Morgunblaðið - 13.02.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1960.
13
ERLENT YFIRLIT
-jc Hvað gango flustur-Þjóðverjar langt?
-j< Bntnondi sambúð Frakklands og USA
j< Eldflauga-samkomulag ú langt í land
-j< Hlutverk Gunnars Jarring verður eflt
Verða flugferðir
einnig heftar?
NÝJAR deilur hafa risið út af
Benlín vegna þeirrar ráðstöfun-
air Austur-Þjóðverja að banna
vestur-þýzkum þingmönnum að
ferðast landleiðina til Vestur-
Berlínar, þar sem ætlunin er að
kjósa nýjan forseta Vestur-
Þýzkalands í marzbyrjun. Vest
ur—Þjóðverjar sökuðu Austur-
Þjóðverja um að auka á spenn-
una í sambúð austurs og vest-
urs með þessari ákvörðun og
kröfðust þess að Vesturveldin
tækju mjög ákveðma afstöðu
gegn aðgerðum Austur-Þjóð-
verja. Vesturveldin hafa orðið
við þessari áskorun og mótmælt
mjög eindregið takmörkunum
Austur-Þjóðverja á frjálsum ferð
um ti'l Vestur-Berlínar sem broti
á samningum og bent á að Rúss-
ar beri ábyrgðina á óhindruðum
ferðum en ekki Austur-Þjóð-
verjar.
Austur-Þjóðverjar hafa til-
kynnt, að bannið tabi gildi á
laugardaginn, einum degi eftir
að Harold Wilson, forsætisráð-
herra Breta, kemur í heimsókn til
Berlínar. Richard Nixon Banda-
ríkjaforseti fer í fyrirhugaða
heimsókn sína til Vestur-Berlín-
ar síðar í þessum mánuði eins
og ekkert hafi í skorizt. Flestar
líkur benda einnig til þess, að
forsetakosningamar fari fram
án þess að alvarleg tíðindi ger-
iat. Þingmennimir geta ferðazt
með flugvélum til Vestur-Berl-
ímar og ólíklegt er talið að neynt
verði að hefta flugferðir til Ber-
línar vegnia forsetakosnimgannia.
Slíkt mundi að sjálfsögðu
skapa mjög alvarlegt ástand, því
að Vesturveldin mundu grípa til
róttækra gagnráðstaíana.
NÝJAR TILSKIPANIR
En nokkur óvissa ríkir þó
vegna þess, að austur-þýzka
stjómin hefur bannað öllum þeim
sem ’hún teiur nýnazista og öll-
um vestur-þýzkum ráðherrum og
háttsettum embættismönnum að
ferðast yfir austur-þýzkt yfir-
ráðasvæði. Um þetta eru ákvæði
í tveimur tilskipunum, sem aust-
uir-þýzka stjórnin gaf út í fyrra.
Ljóst er, að Austur-Þjóðverjum
gremst mest, að meðal þeirra þing
manna, sem kjósa vestur-þýzka
forsetamn, verða nokkrir fulltrú
ar nýnazistafiokksins NDP. En
tilskipanimar frá í fyrra leiða
því aðeins til alvarlegs ástands
að reynt verðúr að hefta flug-
ferðir til og frá Berlín
Ástæðan til þess að Vestur-
Þjóðverjar vilja halda forseta-
kosningar í Vestur-Berlín er sú,
að þá tekur sárt hvernig komm-
úmdstar einangra Vestur-Berlín.
Þeir vilja sýna, að Vestur-Berl-
ín sé ekki gleymd og leggja
áherzlu á þá von, að Þýzka-
liand verði einhvern tímann sam-
einað og að Berlín verði höfuð-
borg sameinaðs Þýzkalands. Ul-
bricht-stjórnin getur ekki saett
sig við það að forsetakostningar
nar fari fram í Berlín, enda
grundvallast tilvera hennar á
skiptingu Þýzkalands. Samkvæmt
Potsdamsamningnum fara her-
hernámsveldin fjögur með völd-
in í Berlín og þeim var ætlað að
gera Berlín að höfuðborg Þýzka-
lands og tryggja óhindraðar sam
göngur til borgarinnar frá öll-
um hlutum Þýzkalands. Hins veg
£U- hefur sovétstjórnin fálið Ul-
bricht-stjórninni landamæraeft-
irlit, en hún getur ekki skipt sér
af flugsamgöngum.
