Morgunblaðið - 13.02.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.1969, Blaðsíða 10
Og í því hringdu Færeyingar — Hvað með framleiðsluað- stöðuna? — Það sem erfiðast er við að eiga, segir Árni, er almennur óstöðugleiki í efnahagslífinu. Hann setur okkur ýms óæskileg rœtt við feðgana Árna og Sigurð Jón Cuðmundsson í Belgjagerðinni pELGJAGERÐIN er eitt gam- Olgróið og traust fyrirtæki. Af pDiklum dugnaði var fyrirtækið jðrifið upp í byrjun og siðan liefur þess verið gætt að laga |>að eftir aðstæðum hvers tíma, fyrst í stað framleiddi Belgja- jgerðin aðeins fyrir innlendan tnarkað en síðan voru kvíarnar færðar út og útflutningur haf- Inn. Við heimsóttum Belgjagerð- Ina á dögunum og hittum fyrst- an að máii Sigurð Jón Guðmunds son, stofnanda fyrirtækisjns og Stjórnanda þess. { Hvenær hóf Belgjagerðin Btarfsemi, Jón? — Það eru ein 34 ár síðan Við byrjuðum, ég og kona ein, Bem heitir Guðrún Vigfúsdóttir. Hún var verkstjóri í mörg ár en brá sér síðan austur í Hvera- terði og hóf að rækta þarblóm. ’.g og strákarnir mínir keyptum bana svo smám saman út, svona ieftir því sem hana vantaði pen- inga til blómanna sinna. ' — Einhver aðdragandi mun liafa orðið að stofnun Belgja- gerðarinnar? i — Ójá. Ef satt skal segja var |>að ekki af góðu gert. Ég var nú búinn að vera til sjós í 25 ér, þegar ég af ýmsum ástæðum Varð að fara í land. í þrjú ár hafði ég svo umsjón með neta- verkstæði togarafélagsins h.f. Bleipnis en svo hætti það fyrir- tæki og ég stóð uppi eins og &lfur, í rauninni náttúrubarn, al Inn upp í sveit og á sjó, en of Iblóðlaus til að fara á sjóinn eftur. Nú eitthvað varð ég að fcaka til bragðs, enginn lifir á Joftinu einu saman og allra sízt menn með fullt hús af börnum, ©ins og ég þá. Svo datt ég niður á þá hug- Bnynd að reyna að framleiða lóða belgi og fékk Guðrúnu í lið íneð mér en Guðrún þessi hafði lengi unnið á netaverkstæðinu, Bem ég áður minntist á. j — Eitthvert fé hefur þurft til eð starta fyrirtækinu? > — Ja, í stuttu máli var ekkert lé fyrir hendL Við byrjuðum því ósköp hógvært í kjallaran- um heima hjá mér. Guðrún saum aði belgina og svo gekk ég frá þeim að öðru leyti. Fyrst í stað höfðum við þetta bara svona auka. — En þetta hefur gengið vel? — Gekk og gekk. Það gekk að minnsta kosti nóg til þess, að við urðum að fara í stærra húsnæði. Við fengum inni í Sænska frystihúsinu, þetta var 1934 og um svipað leyti stofn- uðum við formlega fyrirtækið Belgjagerðina. Við fórum svo að útvíkka starfsviðið og byrjuð- um hægt og hægt að framleiða yfirbreiðslur með lóðabelgjun- um og svo komu tjöldin til sög- unnar. Afganga af því hráefni, sem við notuðum í belgina, not- uðum við svo í vinnuvettlinga og síðar þróaðist framleiðslan yf ir í annars konar fatnað, úlp- ur og vinnufatnað. — Hvað með vélar? •— Jú, við keyptum okkur vél ar eftir því sem aðstæðurnar leyfðu en þetta voru erfiðir tím ar. Já, drengir mínir, tímabilið 1930—40 var erfitt og þá stóð oft tæpt. Og svo brann allt hjá okkur sem brunnið gat. — Hvenær var það? — Sumraði 1939.. Tvær efstu hæðir sænska frystihússins brunnu alveg. — Höfuð þið ekki tryggt? — Ójú. En við stóðum uppi helmingi fátækari efitir brunann en áður. Með undraverðum flýti urðum við okkur úti um nýjar vélar og með þær dunduðum við svo í íbúðarhúsnæði við Grjótagötu, sem við fengum á leigu. Þar vorum við í kring um eitt ár en fórum svo aftur í Sænska frystihúsið. Þá var Bret inn að leggja undir sig húsið, við meira að segja fluttum inn á þá. En þetta voru erfið skipti og margir urðu til þess að hlaupa undir bagga með okkur, ég get t.d. nefnt fyrirtækið Andrew Mitchell og Co í Glas- gow, sem lánaði okkur hráefni alveg takmarkalaust. Það voru