Morgunblaðið - 22.01.1969, Síða 23

Morgunblaðið - 22.01.1969, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 19©9. 23 Flugvélaræningjar í þrælkunarvinnu Brunaverðir að störfum í Xrésmiðaverkstæði Slippfélagsins. Eldur í trésmíðaverk- stæði Slippfélagsins Montreal, Kanada, 21. jan. (AP). DAGBLAÐIÐ „Xhe Montreal Star“ skýrir frá því í dag að ekki sé öllum flugvélaraeningjum jafn vel tekið á Kúbu. Segir blaðið að ef ræningjamir séu ekki pólitísk. lr flóttamenn, hljóti þeir að jafn- aði fimm ára vist í vinnubúðum við komua til Kúbu. - RÁÐHERRAR Framhald af hls 1 því við að þar í landi væri fjölda threyfing, sem ynni að nýrri upp- reisn. „Það má með fullri vissu segja að andspænis þeim stormi, sem bandaríska þjóðin er að leysa úr læðingi, verða dagar Nixons í Hvíta húsinu enn erf- iðari en Johnsons," sagði Pek- ingútvarpið. í Moskvu er Nixon sakaður um að hafa leitt hjá sér að minn ast á alþjóða deilumál í ræðu sinnj við embættistökuna. í „Izvestia", málgagni stjórnarinn- arinnar, er grein eftir fréttarit- ara blaðsins í Washington, og fagnar 'hann því að Nixon hafi heitið því að stjórn hans skuli ávalt vera reiðubúin að ræða málefnin við fulltrúa annarra (ríkja. Hins vegar segir fréttarit- arinn að Nixon hafi ekki minnzt á brýnustu vandamálin, eins og árásarstyrjöld Bandaríkjanna í Vietnam eða deilur Araba og Gyðinga. Frönsk blöð eru yfirleitt vin- samleg í garð Nixons, en flest þeirra segja þó að heimurinn bíði eftir aðgerðum. Sum vestur- þýzk blöð eru einnig varkár í dómum sínum. Þar kemur einn- ig fram það álit að Nixon ætti ekki eingöngu að helga sig al- þjóðamálum, heldur þyrfti hann að lyfta Grettistaki heima fyrir. Þannig segir til dæmis frjáls- lynda blaðið „Frankfurter Runds chau“: „Það væri voðalegt ef Nix on yrði meira ágengt erlendis, en heima fyrir. Hann verður að græða sárin í sínu eigin landi.“ „Dagens Nyheter" er áhrifa- mikið blað í Stokkhólmi, og seg ir um nýja forsetann: „Bilið hef- ur breikkað í Bandaríkjunum, en Nixon reynir að halda því fram að hann — maðurinn sem kos- inn var með litlum meirihluta atkvæða — sé kjörinn til að sam eina þjóðina." Sænska íhalds- blaðið „Svenska Dagbladet" er vingjarnlegra og segir: „Margt bendir til þess að óskir Nixons um frið í Víetnam fái að ræt- ost.“ Meðan blöð og stjórnmálamenn erlendis voru að vega og meta nýja forsetann í Bandaríkjun- um, einbeitti Nixon sér að því að taka við stjórnartaumunum, og reyna að láta forsetaskiptin ekki hafa áhrif á daglegan rekst- ur mála í Washington. Þótt hann hafi verið á dansleikjum og ekki gengið til náða fyrr en klukkan hálf þrjú í nótt, fór hann á fæt- ur klukkan sjö að vanda, snæddi hafragraut, og drakk appelsínu- safa og kaffi eins og venjulega, en var kominn til skrifstofu sinn- ar klukkan hálf átta. Var þá eng inn starísmanna hans mættur, því þeir höfðu einnig verið að skemmta sér kvöldið áður. Rætt- ist þó fljótlega úr því, og síðdegis í dag sat nýi forsetinn fund með öryggisráði Bandaríkjanna. Á morgun, miðvikudag, kem- ur nýja ríkisstjórnin saman í „Austurherbergi" Hvíta hússins, og þar sverja ráðherrarnir 12 em- bættiseiða sína. Hefur öldunga- deild þingsins samþykkt skipan