Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969.
23
Þessi mynd var tekin út af Vestfjörðum úr varðskipinu Albert,en það var þar í sl. viku að at
huga ísinn á siglingaleið frá Straumnesi að Látrabjargi. Var þá samfelldur ís frá Straumnesi
að Galtarvita, en jakar á stangli þaðan að Svalvog.
— Dubcek
Framhald af hls 1
kæmi hann við í Vín í bakaleið-
inni og héldi þar fyrirlestur á
þriðjudaginn.
Ota Sik sagði í viðtali við
ítalskt blað fyrir nokkrum vik-
um, að hann hefði ekki í hyggju
að taka þátt í tékkóslóvakísk-
um stjómmálum eins og ástatt
væri, enda hefðu stjórniin og
flokkurinn ekkert raunverulegt
svigrúm. Sik gaf einnig í skyn
fyrir nokkrum mánúðum, að
honum yrði refsað fyrir agabrot
ef hann sneri aftur.
PELIKAN HEIM?
AFP-frétt frá Róm hermir, að
fyrrverandi formaður utanríkis-
nefndar tékkóslóvakíska þings-
ins, Jeri Pelikan, sem einnig
hefur gegnt starfi útvarpsstjóra,
ihafi haldið til Prag í dag. Búizt
er við að hann hafi skamma við-
dvöl og haldi í næsta mánuði
aftur til Rómar, þar seim hann
starfar við sendiráð Tékkóslóvak
íu.
Goldstúcker hefur sætt j afnvel
ennþá heiftarlegri árásum en
Sik, enda er hann Gyðingur auk
þess sem hann var einn aðalfox-
göngumaður frjálsræðisstefnunn
ar, Goldstúcker fór frá Tékkó-
slóvakíu í miklum flýti fljótlega
eftir innrásina og hefur dvalizt í
Sussex í Englandi.
I Róm líkti útvarpið í Páfa-
gartSi ungum Tékkóslóvökum,
sem borið hafa eld í klæði sín,
við píslavotta kristninnar. Hinir
kristnu píslavottar trúðu á verð-
mæti, sem eru æðri jarðneskum
verðmætum, verðmæti sem eru
þess virði að deyja fyrir, ef nauð
sjm krefur. Aðgerðir hinna ungu
Tékkóslóvaka virðast staðfesta að
þetta siðferðilega viðhorf lifir
enn, sagði útvarpið. í fjórum
borgum ítaiiu, Róm, Genúa,
Torino og Bari, efndu stúdentar
í dag til mótmælaaðgerða gegn
hernámi Tékkóslóvakíu.
Hin nýja stjórn hins tékkneska
hluta tékkóslóvakíska sambands
ríkisins varaði í,dag við óeirðum
við útför Jan Palaohs á laugar-
daginn. Martin Dzur, varnarmála
ráðherra, skoraði á herinn að
Forsola d
Iandsleikina
(FORSALA aðgöngumiða á lands
(leikina við Spánverja er í Bóka-
verzlunum Lárusar Blöndals í
Vesturveri og Skólavörðustíg.
Aðgöngumiðarnir verða einmg
seldir í Iþróttahöllinni frá kl. 13
á laugardag og frá kl. 11 á sunnu
dag. Verð aðgögumiða er kr.
150.00 fyrir fullorðna og kr. 50.-
00 fyrir börn. Er fólki vinsam-
legast bent á að kaupa sér miða
1 forsölunni, til þess að forðast
ösina sem jafnan verður
skömmu fyrir leikbyrjun.
fylgja foringjum flokksins og
stjórnarinnar skilyrðislaust að
málum.
SJALFSMORÐ 1 AUSTURRÍKI
Austurrískur mjólkurbússtarfs
maður kveikti í klæðum sínum
í dag þegar hann hafði verið rek
inn úr starfi. Hann hellti yfir
sig benzíni á aðaltorgi bæjarins
Stein, en vegfarandi slökkti í
klæðum hans.
- Tilræði
Framhald af bls. 1
Nikolai Podgorny forseti hefðu
setið í bifrei'ð er ók næst á eftir
fimm fremstu bifreiðunum, sem
geimfaramir sátu í. En seinna
var sagt, að bifreið stjórnmála-
leiðtoganna hefði ekið úr bíla-
lestinni skömmu áður en tilræð-
ið átti sér stað og farið inn í
Kreml um annan inngang. Tals-
maður utanríkisráðuneytisins
hefur ekkert viljað segja um
þessar mótsagnakenndu fréttir.
