Morgunblaðið - 22.01.1969, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 196«.
Jónfríður Halldórs-
dóttir — Minning
f dag verður jarðsett frá Hafn
arfjarðarkirkju Jónfríður Hall-
dóradóttir, sem lézt að heimili
sínu 16. þ. m., 86 ára að aldri.
Með Jónfríði er gengin merk
og göfug kona, sem mun verða
minnisstæð öllum er hana
þekktu, ekki sízt okkur sem vor-
um svo heppin að eignast henn-
ar traustu vináttu sem aldrei
brást og var okkur svo mikils
virði.
Jónfríður var fædd að Grund
um í Kollsvík við Patreksfjörð
22. okt. 1882. Var hún yngst 9
bama hjónanna Halldóru Hall-
dórsdóttur og Halldórs Ólafsson
ar er þar bjuggu þá. Hún ólst
upp í foreldrahúsum í stórum
hópi mannvænlegra systkina,
sem nú eru öll látin. Ung að ár-
um kynntist hún ungum og efnr-
legum Hafnfirðingi, Sigurjóni
t
Konan mín
Dagbjört Bjarnadóttir
Efstasundi 32
andaðist á Vífilsstöðum þ.
19. þ. m.
Kristján Jóhannesson,
börn, barnabörn og
barnabarnabörn.
t
Hjartkær dóttir mín og móð-
ir okkar
Sigríður Þórisdóttir
(Agga)
andaðist 20. janúar á Land-
spítalanum.
Þórunn Rögnvaldsdóttir
Þórir og Þórunn
Hjallaveg 52.
t
Konan mín
Elín Guðmundsdóttir
frá Kalmannstungu í Höfnum
andaðist í Landsspítalanum 20.
þessa mánaðar.
Ketill Ólafsson.
t
Maðurinn minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
Helgi Jónsson
fulltrúi, Réttarholtsvegi 43,
lézt að heimili sínu mánudag-
inn 20. jan. 1969. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Lára Valdadóttir, böm,
tengdaböm og barnaböm.
t
Útför konunnar minnar
Steinvarar Jóhannesdóttur
frá Svínavatni
fer fram í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 23. janúar kl.
10,30 f.h.
Pétur Ágústsson.
Gunnarssyni frá Gunnarsbæ i
Hafnarfirði. Þau giftust 13. ág.
1905 og bjuggu fyrst á Patreks-
firði, en fluttust hingað til Hafn
arfjarðar árið 1907 og bjuggu
lengst í húsinu að Hverfisgötu
45.
Jónfríður og Sigurjón eignuð
ust 9 börn. Eina dóttur misstu
þau nýfædda, og önnur dóttur
þeirra, Stefanía, sem var búsett
á Siglufirði, lézt í blóma lífs-
ins árið 1940. Börn þeirra, sem
lifa móður sína, eru öll búsett
í Hafnarfirði og Reykjavík, nema
ein dóttir sem býr á ísafirði.
Barnabörn þéirra eru 27 og
barnabarnabörn 29.
Sigurjón lézt 16. maí 1967, en
Jónfríður bjó áfram í húsi þeirra
í sambýli við Harald, yngsta
son sinn og fjölskyldu hans. Var
sú sambúð mjög til fyrirmyndar
og naut Jónfríður hlýju og ást-
úðar Haraldar og hans ágætu
konu, Klöru Guðmundsdóttur,
og samvistanna við börn þeirra,
sem ávallt sýndu ömmu sinni
skilning og nærgætni. Fyrir það
vilja börn Jónfríðar þakka við
leiðarlok, og telja þau sig aldrei
geta launað þá ómetanlegu um-
hyggju
Ástúðlegra samband móður og
barna hef ég aldrei þekkt, og
finnst mér viðhorfi tengdabarna
Jónfríðar bezt lýst með orðum
einnar tengdadóttur hennar, sem
sagði um hana fyrir fáeinum ár-
um. „Ef ég ætti eina ósk börn-
um mínum til handa, myndi ég
óska þess að ég mætti verða
þeim eins og hún er okkur öll-
um.“
Við sem höfum lifað mesta alls
nægtatímabil þjóðarinnar á und
anförnum áratugum, getum ekki
gert okkur ljóst hversu mikið
þrekvirki það var, að koma upp
stórum barnahópi á fyrstu tug-
um þessarar aldar, þegar skort-
urinn stóð nálega við hvers
manns dyr. Þetta tókst Jónfríði
og Sigurjóni með miklum mynd
arbrag, og lagði Jónfríður manni
sínum lið með ráðum og dáð, og
stundaði oft hverja vinnu sem
t
Maðurinn minn og faðir okk-
ar
Gísli Gíslason
frá Lambhaga,
til heimilis að Álfheimum
19, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn
24. þ.m. kl. 13,30.
Hólmfríður Björgvinsdóttir
og börn.
t
Útför
Ólafs J. Sigurðssonar,
Tjarnarbraut, 3, Hafnarfirði,
sem andaðist að Sólvangi
laugardaginn 18. þ.m. fer
fram frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði fimmtudaiginn
23. janúar kl. 2 eftir hádegi.