sannkallaðir heiðursmenn. Við byrjuðum að framleiða Ikuldaúlpur fyrir norska flug- menn, sem hérna voru, og svo fyrir skíðaherdeildina, það voru Norðmenn, sem höfðu flúið til Bretlands, og voru svo sendir hingað til þjálfunar. Um þetta leyti komu plast- belgirnir til sögunnar og striga- belgirnir hurfu úr notkun. En við héldum samt áfram í nafn fyrirtækisins og gerum ennþá, þó langt sé síðan nokkur lóða- eða netabelgur sá dagsins ljós hjá okkur. Um áramótin 1959— 60 fluttum við svo hingað, í eigið húsnæði að Bolholti 6. — Hvað vinna margir hjá ykkur núna? — Það munu vera um 60 manns í allt. — Og þið aðlöguðuð ykkur breyttum aðstæðum og hófuð út flutning? — Já, segir Árni, sonur Jóns, sem nú er kominn í spjallið. Það var ekki um annað að ræða. Ár ið 1959 byrjuðum við að flytja gæruúlpur út til Færeyja. Markaðurinn þar hefur svo auk izt með hverju árinu og reynd- ar seljum við meira til Færeyja en markaðurinn þar þolir. Skýr ingin á þessari miklu sölu þang- að er sú, að eitthvað af úlp- unum fer lengra, til Norður- landanna einna helzt. Einnig höfum við nú í þrjú ár flutt út úlpur til Grænlands til Færeyingahafnar. Þar reka Norðmenn, Danir og Færeying- ar sameiginlega verzlun, sem heitir Nordafar. — En tjöld eða svefnpoka? — Eftir stríðið fluttum við mikið út af svefnpokum til Dan merkur en nú flytjum við að- eins lítillega út tjöld og svefn- poka til Færeyja. En við höfum fullan hug á að komast inn á Norðurlandamarkað, að minnsta kosti í Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn eru jú sjálfir stórút- flytjendur á þessu sviði. — En innanlandsmarkaður- inn? — Hér áður fyrr má segja, að kuldaúlpan hafi verið þjóð- búningur íslendinga en nú hef- ur þetta breytzt og salan þar með minnkað hér. En þar hefur útflutningurinn vegið upp á móti. Framleiðslan á vinnufatn- aði hefur alltaf verið að smá- aukast, svona jafnt og þétt. — En tjöldin? — Undanfarin 3 ár hefur inn- flutningur á tjöldum aukizt mik ið. — Og samkeppnin þá eitt- hvað hnippt í ykkur? — Ja, ekki meira en svo enn- þá, að við stöndum jafnréttir, segir Sigurður Jón og hlær við. Við höfum svarað með aukinni fjölbreytni og gæðin standa fyr ir sínu. Svo höfum ýið auk þess sterkt vopn þar sem viðgerðar- þjónustan er. Þessi stúlka er að sníða. Lans- lega áætlað mun sniðið úr um 200 km efnis í Belgjagerðinni árlega. takmörk, t.d. í sambandi við hrá- efniskaup. Þegar krónan er sí- fellt að breytast er hættulegt að gera samninga eitthvað fram í tímann og reyndar á þetta líka við söluna. Svo er rekstrar fjárskortur mjög erfiður þrösk- uldur þessa tímana. — Hvað með tolia? — Við greiðum yfirleitt 40% toll af hráefnunum til fram- leiðslu okkar. Þess ber þó að gæta, að við fáum hráefnistoll- ana endurgreidda, þegar um út- flutning er að ræða. — Keppi- nautar okkar t.d. á Norðurlönd- um þurfa aftur á móti engan hráefnistoll að greiða. Við þurf um því raunverulega meira fjár magn til framleiðslunnar en þeir. Við sjáum alls ekkert að því að lækka hráefnistollana hér á landi og raunar er það brýnt hagsmunamál í okkar augum. — Eruð þið bjartsýnir á fram- tíðina? — Já. Við viturn, að við fram leiðum samkeppnishæfa vöru og það er okkur ekki að skapi að gefast upp, þótt á móti blási, segja þeir feðgar einum rómi. Og í því hringdu Færeyingar að panta meira af kuldaúlpum frá Belgjagerðinni. Umsóknarfrestur Frestur til að sækja um störf þau í steypuskála fé- iagsins, sem auglýst voru í dagblöðum þann 19. og 20. janúar sl., framlengist til 20. febrúar. íslenzka Álfélagið h.f., Straumsvík. Hér er verið að leggja síðustu hönd á úlpurnar til Færeyinga. Ámi og Sigurður Jón Guðmundson. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.