Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 13

Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969. 13 ÚRYGGISMALIN A KEFLAVIKURVELLI — eftir Jóhannes Snorrason, yfirflugstjóra ÉG ÞAKKA flugvallarstjóran- um á Kaflavíkurflugvelli fyrir svar hans við spurningum þeim, sem ég bar fram í Morgunblað- inu þann 4. des. s.l. Ég hef vak ið máls á þessum vettvangi vegna þess að mér finnst svo mörgu ábótavant í öryggismál- um Keflavíkurflugvallar að brýn nauðsyn er að gerðar séu þar mikllar endurbætur. Þegar iög um stjórn flugmála nr. 119-1950, voru samþykkt, var gert ráð fyrir að flugmálastjóri annaðist rekstur og viðhald flug valla ríkisins og ö'll önnur störf, sem flugið varða, svo sem ný- byggingar flugvalla, loftferða- eftirlit og öryggisþjónustu, und ir stjórn Flugráðs. Þetta er að finna í 2. gr. nefndra laga og ætti þá ekki að fara á milli mála hvert verksvið Flugmálastjór- ans er. Nú skeður það hinsveg- ar árið 1957 að Keflavíkurflug- völlur einn allra flugvalla á Is- landi, er settur, með reglugerð nr. 94, undir stjórn sérstaks flug vallarstjóra þar en í 2. gr. reglu gerðarinnar segir að Flugráð fari með stjón flugmála á Kefla- víkurflugvelli undlr yfirstjórn utanríkisráðherra. Það fer því ekki á milli mála að þessari reglugerð er ætlað að taka fram kvæmdastjórn á Keflavíkurflug velli undan flugmálastjóra og fá hana í hendur flugvallarstjór- anum þar. Mörgum sýndist að þarna væri verið að brjóta í bág við 'lögin frá 1950, en eins og ég áður tók fram er þar skil- merkilega fært í letur hvert starfssvið flugmálastjóra skuli vera. í lögum frá 1950 er ekki annað að sjá en að Alþingi hafi ákveðið fyrirkomulag á yfir- stjórn flugmálanna þ.e. flug- málaráðherra, Flugráð og flug- málastjóri. Flugmálastjóra er gerinilega ætlað að vera að- al framkvæmdastjóri flugmál- anna og er þar Keflavíkurflug- völlur ekkert undanskilinn. Það þætti kúnstug ráðstöfun ef ein- hver hluti þjóðveganna yrði með reglugerðarákvæði tekinn und- an valdi vegamálastjóra og sett- ur undir einhvern annan aðila. Fróðlegt væri að fá það upp- lýst hvort ráðherra getur tekið völd af embættismönnum, völd sem þeim eru fengið meðýiögum, og fengið þau öðrum. Ég hefi líka velt fyrir mér hvort ráð- herra geti með reglugerð spark- að lagaákvæðum út í veður og vind. Ég nefni þetta hér vegna þess að mörgum mun vera ókunnugt um skipan mála á Kefiavíkur- flugvelli. Ég hefi þá skoðun að betur hefði verið að þessi reglu- gerð hefði aldrei séð dagsins ljós og hefi ég þá m.a. til við- miðunar allit það sem gert hefir verið í öryggismálum annarsstað ar á landinu. Má undravert telja hve miklu hefir verið áorkað þegar tekið er ti'llit til þeirra naumu fjárveitinga, sem flug- málin hafa alla tíð mátt búa við. Það er í mörg horn að líta á landinu og þótt hver flugvöllur fái lítið eitt í sinn skerf ár- tega, sækir óðum að settu marki. Flugmálastjóri hefir lagt sér- staka áherzlu á að bæta örygg- isþjónustuna m.a. komið upp ágætu kerfi til loftsiglinga yfir landinu, fyrsta flokks fjarskipta kerfi og margvíslegum hjálpar- tækjum til aðflugs og lendinga. Stærsti flugvöllur landsins, Keflavíkurflugvöllur, hefir hins vegar ekki upp á það að bjóða sem ætla mætti, en álkur.na er hversu tækniþróun hefir fleygt fram síðustu 10 árin. Kostnað- urinn við að bæta aðstöðuna þar myndi þó varla sliga ísl. skattborgara og sýnist mér að fremur muni hafa skort íslenzka árvekni en fé og aðstöðu til þess að afla nauðsynlegra tækja. Ég er sannfærður um að