Fyrir hönd systkina,
Þórunn Sigurðardóttir.
t
Hjartans þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og systur
Áslaugar Guðmundsdóttur
Börn, tengdaböm,
bamabörn og systur.
hægt var að fá után heimilis, á
meðan börnin voru í ómegð. Þeg
ar heim var kbmið eftir langan
og erfiðan vinnudag, tóku heim-
ilisstörfin við, og voru þá ekki
taldar vökustundirnar og næt
ursvefninn oft ekki langur.
En þetta fékk hún allt ríku-
lega launað á efri árum, með
umhyggju elskulegra afkomenda,
sem umvöfðu hana ástúð og kær
leika og reyndu að létta henni
byrðar ellinnar eins og unnt
var.
Jónfríður var grein af sterk-
um og kjarnmiklum stofni óvenju
vel greind, ljóðelsk og bók-
hneigð og auðgaði anda sinn
með lestri góðra bóka, þegar tóm
stundir gáfust. Hún var svo lán
söm að halda óskertum sálar-
kröftum alla ævi, þó að líkams-
þrekið væri farið að þverra á
síðustu árum. Hún naut þeirr-
ar ánægju að eiga sitt eigið heim
ili til hinstu stundar og fá að
sofna síðasta blundinn í þessu
lífi í húsinu, sem hún hafði lif-
að og starfað í um áratugi og
var henni svo kært.
Á þessari kveðjustund er
mér þakklæti efst í huga. Ég
þakka allar samverustundirnar
sem ég átti með Jónfríði, móður-
systur minni, og hennar hlýju
vináttu, sem ég varð aðnjótandi
frá bernsku. Til hennar var
ávallt gott að koma, og hjá
henni var gott að leita ráða ef
vandamál bar að höndum. Nú er
hún horfin af þessu tilverusviði,
en við sem eftir lifum, geymum
minningarnar um líf hennar og
starf og á þær ber aldrei skugga
Ég sendi ástvinum hennar
innilegar samúðarkveðjur og bið
sál hennar blessunar guðs á
þeirri vegferð, sem hún nú er að
hefja í eilífum heimkynnum kær
leikans.
Hulda S. Helgadóttir.
t
Hjartans þökk til allra, er
sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför
Halldórs Einarssonar
Laugateigi 54.
Jóna Jónsdóttir
og synir.
t
Önfirðingar og aðrir velunn
arar nær og fjær. Þökkum
innilega auðsýnda isamúð og
alla vinsemd við andlát og
jarðarför
Sigríðar Sturludóttur
frá Breiðadal.
Óskum ykkur allrar bless-
unar á nýja árinu.
Aðalsteinn Guðmundsson
og börnin, FlateyrL
Ólöf Bemharðsdóttir og
Sturla Þórðarson,
Breiðadal.
Ingibjörg Úlfarsdótt-
ir — Minningarorð
HÚN Imba er dáin. Hljóðlát og
æðrulaus gekk hún á fund herra
síns þegar kallið kom.
Ingibjörg Úlfarsdóttir var
fædd 13. okt. 1893 áð Fljótsdal
í Fljótshlíð. Foreldrar hennar
voru Guðlaug Brynjólfsdóttir og
Úlfar Jónsson bóndi í Fljóts-
dal.
Ingibjörg var elzt systra sinna
og ein af 15 bömum móður
sinnar. Snemma hefur hún þurft
að taka til hendi, enda viljug og
verklagin við að uppfræða og
aðstoða yngri systkin sín. Varla
hefur allt verið til staðar sem
nú þykir sjálfsagt, en gert var
það bezta úr öllu og hópurinn
samheldur.
En skugga daúðans leggur yf-
ir bæinn. Unga móðirin fellur
í valinn, deyr af barnsburði.
Það er langt til læknis á af-
skektum sveitabæ. Hópurinn
ver'ður harmi lostinn. Víst hef-
ur þá skylduræknin og lipurðin
hjá Ingibjörgu komið sér vel.
En tíminn græðir öll sár. Úlf-
air faðir þeirra kvæntist aftur,
ungri og glæsilegri konu, Krist-
rúnu Kristjánsdóttur sem býr á
Grund og enn er ótrúlega em.
Með henni eignaðist hann þrjú
böm.
Eftir það fer hópurinn í
Fljótsdal að dreifast, enda elztu
börnin komín á legg og farin að
vinna fyrir sér. Ég veit að eng-
inn hefur verið svikin af vinn-
unni hennar Ingibjargar, enda
voru öll þessi systkin vinnusöm
og listræn að handbragði.
Þann 3. nóv. 1928 giftist Ingi-
björg eftirlifandi manni sínum,
Guðjóni Þorgfeirssyni, ættuðum
úr Landeyjum. Má þá segja að
upphæfust hveitibraúðsdagar,
sem staðið hafa síðan, meðan
bæði lifðu. Þau bjuggu fyrstu
árin í Vestmannaeyjum og eign
uðust þar tvö börn og ólu upp
að einhverju leyti hið þriðja,
sem Guðjón hafði eignazt áður
en hann kvæntist. Síðan fluttu
þau til Reykjavíkur og hafa
lengst af átt indælt heimili að
Sundlaugavegi 26.
