Alþýðublaðið - 16.05.1930, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.05.1930, Blaðsíða 4
4 A!fsPÝÐU0ííA.ÐIÐ áveitan fræga skyldi nú verða til þess að skapa mönnum hey- leysi, þvi eftirtektarvert er það, að þeir einir geta hjálpað, svo nokkru nemi, sem alLs enga á- veitu hafa. Eftir því er þá á á- veitujörðunum annaðhvort eða bæði heyaflinn minni eða meiri þörf á heyjurn. Félagslífinu hjá bændastéttinni er mjög ábótavant. Sést það bezt á því, að sinn helmingur þeirra er í hvoru mjólkurbúi, Flóa og ölfusi, og svo er um flesta hluti. En um eitt mál hafa þeir komið sér saman um hér um bil óskift- ir, og það var mesta ógæfumál, Skeiðaáveitan. En hún hefir orð- ið, eftir lieybirgðum nú að dæma, jtil þess, að skapa niönnum minni heyskap og kraftminni hey, eyði- leggja alla vetrarbeit, og orsök í skuldum, sem fáir geta risið und- ir. Það er sannfæring mín, að ekki sé um nema eitt að gera lyrir bænduma á áveitusvæðinu, að auka svo túnarækt sína, að þeir geti heyjað forsvaranlega fyrir skppnum sínum mestmegnis á túni. Til túnræktar þarf fólk, og ekki ættu þeir að vera í vandræðum með það, því að prófi við barnaskólann lukú 52 börn, og eru þó ekki nema rúm- ir 30 búendur í sveitinni. Hversu vel þeim tekst að halda hjá sér binni upprennandi kynslóð skal látið ósagt, en góður vottur er það, að við hina nýafstöðnu nið- lurjöfnun lögðu þeir útsvar á þá menn, sem hafa unnið og vinna kauplaust hjá foreldrum sínum eingöngu til að halcla í þeim líf- inu. Þeir hafa talið sér þá á- lagningu gróða, en ég efast um að það sé rétt. Nú er verið að virða upp jarðirnar bæði hér og annars staðar. Hér hækka þær stórkostlega, en mest þær, sem áveitan er mest á, eða réttara sagt þær jarðir, sem enginn skyn- samur maður vilci þiggja gefins. Alt er þetta til að þyngja á bændunum, en þó yfirtekur núna heyleysið. Með þeirri útkomu, sem er hér nú með heybirgðir fpg var í fyrra, þótt veturinn væri góður og undangengnir vetur, munu margar jarðir standa í eyði eftir nokkur ár, komi nokkur mis- jafn vetur, fyrir þá menn, sem nú búa á þeim, af þeim gildu ástæðu, að þá verða þeir uppflosnaðir, að sið forn-ísienzkr- ar bændamenningar. — í apríl. Hitvrik Þúr'ðarson, 068 ler talan í dag á þeim nýju kaup- endum, sem vantar, því 7 komu í gær. Látið það nú ganga ofur- lítið Í.L morguns! Ó. F. Dm dasinn og veginB. Verkakonur! Stjórn verkakvennafélagsins biður ykkur um að byrja ekki á !vinnu í fyrra málið, nema verk- stjóramir segi að þeir borgi hinn tilsetta taxta. Dagsbúnai menn! Verði einhverjir, sem ekki vilja borga verkakonum tiltekinn taxta, þá megið þið ekki vinna þá vinnu, sem kvenfólkið áður vann. Dagsbrúnarsfjórnin. Byggingarfélag verkamanna Framhaldsstofnfundur í kvöld tkl. 8 í alþýðuhúsinu Iðnó. — Les- ið vel lögin um verkamannabú- staði, sem prentuð eru á 5. siðu í blaðinu í dag! Viðgerð „Brúarfoss". Talið er, að 64 nýjar plötur hafi verið settar í „Brúarfoss". Veðrið. ( (KJ. 8 í morgun var 8 stiga hiti í Reykjavík, mestur á Akureyri, 12 stig. Útlit hér um slóðir: Vax- andi norðankaldi. Orkomulaust. Drengurinn, sem vaið fyrir bifreiðinni í fyrra dag, hefir meiðst furðulítið. Er hann hvergl brotinri, en hefir marist nokkuð. Batahorfur eru taldar góðar. í landi Lenins. Annað kvöld klukkan 7 verður í Nýja Bíó sýnd rússnesk kvik- mynd, „1 landi Lenins". Mynd þessi er tekin í tilefni af hátíða- höldunum þegar 10 ár voru lið- in frá byltingunni. Myndin er á- reiðanlega einhver hin merkileg- asta, sem hér hefir verið sýnd. Sjá menn þar hinar stórkostlegu framkvæmdir, sem orðið hafa á atvinnulífi þjóðarinnar, menning- arstofnanir