Morgunblaðið - 22.01.1969, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1»60.
11
Jón Jónsson, jarðfrœðingur:
Saga eldfjalls —
Heklueldar eftir Sigurð Þórarinsson
ÞJÓðAR Heklueldar eftir Sig.Þ
Núna skömmu fyrir jólin kom
út á vegum Sögufélagsins merki
legt rit eftir Sigurð Þórarins-
8on.
Þetta rit hefur algera sér-
stöðu meðal bóka haustsins, og
má líta á það sem jólabók fé-
lagsins. Það er athyglisvert og
að minni hyggju harla einstætt
að slíkt fræðirit, sem hér er um
að ræða, skuli koma út meðal
jólabókanna og tel ég að við get
um verið dálítið stoltir af, því
það skal þegar tekið fram, að
Heklueldar Sigurðar Þórarinsson
ar sóma sér vel meðal jólabóka
ársins.
Bókin er, eins og höfundur get
ur í stuttum eftirmála, að efni
til í megin dráttum sú sama og
út kom á vegum Vísindafélags-
ins í fyrra. Sú bók var rituð
á ensku og ætluð fyrst og
fremst erlendum fræðimönnum.
Án efa er ritið fært í ís-
lenzkan búning til þess að gera
tþað aðgengilegt íslenzkri al-
þýðu, sem löngum hefur verið
fróðleiksfús og lagt af mörkum
drjúgan skerf til íslenzkra nátt
úrufræða. Á höfundur og útgef
andi miklar þakkir skilið fyrir,
því enda þótt margir hér á landi
lesi nú orðið enska tungu, má
ætla að flestir utan sérfræðinga
hiki nokkuð við að lesa hina
ensku útgáfu.
Eftir inngangsorð um rann-
sóknir öskulaga almennt og
stutta lýsingu á fjallinu, tekur
höfundur til við að rekja gos-
sögu Heklu frá fyrstu tíð ís-
landsbyggðar. Ekki lætur hann
þó við það sitja að kanna út-
hreiðslu þeirra öskulaga, sem
frá Heklu eru komin, heldur
dregur hann Inn í söguna aðrar
eldstöðvar og öskulög frá þeim,
og kemst með því móti að mikil-
vægum niðurstöðum.
Gossaga Heklu hverfur okk-
ur aftur í móðu forsögunnar, en
með rannsókn öskulaga hefur
tekizt að rekja hana nokkrar
aldir aftur í tímann. Að þessu
er stuttlega vikið á bls. 10 í rit-
inu. Hefði það gjaman matt
vera meira, en vonandi kemur
það á sínum tíma.
Út frá öskulagarannsóknum
telur Sigurður að Katla muni
hafa gosið um árið 1000, þó ekki
sé þess getið í heimildum. Senni-
lega eru enn ekki öll kurl kom-
in til grafar varðandi það mál,
en víst er, að kafli sá um Kötlu-
gos nálægt árinu 1000 sýnir vel
hvert svið höfundurinn spannar
yfir, allt frá náttúrufræði yfir
heimildagagnrýni til skáldskap
ar. Hefur margur mátt una við
minna.
Erlendar og innlendar heim-
ildir um fyrstu gos Heklu eft-
ir landnám eru rafetar og metn-
ar. Að sjálfsögðu eru erlendar
heimildir þýddar, en frumtexti
sumra er þó einnig tekinn með.
f bók sem þessari hefði að skað
lausu mátt sleppa því, sérstak-
lega hinum langa latínutexta á
bls. 27—28.
Skráðar heimildir ber höfund
ur svo saman við niðurstöður
löskulagarannsóknanna. Út frá
íþví hefur tekizt að leiða að því
sterk rök, að söguleg gos Heklu
séu ekki eins mörg og hingað til
hefur verið talið. Samkvæmt eld
fjallasögu Thoroddsens ættu
gosin nú að vera orðin 19, en
Sigurður fækkar þeim um fimm
og verður ekki annað séð, en
að það sé á mjög traustum
gnunni byggt. Af þessu má sjá,
hver nauðsyn er á heimildagagn
rýni og á samanburði skráðna
heimilda við náttúrufræðilegar
rannsóknir. Er rit þetta hinn
glæsilegasti vottur um frjóan ár
angur af þessum tvíþættu rann-
sóknum.
