Morgunblaðið - 22.01.1969, Síða 10

Morgunblaðið - 22.01.1969, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1969. ISLENZK LOÐDÝRARÆKT AD VORI — Eftir Hermann Bridde Æ háværari raddir heyrast fneðal almennings um hve óraun hæft mat var sett til grundvallar lögbanni um loðskinnafram- leiðslu hér á landi. Virðist mið- aldra mönnum í dag, að fát (panik) hafi ráðið afstöðu áhrifa- manna, frekar en róleg yfirveg- un um úrbætur, þar sem þairra var þörf, svo sem vegna öryggis- útbúnaðar, e’ða aðhalds vegna slælegrar umönnunar £if hendi eiganda búanna. Hefði síðari kosturinn verið valinn, rólega yfirvegaður, gæti ísland nú reiknað með föstum gjaldeyristekjum, er nálguðust 1 þús. milljón kr. í erlendum gjald- eyri pr. ár, miðað við íslenzku krónuna í dag. fif sú stefna hefði verið tekin upp að færa saman hin dreifðu bú og mynda stórar heildir um landið, með öðrujn orðum „loðdýragarða" sem hefðu náið samband við hin Norður- löndin tun allt, sem viðkemur rekstrinum, væri loðdýrarækt hér á landi í miklum blóma. Þegar við hugleiðum ofanritað, þá skulum við minnast ársins 1949, þegar íslenzk skinn voru í verðmesta gæðaflokki, verðmestu skinn Evrópu og þótt víðar væri leitað. Fátt 'gæti verið því til fyrirstöðu, að Island héldi velli enn í dag og jafnvel einnig að magni. Og í stað þess að finna fyrir metnaði er reksturinn bara stöðvaður, og ekki nóg með það, heldur lögbannaður. Lögbannið var sett að öllum likindum til vemdar laxi, æðar- fugli, vatnafiski og ekki sízt bless u’ðum hænunum, sem áttu svo lé- lega húsbændur, að þær voru hýstar í lélegum kofum, og ofan á þetta bættist svo hirðuleysi um að loka hænsnahúsunum á kvöld- in. Og hvernig er þá ástandið í dag? Eru þessar skepnur ekki aldauða, þar sem villiminkurinn hefur teygt veldi sitt yfir landið (og mun ekki ná meiri útbreiðslu eftir því sem sérfræðingar STÁLVASKAR DÖNSK ÚRVALSVARA J. Þorláksson & Norðmann hf. segja)? Nei, svo sannarlega ekki. Sannleikurinn með laxinn er sá, að árin 1967 og ’68 verða að telj- ast til metveiði ára. Dúntekjur síðustu tvö árin stendur í stað hvað vi'ðkemur útflutningi. En hvað þá um hænurnar, sem senni lega réðu úrslitum í atkvæða- greiðslu um lögbann á loðdýra- rækt? Eggjaframleiðslan er í há- marki! Við lesum í blöðum, að villi- minkur sé um allt land enn í dag. Við heyrum í útvarpi, að toppveiði sé í ám. Við sjáum í sjónvarpsfréttura millilandaskip þjóðarinnar þræða hafnir í kring um landi'ð og lesta dýrafóður, sem síðan er flutt til annarra landa, sem á þann hátt stuðlar að framleiðslu á gæðaskinnum hjá viðkomandi þjóðum, í stað þess að nýta fóðrið hér innan- lands fyrir loðdýragarða. Þessar þjóðir hrósa síðan happi, að vi'ð íslendingar skulum ekki hefja loðskinnaframleiðslu. Er nokkur furða, þó að menn spyrji, hvað hafi náðst við lög- bannið hinni íslenzku þjóð til heilla? EFNAHAGSÖRÐUGLEIKAR OG RÖKRÆÐUR Það væri ekki rétt að nota sér efnahagsörðugleika þá, sem nú standa yfir, til að rökstyðja end- urvakningu íslenzkrar loðskinna- framleiðslu því, þegar bezt áraði hjá okkur var auðvelt að sýna fram á rekstrarhagnað í erlend- um gjaldeyri svo um munaði fyrir þjóðina. Hvað þá, þegar hinar öruggu gjaldeyrisleiðir bregðast og sjávarafli þverr. Þar sem lýðræði og rökræður eru alfrjálsar, sem hér á landi, er eðlilegt, a'ð umræður séu harð ar með og móti. Andstæðingarnir hafa villiminkinn sem förunaut, og geta þeir með sanni bent á, að hefði ræktun minkaskinna ekki verið leyfð, væri enginn villiminkur til. Þetta er rétt hjá þeim. En þannig má enginn lands maður hugsa í dag, sem vill þjóð sinni vel. Villiminkurinn verður til vegna þess að aðbúnaður er ekki í því horfi, sem hann á að vera. Þetta vissu menn, en engar ráð- stafanir voru ger’ðar til að bæta úr þessu ástandi svo um munaði. 