Alexei Kosygin forsætisráð-
herra var ekki vi’ðstaddur veizl
una í Kreml í gær, og var sagt
að hann væri í orlofi.
Samkvæmt upplýsingum sem
fréttaritari Reuters í Moskvu
hefur aflað sér bar tilræðismað-
urinn skammbyssu hvora í sinni
hendi þegar hann hleypti af.
Ökumaður bifreiðarinnar, sem
varð fyrir skothríðinni, fékk þrjú
skot í höfuðið og er líðan hans
alvarleg. Tilræðið átti sér stað
við Borovitskaj a- hliði’ð, þann
inngang Kreml sem opinberar
bílalestir aka venjulega um. Ekki
er ljóst hvort tilræðismaðurinn
vissi hverja hann skaut á.
Enginn tók eftir
Hópur vestrænna fréttaritara
stóð og beið í aðeins 100 metra
fjarlægð frá þeirn stað þar sem
tilræðið átti sér stað. Þeir segjast
ekkert hafa heyrt. Þegar þeir óku
fram hjá staðnum nokkrum mín
útum síðar sáu þeir ekkert ó-
venjulegt. Áhorfendur stóðu og
brostu og veifuðu. Sjónvarps-
áhorfendur í Sovétríkjunum og
Austur-Evrópu sáu heldur ekkert
óvenjulegt í sjónvarpssendingu
frá hyllingu geimfaranna. Þús-
undir manna stó'ðu fyrir utan
hlið Kreml.
Atburðinum var haldið leynd-
um í tæpan sólarhring, og er
talið bersýnilegt að erlendum
blaðamönnum hafi ekkert verið
sagt til þess að spilla ekki hátíð-
arhöldunum í Kreml. Talið er,
þar sem tilræðismanninum er
lýst sem geðklofa, að um mál
hans verði fjallað sem verknað
brjálað manns, sem ekki hafi
stjórnazt af pólitísfcum hvötum.
Beregovoy geimfari fór í
fyrstu geimferð sína í október og
er elztur allra þeirra sem skotið
hefur verið út í geiminn. Bif-
reið hans og geimfaranna, sem
með honum voru, ók næst á eftir
bifreið geimfaranna af „Soyuz-4“
og „Soyuz-5“, Vladimir Shata-
lovs, Boris Volynovs, Alexei
Yeliseyevs og Eygeni Khrunovs.
Allir geimfarar Rússa óku í bíla-
lestinni. Tilræðismaðurinn kom
hlaupandi úr mannhafinu að bíln
lestinni er bifreiðarnar oku niður
Lenin Prospekt yfir brúna við
Kremi og upp að hli’ðinu
Beregovoy brá nokkrum sinn-
um fyrir í sjónvarpssendingu frá
veizlunni í Kreml eftir tilræðið.
Hann virtist rólegur og þess
sáust engin merki að hann væri
særður. Sagt er, að hann hafi
skorizt á hálsi. Sjónvarpsáhorf-
endur veittu því eftirtekt að með
an á hátíðarhöldunum stóð af-
henti boðberi þeim Yuri And-
ropov, yfirmanni leynilögreglunn
ar (KGB), og Brezhnev mi’ða.
Seinna þegar geimfararnir voru
sæmdir heiðursmerkjum sást
Andropov rétta Brezhnev miða.
Brezhnev og aðrir leiðtogar voru
mjöig alvarlegir við athöfnina,
en því er neitað að henni hafi
seinkað eins og haft er eftir góð-
um heimildiun.
Bílalestin hafði ekið frá Vnu-
kovo-flugveili, sem er 30 km frá
höfuðborginni, en þar tóku Brezh
nev og aðrir leiðtogar á móti
geimförunum. Geimfararnir fjór-
ir stóðu í opinni bifreið sem ók
fremst í bílalestinni og veifúðu
til mannfjöldans. Er skotin riðu
af stukku áhorfendur á tilræðis
manninn og afvopnuðu hann.
Banatilræði hafa verið sjald-
gæf í Sovétríkjunum á síðari
árum. Árið 1962 var orðrómur
um, að Krúsjeff þáverandi for-
sætisráðherra hefði verið sýnt
banatilræði. Strangt eftirlit er
með sölu skotvopna í Sovétríkj-
unum.