Ákvörðun austur-þýzku stjórn
arinnar kom síður en svo á óvart
enda hefur hún oft áður gripið
til svipaðra ráðstafana. Það sem
alltaf býr á bak við siíkar þving
unarráðstafanir er sú stöðuga
viðleitni austur-þýzku stjórnar-
innar að afla sér viðurkenning-
ar. Rússar hafa mótmælt fyrir-
huguðum forsetakosningum í
Vestur-Berlín á þeirri forsendu,
að þær samræmist ekki stöðu
borgarinnar sem hernumins svæð
is. En allt bendir ti'l þess, að
Rússar hafi áhuga á góðu sam-
komulagi við hina nýju stjórn
Nixons í Washington. Þess vegna
er talið ólíklegt að þeir láti aust
ur-þýzku stjórnina koma af stað
alvarlegri fjórveldadeilu.
Rússar gera sér grein fyrir
því, að nýtt hættuástand getur
hæglega leitt til þess að öfga-
sinnaðir hægrimenn auki fylgi
sitt verulega í vestur-þýzku
þingkosningunum, sem fara fram
í haust. Austur-Þjóðveirjar hafa
einnig ástæðu til að sýna gætni
meðal annars vegna kiaupstefn-
unnar í Leipzig sem hefst eftir
nokkra daga. En Austur-Þjóð-
verjar eru sárgramir Vestur-
Þjóðverjum vegna ákvörðunar
þeiirra um að halda forsetakosn-
ingarnar í Vestur-Berlín. Og þeir
hafa töluverð áhrif í Moskvu
vegna þess, að þar er litið svo
á. að hernám Austur-Þýzkalands
sé hernaðarleg nauðsyn. Þess
vegna getur skapazt alvarlegt
hættuástand, ef Austur-Þjóðverj
ar ganga of langt í ógnunum sín-
um.
Ágreiningur um
bannsamning
MEÐ heimsókn sinni til Vestur-
Evrópu síðar í þessum mánuði
vill Richard Nixon forseti greini
lega leggja áherzlu á þann yfir-
lýsta ásetning sinn að efla At-
lantshafsbandalagið. Þessi við-
’leitni gefur til kynna, að Nix-
on vilji reyna að bæta sambúð-
ina við Frakka, og einn mikil-
vægasti þáttur ferðarinniair verða
viðræður hans við de Gaulle
forseta í París.
Heimsókn hans til Bonn getur
haft mikla þýðingu vegna þess
að Vestur-Þjóðverjar haf-a neit-
að að undirrita samninginn um
bann við frekari útbreiðslu
kjarnorkuvopna. Heimsókn
hans til Vestur-Berlínar verður
sennilega notuð til þess að
leggja áherzlu á þann ásetning
Bandaríkjamanna að verja frelsi
borgarhlutans þrátt fyrir síðustu
hótanir Austur-Þjóðveirja.
KLOFNINGUR í BONN
Samndngurinn um bann við
frekari útbreiðslu kjarnorku-
vopna er einn af hornsteinum
góðrar sambúðar Bandaríkja-
manna og Rússa. Fyrir nokkru
skoraði Nixon mjög eindregið á
öldungadeild Bandaríkjaþings að
staðfesta samninginm, og sýndi
það hve mikla áherzlu hann legg
ur á þetta mál. Ljóst er, að í
Bonn mun Nixon reyma að sann-
færa vestur-þýzku stjórnina um,
að ótti hennar um að samning-
urinn geti torveldað friðsamlega
hagnýtingu kjarnorkunnar í Vest
ur-Þýzkalandi og hindrað þann
ig eðlilegar tækniframfarir sé
ýktur. Berut verður á mikilvægi
samningsins fyrir heimsfriðinn.
Eins og greinilega hefur kom-
ið fram á undamförnum m'ánuð-
um er vestur-þýzka stjórnin
klofin í afstöðu sinni til bann-
samningsins. Willy Brandt utan-
ríkisráðherra hefur beitt sér
mjög eindregið fyrir því, að samn
iingurinn verði undirritaður. En
nú fyrir nokkrum dögum lýsti
Kurt Georg Kiesinger kanzlari
yfir því að loknum vikulöngum
umræðum í vestur-þýzka þinig-
inu um samninginn, að ekki kæmi
til mála að Bonn-stjómin undir-
ritaði hann fyrr en Rússar hættu
að skipta sér af vestur-þýzkum
innanríkismálum.
