Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 24

Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 24
INNIHUBÐIR i landsins mestaurvali 4A4. SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1969 AU6LYSIN6AR SÍMI 22.4*80 220 milljóna lántaka — hjá Viðreisnarsjóði Evróparáðsins vegna Norðurlandsáœtlunar og Vestfjarðaáœtlunar í fréttatilkynningu, sem Mbl. barst í gær frá fjármála- ráðuneytinu er skýrt frá því, að Viðreisnarsjóður Evrópu- ráðsins hafi samþykkt að veita Islandi lán að upphæð 220 milljónir króna og renna 176 milljónir til framkvæmda samkvæmt Norðurlandsáætl- un og 44 milljónir til Vest- fjarðaáætlunar. Fréttatilkynningin fer liér á eftir: „Stjóm Viðreknarsjóðs Evrópu ráðsins hefir fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins samþykkt að veita íslandi lán að fjárhaeð 10 millj. þýzk mörk, er jafngildir um 220 millj. kr. Er hér um tvö lán að ræða. 2 millj. marka eða um 44 m. kr., sem varið verður til að ljúka síðasta áfanga sam- gönguáætlunar Vestfjar'ða og 8 millj. maTka, eða rúml. 176 m. kr., er lánaðar verða til fram- kvæmda innan ramma Norður- landsáætlunar. Verður nánar ákveðið í samræmi við fram- kvæmdaáætlun fyrir Norður- land, sem Efnahagsstofnunin vinnur nú að, til hvers konar Atvinnumálanefndir í Reykjavik á mánudag ATVINNUMÁLANEFND ríkisins sat á fundi hjá forsætisráðherra á miðvikudag og verður næsti fundur nefndarinnar á laugardag inn. En nefndin er að undirbúa ekipulag fyrir atvinnumálanefnd Sjómonnodeilon Skv. upplýsingum Torfa Hjart arsonar, sáttasemjara, hefur nýr sáttafundur ekki verið boðaður í 6j ómannadeilunni. ir héraðanna, sem koma allar saman til ráðstefnu í Reykjavík næstkomandi mánudag. Eftir að atvinnumálanefndir allar hafa hitzt í Reykjavík á mánudag, mun ætlunin að hver fari aftur til síns heima og vinni að málum þar og héraðsnefndir skili áliti, að því er’ Benedikt Gröndal sagði, er Mbl. spurði hann frétta. Úr því verður farið að hugsa til framkvæmda. framkvæmda því fé verður var- ið. Fjármálaráðherra hefir falið Framkvæmdasjóði íslands að annast lántökur þessar gegn sjálfsskuldarábyrg’ð ríkissjóðs, sem heimild er til að veita sikv. bráðabirgðalögum útgefnum 31. des sl.“ Verzlunor- muður iékk hníistungu í brjóstið í gærkvöldi, er þrír menn I voru staddir í búsáhaldaverzl | un í miðbænum eftir lokun, i og voru að ganga frá, gerðist það að einhvem veginn fékk' verzlunareigandinn hníf- stungu í brjóstið. Hafði þaðj orði'ð af slysni, að sögn þess, sem með honum var í búð- inni, en þriðji maður var efcki I inni þegar þetta gerðist. Hnífurinn, sem var einn af hnífunum í verzluninmi, hafði r géngið aHdjúpt og maðurinn I misst mikið blóð. Var hann | samstuindis fluttur í Slysa- . varðstofuna, og þaðan í Borg- ' arspítalann, þar sem læknar gerðu að sárum hans. Lögreglan gat í gærkvöldi | ekkert sagt um málið, þar sem rannsókn á því var a*ð * hefjast, er blaðið fór í prent- | Jónas í Sveinbjarnargerði og Jón í Ytrafelli að taka á möti vörunum í skipinu. Eyfirzkir bændur bindast samtökum — Flytja sjálfir inn fóðurbœti Akureyri, 23. janúar. FYRIR 82 árum bundust eyfirzk •ir bændur samtökum .um bein ■vörukaup frá útlöndum, til að Húsvíkingar keyptu björninn í GÆR fóru Húsvíkingar út í Grímsey og keyptu ísbjörninn, sem þar veiddist fyrir væntan- legt safnahús Þingeyinga og voru þeir væntanlegir með dýr- ið til Húsavíkur