Nú ha-fa verið höggvin stór
skör'ð í þennan fríða og kjam-
góða hóp, sem ein fegursta sveit
íslands fóstraði upp af sterkustu
stofnum íslenzkra bændahöfð-
ingja. Ættarmótin leyna sér
ekki. Þrautseigja, æðruleysi,
iðni og ættrækni um umfram
allt hjartahlýja. Hún Ingibjörg
var óspör á sporin þegar hún
vissi um einhvem sjúkan og van
sælan. Það þekkti ættfólk henn-
ar vel. Og alltaf kom hressandi
andblær með henni inn úr dyr-
unum. Það eru fleiri börn en
hennar eigin barnabörn sem
sakna nú vinar. Mjúku, hlýju
hendurnar hennar hafa strok-
ið margt tárið af votum hvarmi.
Hressilegi rómurinn hennar svipt
burtu kvíða og áhyggjum. Já,
það eru margir sem geta þakk-
að fyrir saimferðina á liðnum
árum.
Ég votta Guðjóni, börnum
hans, tengdabömum og barna-
börnum innilega samú’ð mína.
Friður Guðs umvef ji sálu hinn-
ar látnu í landi lifenda.
Oddrún Pálsdóttir.
Sigurjón
skipstjóri
(Hinzta kveðja frá Norðlend
ingum.)
Fyrir 3 árum síðan var þess
víða minnst, fyrat og fremst í ís-
lenzkum og frakkneskum blöð-
um, að þá voru liðin 30 ár síðan
hafrannsóknarskipið franska
Pouxqoi Pas forst með allri áhöfn
að einum háseta undanteknum,
sem bjargaðist með undraverð-
um hætti, í aftaka suðvestan
stormi á Mýrum. Meðal þeirra
sem fórust var hinn heimskunni
vísindamaður Charcot.
Aftakaveður þetta gekk yfir
allt landið — og þá einnig yf-
ir hafsvæðið út af Norðurlandi
Haustið 1936 stunduðu yfir
100 síldveiðiskip reknetaveiðar
frá Siglufirði. Voru skip þessi
frá 12 tonnum og vart yfir 50
tonn að stærð.
Að kveldi hins 16. september
lét síldveiðifloti þessi úr höfn.
(Einn var þó sá skipstjóri, sem
ekki ieizt á veðurútlitið, Dúi
Guðmundsson, ættaður úr Fljót-
um. Fórst hann á stríðsárunum
með skipi Óskars heitins Hall-
dórssonar, útgerðarmanns, „Jarl-
inum“)
Þessa sömu nótt skall það af-
takaveður á sem grandaði Pour-
qoui Pas — svo sem áður getur.
í þessum náttúruhamförum
fórst v.b. Þorkell máni frá Ól-
afsfirði með 5 manna áhöfn —
og var þar enginn til frásagnar.
Meðal þeirra báta, sem köst-
uðu netum þessa nótt út af
Siglufirði var v.b. Einar frá Ak-
ureyxi. Lennti áhöfn þessa báts,
Einarsson
— Minning
5 menn að tölu, í mesta lífs-
háska með því að vél bátsins
stöðvaðist og reyndist ókleift,
að koma vélinni í gang. En það
varð guðslán þessarar áhafnar,
að togarinn Garðar, skipstjóri
Sigurjón Einarsson, bar þar að
og hóf þegar björgunartilraun
með áhöfn sinni. Er skemmst frá
því að segja að með snarræði
og sjómennskukunnáttu tókst
þeim Sigurjóni og áhöfn hans
að koma taug yfir í Einar og
bjarga áhöfninni, 5 mönnum, svo
sem áður getur um borð í tog-
arann Garðar.
Þegar undir morgun leið fór
storminn að lægja en hauga-
sjór hélzt fram eftir degi.
Á öruggri siglingu Garðars að
landi, með vélbátinn Einar í eft-
irdragi kom hann að vélbátnum
Brúna frá Siglufirði. Var þessi
bátur einnig með bilaða vél og
þurfti á aðstoð að halda. Tókst
togaranum Garðari einnig að
koma taug yfir í Brúna, en ekki
þótti ráðlegt, eins og á stóð, að
freista þess, að flytja áhöfn
milli skipa.
Þannig var þá ástatt út af
Hellunni þegar sá harmleikur
gerðist, að tveir af áhöfn Brúna,
vélstjóri og háseti drukknuðu.
Vélskipið Dronning Alexand-
rine bar þar að, á vesturleið
frá Akureyri og réðst hinn
látni heiðursdrengur, Emdal
skipstjóri, eflaust af einskærri
góðmennsku í það að veita
Brúna aðstoð. Vegna sjólöðurs
og ókunnugleika var honum þvl