Morgunblaðið - 24.01.1969, Síða 3

Morgunblaðið - 24.01.1969, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969. 3 Bjarndýradráp á Austurlandi — sagt frá þremur bjarndýradrápum frá fyrri tíð I»AÐ reyndist ekki rétt með farið hjá okkur að aðeins fjög nr bjamdýr hefðu verið unn- in á íslandi á þessari öld. í gær var okkur sagt frá þrem- ur dýmm er voru drepin á Austurlandi og tveimur á Ströndum, á öndverðri öld- inni og kunna þau að vera enn fleiri. Tókst okkur að ná sambandi við einn bjarndýrs- banann, Einar Vigfússon, og fá einnig frásögn af þeim ó- venjulega atburði er bjarndýr ruddist inn í eldhús á Eld- jámsstöðum á Langanesi. Þá var okkur einnig sögð skemmti leg saga af „bjarndýraveið- um“ á Seyðisfirði og látum við hana fylgja með. Björn unninn á Dalatanga 1918 Frostaveturinn 1918 unnu bræðurnir á Grund á Dala- tanga bjarndýr. Hafði það kom Einar Vigfússon, vann bjarndýr 1913. ið með ísnum og gengið á land. Röktu þeir slóðina inn i dal sem er skammt frá Grund og rákust þar á dýrið sem hafði grafið sig í skafl, líkt og á dögunum í Grímsey. Urðu þeir að skjóta nokkrum skotum í holuna, áður en dýr- ið reis upp. Unnu þeir síðan á því. Höglin fóru ekki inn úr bjóm- um Einar Vigfússon sagði svo frá: Þetta skeði í maí 1913, en um veturinn og vorið höfðu verið miklar hörkur og hafði hafís verið við Langanes, en lítið náð austur fyrir Langa- nes, nema þá stö'ku jakar. Sennilega hefur björninn kom ið inn á Héraðsflóa með stök- um ísjaka, er losnað hefur frá aðalísbreiðunni. Mikill snjór var í fjöllum og þykir mér sennilegt að björninn hafi lagt að landi þess vegna. Kom hann upp á Héraðssanda og þar urðu menn fyrst varir við hann. Einn bær þarna heitir Gagn stöð og menn þaðan fóru oft niður á sandana til að slá sel. Svo var einnig í það skiptið er fyrst varð vart við björn- inn. Maðurinn sá gráa þúst á sandinum og hugði að þarna lægi selur. Læddist hann að dýrinu, en þegar hann var í 4—5 metra fjar- lægð reis ísbjörn upp á aft- urlappirnar úr bæli, sem hann hafði gert sér í sandinn. Snéri þá maðurinn við og fékk til liðs við sig tvo menn sem þarna voru við silungsveiðar. Voru það þeir Ólafur Jóns- son síðar búfræðingur og Hall dór Þorkelsson frá Klúku í Hjaltastaðaþinghá. Síðan fóru þeir til bæja og náðu í hagla- byssu og lagvopn. Komust þeir mjög nærri birninum og hjó Ólafur til hans með lag- vopninu, en í sömu svipan sló björninn til hans. Náðu klærn ar í sjóstakk Ólafs og reif hann. Komu þeir síðan skotum í dýrið, bæði í haus og lapp- ir, en það virtist kippa sér lítið upp við það. Eftir að hafa skotið á hann nokkrum skotum, gáfust þeir upp og snéru til bæja. Ég átti þá heima á Hjalta- stað í Hjaltastaðaþinghá og var okkur jafnan boðið að koma út á sandana á vorin og týna kríuegg. Tveimur dög- um eftir að mennirnir urðu varir við björninn fórum við þangað og hafði dýrið þá fært sig úr stað og var komið þang að sem við ætluðum að vera. Sendi ég þá mann heim til mín eftir norskum herriffli er við feðgarnir áttum. Með þess um riffli var ég vanur að skjóta hreindýr og þá aldrei af styttra færi en svona 60 pietrum. Þegar ég komst í færi við ísbjörninn miðaði ég aft- an við bóginn og féll dýrið við fyrsta skot. Við fluttum síðan björninn heim á hesti og flógum af hon um bjórinn í belg og var ætl- unin að stoppa hann síðan upp. Ekki var hægt að segja að feldurinn væri fallegur, þar sem dýrið var töluvert farið að ganga úr hárum og orðið Fullvaxinn ísbjöm á jaka. sneplótt. Þegar yið flóum hann sáum við að höglin höfðu ekki náð að fara inn úr bjórn um, heldur sátu í honum. Samt var skinnið ekki þykkt t.d. ekki þykkar en sauðskinn. En hárin eru mjög þétt og hafa þau myndað brynju fyr- ir höglunum. Dýrið var í ágætum hold- um, enda hafði það haft nóg af sel á söndunum. Fundum við marga selshami í bælum hans. Hafði hann klippt af þeim hausinn og síðan étið ó- trúlega vel innan úr bjórn- um. Kjötið af birninum borðuð- um við, var það samryskja og mjög bragðgott. Það er af skinninu að segja að ég lét Halldór Þorkelsson fá það og fór hann með það til Ame- ríku. Þar varð að henda því, þar sem bannað var með lög- um að flytja inn óverkuð skinn. Dýrið ruddist alla leið inn í eldhús Þorkell Björnsson sagði Mbl. frá því að er hann kom í Eiðaskóla haustið 1925 hafi þar verið piltur frá Eldjárns- stöðum á Langanesi, Guðjón Kristjánsson að nafni. Á Eld- járnsstöðum hafði þá nýlega skeð sá atburður að bjarndýr ruddist alla leið inn í eldhús á