1957 er starf veiðistjóra stofnað, en þá er villtur minkur búinn að leika lausum hala í íslenzkri náttúru í 25 ár, því á fyrstu árum minkahalds fór hann að sleppa út, en það hófst hér á landi 1930 —1931. Þessa óheppni og þekking arleysið á högum dýrsins verðum við nú að afskrifa og hefja loð- skinnarækt að nýju þjóðinni til hagsbóta, eins og flutningsmenn loðdýrafrumvarpsins bentu á í sölum Alþingis. Við, sem stofnuðum félag til löðskinnaframleiðslu undir nafn- inu Loðdýr h.f., höfum opinber- lega sýnt fram á að tekið verður fullt tillit til þeirrar reynslu og lært af þeim óhöppum, sem hentu á áninum 1930—’57. Einnig mun um við hagnýta það bezta, sem nú þekkist í öryggi og fram- leiðslu loðskinna. Það verður að teljast góðs viti, að menn, sem lögðust gegn loð- dýrarækt hér á landi, og töldu sig mæla sem velgjörðarmenn þjó'ðarinnar, lýsa því nú yfir, að ekki geti talizt sanngjarnt, að taka ekki tillit til tækni og starfs vilja þeirra manna, sem nú eru miðaldra, en voru um fermingu, þegar rekstur loðdýrabúa var bannaður. Afstaða, sem þessi, sýnir drengilegt mat á málefn- inu. Við, sem erum hlynntir loð- skinnaframleiðslu erum sammála náttúruunnendum um verndun dýrastofna og sérkenna náttúr- unnar í landinu en við fá.um ekki skilið, hvers vegna við mennirn- ir gætum ekki beizlað dýrin undir okkar þarfir (þjóðarinnar) í stað þess að stara eins og glóp- ar á villiminkinn og hlusta á lýsingar af hænsnadrápi hans. Með því a'ð einblína á villi- minkinn, sem ekki er í náttúru landsins af okkar völdum, hefur hann náð tökum á okkur og aftrar okkur að hagnýta frændur hans til hagsbóta fyrir þjóðina, sem á úr litlu að velja til gjald- eyrisöflunar. IÐNVÆÐINGARTRUFLANIR Hvað er i'ðnvæðingartruflun í sambandi við loðskinnafram- leiðslu, spjo- ef til vill einhver? Iðnvæðingartruflun kallast það, þegar stóirekstursframkvæmdir teygja armana inn á hefðbundna markaði fiskiúrgangs, og veita samkeppnisa'ðstöðu fyr'rtækjum, sem áratugum saman hafa litið á þessar birgðir, sem öruggan íorða fyrir rekstur loðdýragarða, en báðum aðilum til gagns. Efnaiðnaði hefur fleygt fram, svo um munar, og hefur þrýst- ingur hinna hungruðu þjóða auk- ið uppbyggingarhraða efnai'ðnað arins. Árið, sem nú er nýbyrjað, mun sýna fyrsta áþreifanlega dæmið, hvað í vændum sé í þessum efnum fyrir loðdýragarða erlendis. Ameríkumenn hafa að öllu jöfnu verið duglegastir að einnig eru margar fisktegundir, sem nota má í dýrafóður, er ekki óhugsandi að stofna mætti fyrir- tæki, sem sérhæfði.framleiðsluna til þurrkunar dýrafóðurs. Þessu beini ég til eigenda fiskvinnslu- stöðva í landinu. Þarna gæti verið um nýjan möguleika til gjaldeyrisöflunar — án þess að trufla okkar eigin skinnafram- leiðslu og sölumöguleika. FLJÓTANDI LOÐDÝRABÚ? í hinu foma og mikla keisara- veldi Rússlands, sem þekkt var fyrir glæsilegan klæðnað yfir- stéttaima, var skinnvara mest virt. Það er því ástæða fyrir okkur að