Vera má að síðustu deilurnar
út af Berlín eigi þátt í þessari
harðmandi afstöðu, en það sem
Vestur-Þjóðverjum gremst mest
er, að síðan Rússar réðust inn j
Tékkóslóvakíu hafa þeir áskil-
ið sér rétt til afskipta af vestur-
þýzkum innanríkismálum sam-
kvæmt tveimur greinum stofn-
skrár Sameinuðu þjóðanna,
nr. 53 og 107, sem kveða á um
„óvinaríki". Rússar túlba ákvæð
in á þann veg, að þau eigi við
um Vestur-Þjóðverja, en Vestur
veldin hafa lýst yfir því, að
þessi ákvæði séu fyrir löngu
fallin úr gildi.
Nýega ræddi sovézki sendi-
herrann í Bonn, Tsarapkin, við
Brandt utanríkisráðherra um
bamnsamninginn, og að þessum
fundi loknum var sagt að hann
sýndi að sambúð Vestur-Þjóð-
verja færi batnandi. En síðan
gaf Kiesinger hina afdráttar-
lausu yfirlýsingu sína í þinginu,
og gæti það bent til þess, að
Tsarapkin hafi tekið harða af-
stöðu á fundinum með'Brandt.
BJARTSÝNI í PARÍS
í París hafa verið mörg teikn
á lofti að undanförnu um að
góðar horfur séu á því að sam-
búð Frakka og Bandaríkjamanna
geti færzt í eðlilegt horf. De
Gaui'le er ekki eins fjandsamleg
ur NATO og oft áður, fyrst og
fremst vegna imnrásarinnar í
Tékkóslóvakíu og eimnig vegna
gjaldeyriserfiðleikanna, sem hafa
meðal annars leitt til þess, að
Frakkar hafa dregið úr fram-
lögum sínum til kjarnorkumála.
Viðræður de Gaulles og Nixons
geta reynzt mjög mikilvægar
vegna þess, að þær munu móta
samskipti Frakka og Bandaríkja
mannna næstu fjögur árin. Að
þeim tíma liðnum verður de
Gaúlle seranillega horfinn af sjón
arsviðinu og nýir menn teknir
við stjórnartaumunum í París.
Frakkar hafa ekki dregið dul
á ánægju sína með heimsókn
Nixons og virðast gera ráð fyrir
að viðræður hams við de Gaulle
geti orðið áramgursríkar, fyrst
og flremst vegna þess að þeir
líta svo á að horfurnar í gjald-
eyrismálunum hafi batnað, og
einnig vegna þess að þeir álíta
að bandaríska stjórnin krefjist
þess ekki lengur að Frakkar
sanni vináttu sína við Banda-
ríkjamenn með nær skilyrðis-
lausri fylgispekt. Auk þess eru
Nixon og samstarfsmenn hans
taldir vinsamlegri Frökkum en
Johnson og ráðgjafar hans.
Að sögn fréttaritara New
York Times, C.L. Sulzberger,
munu viðræður de Gaulles og
Nixons einkum fjalla um tvennt:
eðli samskiptanna við Rússa í
framtíðinni og framtíðarhorfur í
alþj óðagjaldeyrismálunum. Talið
er, að de Gaulle og Nixon telji
mkilu varða að ná samkomulagi
um framtíðarviðræður við Rússa,
en þar er um þá tvo kosti að
velja að einskorða þær við fjár-
mál og öryggismá'l eða stíga
skrefi lengra og hefja samninga-
viðræður um pólitísk mál og önn
ur mál. í gj aldeyrismáluraum hafa
Frakkar áhyggjur af vaxandi
tllhraeigingu Bandaríkjanna í þá
átt að hverfa til verndartolla-
stefnu og þeim áhrifum sem verð
bólgan í Bandaríkjunum getur
haft erlendis. Að sögn fréttarit-
arans telja Frakkar, að gagn-
kvæmur skilningur um slík
grundvallaratriði sé forsenda
nánari samræmingar á heildar-
stefnu ríkjanma.