ellefu þeirra í embætti, en á eft- ir að taka ákvörðun um Walter Hickel, fyrrum ríkisstjóra í Al- aska, sem á að taka við em- bætti innanríkisráðherra. Er þess vænzt að skipan hans hafi verið staðfest áður en ráðherr- arnir sverja eiða sína á morgun. Blaðið kveðst hafa þessar upp- lýsingar sínar aftir háttsettum aðilum í alþjóða flugmálum, sem segi að yfirvöld á Kúbu hafi nána samvinnu við svissneska sendiráðið í Havana um mál flug vélaræningjanna, en sendiráð Sviss annast einnig málefni Bandaríkjanna á eynni. Kanna yfirvöldin, í samráði við sendi- ráðið, skjöl flugvélaræningjanna og leita staðfestinga á frásögnum þeirra. Árangurinn er sá, segir „The Star“, að um helmingur þeirra, sem ænt hafa bandarískum flug- vélum, og neytt þær til að fljúga til Kúbu, hefur verið dæmd-ur til hámarksr-efsingar samfcvæmt gildandi lögum þar í la-ndi. Hinir, sem rænt ha-fa bandaríkum flug- hla-upa úr landi af stjórnmála- ástæðum, fá hins vegar góðar móttökur. Heimildir kanadíska blaðsins hafa það eftir talsmönnum sviss- neska sendiráðsins í Havana að yfirvöldin þar í borg hafi komizt að ra-un um að a. m. k. 18 flug- vélaræningjar ha-fi verið glæpa- eða vandræðamenn. Hafa þeir allir verið dæmdir til þrælkunar- vinnu á sykurekrunum með öðr- um pólitískum föngum og glæpa mönnum. „The Star“ segir að yfirvöld á Kúbu hafi ekki viljað skýra frá þessum staðreyndum, því þar með skýrði þau umheiminum frá að sumir þeirra, sem flýja Banda ríkin geri það ekki vegna óánægju með ríkjandi stjórnar- far. - TÉKKÓSLÖVAKÍA Framhald af bls X sá mynd af honum í blaði og fékk þá taugaáfall. Er hún nú í sjúkrahúsi, segir blaðið. Blómum prýddir fánar blakta nú á opinberum byggingum í Prag. Þá var haldin einnar mín- útu þögn til þess að minnast dauða Palachs, sem framdi sjálfs morð til þess að mótmæla rit- skoðun í landinu og hernámi Rússa. SEGIR SVOBODA AF SÉR? í dag skýrðu blöð ýtarlega frá því, sem gerzt hafði í landinu og lögðu áherzlu á áskorun Ludviks Svoboda forseta um að reyna að koma í veg fyrir harmleik fyrir þjóðir Tékkóslóvakíu. í Prag er það álit mangra, að ræða Svo- boda bendi til þess, að hann hyggist segja af sér embætti sínu, ef stjórn landsins fær ekki full- an stuðnings fólksins í landinu. í dag bárust fréttir um marg- víslegar aðgerðir vegna dauða Palachs í mörgum borgum Tékkó slóvakíu, svo sem Bratislava, Brno, Plzen, Usti nad Labem, Ceske Bodojovice og Ostrava. Blað sósíalistaflokksins, Svo- bodne Slovo, skýrði í dag með stórum fyrirsögnum frá kröfum þeim, sem stúdentar hafa bonð fram, þ.e.a.s. að fram fari þegar í stað lýðræðislegar kosningar til þjóðþingsins og tékkneska þjóð- arráðsins, 14. flokksþing komm- únistaflokksinis verði kallað sam- an, haldið verði áfram efnahags- endurbótum í landinu og að veitt ar verði upplýsingar um raun- verulegt efnahagsástand lands- ins. Þar að auki krefjast stúdent- ar afnám allrar ritskoðunar og þess, að sovézka áróðursblaðið „Zpravy" verði bannað. Pólska fréttastofan PAP skýrði í dag stuttlega frá dauða Palachs. Var þar sagt, að sjálfsmorð hans hefði fengið öflum fjandsamleg- um sósíalismanum tilvalið tæki- færi til þesis að efla starfsemi sína. Sagði PAP, að dauði