Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969.
Folaldsvirði er g>að nú
##
10. Hreppamaður
sér dagsins Ijós
Hreppamaðuriim, 10. rit er
nýkomið út og hefur verið sent
blaðinu. Hreppaimaðurmn er
einka fyrirtaeki Bjarna Guð-
mundssonar frá Hörgsholti, sem
hefur um langt árabil gefið út
Hreppamanninn, á sinn sér-
stæða og frumlega hátt. Raun-
verulega er erfitt að skrifa um
Hreppamanninn, svo að vel sé
því að hann er sérstæð útgáfu-
starfsemi á íslandi, þar sem
jafnvel auglýsingar öðlast líf í
rímuðu máli.
Fjölbreytni Hreppamanns að
efni til eru aðdáunarverð. Sjálf
sagt eru ekki allir sammála
um menningargildi Hreppa-
mannsins, en eitt er víst, að
bétri auglýsingar finnast ekki
á Fróni í dag.
í Hreppamanni er að finna
leikþætti, skemmtilegar athuga
semdir um þjóðmál alls konar,
vísur og frásagnir af ferðum
og svaðilförum. Freistandi væri
að tilfæra eitt og annað úr 10.
Hreppamanninum, en það verð
ur að biða betri tíma. 70 krón
ur mun ritið kosta, og er ekki
ofborgað, að þessu sinni.
Ein auglýsing verður hér að
nægja, sem sýnishorn fyrir allar
en hún er svo:
„Prýðilegt hjá P og Ó
pilta klæðin góðu,
úrvalið þar ætið nóg,
allri boðið þjóðu“.
Og ein saga um Bjarna frá
Hörgsholti, þegar hann kom á
málverkasýningu Sveins Björns
sonar úr Hafnarfirði, og ágirnt
ist eina mynd hans, og kvaðst
myndi greiða einn hest fyrir.
Sveinn: „Myndina máttu fá,
en sjáðu nú til, Bjarni, hvað
á ég að gera við einn hest.
Þá get ég aldrei riðið út með
frúna.“
Bjarni: „Þá er ekki annað til
ráða, Sveinn minn góður, en
ég velji mér aðra mynd eftir
þig, og sendi þér tvo hesta í
staðinn.“
Og það varð. Bjarni „Hreppa
maður“ hélt heim í Hörgshotl
með tvö málverk eftir Svein,
en á útmánuðum komu til Hafn
arfjarðar tveir hestar frá Hörgs
holti, svo að Sveinn gæti riðið
út með frúna. Og þessi saga er
dagsönn.
Þannig kemur Bjarni í Hörgs
holti, Hreppamaður inn í menn
ingu landsins, síyrkjandi, sífellt
glaður með mosann í skegg-
inu, en einn af þessum skemmti
legu mönnum. íslands, sem það
raunar á aldrei nógu mikið af.
Mér hefur skilizt á 10. Hreppa
manninum, að andvirði hans
megi greiða inn í Selfoss Höfn
en það er 70 krónur. Og með
þessum línum birtum við mynd
af Bjarna á málverkasýningu,
en karl er upp á kvenhöndina
því að undir myndinni stendur
þessi vísa:
Hraunkarlar og Hekia sézt,
Hörga-dvergur skoðar bezt,
málverk eftir fræga frú.
Folaldsvirði er það nú".
Hreppamaðurinn, 10. hefti er
98 blaðsiður að stærð, prýtt með
fjöldamörgum myndum og hið
eigulegasta. Fr. S.
80 ára er i dag Agnar Jónsson,
fyrrum bóndi að HraUni í Árnes-
hrepp, Strandasýslu. Kona hans,
Guðlaug Guðlaugsdóttir, átti 80 ára
26. des. voru gefin saman i hjóna-
band af séra Garðari Svavarssyni
ungfrú Jónína Lilja Jóhannsdótt-
tr og Helgi G. Hólm. Heimili
þeirra er að Bergþórugötu 23.