- GYLFI Þ.
Framhald af bls. 22
3) að verzlun með sjávar-
afurðir innan EFTA verði
sem fyrst frjáls, eins og hún
er nú orðin frjáls með iðnað-
arvörur innan EFTA. Og að
við fáum strax bætt skilyrði
itil aukinnar fisksölu til
EFTA landanna, og þá fyrst
og fremst skilyrði til þess að
selja tollfrjálst meira af fryst
um fiskflökum til Bretlands.
Að öðrum kosti geti ekki orð
ið um þá gagnkvæmni í við-
skiptum íslands og EFTA
landanna, en gagnkvæmni í
viðskiptum er hyrningar-
steinn EFTA samningsins og
EFTA samstarfsins.
4) að aðild að EFTA bæti
skilyrði okkar, til að byggja
upp útflutningsiðnað á ís-
landi og laga iðnað okkar að
breyttum aðstæðum.
5) að við fáum bætt skil-
yrði til útflutnings á kinda-
kjöti, sérstaklega til Norður-
landa.
6) að við getum haldið við
skiptum okkar við Sovétrík
in óbreytt.
Að lokinni ræðu Gylfa Þ.
Gíslasonar talaði Erik Trane,
formaður EFTA ráðsins, en
þar sem fundur ráðsins var al
veg lokaður, kvað viðskipta-
málaráðherra sér óheimilt að
hafa eftir það, sem þar var
sagt. En hann svaraði spurn-
ingunni um undirtektir þann
ig að í öllum einkaviðtölum
hafi aðildarumsókn íslands
verið mjög vel tekið, eins og
málinu hafi raunar verið
mjög vel tekið í Vín.
Síðdegis í gær boðaði
EFTA til blaðamannafundar
vegna umsóknar íslands að
bandalaginu og voru þar dr.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta-
málaráðherra, Þórhallur Ás-
geirsson, ráðuneytisstjóri, og
Einar Benediktsson, deildar-
stjóri. Var þar stór hópur
blaðamanna útvarpsmanna og
sjónvarpsmanna. Stóð fund-
urinn í klukkutíma og sagði
Gylfi, að mikið hefið verið
spurt um ísland og íslenzk
málefni, auðvitað mest um
efnahagsmál og umsókn ís-
lands að aðild EFTA, en síð-
an um önnur mál.
f lok símtalsins sagði ráð-
herrann, að gert væri ráð
fyrir því í ráðinu og í höf-
uðstöðvunum, að samningum
við ísland muni örugglega
geta lokið á þessu ári.
— Gersteumaier
Framhald af bls. 1
Ekki hefur linnt mótmælabréf
um til blaða frá fólki, sem hefur
hneykslazt á skaðabótakröfum
Gerstenmaiers, og brátt varð
ljóst að hann var flokki sínum
byrði. En ekki var ákveðið að
neyða hann til að segja af sér
fyrr en eftir nokkurt hik og ó-
vissu. Skaðabæturnar voru sam-
þykktar á þingi fyrir skömmu,
og hefur Gerstenmaier harðlega
neitað ásökunum um að hann
hafi misnotað aðstöðu sína í
þessu máh.
- HÚSVÍICINGAR
Framhald af bls. 24.
hænsni á 9900 kr. pr. tonn.
Ennframur hafa þessir aðilar
beitt sér fyrir birgðasöfnun og
verða hér um 1000 tonn innan
skamms í geymslu. Þaðan verð-
ur afgreitt einu sinni í viku, eft-
Ir þöxfum ,en mun það verða
um 600 kr. dýrara pr. topp.
Guðbjörn Guðjónsson sagði, að
það væri athyglisvert hvað al-
menn þátttaka væri í þessuro
viðskiptum og t. d. hefðu Skag-
firðingar komið til að kaupa hér
fóður. Framkvæmd hefðd öll far
ið þessum^ mönnum ótrúlega vel
úr hendi. Bændur telja sig fá
fóðrið allt að 2000 kr. ódýrara
tonnið en sums staðar annars
staðar. Þó er öll þjónusta seld
fullu verði. — Víkingur.
Bíræfinn þjófnr
DRIFSKAFTI var stolið úr bíl
við Háskólabíó sl. þriðjudags-
kvöld á meðan eigandinn var í
bíó.