Af eðlilegum ástæðum eru
heimildir um hin fyrstu Heklu-
gos eftir landnám ekki fjölskrúð
Sig. Þórarinsson.
ugar, enda þótt sum gosanna
hafi orðið landi og lýð örlaga-
rík. Skal í því sambandi sér-
staklega getið gossins 1104, en
ljóst er nú orðið, að það gos
lagði Þjórsárdal í eyði, svo að
ekki hefur þar byggð risið síð-
an. Með hjálp öskulagarann-
sókna og fornleifarannsókna í
Þjórsárdal hefur tekizt að færa
sönnur á þetta.
f ritinu er svo rakin saga
Heklugosanna þannig, að fyrst
er getið skráðra heimilda og
gildi þeirra metið. Síðan er tek-
inn vitnisburður öskulaganna og
útbreiðsla þeirra og þykkt sýnd
á korti fyrir hvert gos. Loks
er rúmmál gosmalar reiknuð. Að
síðustu er mjög stutt ágrip, þar
sem aðalniðurstöður varðandi
gosið eru dregnar saman. Ekki
er mér kunnugt um að svo hafi
verið áður gert í hérlendu fræði
riti, er erlendis er þessi háttur
yfirleitt hafður þegar um vís-
indalegt efni er að ræða. Er
óneitanlega handhægt að geta
gripið í þetta og fengið aðal-
niðurstöður án mikillar fyrir-
hafnar.
Frásögn Sigurðar er yfirleiitt
ljós og liðleg, þó nokkuð beri
á óþarfa málalengingum, og
ekki kann ég við orðatiltæki
eins og að Hekla sé „jarðfræði-
saga þjóðar
lega STAÐSETT, o. s. frv.
(bls. 9) því ekki segir þetta
staðsett meira en hið gamla góða
er. Mikill ofvöxtur hefur á síð-
ari árum hlaupið í þetta orð og
væri þörf á að setja því nokkur
sveltumál.
Mér finnst að Sigurður nái þó
ekki verulega flugi í frásögn-
inni fyrr en hann kemur að lýs-
ingu síðasta Heklugossins, þar
sem hann var sjálfur áhorfandi,
en þar eru sumar lýsingarnar
líka með ágætum. Hefði einnig
sá kafli mátt vera lengri, því
ekki kæmi mér á óvart þó hann
ætti eftir að grípa hugi ekki
síst ungra lesenda og beina á-
huga þeirra að þeirri. heillandi
fræðigrein, sem við nefnum jarð
fræði, og að dásemdum og mikil
leik íslenzkrar náttúru.
Ekki éfast ég um, að þessi
bók eigi eftir að verða „klass-
isk“ meðal íslenzkra jarðfræði-
rita á sama hátt og sum af fyrri
verkum sama höfundar þegar
eru orðin, en þar á ég við dokt-
orsritgerð hans og rigerðasafn-
ið um Vatnajökul, en í því á
Framhald á bls. 15
Svend Hansen og Hafsteinn Guðmundsson.
Á12 málum í 250 þús. eintökum
— Forstjóri Árbókar í heimsókn
ÁRBÆKUR í litum um helztu
fréttaviðburði hvers árs hafa um
þriggja ára skeið komið út hér
á landi. Eins og lesendur bláðs-
ins munu minnast, er hér um
að ræða alþjóðlega útgáfu, en
aufe þess hefur íslenzkur kafli
fyljg't þeim árbókum sem hér hafa
verið gefnar út. Árbækur þessar
eru gefnar út af fyrirtækinu
Diana Bildreportage, sem hefur
aðsetur í Svíþjóð, Danmörku og
Sviss. Alþjóðlega útgáfan var
stofnsett árið 1946, en frá 1962
hefur bókin verið gefin út í lit-
um.
Forstjóri Diana Bildreportage,
Svend Hansen, hefur dvalizt hér
á landi undanfarna daga. Hittu
fréttamenn hann að máli á Hótel
Sögu í gær ásamt þeim Hafsteini
Guðmundssyni, Gísla ÓlafS-
syni og Birni Jóihannssyni, sem
standa að íslenzku útgáfu Ár-
bókarinnar sem kunnugt er.
Sagði Hansen, að upplag útgáf-
unnar væri nú um 250 þúsund
og síðasta ár hefði bókin komfð
út á 11 málum, en á næsta ári
bætist spænska við. Til stæði
að fjalla nokkuð itarlega um ein
hvern heimsviðburð árlega og
yrði i næstu árbók fjallað um
Ólympíuleikana á 32 síðum, en
einnig stæði til að Dr. Barnard
ritaði kafla um hjartagræðslu.
Bókin er prentuð í Sviss og er
alþjó'ðleg útgáfa væntanleg á
markað 10. marz n.k. Útgáfan
með íslenzka sérkaflanum er
hins vegar ekki væntanleg fyrr
en í maí, en það er raunar all-
miklu fyrr en verið hefur undan-
farin ár.
Hansen gat þess, að síðasta ár
hefði Frakkland byrjað með
franskan kafla og voru getgátur
um, að þeir hefðu tekið hug-
myndina frá íslendingum, sem
til þess tíma höfðu verið einir
með sérkafla.