bænum. Fólkið hafði nýlokið við að borða miðdagsmatinn er það varð vart mikinn gauragang og læti í hundunum frammi í ganginum, og að mikil skepna ruddist inn göngin. Flúði fólk ið úr eldhúsinu og upp í bað- stofuna, og í sömu svifum og það síðasta var að fara úr eldhúsinu ruddist þar inn stórt bjarndýr. Ekki var hægt að fylgjast með því sem gerðist í eld- húsinu, en af vegsummerki sýndu að dýrið hafði lokið við allar matarleyfar sem þar voru og brotið allt og braml- að. Síðan sneri það út göngin aftur og tók með sér einn hundinn, er það hafði drepið. Lagðist það síðan niður í hlað varpanum og tók að gæða sér á honum. Bóndinn átti byssu og hlóð hana með kúlum. Skreið hann síðan út um glugga á baðstof- unni og komst í ákjósanleg- asta færi við dýrið þar sem það lá í varpanum. Reyndist auð- velt að ráða björninn af dög- Björn unninn í Drangavík á Ströndum. Albert Kristjánsson í Hafn- arfirði vakti athygli okkar á því að Guðmunidur Guð- brandsson bóndi í Drangavík á Ströndum hefði unnið bjarn dýr 1932, og að á sama bæ hefði einnig verið unnið dýr fyrr á öldinni af Jóhannesi Magnússyni er bjó þar. Bjarndýrið sem Guðmundur drap var komið heim að fjár- húsi á bænum og varð hann var við það er hann var að koma frá því að gefa fénu. Fór Guðmundur heim og sótti byssu, og fór síðan upp á þakið á fjárhúsinu. Björninn var þá farinn að gæða sér á síld er var í tunnu við fjárhúsvegginn, svo fær- ið var mjög gott, enda felldi Guðmundur dýrið. Framhald á bls. 22 KIRKJUKVÖLD í NESKIRKJU 24. - 26. JANUAR Dagskráin í kvöld: Ávarp: Ingólfur Möller, sóknarnefndarformaður. Raddir æskunnar: Lára Guðmundsdóttir og Ragnar Baldursson. Ræðumenn: Guðni Gunnarsson, sr. Frank H. Halldórsson. Söngur: Æskulýðskór K.F.U.M. og K., Tvísöngur: Svala Nilsen og Margrét Eggertsdóttir. Organisti: Haukur Guðlaugsson. Ath.: Samkomumar hefjast kl. 20,20 með orgelleik. STAKSTEIMAR Fundarsköp útvorpsráðs Alþýðublaðið gerir að um- talsefni í gær fáránlegar full- yrðingar Framsóknárblaðsins um fundarsköp útvarpsráðs og segir þar m.a.: „Tómas (Karls- son) gagnrýnir þau fundarsköp sem farið er eftir í útvarpsráði. Hann hefur setið fjölda marga fundi, sem varamaður, en ekki haft fyrir því að spyrjast fyrir um, hvaða fundarreglum sé fyigt i ráðinu. Þarf hann þó ekki að fara lengra en til aðal- ritstjóra síns Þórarins Þórarins- sonar, sem hefur setið árum saman í útvarpsráði og þekkir vel starfsaðferðir þess. , . . Er því rétt að upplýsa, hver er regla útvarpsráðs um afgreiðslu mála með atkvæðagreiðslu. Þessi regla er byggð á langri liefð og hefur ekki verið vé- fengd af útvarpsráði árum sam- an, þótt skrifleg fundarsköp hafi aldrei verið sett fyrir ráðið. Reglan er þessi: Til þess að at- kvæðagreiðsla sé lögleg af- greiðsla máls verður helmingur útvarpsráðsmanna (nú minnst 4) að taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Sitji menn hjá, teljast þeir ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu nema fram fari nafnakall. Þetta er sama regla og gildir í þing- sköpum Alþingis. . . . Þegar efni er boðið til flutnings í útvarp- inu hefur samkvæmt þessari reglu verið talið, að það hljóti ekki stuðning, ef minna en helmingur ráðsmanna taka þátt í atkvæðagreiðslu um það. Þannig hafa mörg hundruð mál verið afgreidd árum saman og hafa útvarpsráðsmenn aldrei véfengt þá afgreiðslu.“ Blöð og útvarp Sumir virðast þeirrar skoð- unar, að blöðum og útvarpi sé skylt að birta og flytja hvaða efni, sem þeim berast hvers eðlis sem það er. Sé það ekki gert sé um að ræða höft á tjáningar- frelsi eða ritskoðun. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Blöð og útvarp geta ekki og eiga ekki að hirta og flytja hvað sem er. Forsvarsmenn þessara stofnana verða að meta það í hverju tilviki, hvort þeir telja efni, sem að berst þess virði að birta það. Það mat geturi verið mismunandi eftir þvi um hvaða stofnun er að ræða. Eitt blað getur t. d. séð ástæðu til að birta grein, eða koma á framfæri skoðunum, sem annað blað eða útvarp telur sér ekki sæma að birta. Mestu máli skipt- ir, að þeir aðilar sem um þessi mál fjalla hafi til að bera frjáls- lyndi og víðsýni og heilbrigða dómgreind. En það er á mis- skilningi byggt, ef menn halda að blöð og útvarp séu rusla- kistur, sem hægt er að henda hverju sem er í. Mbl. mundi t.d. ekki birta grein, þar sem fagnað 'Væri innrát Rússa í Tékkóslóvak 4u eða þess krafizt að enska yrði tekin upp á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.