Pal- achs hefði vakið spennu hjá fólki í Tékkóslóvakíu, en fréttastofan skýrði í stuttu máli frá mótmæla göngunni, sem fram fór í Prag í gær. Moskvublaðið Pravda skýrði einnig stuttlega frá dauða Pal- achs samtímis því, sem greint var frá áskorunum yfirvalda í Tékkóslóvakíu til fólks um að koma fram með ró og sýna still- ingu. Sagði Pravda, að öfl fjand- samleg sósíalismans reyndu að notfæra sér þennan atburð í ögr- unarskyni. MIKIL ÓLGA f BÚDAPEST. Samkvæmt fréttum frá Búda- pes>t hefur lögreglulið haft strangt eftirlit með háskólan- um þar síðan á mánudag og ennfremur hefur lögreglulið verið við aðra skóla þar í borg. Er sagt, að mikil spennan ríki í borginni yfir því, sem gerzt hef ur, og að ungverskir stúdentar vinni nú markvisst að því að fylgja fordæmi stúdenta í Tékkó slóvakíu með því að krefjast auk inna áhrifa á innanríkismál í landinu. í frétt ungversku fréttastofunn ar segir, að Sandor Bauer, sem er 17 ára, hafi tvisvar sinnum áður reynt að fremja sjálfsmorð, en fréttastofan skýrði ekki frek- ar frá því, að því undanskildu að það hefði gerzt fyrir tveimur árum. - FALSAÐI Framhald af bls. 24. Hrauni, þar sem hann afplánaði dóm fyrir ávísanafals. Var mann- inum sleppt áður en hann hafði afplánað þá refsingu sína til fulls auk þess sem hann átti inni ann- an dóm fyrir ávísanafals upp á meira en eitt ár. Á þessum þremur vikum, sem maðurinn fékk að ganga laus, komst hann yfir ávísanahefti frá nokkrum peningastofnunum og notaði þau sem að framan grein- ir. Maður þessi situr nú aftur aust ur á Litla-Hrauni og afplánar fyrri refsingu sína og mun hann með þessu hafa bætt eitthvað við dvalartíma sinn eystra. - MORÐIN Framhald af bls 1 ið í skyn í gærkvöldi, að pólitísk ar hvatir kynnu að liggja að baki morðunum, en þeir, sem mor'ðingjanna leita, hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér í þá átt. Hermennirnir þrir, sem myrtir voru, voru skotnir, þar sem þeir lágu í svefnpokum sínum í litlu varðhúsi við skotfærageymsluna. Einn þeirra, sem eftir lifði hlaut bæði skotsár og var jafnframt stunginn. Skýrði hann frá því, að tveir menn hefðu ráðizt á sig, sennilega á aldrinum 20—25 ára og hefðu þeir verið í khakijökk- um með herfatasniði. Þetta eru einu upplýsingarnar, sem leitar- menn morðingjanna hafa við leit ina að þeim, en hún er einhver sú umfangsmesta í sögu Vestur- Þýzkalands. ELDUR kom upp í trésmíðaverk- stæði Slippfélagsins við Mýrar- götu snemroa í gærmorgun, og varð þar mikill reykur. Nokkrar skemmdir munu hafa orðið þar. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn kl. 6.36, og var sagt að mikinn reyk legði út úr slipp- húsinu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn, kom í ljós að reyk- urinn var í trésmíðaverkstæði hússins. Þar hafði vélsög hitn- að gífurlega, og brennt sig nið- ur úr trégólfi, sem klætt er yfir - VIETNAM Framhald af bls 1 hefur verið formaður viðræðu- nefndar Suður-Vietnam, og verð- ur það áfram, en hann þurfti að bergða sér heim til viðræðna við Thieu forseta. Viðræðurnar í Saigon í dag voru haldnar í forsetahöllinni, og var Ky varaforseti viðstaddur. Fyrst ræddi Thieu forseti við Alexis Johnson, og síðar við Ells- worth