(Vigfús Sigurgeirsson Ljósmynda-
stofa Miklubraut 66 Rvík.
afmæli þann 20. janúar. Þau eiga
heima að Blindraheimilinu Bjark-
argötu 8, Reykjavík.
VISUKORN
Ekki leysir vol vanda.
Verum ekki vola, amra,
vekja þornuð tár.
Sendum fyrir heljar hamra,
hræsni, svik og dár.
St. D.
KIRKJUKVÖLD í NESKIRKJU
Kirkjukvöld í Neskirkju verða haldin í kvöld og næstu tvö kvöld
föstudaginn 24. janúar. Er dagskráin á þessa ieið:
Ingólfur Möller, sóknarnefndarformaður flytur ávarp. Raddir
æskunnar: Lára Guðmundsdóttir og Ragnar Baldursson. Ræður
flytja: Séra Frank M. Halldórsson og Guðni Gunnarsson. Söngur:
Æskulýðskór KFUM og K. Söngstjóri Geirlaugur Arnason. Tví-
söngur: Svala Nielsen og Margrét Eggertsdóttir. Organisti er Hauk-
ur Guðlaugsson,
Barnagæzla Get bætt við mig tveimur börnum í gæzlu á daginn. Er vön fóstra. Uppl. í síma 10896. Brotamálmar Kaupi allan brotamálm. Stórhækkað verð, staðgr. Nóatún 27, sími 35891.
Bíll til sölu Mercedes-Benz, árg. ’55, vél árg. ’58. Uppl. I síma 41672. Bílar — bílar Höfum kaupendur að 4ra, 5 og 6 manna bílum. Bílaskipti — bílasala. Bílasala Suðumesja, sími 2674.
Unghænsni Unghænur 88 kr. kg, kjúklingalæri 180 kr. kg, kjúklingabrjóst 1-80 kr. kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, Kjötbúðin Laugaveg 32. Laugardaga kl. 6 Opið alla laugardaga til kl. 6. Kjötmiðstöðin Laugalæk, sími 35020.
Vil kairpa 2ja—3ja herb. íbúð sem fyrst. Útborgun kr. 400 þús. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 7. febr. merkt „Nýleg 6002“. Hafnfirðingar Ódýr matarkaup, folalda- kjöt, gullash, kr. 114, snits- el kr. 129, hakk kr. 70. Kjöt og réttir, Strandgötu 4, sími 50102.
Hafnfirðingar Ódýr matarkaup, hrossa- kjöt, buff og gullash, kr. 78, nautahakk kr. 110. Kjöt og réttir, Strandgötu 4, sími 50102. Námskeið fyrir byrjendur í tauprenti hefst í febrúar. Upplýsing- ar í símum 35464 og 30698 eftir kl. 6.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Fjögurra herbergja íbúð er til leigu í Hlíðunum. Nánari upplýsringar í síma 42597.
Land ■ leiga - ræktun
Vil taka á leigu stórt land, hentugt til karöflurækt-
unar. Helzt ekki fjær Reykjavík en 100 km.
Tilboð merkt: „Ræktun — 6001“ sendist Mbl.
Skrifstofustúlka óskast
hálfan daginn (kl. 1—5). Þarf að vera vön vélritun.
Umsókn ásamt upplýsingum um menmtun og fyrri
störf, sendist afgr. blaðsins fyrir 27. janúar merkt:
„NL — 6190“.
TIL SÖLU
Til sö’u er glæsileg nýleg 4ra herb. íbúðarhæð (efri
hæð) 120 ferm. á bezta stað í Laugarneshverfi. íbúðin
er laus nú þegar. Mjög hagstætt verð og greiðslu-
skilmálar, ef samið er strax.
Skipa- og fasteignasalan
10 ÁRA ÁBYRGÐ
SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON *CO HF
10 ÁRA ÁBYRGÐ
BEZT AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLADINU