Morgunblaðið - 06.06.1969, Síða 28

Morgunblaðið - 06.06.1969, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1969 kemur um klukkan fjögur. Andlitið á henni Ijómaði. — Er þetta ekki dásamlegt! Ég held ég hafi verið álíka kvíð in og þú í allan morgun. Lucy brosti. — En fyrst þetta er allt í lagi, get ég sagt þér mínar fréttir. Ég þóttist alveg vita, hverjar þær væru, en vildi ekki svipta hana ánægjunni af að segja mér þær sjálf. — Hverjar eru þær, Lucy? — Hefurðu enga hugmynd um það? — Auðvitað ekki, sagði ég, enda þótt ég vissi vel, hverjar þær mundu vera. Og það fréttir, sem ég var viss um, að mundu gleðja mig. — Rupert vill giftast mér. —En indælt! Hvað ég er feg in. Lucy skríkti. — Ég er líka glöð, enda þótt ég hefði aldrei ját ast honum, hefði ég ekki vitað, að ég er orðin fullfrísk aftur. En við ætlum nú samt ekki að gifta okkur alveg strax, því að Rupert segir, að ég sé svo ung UTAVER GRENStóVEÖ Z2 - 24 »3 0280-322 S2 PINOTEX fúavarnarefni Mikið litaval IMESCAFÉ )i) er nútímakciTTÍ og hafi gott af að kynnast öðr um karlmönnum, áður en ég á- kveð mig. Og sælubros færðist yfir andlitið á henni: — Eins og ég þurfi þess! Ég heyrði í bílnum hans Rup- erts, skömmu eftir Klukkan fjög ur. Ég var komin út í dyr til þess að taka móti þeim. Ég sgaði við Rupert: — Luey er úti í garði, farðu og tal aðu við hana. Hún er búin að segja mér fréttirnar af ykkur. Rupert leit á mig með dálitl um kvíðasvip. — Þú samþykkir þetta þá? — Vitanlega. Og með gleði. Bob greip í hönd mér þegar Rupert var farinn til Lucy. — Við skulum fara út í þurrk húsið, sagði hann. — Það er hvort sem er okkar uppáhalds- staður. Ég þarf að segja þér frá öllu, sem gerzt hefur. Hann hélt fast utan um mig á leiðinmig þan.gað og sagði: — Nú eru öll skýin fokin frá sólinni. Loksins get ég sagt þér með góðri samvizku, hvað ég elska þig. Segðu mér, að þú elskir mig og viljir eiga mig. Eins og ég þyrfti þess! Hann kyssti mig og síðan:— Jæja, þetta er nú einkennileg saga. Svo virðist sem Angela hafi gifzt þessum unga manni. Svo dó hann, núna fyrir nokkr- um vikum. Þetta var krakkagift ing og þau stunduðu nám saman. Hann var sonur ríkra, þýzkra hjóna og var ómyndugur. Þau héldu giftingunni leyndri um stund — og ætluðu að segja for- eldrum hans frá henni seinna. En svo lenti hann í hræðilegum árekstri í einhverjum bílakapp- akstri og virtist dauður. Hafði aðallega meitt sig á höfði. Lækn arnir sögðu, að hanm yrði aldrei samur maður aftur. Angela var hrædd og flýtti sér að koma sér burt. — Það virðist helzta fangaráð ið, ef eitthvað bjátar á, gat ég ekki stillt mig um að segja. Bob brosti vandræðalega og þrýsti hönd mína.— Það veit ég, Á matseölí dagsins MAGGI-sveppasúpa lostætur réttur Ijúf í hvers manns munni MUSHROOM VELOUTÉ DE BOLETS MAGGI- 4-1 ICIVIIfit ASSIETTEI MAGGI-súpur frá Sviss eru beztar J (ílháftk ,#111; <///jnv íffI BMMj \i % 111 f M II I IEIXtAR]\L\TINN HEIM A S KU BVÐt'R VBIJR GLÓDARST. GRÍSAKÓTELEITI ’R GRIIJAÐA KJÚKLINGA ROASrr BEEF GIJ3ÐARSTEIkt LAMB IIAM BORGARA DJTJPSTEIKTAN EISK xuónrlandxbraui /.