Bunker sendiiherra og fjóra aðra starfsmenn banda- ríska sendiráðsins. Johnson hef- ur ferðazt um Suður-Vietnam undanfarna viku og ræddi þar við innlenda leiðtoga, auk þess sem hann hefur átt fundi með Ellsworbh Bunker sendiherra og Creighton W. Abrams hershöfð- inigja, sem er yfirmaður banda- rísku hensveitanna í Suður-Viet- nam. Sagði Johnson við frétta- menn í dag að loknum viðræð- um við Thieu forseta að hann mælti ekki með neinni breytingu á stefnu Bandaríkjanna varð- andi Vietnam. Hann kvaðst álíta að þróun mála þar í landi hefði miðað í rétta átt, en neitaði að segja nokkuð um hugsanlegan brottflutning bandarískra her- manna þaðan. í Hanoi segir blaðið Nhan Dan, málgagn stjórnarinnar, að saga viðræðnanna í París sanni það að málstaður Norður-Vietnam og ,,Þjóðfreisisfylkingarinnar“ hafi borið sigur af hólmi í Vietnam. Segir blaðið að í sambandi við viðræðurnar hafi loks tekizt að neyða Bandaríkin til að hætta skilyrðislaust öllum loftárásum á Norður-Vietnam. Þegar þeim áfanga var náð, var næsta verk- efni tekið fyrir, segir blaðið, og „það tók 2% mánuð að neyða Bandaríkin til að samþykkja óskipt hringborð, sem sannar að viðræðurnar eru fjórhliða, og að „Þjóðfrelsisfylkingin" er eini sanni fulltrúi suður-vietnömisku þjóðarinnar". steingólf, en holrúmið á milli er fyllt með spónum. Þar leyndust neistar, og þurftu slökkviliðs- menn að rífa upp stóran hluta trégólfsins til að komast fyrir eldinn. Slökkvistarf stóð í klukku stund. - DÆMDUR Framhald af bls. 2 ur ævilangt leyfisbréfum iðju og tollvörugerðar. Hæstiréttur staðfestí ákvæði héraðsdómsins um sektarupphæð sviptingu réttinda og málskostn að en lækkaði greiðslurnar til Ríkissjóðs og Styrktarsjóðs fatl- aðra þannig, að Þorsteinn skal greiða krónur 12.677.266.40 til Ríkissjóðs og 237.636.00 til Styrkt arsjóðs fatlaðra. Þá var Þorsteini gert að greiða kostnað af áfrýj- un málsins. Dóminum her að fullnægja með aðför að lögum. - CARMANIA Framhald af bls 1 var við, að skipið yrði sett I þurrkví, en ekki var vitað enn um, hve miklar skemmdir hefðu orðið á því. Áður en þremur dráttarbátum tókst að draga Carmaniu af rif- inu, þar sem skipið strandáði, voru 471 farþegi, sem í skipmu voru og 202 manna áhöfn þesis, flutt yfir í annað skip. Carmania var í 12 daga siglingu og strand- aði um 18 klst. eftir að skipið hélt úr höfn í Fort Lauderdale i Florida. Carmania er eign Cun- ard-skipafélagsins. - ÍÞRÖTTIR Framhald af bls. 22 — Hvernig lýst þér á lands- leikina? — Spánverjarnir eru fljótir og snöggir leikmenn, en hafa ekki yfir miklum skyttum að ráða. Það er efcki gott að segja hvernig fer, nái þeir góðri byrjun. En ég er mjög bjartsýnn á að við vinn- um þessa leiki. Við ættum að minnsta kostí að geta það. Ingólfur Óskarsson tók þátt I báðum landsleikjunum við Spán- verja í fyrravor og átti stærstan þátt í sigri í síðari leiknum, og skoraði þá 7 mörk. Fyrri leikur- inn fór fram utanhúss í miklum hita og töpuðu íslendingar hon- um með miklum mun. Sagði Ing- ólfur að aðstæðurnar í þeim leik hefðu verið svipaðar og ef viS byðum nú Spánverjunum að ieika úti hérlendis í frosti og kulda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.