Ástandið í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs verður að
sjálfsögðu eitt mikilvægasta mál
ið á dagskrá viðræðnanraa. Tals-
vert skilur á milli stefrau Banda-
ríkjamanraa og Frakka í þessum
heimshluta, og auk þess er bent
á að Frakkar hafia verið vinsam-
legri Rússum og Kínverjum en
Bandaríkjamenn. En um leið er
bent á mikilvægi þess, að Banda
ríkjamenn eru í þann veginn að
hefja að nýju viðræður við Pek-
ing-stjórnina og að allar líkur
benda til þess að þeir hefji einn-
ig að nýju viðræður við Rússa
síðar meir. Auk þess benda
fraraskir formælendur á, að bæði
Frakkar og Bandaríkjamenn vilji
frið við Miðjarðarhafsbotn, þótt
þá greini á um leiðir að því
marki. Frakkar vona að á sama
hátt og í Víetnam-málinu megi
takast að minnka bilið, sem að-
skilur sjónarmið frönsku og
bandarísku stjórnarinnar í Mið-
austurlöndum, og þess vegna eru
þeir voragóðir um að sambúð land
anna muni batna.
Vilja sterka
samningsaðstöðu
MELVIN LAIRD, varnarmála
ráðherra Bandaríkjanna hefur
lýst yfir því, að síaukinn víg-
búnaður Rússa geti orðið til þess
að Bandaríkjamenn haldi áfram
smíði gagneldflaugakerfis. Þessi
yfirlýsirag virðist benda til þess
að dregið hafi úr áhuga Banda-
ríkjamarana á viðræðum við
Rússa um takmarkanir á eld-
flaugasmíði. Bandaríkjamenn
vilja vera vissir um algera yfir-
burði í eldflaugum áður en þeir
garaga til samninga við Rússa,
og þeir vilja vera vissir um að
geta samið úr sterkri aðstöðu.
Laird tilkynnti í síðustu viku,
að vinnu við gagnflaugakerfið
hefði verið hætt til bráðabirgða
þar til stjóm Nixons hefði látið
fara fram athugun á öllum vam
aráætluraum síraum. Skömmu áður
hafði Laird tilkynnt að vinn-
unmi yrði ekki hætt. Það sem
neyddi hann til þess að breyta
ákvörðun sinni var hörð gagn-
rýni á þingi, enda er kostnaður-
iran við smíði gagnflaugakerfis-
ins geysihár.
Síðasta yfirlýsing Lairds bend
ir til þess að hann styðji í raun
og veru kröfur þeirra sem vilja
aukraar fjárveitingar til alnd-
varna. Þó getur verið að hann
hafi viljað róa þá mörgu, sem ótt
ast hvers konar takmarkanir á
kjarnorkumætti Bandaríkjanna
og vara Rússa við því að setja
of ströng skilyrði fyrir samkomu
lagi um takmörkun á eldflauga-
smíði. Almennt er búizt við því,
að Nixon ræði við Rússa um
þetta erfiða vandamál á næstu
mánuðum. Svo getur farið, að
smíði gagnflaugakerfisins verði
hætt fyrir fullt og allit þrátt fyr-
ir yfirlýsingu Lairds og þannig
verði afstýrt kostnaðarsamri stig
mögnun vígbúnaðarkapphlaups-
ins. En samkomulag við Rússa á
áreiðanlega langt í 'land, þótt við
ræður um málið geti dregið úr
spennunni.
HVOR ER STERKARI?
Laird sagði, að Rússar eyddu
sjöfalt meira í kjarnorkuvopn
en Bandaríkjamenn. Samkvæmt
síðustu tölum ráða Bandaríkja-
menn og Rússar nú yfir álíka
mikluim fjölda eldflauga, sem
skjóta má heimsálfa á milli.
Bandaríkjamenn eiga rúmlega
1.000 slíbar eldflaugar og Rúss-
ar tæplega 1.000. Bandaríkja-
menn ráða yfir 650 Pölaris-eld-
flaugum, sem skotið er úr kaf
bátum, en Rússar ráða yfir 125
slíkum eldflaugum. Rússar eiga
750 meðaldrægar eldflaugar en
Bandaríkjamenn ráða yfir engum
slíkuim vopnum. Bandaríkjamenn
eiga 40 meðallaragfleygar
sprengjuflugvélar, en Rússar
1.000. Hins vegar eiga Banda-
ríkjamenn 500 langfleygar
sprengjuflugvélar en Rússar 150
Fljótt á litið virðast Rússar og
Bandaríkjamenn álíka öflugir,
en þess ber að gæta að í hverri
eldflaug Bandaríkjamanna, sem
skjóta má heimsálía á miilli eru
3—4 kjarnorkuhleðslur, en að-
Framhald á bls. 17
Austur-þýzkir hermenn