flugmála- stjóri hefði verið búinn að gera Keflavíkurflugvöll að fyrsta flokks flughöfn, hefði hann ráð ið málum þar, en sá velvi'lji og álit sem hann nýtur, ekki sízt í Bandaríkjunum, hefir löngum komið íslenzkum flugmálum vel. Þégar ég spurði hvað gert hefði verið í öryggismálum Kefla víkurflugvallar síðan flugmála- stjóri hætti að hafa afskipti af málum þar, hefði ég ef til vill betur orðað það á þann veg, hvað hefði verið gert í þeim má'lum af filugvallarstjóranum, síðan reglugerðin var sett 1957, en mér var vel kunnugt um að flugmálastjóri hafði allan veg og vanda af útvegun og uppsetn- ingu ILS aðflugskerfisins o.fl. Þetta mun flugmálastjóri hafa fundið sig knúðan til að gera til þess að Keflavíkurflugvöllur drabbaðist ekki of langt afturúr tækniilega séð. Eg get ekki séð að filugvallar stjórinn hafi gert nokkuð til þess að bæta ástandið í öryggis- málunum, enda er, eins og kem- ur fram í svari hans, aðeins ILS aðflugskerfi inn á annan enda aðal flugbrautarinnar, kerfi sem flugmálastjóri gekkst fyrir að fá, og svo VASIS ljós við annan enda flugbrautar 21, sem her- inn lét setja upp, og svo er þetta í rauninni upptalið. Það mun vera krafa flestra flugvélaga að fyrir hendi sé a. m.k. annaðhvort „Electronic— eða „Visual Slope Guidance“ inn á allar þær filugbrautir, semnota á til lendinga. Þetta á ekki sízt við með tilkomu þotanna og er okkar langa' skammdegi og í þeim þokuskillyrðum, sem hér eru alltíð og Keflavíkurflugvöll ur fer ekki varhluta af. Þessi lágmarksskilyrði eru fyrirhendi inn á annan enda tveggja flug- brauta á Kefilavík. Á aðraflug- brautina er þetta „Visual" og þá að takmörkuðu gagni í lágskýj- uðu en í hinu tilfellinu ILS, á annan enda aðalflugbrautarinn- ar og má segja að það aðfilug sé gott í þá áttina, en afar frum- stætt í hina. Ég ætla að taka hér fyrir atríð in, sem Fhigvallarstjórinm tel- ur upp í svari sínu og í sömu röð. „í janúar 1959 var blindlend- ingarkerfi (ILS) tekið í notk- un fyrir aðal blindlendingar- braut“, segir flugvallarstjórinn. Ég vil bæta þessu við: Þessi tæki útvegaði flugmálastjóri ís- lendingum að kostnaðarlausu, frá Bandaríkjunum (verðmæti um 230.000.00 dollarar), og naut sérstaks velvilja starfsbróðurs síns þar. Hann á því allan heið- urinn af þeirri framkvæmd. „í sept. 1959 voru tekin í notk un aðflugsljós af fulikomnustu gerð, fyrir sömu flugbraut", seg- ir flugvalllarstjórinn. Ég vil bæta þessu við: í sept. 1959 var breytt um ljósakerfi og lagt niður það kerfi, sem herinn hafði þar áður. í sambandi við þessa breytingu átti flugmála- stjóri nokkra viðræðufundi við aðila í Washington, þar sem mik ilvægt var talið að þessi útbún- aður stæðist alþjóða kröfur í farþegaflugi. Ljósunum var sið- an breytt íslendingum að kostn- aðarlausu. í jan. 1961 var tekin í notk- un VOR-DME fjölstefnuviti ásamt tæki til sjálfvirkra fjar- lægða mælinga, tækin eru not- uð til staðarákvarðana og að- flugs inn á sjö flugbrautir", segir flugvallarstjórinn. Ég vil bæta þessu við: Þessi tæki fékk flugmálastjóri frá flugmálastjórn Bandaríkjanna og voru þau sett upp af starfs- mönnum ísl flugmálastjórnarinn ár ásamt erl. sérfræðingum. Mun hafa gefið húsið undir tækin. Um aðflug inn á sjö filugbrautir eftir VORvita, sem flugvallar- stjórinn nefnir, þarf ekki að fjölyrða. VOR aðflug er að vísu nákvæmara aðflug heldur en venjulegt ADF aðflug, en hvort tveggja er talið ófullkomið til blindflugs inn til lendingar þar sem aðflughallinn er ekki gef- inn og stefnan ekki