fylgjast með þróun og framtíðarstefnu þar i landí, þótt keisaraveldið hafi verið lagt að velli. Hin mikla þekking Rússa á skinnum og almer.r ur áhugi í því landi fyrir skinnavörur þekkist vart annarsstaðar. Þó þjóðin hafi ekki enn efni á því bezta (mink- og chincillaskinn- um), þá er ekki hægt áð ganga framhjá hinni almennu löngun þar í landi til að eignast þessi skinn til klæðnaðar. Er hægt að draga nokkrar ályktanir af þessum staðreyndum fyrir okkur? Ágg Spermier h® © © © S Æt Æt æM <6 jsM jst jjt J2t g5 æM Kort yfir kynblöndun minka. gernýta hráefni sín og því er eðlilegt, að loðdýrabú í Canada verði þau fyrstu, sem finna fyrir þessu ófyrirsjáanlega vandamáli. Nú þegar hafa nokkur þekkt loðdýrabú þar í landi doka'ð við til að mæta þessu vandamáli, þ.e.a.s. fæðuskorti fyrir loðdýra- bú. Með öðrum orðum, fiskúr- gangur hefur fækkað svo í verði, að röskun hefur komizt á hefð- bundna rekstraraðstöðu. Hvert fullbúið skinn á markaðinn dró til sín meiri framleiðslukostnáð en áður hefur þekkzt í sögu Canada. Ekki er ástæða til annars en að taka fullt tillit til þess, sem nú er að gerast í Canada í þessum efnum, þegar rætt er um skinnaframleiðslu hér á landi. Erlendir sérfræðingar í minka- rækt hafa bent mér á, að ef til vill hafi aldrei áður legið jafn örugglega fyrir og nú jafn glæsi- legir möguleíkar fyrir loðskinn á heimsmarkaðinum. Nú eru horfur á minnkandi fiskúrgangi og hækkuðu verðlagi á fóðri hjá erlendum þjóðum, en áð sama skapi vex eftirspurnin eftir skinnavöru. Ég leyfi mér að benda fisk- vinnslustöðvum á, að þörf loð- dýragarða erlendis og vonandi hérlendis mun aukast eftir um það bil 5 ár svo að nálgast mun helmings aukningu þess fiskúr- gangis, sem þörf er fyrir í dag, og þróunin mun verða þurrkun á fiskúrgangi. Þegar þess er gætt, að nú fellur til mikið magn úr- gangs við strendur landsins, og Jú, án efa. íslenzkir loðskinna- framleiðendur verða tilneyddir að stökkva yfir dýrræktunartíma bil í skinnrækt, sem kalla má tímabil kynblöndunar og erfða- fræðirannsókna, vegna lögbanns um loðdýrarækt og afla sér dýra- stofns, sem hefur þróast á þessu tímabili. En hvers vegna er vitnað til Canada og Rússlands í þessari grein, en ekki til hinna Norður- landanna, nema að litlu leyti? Það er vegna þess, að í þessum löndum eygjum við, hvað í vænd um er fyrir þennan iðnað í kom- andi framtíð og þá aðallega vegna iðnþróunarvandamála og ótakmarkaðs fjármagns, sem veitt er til rannsókna og til könn- unar á framtíðar söluhorfum. Við höfum heyrt um iðnþróunar- vandamálin í Canada og minnk- andi fiskúrgang, og Rússarnir hafa komið upp um sig, hvað þeirra vísindamenn telja bezt til uppbyggingar góðs dýrastofns, en það eru fljótandi löðdýrabú, sem staðsett eru um borð í nokkium fiskiskipum á norður Atlants- hafi. Gera má ráð fyrir, að þessi dýr verði notuð til undaneldis fyrir stórfellda aukningu á rúss- neskum skinnum. Heyrzt hefur að þessi skip séu hér við land, en af því dreg ég þá ályktun, að loftslag og birta auk góðrar fæðu sé ástæðan fyrir þessu sér- stæða uppátæki, uppátæki, sem er vísindaleg niðursta'ða af langri og góðri þekkingu á málefninu. Hér getum við lært. íslenzku fLskimennirnir gætu tekið virkan þátt í enduruppbyggingu loðdýra garða með því að ala um borð í skipum sínum ungviði, sem síðan væri notað í landi til aukn- ingar og eflingar íslenzkum