Morgunblaðið - 13.02.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1969. 11 Hagnýting fiskveiöi- landhelginnar — eftir Eðvarð Júliusson, skipstjóra ÞEGAR ríkisstjómin ákvað að skipa nefnd til þess að gera til- lögnr um hagnýtingu fiskveiði- landhelginnar var það sjálfsagt engum meira fagnaðarefni en okk ur sem togveiðar stunda á minni bátum. Eftir rúmlega þriggja ára reynslu af því ófremdarástandi sem hafði verið rikjandi í þessum efnum vonuðum við að nú yrði þessum málum ráðið þannig að samvizkubit og taugastríði yrði frá okkur tekið en í staðinn gæt- um við róið á miðin, í venjuleg- um veiðihug, í von um betri ár- angur. Þau bráðabirgðalög sem Al- þingi samþykkti núna rétt fyrir áramótin urðu svo til þess að við togveiðimenn urðum bjartsýnni, því með þeim sýndist okkur að okkar ágætu alþingismenn við- urkenndu að minnsta kosti til- verurétt okkar, að ekki sé talað um þjóðhagslegu þýðingu, sem togveiðar íslenzkra sjómanna í íslenzkri landhelgi, hafa í vax- andi mæli. Viðhorf manná til togveiða haifa mikið breytzt á undanförn- um árum og er það kannske ekki sízt vegna þess að möskvinn hef- ur stækkað úr 70 mm. í 130 mm. Augu manna eru sem óðast að opnast fyrir því að það er ekki meiri rányrkja að veiða í troll en hvert annað veiðarfæri. Nú bein- ist atíhygli manna meira að því hráefni sem togbátar færa á lánd, og einnig hafa þeir sjó- menn sem andvígir eru togveið- veiðum í landhelgi miklar og að því er mér finnst, óeðlilegar miklar, áhyggjur af væntanleg- um árekstrum við togbáta, á veiðisvæðunum í landhelginni. Þegar öllum afgum er sleppt verðum við sjómenn að viður- kenna að þegar mikill fjöldi báta stórra og smárra, er á sömu miðum á sama tíma, fer ekki hjá því að einhvern tíma komi til árekstra. En með janfgóðum rök um verðum við líka að viður- kenna að það er harla ólíklegt að nú, þegar togbátar fiá leyfi að að veiða þar sem þeir um margra ára bil hafa veitt í óleyfi, en á takmarkaðri svæðum, að þá komi til svo mikilla árekstra á mið- unum að ófremdarástand mum skapast. Við teljum að hægt sé að stunda togveiðar og netaveið- ar samhliða á vetrarvertíð með góðum árangri framvegis, eins og gert hefur verið undanfarin ár, án teljandi árekstra. Þá er rétt að far,a nokkrum orðum um hráefnið. Það er kunn ara en frá þurfi að segja, að sala á íslenzkum saltfiski erlendis hef ur gengið mjög erfiðlega á síð- astliðnu ári. Hins vegar hefur sala á hraðfrystum fiski gengið mjög vel. Eins og allir vita fer afli togbátanna nær eingöngu í frystingu. Samkvæmt yfirlýsing- um frá hraðfrystihúsi Grindavík- ur og hraðfrystihúsinu í Innri- Njarðvík, sem sendar voru Al- þingi fyrir áramótin, hefur afli trollbáta frá Grindavík verið stór fiskur og gott hráefni. Á árinu H968 var (samkvæmt aflaskýrsl- um) afli um 20 báta sem stund- uðu trollveiðar að einhverju eða öllu leyti, samtals um &000 smá- lestir. Samkvæmt ummælum Finn- boga Guðmundssonar í Gerðum lönduðu tveir Grindavíkurbátar á sl. ári 700 tonnum í Hraðfrysti húsi Gerðabátanna, og var nýt- ing úr þeim afla 100% í fryst- ingu. Allur var þessi afli veidd- ur í troll. Svona mætt lengi telja en ég læt þetta nægja því yfirlýsingar frá þeim aðilum sem sjá um nýtingu aflans í landi, hljóta að vera þyngstar á meta- skálunum þegar gœði hráefnisins eru metin. Eins og fyrr vair sagt hafa skoðanir manna á togveiðum mikið breytzt á undanförnum ár- um. Þó er það svo að enn eru margir sem komast í geðshrær- ingu í hvert sinn sem þeir sjá togbát undan landi. Þessir menn spyrja gjarnan: „Hvers vegna togið þið ekki dýpra? Hivers vegna getið þið ekki verið fyrir utan þessa eða hi-na línuna?