Árbókin hefur einkarétt á
myndum, sem þar birtast og get-
ur stundum þurft að gjalda þær
aUdýru ver'ði. Gat Hansen bess.
að dýrasta mynd sem keypt hefði
verið, væri frá brúðkaupi Jacque
line og Onassis. Sú mynd vaæ
seld á jafnvirði 24.000 íslenzkra
króna.
Vinnslukostnaöurinn í landi er
ekkert hégómamál sjómönnum
— segir Guðm. H. Oddsson form. Oldunar
AÐALFUNDUR Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar
var haldinn 17. janúar. Guð-
mundur H. Oddsson var endur-
kjörinn formaður, ritari var
kjörinn Hróbjartur Lúthersson,
en gjaldkeri Guðjón Pétursson
og meðstjómendur þeir Har-
aldur Ágústsson, Guðmundur
Ibsen og Ingólfur Stefánsson.
Eftirfarandi tillögur og álykt-
anir voru samþykktar á fund-
inum:
Tekih skuli upp kennsla í
hagnýtri fiskifræ’ði við Stýri-
mannaskólann.
Fundurinn fagnar þeirri
ákvörðun ríkisstjómarinnar að
leita útboða í smíði skuttogara
og er það von fundarmanna, að
þeirri ákvörðun verði fylgt eft-
ir.....
Unnið verði að því við borg-
arstjómina að leigusamningur
Eimskips fyrir skerhmur sínar á
hafnarbakkanum í Vesturhöfn-
lnni, sé ekki endurnýjaðúr,
þar sem fiskibátarr.ir hafi brýna
þörf fyrir aukið athafnasvæði
þax.
Fiskvinnslustöðvum sé fækk-
að, rekstri þeirra hagrætt, nýt-
ing þeirra bætt og starfsemi
þeirra samræmd, þar sem sýnt
sé, að samkeppni þeirra leiði
ekki til hærra fiskverðs heldur
þvert á móti. Rekstur fisk-
vinnslustöðvanna er lagður til
grundvallar fiskverðinu og
óhagkvæmur rekstur þeirra
lækkar því fiskverðið til sjó-
manna. Stjórninni var falið að
semja ýtarlega greinargerð fyr-
ir þessari tillögu.
Sjómannasíðan sneri sér til
formanns Öldunnar, Guðmundar
H. Oddssonar og bað hann að
fara nokkrum orðum um þessa
tillögu til skýringar. Hann
sagði:
í lögum um Verðlagsráð
sjávarútvegsins er gert ráð fyr-
ir þvi, að fiskverð sé ákveðið
með hliðsjón af markaðsverði
erlendis pg vinnslukostnaði inn-
anlands. Vinnslukostnaðurinn í
landi er því ekkert hégómamál
sjómönnum, heldur hefur stór-
kostleg áhrif á afkomu þeirra.
Sjómenn hafa eJrki neitt að ráði
Guðmundur H. Oddsson
láti’ð hagræðingu, kostnað eða
nýtingu í vinnslunni og dreif-
ingunni til sín taka, en eins og
þessi tillaga ber vott um, er hér
að verða stefnubreyting. í öllu
vinnslukerfinu blasa við fjöl-
margir vankantar, sem sjómenn
hljóta að krefjast að lagaðir
verði ef þeir eiga að borga
reikninginn.
Málum er þannig háttað, eins
og alþjóð veit, að sjómenn fá
orðið í sinn hlut a'ðeins fisk-
sporðinn, en það eru a'ðrir sem
hirða bolinn. Það kerfi, sem við
notum, hvetur ekki eða að
minnsta kosti ekki nægjanlega,
til aukinnar hagræðingar og
nýtingar í iandi við löndun,
vinnslu og dreifingu. Sjómenn
sætta sig ekki lengur við að
heimtað sé af þeim að borga
reikninga, sem þeir telja að séu
of háir vegna margvísslegs
sleifarlags í rekstri frystihúsa
og vinnslustöðva og er þessi
ályktun aðeins undanfari þess
sem koma skal, sem sé þess, a'ð
sjómannasamtökin í landinu
komi sér á fót stofnun, þar sem
reiknað er út á vegum sjó-
manna sjálfra, hvað geti talizt
normal rekstur og hvað ekki.
Sjómenn una því ekki lengur
að skattframtöl frysti- og
vinnslustöðva séu aðalviðrnið-
un um verðlagningu fisksins
til þeirra.
Með þessu er ekki verið að
vefengja skattframtölin, heldur
hugsa sjómenn sér að neita að
greiða rekstrartap, sem veröur
vegna sleifarlags eða stjórn-
leysis í rekstrinum. Til þess að
geta sett fingurinn á gallann,
verða sjómannasamtökin að
hafa sérfróða menn í þjónustu
sinni og „tékka“ á reikninginn,
sem þau fá árlega.
Ásgeir Jakobsson.