$ simi 38550 en mundu, að hefði hún verið kyrr hjá mér, hefðum við aldrei hitzt . . . En svo að ég haldi áfram, þá sagði hún ekki orð við neinn um þessa giftingu sína — eða hann. Auðvitað hefur hún haldið, að hann væri dáinn fyrir mörgum ánum, en einhvern veg- inn hjaraði hann nú samt, og það var ekki fyrr en hann var dáinn, að giftingarvottorðið fannst í blöðum hans. Ég held við getum sýknað Angelu af því að hafa vísvitandi gifzt tveimur samtímis. Rupert hitti hana í morgun og hafði upp úr henni alla söguna. Hún ætlar nú til Ameríku— það er að segja þegar hún er búin að kynna sér, hve mikið hún hefur erft eftir mann inn sinn. — Bob gretti sig ofur- lítið — og það verður vonandi það síðasta, Sem við fréttum af henni. Aftur tók hann mig í faðm sér. Hann kyssti fagnaðartárin úr augum mínum og kinnum, en eftir nokkrar mínútur dró ég mig aftur frá honum. — Elskan mín, sagði ég. — Ég verð að segja þér nokkuð. Ég er skuldug. Ég skulda bankanum fjögur hundruð pund. Að vísu er það ekki svo mikið lengur, því að ég er búin að borga dálítið af því. . . Bob lagið hönd fyrir munninn á mér — Góða mín, það er brúðar- gjöfin hans Ruperts til okkar. Hann sagði mér það á leiðinni til borgarinnar. — Rupert? Hvað getur hann vitað um það? — Það var hann, sem gekk í ábyrgð fyrir láninu. Lucy hafði sagt mér að þú þarfnaðist þessar ar upphæðar, og þar sem ég átti ekkert sjálfur, þá bað ég hann að gera það. Vissi, að hann átti hægt með það, eins og líka sýndi sig. En farðu bara ekki að ausa yfir hann neinu þakklæti, því að þá verður hann feiminn og fer hjá sér. — Enhugsa sér allt, sem hefur verið að gerast bak við mig! sagði ég. — Lucy sagði mér í gærkvöldi, að hún hefði vitað um málaferlin þín. — Og hún hefur sjálfsagt líka sagt þér, hver tildrög þeirra voru? — Já, það gerði hún. — Það var sama daginn, sem hún sagði mér frá Nick og pen- ingunum, sagði hann og brosti við endurminninguna. Við trúð- um hvort öðru fyrir sínu af hverju þann dag. En nú skulum við ekki vera að tala um það. Við þögðum líka stundarkom. Seinna, þegar við komum inn, fundum við Rupert og Lucy í stofunni. — Kay kemur ekki í mat í kvöld. Don hringdi til hennar og hún ætlar út að borða með honium. Ég efast um, að ég hafi nokk- urntíma verið glaðari. Ég leit á Lucy, á Rupert og loks á Bob. Og nú var Bob frjáls að því að gifta sig. (Sögulok). Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Það reynir talsvert á þolinmæðina hjá þér í dag. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Haltu þig við staðreyndirnar, þótt allt sé á öðrum endanum. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Það borgar sig allaf betur að hlusta en tala. Reyndu að ganga frá sem mcstu. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þótt þig langi til að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, skaltu reyna að sitja á þér. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Gættu þess að láta ekki uppi allt, sem þú velzt. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Það reynir talsvert á hæfni þína i dag. Reyndu að sjá málin í réttu ljósi. Vogin, 23. september — 22. október. Vinnuskilyrðin eru erfið í svipinn. Hlýddu ekki á gróusögur. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þér gefst tækfæri til að ganga frá peningamálum þínum i dag. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Það hvílir mikið á þér, og það eru ýmsir, sem ekki eru nógu orðvarir. Þú verður síðar feginn því að hafa haldið þér á mottunni. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef þú getur miðlað öðrum af þínum friði og rósemi, verður það ekki sízt þér sjálfum til góðs. Vatnsberinn, 20 janúar — 18. febrúar. AHt sem þig langar til að gera í dag er um efni fram, og þér ekki eins hollt og þú vildir vera láta. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Gættu að misfellu. Þú ert betri í skapinu. Reyndu líka að skilja sjónarmið annarra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.