Alþýðublaðið - 16.05.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1930, Blaðsíða 2
e ▲maiÐBBttttsis BæjarTÍMnkaiipið. Hér um áxið komst á sá ósiður, að nokkrum mönnum, sem höfðu húsabyggingar með höndum, héldst uppi að borga verkamönn- um sínum lægra kaup en goldið var við' höfnina; par var kaupið pá 1,20 klst., en i byggingum komst pað víða ofan í 1,10 án þess Dagsbmn treysti sér pá til þess að kippa þessu í lag. Varð þetta til þess, að Kn. Zimsen borgarstjóri lækkaði kaup bæjar- vinnumanna ofan í 1,10, og að. þvi er hann skýrði frá á bæjar- stjórnarfundinum í gær, af því að hann áleit ekki rétt að bær- inn færi í kapp við bygginga- meistarana um beztu verkmenn- ina. Fyrir tveim ámm kom Dags- brúnarstjórnin lagi á þetta, hvað byggingavinnuna snertir. Fékst samkomulág við flesta bygginga- meistara, en verkfall varð þó við 6 stórar byggingar 2. maí 1928, en samkomulag komst á sam- dægurs. í tvö ár hefir því kaupið alls staðar verið Dagsbrúnartaxtinn, nema í bæjarvinnunni. Hinn 10. apríl síðastl. sendf Dagsbmn bæjarstjóm áskomn frá 89 bæjarvinnumönnum um að borga sama kaup og hafa sama kaffitíma og aðrir atvinnurekend- ur. En þessu erindi hefir íhaldið í bæjarstjórn engu viljað sinna, og hefir visað því frá með þeton fánýta formála, að þetta yrði at- hugað um leið og kaup starfs- manna bæjarins alment yrði tekið tíl athugunar. Fund eftir fund Funduiinn í Vestmannaeyjum. (Einkaskeyti til Alþýðublaðsins.) Vestm.eyjum, 15. maá. Þingmálafundurinn í kvöld var mjög fjölmennur og fór vel fram. þingmaður kjördæmisins var til andsvara fyrir íhaldið. Framkoma Haralds og Jónasar mjög lofuð. Fylgi íhaidsins auðsýnilega þverr- andi, og eru því tímamót fyrir- sjáanleg í Eyjum. Óskum slíkra heimsökna árlega. Eitt slysið enn. í fyrra dag um kl. 5 síðdegis voru smádrengir að leika sér að því að klifa upp flöskupokahlaða í húsagarði Mjólkurfélags Reykja- vikur við Hafnarstræti. Eru pokarnir stórir og búið um flösk- urnar í hálmi. Var margbúið að aftra börnum frá að leika sér þarna, en þvi varð þó ekki af- [stýrt. Alt í einu koma hörn hlaup- andi til manna, sem voru að vinnu inni og biðja þá að hjálpa dreng, sem hafi orðið und- ir flöskupokum. Hafði þá hrunið úr hlaðanum og 7—8 ára drengur fallið niður og orðið undir pok- hafa jafnaðarmenn í bæjarstjórn talað um máiið, en árangurslaust. Stjóm Dagsbrúnar samþykti því ; 14. maí svo hljóðandi yfirlýsingu, sem send var borgárstjóra. „Bæjatstjóm hefir hvað eftir annað og að því er virðist að ástæðulausu, frestað að taka á- kvörðun viðvikjandi málaleitun verkama nna við bæjarvinnuna, um að þeir hafi sama vinnutíma og sé goldið sama kaup og verkamönnum-hjá öðrum atvinnu- rekendum. Verði málinu enn frestað, á fundi þeim í bæjar- stjórn, er halda á 15. maí, mun félagið skoða það sem málaleit- uninni sé neitað og mun haga sér eftir þvi." Á bæjarstjórnarfundinum í gær vildi íhaldið enn þá ekki sinna málinu, en samþykti tillögu um að bæjarvinnumenn kysu nefnd til þess að semja við fjárhags- nefnd bæjarins. Sýndi íhalds- meirihlutinn þar fádæma ó- svifni, að ætla að ganga fram hjá félagsskap verkamanna, eða með öðrum orðum Höguðu sér eins og íhaldið i Danmörku fyrir 40 árum. Dagsbrúnarfundur verður ann- áð kvöld, og verður þar bæjar- vinnukaupið til umræðu, aðallega um hvernig liaga beri launadeil- unni við bæinn, því Dagsbrún víkur í engu frá auglýstum kaup- taxta félagsins, og mun kalla í verkfall að minsta kosti alla full- vinnandi menn, er hjá bænum um. Meiddist hann mjög mikið á höfðinu. Brákaðist höfuðkúpan og einnig blæddi honum mjög. Eng- inn fullorðinn var við staddur þegar slysið vildi til. Undir eins og fullorðnir menn komu til var drengurinn borinn til læknis. Morguninn eftir gat drengurinn fyrst talað. I morgun leið honum heldur betur en áður. Hann er sonur Ólafs Eyvindssonar, starfs- manns í Landsbankanum. Hvenær verður bætt úr hinni brýnu þörf fyrir leikvelli, þar sem jbörnin í Reykjavík geti leikið sér óhult? Á að bíða eftir þvi, að enn verði nokkur slys i viðbót áður en það sé gert? Harmoaibsleikararnir Gellin og Borgström léku I annað sinn í Gl. Bíó í gærkveldi fyrir fullu húsi. Skráin var lík- ust því að hún væri fyrir hljóm- sveit, og voru áheyrendur vissu- lega stórum undrandi á því, hvaða hljóma þeim félögum tókst að seiða fram úr þessum hljóð- færum, sem hér á landi eru reyndar svo gamalkunn. Menn sannfærðust nú um, að góðar harmonikur eru