Morgunblaðið - 22.01.1969, Side 17

Morgunblaðið - 22.01.1969, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1969. 17 Áburðarefni í gossandi Vestur-íslendingur leggur orð í belg SVARMITT EFTIR BILLY GRAHAM PP^ilP J MÉR þykir ágætt að fara í kirkju. En presturinn okk- ar er svo neikvæður í predikun sinni, að það er alveg að fara með mig. Ég hélt, að kristindómurinn væri trúarbrögð vonarinnar. Teljið þér það góðu kynningu á kristindómnum, þegar kristnir menn eru svona von- lausir? Nei, engan veginn! Reyndar er meiri von í sönnum kristindómi en í nokkru öðru í heiminum. Satt að segja er naumast um að ræða von annars staðar. Biblí an talar um trúna sem sæluvon, „sem vér höfum eins og akkeri sálarinnar, traust og öruggt. Og það nær alla leið inn fyrir fortjaldið“. Ég hef líka verið sakaður um að vera neikvæður, en ég er einungis neikvæður, þegar ég tala um fals- vonir fólks. Við boðum enga von handa heimi, sem byggir á mannlegu hugviti. Við boðum enga von þeim heimi, sem er reistur á efnishyggju, þar sem fégirnd er afl þeirra hluta, sem gjöra skal. Við boð- um enga von þeim heimi, sem hafnar trúnni á Guð og lifir fyrir líðandi stund, en himinninn má bíða. Og það er slík veröld, sem milljónir manna eru að reyna að byggja. 1 þessu efni má vera, að þjónn fagn- aðarerindisins fái orð fyrir að vera neikvæður. En hann boðar ekki allt fagnaðarerindið, nema hann láti hinn jákvæða tón náðar Guðs kveða við: „Þar sem syndin jókst, þar flóði náðin yfir enn meir“. Þetta eru gleðitíðindin: Jafnvel í hrjáðum og hrelld- um heimi eigum við von. En sú von er æðri þessum fallvalta heimi. Það er vonin í Jesú Kristi. Bókasafn Kópa- vogs 15 ára MEÐAL þeirra Vestur-íslend- inga, sem komu hingað funda- ferð á liðnu sumri, voru þau hjónin Hóimfríður og Hjálmur Danielsson í Winnipeg. Þau ferð- uðust nokkuð um landið og m. a. komu þau í Þjórsárdal. Þar varð Hjálmur bæði undrandi og hrif- inn er hann leit nýgræðurnar á vikrunum hjá Búrféllsstöðinni, þar sem grængresið bylgjaðist á 1000 hektörum, þar sem ekki sá stingandi strá fyrir tveimur ár- um. Þegar heim kom ritaði hann grein um þetta í Lögberg-Heims- kringlu, og er sannfærður um að áburðarefni sé d vikri og sandi sem kominn er úr iðrum jarðar. Til stuðnings máli sínu minntist hann á það, sem Árni Óla segir í bókinni „Þúsund ára sveitaþorp“ um gróðurbreyting- ar í Safamýri. Þar er bent á, að Valla-annáll segi frá merkileg- um gróðurbreytingum eftir Heklugosið 1683: „Þá var mikið sandfall. Kom mitt upp úr vikr- inum og jarðlími því, er sandin- um fylgdi, gtargresi hátt og mik- ið. Var það slegið um sumarið og kom að góðu gagni; eigi þótti bíta vel á það fyrir seigju sakir; mjólkaði af því mjög vel“. Enn- fremur segir Ámi frá því, að fyrir aldamótin 1800 hafi Safa- mýri varla verið annað en beiti- land, graslítil, víða þýfð, með fjalldrapa og lynggróðri. En upp úr aldamótunum hafi komið hlaup í Þverá og hafi vötnin þá brotizt vestur í Safamýri og flætt yfir hana alla. Þá hafi hún tek- ið algjörum stakkaskiptum. Hún varð slétt, mosi, lyng og fjall- drapi hvarf, en þar þaut upp svo grós'kumikil stör, að furðu sætti. Varð þarna brátt svo mikill hey- skapur að menn sóttu þangað 1000 kýrfóður. Hvernig stóð á þessari miklu breytingu? Árni hyggur að Keflu sandurinn, sem vötnin báru í mýrina, hafi haft í sér einhver þau efni, sem megnuðu að vekja til lífs blundandi stararfræ í jarð veginum og telur að rannsaka ætti Heklusandinn betur en gert hefur verið. Um þetta er Hjálmur honum alveg samdóma og telur að einn- ig ætti að rannsaka eldfjallavik- ur. Hann segir svo: GRÉIN HJÁLMS í sambandi við hugmynd Árna Öla, viðvíkjandi áburðarverð- mæti vikurs, þá virðist vel þess vert, að gera tilraunir í smáum stíl, þar sem mikig er af vikri eins og t. d. Eyahrepp í Snæ- fellsnessýslu. Þar er gnægð vik- urs á bak við bæinn á ytra Rauðamel. í hreppnum er mikið mýrlendi, sem er