nákvæm. Um aðflug inn á sjö brautir í Kefla- vík er ekki að ræða eftir þess- um vita, það vita bæði flug- vállarstjórinn og ég. f april 1964 voru tekin í notkun VASIS að- flugsljós á flugbraut 21, segír f lug vallarst j órinn. Ég vil bæta þessu við: Herinn lét setja þessi ljós upp alveg á eigin spýtur og er ég ekki grun J. R. Snorrason. laus um að sum yfirvöld íSlenzk á Keflavíkurflugvelli, hafi ekki vitað um þessa framkvæmd fyrr en verkinu var lokið. Hvað sem um það er, þá er þetta flugbraut in sem ve'ldur mér mestum áhyggjum í bili. Þessi flugbraut veit í áttina sem von er verstu lendingarskilyrðanna og má það heita furðulegt hversu illa hún er útbúin. Þarna eru aðeins VAS IS ljós, sem ekki boma að fullu gagni ef lágskýjað er (flugmenn verða að sjá þau), enda ætluð fyrir aðfilug inn á brautir, sem ekki hafa ILS, og þá í a.m.k. sæmilegu veðri. Fyrir utan þetta má geta þess að ekki er einu sinni smá radíóviti á aðflugs- leggnum til þess þó að auðvelda aðflugið sem þar að auki er yfir myrkvað svæði. Hinn endinn á brautinni hefir ekki upp á neitt að bjóða, ekki einu sinni að- flugsljós, sem þó eru nauðsyn- leg þar sem komið er yfir óbyggt og myrkvað svæði. Sjálf flug- brautin er mjög hæpin á kafla þar sem slæmur hryggur er á henni, sem hefur mikið högg bæði í flugtaki og lendingu. Ég er undrandi að ekki skuli vera búið að lagfæra þetta fyrir löngu. Ekki tel ég úr vegi að gera burðarþolsmælingar ná- kvæmar á þessari braut, en hún var á sínum tíma nokkuð vanda- mál. Tel ég rétt að gera þessar mælingar af sérstakri nákvæmni beggja vegna hryggsins oig leik- ur mér forvitni á að sjá þær tö’lur. Að lokum vil ég bæta því við að einn af reyndustu flugstjórum Loftleiða hefir á fundi Félags ísl. atvinnuflug- manna gert að umtalsefni léleg- an aðbúnað til aðflugs á braut 21 og munu flugmenn almennt hafa verið honum sammála./ f sept 1965 voru tekin í notkun miðlínuljós á aðal blindlendinga braut segir flugvallarstjórinn. Ég vil bæta þessu við: Her- inn lét setja þessi ljós upp, en þau eru fyrst og fremt til hjálp- ar við flugtak í þoku en sjást hreint ekki í aðflugi fyrr en á síðasta áfanganum og gera því harla lítið gagn í sjálfu aðflug- inu. í ágtúst var tekinn í notkun langdrægur radíó stefnuviti fyr- ir loftsiglingar og aðflug til vallarins, segir flugvallarstjór- inn. Ég vil bæta þessu við: Þarna mun flugvallarstjórinn eiga við svokallaðan „outer market“ sem er notaður í sambandi við ILS kerfið og er allsstaðar hafð ur í sambandi við það. Þessi viti var þarna áður og hafði ein kennisstafina KF. Það sem gert var var einfaldlega það að skipt var um tæki, útsending styrkt og lét herinn gera þetta. Þetta er því ekkert nýtt fyrirbæri. í ágúst 1967 voru ratsjártæki flugval'larins endurnýjuð þann ig að þau fullnægja ströngustu kröfum sem gerðar eru til slíkra tækja. Um rekstur tækjanna sér þrautþjálfað starfslið, segir flug vallarstjórinn: Ég vil bæta við. Gott er til þess að vita að eitthvað hefir verið endurnýjað í þessum gömlu tækjum, sem eru algjörlega á vegum hersins. Hvort þau f ull- nægi ströngustu kröfum í far- þegaflugi 'læt ég flugvallarstjór ann einan um að fullyrða í bili. Ég er flugvallarstjóranum sam mála um slökkvilið filugvallar- ins. Gjarnan vildi ég sjá önnur öryggismál þar tekin jafn föst- um tökum. Slökkviliðið er vel æft og vel tækjum búið og það sem meira er, þeir virðast gera sér vél Ijóst að skjót viðbrögð eru höfuðnauðsyn ef eldur verð ur laus í flugvél, enda eru þeir ávallt