Bíll Þessi er Ford-Cortina, ár-
gerð 1967, og biður rannsóknar-
lögreglan þá, sem kynnu að
geta gefíð upplýsingar um þenn
an bíræfna þjófnað, að gefa sig
fram.
Yfirverkfræðing-
ur rafveitu
RAFMAGNSSTJÓRI lagði til að
Haukur Pálmason yrði fastráð-
inn yfirverkfræðingur Rafmagns
veitunnar frá 1. febrúar og sam-
þykkti borgarráð tillögu hans.
/ Óeirðir
Framhalrt af bls. 1
til Latínuhverfisins í morgun áð-
ur en stúdentar ruddust gegnum
raðir hennar og lögðu undir sig
rektorsskrifstofuna vegna átaka
sem lögreglan á vinstri bakkan-
um hafði átt í við menntaskóla-
nemendur. Lögreglumennimir,
sem voru búnir stálhjálmum og
kylfum, tóku sér stöðu á torginu
framan við Sorbonne.
Stúdentar við tækniháskólann
í París hafa hvatt til verkfalls
á morgun til að mótmæla einræð
iskenndri framkvæmd umbóta í
háskólamálum. Síðustu óeirðir
stúdenta eiga að sumu leyti rót
sína að rekja til óánægju með
framkvæmd umbótanna.
Seinna í kvöld yfirgáfu stú-
dentarnir skrifstofu forseta lista
deildar Sorbonne er þeir höfðu
tekið á sitt vald eftir að félagar
þeirra voru hraktir úr rektors-
skrifstofunni.
— Þjóðleikhúsið
Framhald af bls. 5
ur. Þá var Shaw 94 ára gam-
all, en hann lézt skömmu síð-
ar.
Leikritum G.B.S. hefur ver-
ið skipt í „óskemmtilegu leik-
ritin „Kappar og vopn“, „Það
er aldrei að vita“, „Heilög Jó-
hanna“, og „Candida", sem
var fyrst sýnt hérlendis á veg
um Leikflags Reykjavíkur ár-
ið 1924.
Söguþráðurinn í Candidu er
í stuttu máli sá að séra Mor-
ell og kona hans Candida taka
inn á heimili sitt ungt skáld
„misskilið."
Séra Morell er ákaflega vin
sæll ræðumaður og prédikari,
en unga skáldið telur hafa
gert úr séra Morell það sem
fyrir samborgurum sínum
virðist vera.
Unga skáldið segist elska
Candidu og efinn nagar séra
Morell, en Candida brýtur mál
ið til mergjar og um þessar
sveiflur spannast túlkun leik-
ritsins.
Inn í efnið fléttast svo einnig
persónur veraldarmannsins,
föður Candidu, aðstoðarprest-
urinn og vélritunarstúlka séra
Morells, sem á bak við pipar-
meyjarhuluna hefur líklega
blik í auga.
Þegar nýtt verk er í æf-
ingu hjá hverju leikhúsi er
eitthvað nýtt á seiði. Himur
likhússins nær lifandi sam-
bandi við leikhúsgestinn. —
Áhorfandi og leikarinn eru
augliti til auglits og hvor um
sig veðrar hinn. Það þarf eitt
skref til Þess að ganga yfir
þröskuldinn á andyri leikhúss
ins, en það eru óteljandi skref
lífsreynslu, sem liggja á bak
við þau leikrit, sem hver höf
undur hefur tekið alvarlega
og lagt sig fram við.
Georg Bernard Shaw sagði
einhverju sinni um leiksýn-
ingar:“
„Þegar gamanleikur er
sýndur, legg ég ekkert upp
úr hlátri áhorfendanna:
hvaða fífl sem er getur kom-
ið áhorfendur tál að hlæja.
Ég vil komast að því hve
margir þeirra, hlæjandi eða
alvarlegir, eru með opinn og
starfandi huga. Og þeim
árangri veTður ekki náð, jafn
vel af leikurum sem skilja til
hlítar hvað fyrir vakir, nema
fyrir tilstilli listrænnar feg-
urðar framsetningarinnar sem
ekki verður náð án langra og
erfiðra æfinga, og vitmuna-
legrar áreynslu, enda þótt
leilkrit mín kunni að virðast
of léttúðug til að eiga heimt-
ingu á slíku erfiði".
— a.j.
Sendisveinn
Röskur sendisveinn óskast til starfa strax.
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS
Skúlagötu 20.