lélegt til beit- ar. Ég man það vel, er faðir minn fluttist frá Holmlátri að Kolviðarnesi, þá vildu skepn- urnar helzt ekki líta við gróðr- inum í mýrlendinu; vitrasta hryssan strauk þegar til Holm- láturs, vegna þess hvað hún hafði mikla óbeit á bithaganum þarna; kýrnar æddu um fjöru yfir leirurnar út aQ Núpunesi og stálust þar í beit, en sumar ærnar fóru út í eyar og varð stöðugt að hafa gát á því að þær flæddi ekki. Alfræðibókin Americana segir að efnin í vikur sé þessi: 60—75% kísill, ásamt kalki, álmi, sóda járni o. fl. Vísindamenn hér halda því fram, að nauðsyn- legt sé að hafa fosfór með kalki, til þess ag gróður og skepnur hafi þess not. f sambandi við það langar mig til að segja frá því sem kom fyrir í grunnavatns- byggð árið 1908. Grunnvatn flæddi yfir allt engj umhverfis vatnið. Bændur urðu þes,s vegna að notast við slægjur í mýrar- kerum inni í skóglendi. Þar fengu þeir mjög lélegt hey. Næsta vor fengu kalffullar kýr beinkröm; beinin urðu gljúp og sumar beinbrotnuðu á básunum, svo að þeim varg að lóga. Vís- indamenn held-u að þetta stafaði af kalkskorti. Og það var ekki fyr en árið 1925, að þeir sann- færðust um að orsökin til krank leikans hafði verið skortur á fos- fór, og þá sögðu þeir, að kalkið kæmi ekkj að gagni fyrir gróð- ur og skepnur, nema fosfór fylgdi. Eftir það fóru sumir bændur að gefa beinamjöl með fóðrinu, þangað til lækkaði í vatninu. Oft dreymir mig vökudrauma um að verksmiðja rísi hjá Briissel 18. janúar — NTB — FRANSKA stjómin hefur móðg- ast sökum þess að ráðgert er að enska verði töluð sem aðalmál á vísinðaráðstefnu, sem halda skal við Rannsóknamiðstöð Kjara orkusamvinnunefnðar Evrópu í Ispra á ftalíu. Hafa Frakkar mót mælt þessu við Evrópuráðið í Brússel. Franska stjórnin segir, að ekki sé hægt að leyfa að enska verði töluð í þessu tilviki, þar sem hún sé ekki hið opinbera mál, sem talað er í fjölmörgum stofn- unum innan vébanda Evrópusam RauQamel til að vinna úr rauða gjallinu allskonar efni: kalk til að fyrirbyggja kal í túnum, efni í glerskálar, efni í tannduft o. fl., en allt þetta segir Alfræðimókin að hægt sé að vinna úr vikri. Hjalmur F. Danielsson. Jólin ó Grund Jólamánuðurinn er heldur eril- samur hjá okkur á Grund og Minni-Grund, enda er heinailið stórt og vistfólkið margt. Að venju komu margir góðir gestir, til þess að skemmta vist- fólkinu um jólin og nýárið. Lúsíurnar komu með kertaljós, bandarískir hljómleikamenn héldu jólatónleika og einnig kom söngkór flugliða og hélt söng- skemmtun. Barnakór frá Landa- kotsskóla söng fyrir vistfólkið og færði því að gjöf 60 jólapakka. J Pétur Pétursson sýndi okkur þá l velvild, að koma með frönsku Næturgalana, og ungar stúlkur og piltar úr K.F.U.M. og K. að- stoðuðu vel við guðsþjónustur um jólin, og þá ekki síður á þrettándakvöldi, en bá héldum við okkar aðal jólaskemmt’ian. 1 þetta sinn söng Grundarkórinn, sem er skipaður vistfólki, en Einar Sturluson óperusöngvari hefur æft og stjómar. Á annan jóladag hélt séra Frank Halldórsson guðsiþjónustu, me'ð aðstoð söngkórs og organ- leikara Neskirkju. Séra Jón Bjarman æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar annaðist guðsþjón- ustu 29. desember, en á gamlárs- dag kom, að vanda, séra Þor- steinn Björnsson, Fríkirkjuprest- ur ásamt organleikara og söng- kór. Á nýánsdag kom Kristinn Hallsson óperusöngvari og söng við guðsþjónustu hjá séra Lárusi Halldórssyni. Vistfólkinu bárust margar kveðjur, bréf, jólakort og gjafir víðsvegar að. Átthagafélögin gleyma ekki sínu fólki. Góðar gjafir bárust frá: Borgfirðinga-, Siglfirðinga-, Skagfirðinga- og Austfir’ðingafélögunum. Rebekku systur og Blindravinafélagið muna alltaf eftir blinda fólkinu, en Kvenfélag Háteigssóknar sendi vistfólkinu úr þeirri sókn jólagjafir. Góðvinur okkar, Tómas Tómas son, forstjóri ölgerðar Egils Skallagrímssonar sendi mikið af gosdrykkjum og jólaöli og frá Sandholtsbákaríi barst