Morgunblaðið - 24.01.1969, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969.
T
Simi 22-0-22
Rauðarárstig 31
»<©>,iH' 1-44-44
m/UFw/ff
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
MAGIMÚSAR
skiphoih21 5»mar21190
eftir lokun $lmi 40381
FÉIAGSLÍF
Iþróttak ennarar!
Munið fundinn í Átthaga-
sal Hótel Sögu föstudags-
kvöldið kl. 20.30.
Stjórn Í.KÍ.
TRAKTOR
KEÐJUR
Algengar stærðir
fyrirliggjandi.
ÞÚRHF
REYKJAVIK SKÓLAVÖRPUSTÍG 25
HITABLÁSARAR
í vinnusali, vöru-
geymslur o.fl.
Margar gerðirog staerðir.
Leiðbeiningar og verkfræði
þjónusta.
FYRSTA
FLOKKS
FRÁ ....
FONIX
SÍMI 24420 - SUÐURG. 10 - RVÍK
0 Almannavarnir o. fl.
„Kæri Velvakandi!
Fyrir nokkru las ég grein í einu
diagblaðanna um Keflavíkurflug-
völi og þá, sem þar eru. Almanna
varnir eru mikið til umræðu nú.
í grein þessari var á það minnzt
að við Islendingar kunnum lítið
fyrir okkur í þeim efnum. Á
„vellinum" eru menn, sem sitthvað
eiga að kunna fyrir sér. Yrði
það ekki beggja hagur, að þeir
þjálfuðu íslenzka menn í mörgu,
sem að almannavörnum lýtur, svo
sem sjúkrahjálp og brunavörn-
um, svo að eitthvað sé nefnt.
Annað atriði hef ég hugleitt.
Eru varnarliðsmennimir nokkuð
fræddir um landið, sem þeir haf-
ast við á og fóíkið, sem það
byggir? Skyldu þeir mikið vita
um Njálu, Snorra eða annað, sem
við erum svo stolt af? Hafa þeir,
þegar þeir snúa heim, nokkru
að lýsa nema hraunsléttum norð-
annæðingi og Þórskaffi? Mætti þar
um bæta?
Með fyrirfram þökk.
(Keflvíkingur“.)
0 Herðubreið í spegli
sjónvarpsins
Ingólfur Einarsson, skrifar:
„í dálkum Velvakandi 17. jan.
kvartar einhver „zabadadouglas"
undan mynd þeirri, sem Sjónvarp
ið notar, áður en dagskrá hefst
og lýkur.
Slæmt er að heyra, að persóna
þessi skuli geta orðið „dauðleið"
á að horfa á mynd af einhverju
fegursta og tignarlegasta fjallinu
á þessu landi, Herðubreið.
Hins vegar hefði „zabadadougl
as“ gjarnan mátt finna að öðru
atriði i þessu sambandi. Myndin
er öfug, eins og hún er sýnd
á skerminum. Til þess að fáhina
réttú mynd af Herðubreið, tekna
frá Herðubreiðarlindum, verður
að skoða sjónvarpsmyndina í
spegli.
Ingólfur Einarsson,
Karlagötu 7“.
0 Keflavíkursjónvarp
og Reykjavíkur-
sjónvarp
Húsmóðir í Reykjavík, sem vill
ekki láta nafns síns getið, skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi!
Þótt ég hafi aldrei skrifað í
blöðin langar mig nú til að senda
þér örfáar línur i þeirri von, að
þú sjáir þér fært að birta þær.
Tilefnið er sjónvarpið okkar,
þetta dásamlega tækniundur nú-
tímans, sem nota má bæði til ills
og góðs, eins og flest annað, sem
mennimir hafa fundið upp af
snilli sinni. Fyrir okkur húsmæð-
urnar, sem oftast sitjum heima,
er það ekkert hégómamál hvem
ig til tekst, og allra sízt ef mörg
böm eða unglingar em á heim-
ilinu. Á mínu heimili em fjögur
ungmenni á aldrinum 16—23 ára
Við horfðum oft á Keflavíkur-
sjónvarpið áður fyrr og höfðum
mikla ánægju af. Þar vom oft
úrvals skemmtiþættir svo sem list
dans o.fl. Af efni þess stafaði
íslenzkri menningu engin hætta.