á miðnætti í gærkvöldi. Margir vildu fá björninn, sem er eign Félagsheimilis Grímsey- inga og seldur til ágóða fyrir það. En Björn Friðfinnsson, bæj arstjóri á Húsavík, fékk sér bát um miðjan dag í gær, þegar fært var út í eyna. Varð það úr að björninn var seldur Húsvíking- um. Húsvíkingar lögðu mikið kapp á að fá björninn, því þetta fall- ega dýr verður einn fyrsti grip- urinn í mikið safn, sem Þing- eyingar eru að koma sér upp á Húsavík, fyrir forgöngu Jóhanns Skaftasonar, sýslumanns. Á að rísa þar safnahverfi, og var fyrsta og stærsta byggingin reist sl. sumar. í Grímsey var gott veður í gær og voru menn að vinna. Höfðu þeir ekki, er símatíma lauk, gefið sér tíma til að ganga endanlega úr skugga um að enga 'kind vantaði og að engin hefði orðið birninum að bráð. komast hjá óeðlilegum milliliða- gróða. Og sagan endurtekur sig. Fjórir bændur í Eyjafiirði, þeir Jónas Halldórsson, Sveinbjarh- argerði, Guðmundur Þórarins- son, Hléskóigum, Jón Kristinsson, Ytra-Felli og Eiríkur Sigfússon, Einarsstöðum hafa beitt séir fyrir samtökum uifl sölu og dreifingu á fóðri hér í Eyjafirði og fengið flutt inn gegnum heildverzlun Guðbjörns Guðjónssonar. Voru þeir að fó skipsfarm í gær og var því nær öllu dreift beint frá s’kipshlið. Var með því móti hægt að losna við veru- legan hluta kostnaðar og því hægt að ná ótrúlega hag- stæðu verði. Kúafóðurblanda var seld á 7200 kr. til 7900 kr. pr. tonn. En heilfóður fyrir Framhald á bls. 23 Jónaz Haralz. Atvinnumól rædd n hádegis verðnrfundi Vnrðnr JÓNAS H. HARALZ, forstjóri Efnahagsstofnunarinnar, ræðir um atvinnu og atvinnuleysi á hádegisverðarfundi Landsmála- félagsins Varðar, sem verður í Sjálfstæðishúsinu á morgun, laugardag. Hefst fundurinn kl. 12.15 e. h. Varðarfélagar eru hvattir ti1 að sækja fundinn. Taliö að samningum um aðild islands að EFTA ijúki á þessu ári — Cylfi Þ. Císlason ánœgður með undirfektirnar í Genf Dr. Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, sagði í gær í símtali við Mbl. frá Genf, að hann væri mjög á- nægður með undirtektir við umsókn íslendinga um aðild að EFTA, en ráðherranum hafði verið boðið á ráðsfund EFTA til að kynna málstað íslands og hefja samn ingaviðræður um aðild ís- lands. Ræddi hann í fyrra- dag við Erik Trane, sem í ár er formaður ráðsins og fram- kvæmdastjóra EFTA, Sir John Coulson, en flutti ræðu sína á ráðsfundi EFTA í gær- morgun. Síðdegis var svo fjöl mennur blaðamannafundur um málið í Genf. Sagði ráðherrann, að gert væri ráð fyrir því í EFTA ráðinu og höfuðstöðvunum að samningum við ísland muni örugglega lokið á þessu ári. Að loknum fundinum var á- kveðið að samningar skuli halda áfram í Genf eftir 4— 5 vikur og munu Þórhallur Asgeirsson ráðuneytisstjóri og Einar Benediktsson deild- arstjóri sem nú eru með ráð- herra í Genf, þá fara aftur til viðræðna, en jafnframt hefur verið um það rætt, að með- limir í EFTA ráðinu ásamt starfsmönnum EFTA, komi til Reykjavíkur til samninga og viðræðna, en ekki verið tekin ákvörðun um það. Mbl. spurði dr. Gylfa á hvað hann hefði lagt megin áherzlu í ræðu sinni hjá EFTA-ráðinu. Taldi hann það upp í 6 liðum: 1) að ísland fái strax að- gang að hinum tollfrjálsa markaði EFTA landanna. 2) að jafnframt fáum við 10 ára aðlögunartíma, til þess að afnema okkar verndartolla. Framhald á bls. 23 Dr. Gylfi Þ. Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.