loð- dýrastofni. Slíkt starf gæti fært sjómönnunum drjúgar aukatekj- ur, ef vandað væri til umhirðu dýranna um borð. LOÐSKINNAFRAMLEIÐSLA ER IÐNAÐUR! Þegar rætt er um lo’ðdýra- garða kemur sjálfsagt flestum í hug, að slík framleiðsla skuli falla undir landbúnað. Svo er þó ekki. Landbúnaður með sinn dýrastofn er að öllu jöfnu rekst- ur, sem gefur af sér afurðir á degi hverjum, eða rekstur dýra, sem slátrað er að hausti, aðal- lega til fæðu. Flest dýranna nær- ast á ræktuðu landssvæði bænd- anna, og í flestum tilfellum verð ur bóndinn a'ð safna heyi í hlöð- ur til að viðhalda afraksturhæfni dýranna, þeim til lífsviðurværis yfir veturinn. Nýtízku loðdýrabú setja ekki fram kröfur um heyhlöður, né afraksturs af búunum daglega, eða slátrunar til manneldis. Þess vegna liggur ekki fyrir að Uokka nútíma loðdýragarð undir iand- búnað, heldur iðnað. Að jjálf- sögðu eiga bændur að sameinast um stofnun loðdýragarða í hvei-ri sýslu landsins til að auka á fjöl- breytni í uppbyggingu iðnaðar landsins og auka atvinnumögu- leika í sýslunum. Hvað þá um útgerð? Tilheyrir loðdýragarður sjávarútvegi? Nei, alls ekki. Sjávarútvegur getur byggít sína afkomu á þeim fiska- tegundum, sem tæki hans draga úr sjó. Hér gildir sama og með landbúnaðinn, ið útgerðarstöðv- ar geta stofnað sjálf.stæða loð- dýragar’ða, sem bikstöðu útgerð- arrekstrar, en að blanda útgerðar rekstri saman við loðskinnafram leiðslu er algjör misskilningur, og kann ekki góðri lukku að stýra. Hvar á þá að flokka loðdýra- garð, þegar rætt er um þjóðar- framleiðslu? Að sjálfsögðu undir iðnað. Nýtízku lo'ðdýragarður er stofn un, sem ætlar sér að einhæfa skinnaframleiðslu eingöngu eftir nýjustu og beztu tækni. Fram- leiðslan í dag byggist á sterkum ættstofni, sem hefur verið kyn- blandaður stofn fram af stofni eftir vísindalegum aðferðum erfðafræðinnar. Þess /egna þarf hver loðdýragarður að vera það öflugur og sjálfstæður, að hann geti starfrækt litla rannsóknar- stofu í þeim tilgangi og einnig til rannsókna á fóðri, heiLsu dýr- anna og gæ’ðum skinnanna. LOÐDÝRAGARÐUR ER HLEKKUR MILLI SJAVARUT- VEGS OG LANDBÚNAÐAR Rétt er að geta þess, að án út- gerðarreksturs og landbúnaðar- framkvæmda er ekki hægt að reka loðdýragarð. Enginn stór- iðnaður gæti komið sér betur fyrir útgerð og landbúnað, heldur en loðskinnaframleiðsla í stórum loðdýragörðum, því þörf slíkra löðdýragarða er mikil fyrir fiskúrgang, sláturúrgang og þurrmjólk. Þegar rætt er um fiskúrgang, sem er geysimikill hvert ár, er ekki rétt að benda á, að hann gæti alið svo og svo mörg dýr. Þannig má ekki hugsa í upphafi skinnaframleiðslu. Fyrst örvggi og gæði, síðan efling framleiðsl- unnar í réttu hlutfalli við sölu og framtíðarsölumöguleika. Vitað er að tækist að nýta allan þenn- an fyrsta flokks úrgang sem býðst árlega fyrir íslenzka loð- dýragarða, þýddi það i fyrsta lagi stöðvun á útflutningi dýra- fóðurs til annarra landa og í öðru lagi leiddi aftur af sér minnkaridi framleiðslu hjá þeim. En þá væri hámarkr.iu náð, ís- lenzk loðskinn munu raska upp- boðáverð skinna niður á við, sem þýddi aukningu á möguleikum hjá miðstéttafólki til kaupa á skinnum. Nú er rétti tíminn til að af- skrifa fyrri ófarir í loðskinna- rækt og láta loðskinnarækt heppnast þjóðinni til hagsbóta. Janúar 1969, Hermann Bridde.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.