En þá komu „menningarvitamir“
til skjalaxma og linntu ekki bar-
áttunni, fyrr en þeir höfðu forð-
að þjóðinni frá þessari ægilegu
spillingu.
íslenzka sjónvarpið tók til
starfa og byrjaði aHvel. En nú sé
ég ekki betur en það fari stór-
versnandi. Hver hryllingsmyndin
rekur aðra og verð ég að segja,
að ég minnist þess ekki að hafa
séð í Keflavíkursjónvarpinu ann
an eins viðbjóð og íslenzka sjón
varpið býður nú áhorfendum sln
um. Eftir eina slíka mynd (síð-
ustu orustuna á-brezkri gmnd),
læsti 16 ára dóttir mín sig inni
á baðherbergi og grét
0 Að græða á viðbjóði
Ég veit að sumir telja rétt-
lætanlegt að sýna slíkar myndir
vegna þess, að þær séu tU þess
gerðar að sýna viðbjóð styrjalda
á raunsæjan hátt. Mig gmnar þó,
að þetta sé ekki rétt. Þeir, sem
framleiða sHkar myndir, em ekki
að reka áróður gegn styrjöldum,
heldur að græða peninga á við-
bjóði. Og íslenzka sjónvarpið
gleypir þennan óþverra. Ég vil
nú spyrja: Er ekki nóg af hryU-
ilegum fréttamyndum i sjónvarp
inu frá hörmungunum 1 Biafra
og Viet Nam, þótt ekki sé verið
að krydda þær með kennslumynd
um í því, hvernig farið sé að
því að skera menn á háls? Sem
betur fer, er áreiðanlega nóg af
góðu efni til. Enginn þarf að
segja mér, að ekki sé hægt að
fá listræna, fallega og spennandi
sjónvarpsþætti sneitt sé hjá hryU
ingi og viðbjóði. Það sanna t.d.
þættimir úr sögu Forsyteættarinn
ar, sem em mjög skemmtilegir.
Porráðamenn sjónvarpsins em til
þess kjörnir að standa í stöðu
sinni og velja og hafna eins og
menntuðum mönnum sæmir, en
taka ekki við öllu, sem að þeim
er rétt. Þeir ættu aldrei að þurfa
að hafa þann formála, að mynd-
in sé óvenju hryUileg.
Ég vU enda þessi fáu orð með
þeirri ósk, að sjónvarpið setji
markið hærra og stefni að því að
verða úrvalssjónvarp. Nú virðist
mér það fremur fjarlægjast það
mark en nálgast".
SðLARKAFFI ÍSFiRÐMIGAFÉLAGSINS
í Reykjavík og nágrenni verður haldið á Hótel Sögu
sunnudaginn 26. janúar kL 8.30.
Aðgöngumiðar verða seldir í andyri Súlnasals laug-
ardaginn 25. janúar kL 4—6 e.h. Jafnhliða verða
borð tekin frá ggen fraimvísun aðgöngumiða.
Góð skemmtiatriði.
STJÓRNIN.
SætoóhLæði í bifreiðar
Eigum jafnan fyrirliggjandi sætaáklæði og mottur í
Volkswagen og Moskvitch fólksbifreiðar, einnig í Land
Rover jeppa.
Útvegum með stuttum fyrirvara sætaáklæðii og
mottur í flestar gerðir fólksbifreiða.
Úrvalsvara — hagstætt verð.
Ábyrgð tekin á efnis- og saumagöllum.
Sendum í póstkröfu um allt land.
ALTIKABÚÐIN, bifreiðaáklæðaverzlun
Frakkastíg 7 — Sími 2-2677.
MICHELIN
X'Y
HJÚLBARÐAR
Það er sama hvort ekið er á
veginum eða utan hans, et
bitreiðin er á MICHEUN
XY-hjólbörðum. —
MICHELIN XY-hjólbarðarnir
hafa ótrúlega mikið slitþol.
Fleiri og fleiri kaupa
MICHELIN XY.
Allt n snmn stoð Egill Vilhjálmsson hf.
_________________________LAUGAVEGI118, SÍMI 2-22-40.