hreint ekki eins ófullkomin hljóðfæri og menn hafa haldið; þær hafa t. d. þaim mikla kost fram yfir stofuorgel, sem líka eru fjaðrahljóðfæri, að það er hægt að ná úr þeim miklu fullkomnari áherzlum og hljóm- falli. I>að sást, að þeir G. og B. hafa ekki að eins náð undra- verðri leikni á harmoniku, held- ur hafa þeir einnig fengið tón- listamentun, sem kemur þeim að góðu haldi. — Af viðtökum á- heyrenda má ráða, að langt sé frá því að menn hafi fengið sig fullsadda á þessum leik. X. Bifreiðaslysið i fyrradae og oknreglumar. Þá er skýrt var frá bifreiðar- slysinu, sem varð hér í Reykjavík í fyrra. dag, þegar bifreíðin rann á drenginn, var þess getið, að menn, sem voru þar nærstaddir, sögðu svo frá, að bifreiðin hefði verið skökku megin á götunni. Þetta reyndist og hafa verið þannig. Hefir blaðið fengið upp- lýsingar þar um frá lögreglustjór- anum. Sá, sem bifreiðinni stýrði, hafði tekið bifreiðarstjórapróf þremur dögum áður. Reyndist hann ekki hafa numið ökuregl- urnar svo sem skyldi, og telur lögreglustjóri það ekki vera eins- dæmi um þenna mann af þeim, sem lúka bifreiðarstjóranámi. Segir lögreglustjóri, að oft virð- ist ekki vera lögð nægilega mik- il áherzla á að kenna þeim öku- reglurnar nógu vel og brýna fyr- ir þeim að fylgja þeim. Auðvitað var langt frá þvi, að bifreiðarstjórinn æki viljandi á drenginn, en hann hefix ekki gætt þeirrar nauðsynlegu varúðar að vera tilbúinn að hamla þegar hann beygði þarna fyrir horn. Auk þess hefir honum fatast stjórnin þegar hann sá drenginn fram undan bifreiðinni, svo að hann hamlaði ekki. Að vonum tekur manninn það sárt, að svona slysalega vildi til, og sjálfur hefir hann orðið fyrir miklu tjóni af þessum sökum. Hann var að byrja atvinnustarf og hafði keypt sér nýja bifreið. Svo fer þegar í stað eins og nú var frá sagt, og hann missir öku- skírteinið. Það er eðlileg afleið- ing þess, að ökureglunum er ekki fylgt og slys verður af. . Hér í Reykjavík hafa um 100 bifreiðar bæzt við á einu ári, síðan í fyrra vor, mikið af bif- hjólum og fjöldi annara reiðhjóla. Umferðin eykst afar-mikið. Það er því rnjög naúSsynlegt, að umferðareglunum sé fylgt. Sérstaklega verðúr að leggja mikla áherzlu á að enginn stjórni bifreið nema hann sé orðinn leik- inn í að fylgja ökureglunum út í æsar. Sftntt vorbréf. Höfn, 22. apríl 1930. „Svo ert þú komið, syngjandS vor, með sólina og ylinn." Já, vorið er komið, en sólin og yl- urinn er enn þá af skomum skamti. Það dundi haglél á hús- þökunum í dag, en sóiin ruddíl sér sem snöggvast gegnum skýira og bræddi þaU, — breytti hagl- inu í frjóvga dögg. Páskahátíðin — upprisuhátíðint er tun garð gengin. Öll náttúr- ah ris nú af vetrardvala sínum, Lífið hefir sigrað hina löngti, dimmu vetramótt. Hvar sem litið er, hvar sem farið er, vakna nm blóm og jurtír til lífsíns — til unáðs öllu því, sem lifir og hxær- ist. Er nokkur hátíð unaðslegri ertt upprisuhátíðin, þegar náttúran leysást úr læðingi vetrax og myrk- urs. Fuglakliðurinn yfirgnæfir skröltið og hávaðann af götunum. Öll náttúnyi syngur gleði- söngva, mennirnir syngja með, Inni frá háum, hvelfdum kirkju- byggingum leggur óminn af lof- dýrð mannanna, hin þýða rödri orgelsins stanzar mann, vekur minningar frá löngu liðnum tfrna, mýkir, kallar fram úr djúpft mannssálarinnar það bezta, sem hún hefir að geyma, — það bezta, sem hún hefir að bjóða. Ég minnist hér kvæðis eftir Gest Pálsson. Sumaroísur heitir það. Einhver sú fegursta vorbæn, sem ég minnist að hafa lesið, Þar er svo: Sumarið blessaða, signdu uú alia; sveipaðu lífhjúp hvern einasta mann, reistu hvert mannstrá, sem rétt er að falla, reistu hvern fátækling, blessaðw hann. Vermdu hvert hjarta, er lífsþreytan lýr. Ljómaðu bjartast þar aumingúm býr. Nú er því tími að vinna og vaka verk sinnar köllunar dýrmæt og: skýr, tími að líkna þeim lífshríðir Þjaka, látum nú sjá, hvað vor mannást er dýr. Þú nývaknaða vor! Berðu rétt- lœtí, yl, frið og gleði í instu djúp hverrar þeirrar mannssál- ar, er erfiði og þungi vetrardags- ins er við að sliga. Þú litli fugl í Syng þú kjark og dáð í hina börkuðu hönd, að hún fái mátt til stórvirkja, syng þú lífsgleð- ina — upprisugleðina - í sál hinna þjökuðu, að þeir reisi sig og vakni til dáða við sól upp- risunnar — lífsvakans mikla. Þorf. Kr. Þórbergur Þórðarson för utan í gær með „Lyru“. Ætlar hann að verða á rithöf- undafundi í Osló. vrnna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.