“ Þessu er til að svara að allir sem hafa kynnt sér þessi mál, vita að togbátar undir 100 tonn- um hafa enga möguleika á að skila árangri á bolfiskveiðum á dýpra vatni en 50-80 föðmum. Við Grindvíkingar sem tog- veiðar stundum, érum tiltölulega ánægðir með þá skipan landhelg ismálanna sem samþykkt var á Alþingi með bráðabirgðalögum í desember, og einnig með þau frá vik sem ráðherra var heimilað að gera á þeim veiðisvæðum okk ar, sem okkur var lífsspursmál að M að njóta. Við erum land- helgisnefndinni og þeim þing- mönnum sem hlut áttu að máli, sannarlega þakklátir fyrir aðild þeirra að þessari lausn. Vegna þess að hinum raun- verulegu friðunarmálum og úti- lokun togbáta úr landhelgi er gjarnan ruglað saman af sumum, vil ég taka fram að við erum ein dregið fylgjandi tíma- og svæðis bundnum friðunaraðgerðum á hrygninga- og uppeldisstöðvum, samkvæmt tillögu fiskifræðing- ana, en hins vegar ekki eftir fyr- irsögn þeirra sem hagsmuna hafa að gæta enda tæki þær til allra veiðarfæra jafnt. Það er skoðun okkar, að fslendingum beri að hagnýta fiskveiðilandhelgina sem bezt, en jafnframt að verna hana með skynsamlegum friðun- arráðstöfunum, en ekki með því að banna einstök veiðanfæri, sepi ekki er þó sannað að séu ökað- legri en önnur. Ástæðurnar fyrir aaknum tog- veiðum á undanförnum árum eru margar og misjafnar og erfitt að gefa tæmandi skýringar á þeim. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna nokkur dæmi, sem frá þjóðhagslegu sjónarmiði gera tog veiðar mjög hagstæðar: f fyrsta lagi er útgerðin ódýr og erlendur kostnaður lítill, enda veiðarfærin framleidd innan- lands. í öðru lagi er hráefnið sér staklega gott. í þriðj a lagi fer fiskurinn nær allur í frystingu, sem er hagstæðara en að salta hann. í fjórða lagi getur bátur- inn notað samskonar veiðarfæri allt árið. Og í fimmta lagi verða hraðfrystihúsin sífellt háðari togbátum vegna minnkandi línu afla. Við treystum því að Landhelgis nefndin og þingmennirnir muni halda áfram að vinna að lausn þesrara mála af raunsæi og skvnsemi. Þá verður lokaniður- staðan rétt. Eðvarð Júlíusson, skipstjóri. Lokunartímamálið Athugasemd frá Félagi söluturnaeigenda VEGNA viðtala, seim birtust í Morgunblaðinu 5. októ'ber sl. um lokunartímamálið, vill stjórn Félags Söluturnaeigenda biðja Morgunblaðið að birta eftirfar- andi athugasemdir: Þegar endurskoðun fór fram á reglugerð um lokunartíma sölubúða, sem tók gildi 1. apríl 1963 (aprílgabb ársins), unnu að henni aðeins 2 menn, þeir Sig- urður Magnússon, þáverandi for- maður Kaupmannasamtaka ís- lands og Páll Líndal borgarlög- maður. Strax var ljóst á frum- drögum þeirra félaga að nýrri lokunarreglugerð, að sú reglu- gerð var samin til höfuðs smá- fyrirtækjum hér í borg, sem Söluturnar nefnast. Vörulisti þeirra var mjög þrengdur, og það, sem meira var, að nú voru gangstéttir borgarinnar gerðar að búðargólfum og búðargluggar söluturna að afgreiðsluborðum. Hélzt þessi ómenning enn þrátt fyrir öflug mótmæl söluturna- eigenda og neytendasamtakanna á sínum tíma. Mun Sigurður Magnússon hafa verið höfundur þessa „snjallræðis". Tilgangur- inn var auðsær. Fólk vill að sjálf sögðu fremur verzla innan dyra en utan, og með þessu móti átti að flytja verzlunina frá söluturn unum yfir í matvörubúðirnar á þeim tíma, sem þær væru opn- ar. Svona lágt var nú frjáls sam- keppni skrifuð hjá sjálfum for- manni K.