o. s. frv. Síðast í myndinni eru sýndir foringjar byltingarinnar, Rykoff, Stalin, Krupskaja (ekkja Lenins) o. fl. o. fl. Ógleymanleg er hersýning- in á Rauðatorgi, þar sem ridd- arar frá Káltasus þeysa fram á ljónfjörugum hestum sínum. Eng- an mann mun iðra að sjá mynd þessa Hán verður að eins sýnd þetta eina skifti. í 15 ár „•«55!! rasí voru í gær frá því að Ólafur Friðriksson flutti til Reykjavíkur. Sildin og sjömeísnirnir. hin ágæta grein eftir Steinþór Guðmundsson, sem birtist í blað- inu í dag, hefir vegna þrengsla orðið að bíða þar til nú, og er þetta ein afleiðing þess, hvað blaðið er lítið. AlþýðublaBið er 8 síður í dag. Oddur Sigurgeirsson talar: Ekki hefii ég enn fengið búning minn, en hver því veldur veit ég eklti. Er nú Helgi farinn frá Kleppi og leikur orðrómur á, að búning minn hafi hann flutt með sér ásam-t lyfjaskránni eða svörtu Brúnku, sem sumir nefndu hana, þ. e. lyfjaskrána. Nú vil ég liafa búning minn og' engar refjar. 'Hafi hann eitthvað verið lasinn þegar Helgi tók hann, hlýtur hann að -vera læknaður núna. Morgunblaðið segir, að sjúk- lingar hafi grátið þegar Helgi fór. Eklti skil ég að það hafi verið saknaðartár. Ég fyrir mitt leyti grét undan Helga þegar ég var þar og af gleði þegar ég losnaði við hann, en ég fékk líka beil- brigðisvottorð, en það gátu þeir ekki fengið, sem eftir urðu, og þá fer maður að sfcilja sorg fóllts- ins. Leikvöllurmnlvið Grettisgötu. Veganefnd bæjarstjórnarinnar hefir falið Helgu Amgrímsdótt- ur, Njálsgötu 3, að hafa umsjón með h-onum í surnar, en bæjar- verkfræðingnum að láta gera op- ið skýli í norðurhomi vallarins og gera nokkrar aðrar minni háttar lagfæringar. Hjónaband. Á morgun verða gefin saman í hjónaband í Virum, pr. Lyngby í Danmörku, ungfrú Ellen Bur- meister og Bergur Jónsson bif- reiðarstjóri, til heimilis á Bjarg- arstíg 17. iwað er &3$ fpétta? Togararnir. „Hannes ráðherra" kom af veiðum í gær alveg hlað- inn, meö 75 tunnur lifrar. Spánsk- ur dieselvélartogari kom hingað í gær. Fór hann síðan til Bjarn- areyjar og ætlar að fiska þar í grendinni. Skipafréttir. „Brúarfoss" kom í morgun frá útlöndum eftir við- gerðina. „Goðafoss" fer kl. 6 í dag vestur um land til Akureyr- ar. Vœringjar halda fund í kvöld kl. 81/2 í húsi K. F. U. M. Þar verður einkum rætt um þátttöku Væringjanna í alþingishátíðinni. Otsölum nn Alpýðublaðs.ns, sem kynnu að hafa eitthvað ó- selt af 111. tbl. Alþbl., sem út kom 12. inaí, en: beðnir að endur- senda það tii ifgreiðslunnar í R-eykjavík. Búst öcsk fti. Þeir kaupendur Alþýðublaðsins, scm hafa haft bú- staðeskiíti, eru beðnir að tilkynna þau afgreiðsiu blaðsins. Húsa&miðir. Þcssir trésmiðir hafa vcrið viðurkendir til aÖ* mega sjá um húsaimiöi í Reykja- vík: Þocleifur H. Eyjólfsson, Lokastig 14, og Sigurður Jóns- son, Ránargðtu 5A. Msaraið, að fjölbreyttasta úr- vaiið af veggmyndum og spor» öskjurömmum er á Freyjugðto 11, sími 2105. filBgga og dpatjaMastengur úr messing og tré, brúnar og gyltar með öllu tilheyrandi, ný- komnar. Lodvig Storr, Laugvegi 15. Tilkpniiig. Hér með tilkynnist, að ég iief flntt vimm- stofw mína frá Hverf- isgötn 16 á Loka- stíg 8. Hiidoif Hansen. Sumarkápur fyrir fullorðna unglinga og böm. Allskonar dSmra og tmg> linga-kjólar. 1 Silkiundirfatnaðor i öllum stæiðum. Verzlun Matthlldar Bjðrnsd. Laugavegi 23, „Goðafoss“ fer í dag kl. 6 síðdegis til Vestfjaiða, Siglufjarðar og Akureyrar. „Gullfoss“ fer á mánudag 19. maí til Austfjarða og Kaup- mannahafnar. Ritstjóri og ábyrgöarmaöun Haraldur Guðmundsson. AlþýðuprentsmiÖjan. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.