mikið af alls konar kaffibrauði. Efalítið hefur eitthvað gleymzt hjá mér í þessu yfirliti og bið ég viðkomandi afsökunar á því. En öllum þeim, sem hjálpuðu okkur á einn eða annan hátt, til þess að halda gleðileg jól, er þakkað af alhug fyrir hönd heimilisfólks ins. Starfsfólkinu þakka ég sfðast en ekki sízt, fyrir öll störfin, sem unnin vora af samvizkusemi og trúmennsku. Gísli Sigurbjörasson. vinnunnar. Telur stjórnin að á ráðstefnunni ætti að nota frönsku, hollenzku, þýzku eða ítölsku. Þeir, sem undirbúa fyrrgreinda ráðstefnu, hafa útbúið öll skjöl varðandi hana á ensku. Þar við bætist, að innan Efnaahgsbanda- lags Evrópu hefur enska átrnnið sér sess í vaxandi mæli sem ráð- stefnutungumál, enda þótt enska sé ekki talin opinber sem slík. Margar tilkynningar Evrópuráðs ins liggja fyrri á ensku og á fjöl mörgum ráðstefnum hefur verið túlkað á ensku. í HAUST voru liðin 16 ár síðan Bókasafn Kópavogs tók til starfa, en stofndagurinn er 15. marz 1953. Fyrstu árin var safnið til húsa í tveimur barnaskólum bæjarins og voru þá bókaverðir Sigurður Ólafsson, nú skrifstofu- stjóri bæjarins og Jón úr Vör, skáld, sem tók einn við safninu haustið 1962 og hefur það verið aðalstarf hans síðan. iÞá fékk safnið aðalaðsetur sitt í Félags- heimi Kópavogs. Auk Jóns starfa stuttan tíma á dag þrír menn við afgreiðslu og bókaviðgerðir. f Félagsheimilinu eru starf- ræktar þrjár deildir, Almenn deild fyrir fullorðna, barnabóka- deild og lestrarsalur, ennfremur barnabókaútlán í Kársnesskóla og Digranesskóla. Bókaeign er nú 16 þúsund bindi. Láta mun nærri að notendur safnsins ár hvert séu 15-18 hundruð og lán- uð séu út að jafnaði í öllum deild um 200-á%0 bindi hvern útláns- dag. Af nýjum bókum eru keypt Los Angeles, 18. janúar — AP — TVEIR meðlimir öfgahreyfingar- innar „Svörtu hlébarðamir" voru skotnir til bana í gær á fundi blökkumanna í háskólan- um í Kaliforníu. Þegar byssu- skotin heyrðust þustu fundar- menn, sem voru um 75, út og einn þeirra kastaði sér út um glugga. Lögreglan hafði í morg- un ekki komizt á snoðir um, hver framið hafði morðin, en níu manns voru í varðhaldi til yfir- heyrslu. Þeir, sem drepnir voru, hétu John Huggins, 23 ára og Alprentice Carter, 26 ára. Þeir voru báðir nemendur við háskól ann. Báðir mennirnir voru skotnir einu skoti, Huggins neðarlega í 4 eintök af öllum barnabókum og 1-3 af öðrum bókum. Auk þess er stöðugt keypt mikið af eldri bókum og fyrir 25-50 þús. kr. á ári af fágætum ritum og merkum safnritum fyrir lestrar- salinn. Við safnið er starfrækt bókaviðgerðarstöð. í frétt frá safninu í tilefni af- mælisins segir að nokkur lægð hafi komið í útlán fyrsta sjón- varpsveturinn, en nú gæti þess ekki lengur. Notenum fer sífellt fjölgandi. Vinsælustu höfundar eru: Ármann Kr. Einarsson, Jenna og Hreiðar, Jón Sveinsson, Stefán Jónsson, Ragnheiður Jóns dóttir, Guðrún frá Lundi, Guð- mundur Hagalín, Halldór Lax- ness, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristmann Guðmundsson, Gunn- ar M. Magnúss. Stjórn safnsins skipa nú: Gísli Pétursson, formaður, Frímann Jónasson, ritari og Guðmundur Karlsson, meðstjórnandi. bakið, en Carter ofarlega í brjóst ið. Þeir létust í kaffisalnum í háskólabyggingunni, þar sem þeir voru, er þeir voru skotnir. Skotin heyrðust, er fundi var að ljúka, þar sem til umræðu voru, hvaða hæfileika sá mað- ur skyldi hafa, sem taka átti við stöðu sem framkvæmdastjóri bandarísk-afrísku miðstöðvarinn- ar við háskólann, en í honum eru nær 30.000 stúdentar. Eng- inn sérstakur félagsskapur stóð að fundinum, sem verið var að halda. Haft var eftir vitnum, að mik- ill glundroði hefði orðið, er skot in heyrðust, en ekki var vitað, hvaðan þau komu. De Caulle — móðgasf enn Nú má ekki tala ensku á vísinda- ráðstetnum Tveir stúdentor skotnir við Koliforníuhúskóla Báðir blökkumenn og meðlimir „Svörtu hlébarðanna14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.