í. Áður en söluopið kom til sögunnar, en það var sett í reglug. þegar málið var komið á lokastig, gerði lokunar- reglugerðin ráð fyrir því, að heimilt væri að banna neyzlu í söluturnum. Það hafði gilt i fram kvæmd, að neytendur, sem t.d. keyptu pylsur og gosdrykki, átti að reka út, þegar þeir höfðu greitt vörur sínar. Þetta heim- ildarákvæði hefir að vísu ekki verið notað, en er ekki tilgang- urinn augljós? Ef ekki var hægt að klekkja á söluturnum með þröngum vörulista, var ágætt að hafa þetta vopn til vara. Bn sýo kom hugmyndin um söluopið og ekkert virðist nú athugavert við neyzlu á götum úti. Það var eng- in tilviljun, að um það leyti, sem lokunarreglugerðin tók gildi 1964, kallaði Sigurður Magn ússon söluturnaeigendur aðskota- öfl í verzluninni. . Reglugerðin frá 1964 gerði ráð fyrir, að heimilt væri að koma á skiptiverzlun matvörubúða á kvöldin. Sú hugmynd var í sjálfu sér góð, ef hún hefði verið sett í reglugerðina af fullum heil- indum. En hugmyndin var hins vegar sú, að hafa þetta í reglu- gerðinni til skrauts fyrir neyt- endur, og þegar búið var að þrengja þjónustu söluturna, var þessari þjónustu hætt. Þegar þetta skeði, var Sigurð- ur Magnússon í borgarstjórn Reykjavíkur og hefir hann ef- laust haldið, að hann gæti ráðið ferðinni í þessum málum. En þeg ar meirihluta borgarstjórnar varð það ljóst, að reglugerð þessi hafði fyrst og fremst verið sett Framhald á bls. 16 Kaupum hreinar og stórar léreftstuskur jHtffgtnsfrlafrifr Prentsmiðjan. Til leigu 660 ferm. Til leigu á einni hæð 660 ferm. Helmingurinn er innréttaður sem skrifstofuhúsnæði, en hitt óinnréttað að mestu leyti. Til greina gæti komið að aka innrétt- ingu upp í leiguna. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 20. febrúar merkt: — 6329“. Myndutökui í heimahúsum við öll tækifæri, svo sem skímir, kirkjubrúðkaup, afmæli og veizlur. Allar tökur á stofu í vönduðum litum Correct colour. Eina stofan er getur boðið þá þjónustu. 7 stillingar og stækkun, aðeins 1200.— kr. Pantið brúðarmyndatökur á föstudögum. Heimamyndatökur á sunnudögum. Athugið Stjörnu’jósmyndir hafa alltaf verið ódýrasta stofan í bænum. STJÖRNULJÓSMYNDIR Flókagötu 45 — Sími 23414. Allt fyrir yngstu kynslóðina Úrval af barnavögnum og kerrum með og án skerms. Leikgrindur, göngugrindur, burðar- stólar, burðarrúm, háir barnastólar, sem breyta má í borð og stól, grindur fyrir stiga eða milli herbergja, bílsæti, rólur, kerru- pokar, beizli, þríhjól, fjölbreytt úrval leik- fanga. Ennfremur höfum við ákveðið að kaupa notaða vel með fama barnavagna og kerrur. Við saumum skerma og svuntur á bamavagna og kerrur. Munið ef þið þurfið að kaupa vagn eða kerru þá komið í Fáfni, ef þarf að selja þá hringið í Fáfni. Póstsendum um landið allt. Verzlunin FÁFNIR Klapparstíg 40 sími 12631. Box 766. Klúbbfundur Næsti klúbbfundur Heimdallar F.U.S. verður í Tjamarbúð laugardaginn 15. febrúar nk., og hefst að venju kl. 12.15 með borðhaldi. Gestur þessa klúbbfundar verður Sigurður Bjarnason, ritstjóri og ræðir hann um „PRENT- OG SKOÐANAFRELSP‘. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórn Heimdallar F.U.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.