílir sú ábyrgð að standa að
aðgerðum, sem leitt geta til nægr
ar atvinnu. Það hefur hann gert
með því að eiga aðild að sam-
komulaginu um atvinnumál.
Magnús Kjartansson þarf hins
vegar ekki að hafa áhyggjur aX
slíkum hlutum. Honum hefur
ekki verið falið neitt forustuhlut
verk í þágu reykvískra verka-
manna. Hann situr í sínum stól
og dundar við það að ýta undir
misklíð og deilur í þjóðfélaginu.
Hann er eins og púkimi á kirkju-
bitanum — fitnar á ósætti og á-
greiningi.