reiðubúnir. Slökkviliðið er skipað íslendingum en rekið af hernum. Um framtíðaráætlanir í örygg ismálum Keflavíkurflugvallar segir flugvallarstjórinn að fylgst hafi verið náið með tækniþróun í gerð sjá'lfvirkra blindlendinga tækja o.s.frv. Ekki efast ég um að hann hafi fylgst með fram- þróun þessara mála, sem er mjög athyglisverð, en hvort vænta UM HELGINA verða sérstök kirkjukvöld í Neskirkju fyrir ungt fólk. Kirkjukvöldin hefjast kl. 8.30 nJc. föstudags-, laugar- dags- og sunnudagksvöld. Á dagskrá kirkjukvöldanna er söngur, ávörp og hljóðfæraleik- ur. Margt ungt fólk mun tala og m.a. mun æskulýðskór KFUM og K syngja. Þá munu einnig syngja þau Svala Nielsen og Guðmund- ur Jónsson óperusöngvarar. Á kirkjukvöldunum verður flutt eitthvað fyrir alla og er það von þeirra, sem að kirkjukvöld- unum standa, að allir þeir, sem þangað koma geti átt þar góða og ánægjulega stund saman. megi einhverra framkvæmda í þá átt í náinni framtíð er önnur saga, ég dreg það í efa. Meðan ekki er búið sómasamlega að að- flugi til þeirra brauta, sem nota þarf, oft í verstu lendingarskil- yrðunum sbr. flugbraut 21, er ekki ástæða til þess að vera bjartsýnn á stórhug og miklar framkvæmdir í öðru, með nú- verandi stjórn á málunum. Þegar öllu er á botninn hvolfit fæ ég ekki annað séð en að allt sem máli skiptir og gert hefir verið, til þess að auka öryggi ti'l aðflugs og lendinga á Kefla- víkurflugvelli, hafi FlugmáLa- stjóri látið gera eða átt frum- kvæðið að, fyrir utan það sem herinn hefir látið gera. Með til- liti til þess hefi ég þá skoðun, og ég mun ekki einn um það, að Keflavíkurflugvöllur eigi skil yrðislaust að vera undir stjórn Flugmálastjóra, eins og al'lir aðr ir filugvellir landsins, og allar framkvæmdir í öryggismálum og framtíðaráætlanir gerðar af hon um og starfsmönnum hans, eðli lega með Flugráð að bakhjalli, hver svo sem borgar brúsann. Hjá flugmálastjóraembættinu í Reykjavík starfa sérfróðir menn í skipu'lags og tæknimálum, sem njóta mikils trausts og álits. Flugráð og flugmálastjóri eiga að ákveða um notkun og þarfir flugvalla landsins enda hafia þessir aðilar sérþjálfuðu liði á að skipa og treysti ég þeim vel til þess að ráða fram úr tækni- legum vandamálum flugsins, ef einhver eru. Afskipti stjórnmála mannanna af ýmsum „Operati- onal“ atriðum í fluginu að und- anförnu, eru neikvæð og óvið- eigandi, að mínum dómi. Að lokum, mér finnst rétt að afnema reglugerðina frá 1957, hafi hún þá nokkurntíma átt stoð í lögum, og láta Flugmála- stjóra sjá um framkvæmdir á Kefilavíkurflugvelli, rétt eins og á öðrum flugvöllum á íslandi. Mætti þá vænta breytinga, sem ég tel nauðsyn að gerðar verði hið allra fyrsta og varða örygg- ið. Gætu þá al'lir farþegar, flug liðar og flugvallarstjórinn vei við unað. Þá má geta þess, að þennan sarna sunnudag kl. 2 e.h. er að til- hlutan undirbúningsnefndar kirkjukvöldanna sérstök guðs- þjónusta með altarisgöngu, sem sóknarpresturinn séra Frank M. Halldórsson annast. Kirkjukór Neskirkju syngur undir stjórn organistans Jóns ísleifssonar. Það er von nefndarinnar, að þessi kirkjukvöld verði öllum þeim, sem þau sækja til blessun- ar og andlegrar gleði. Okkur vant ar kristna æsku í dag, því að sú æska, sem höndluð er af Kristi er til mikils megnug og vill verða þjóð sinni og landi til blessun- ar á allan hátt.“ Hluti af æskulýðskór K.F.U.M. og K. Ljósmynd Mbl. Árni John- sen. Kirkjukvöld ungs iólks í Neskirkju — fjölþœtt dagskrá um helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.