Morgunblaðið - 28.06.1969, Side 12

Morgunblaðið - 28.06.1969, Side 12
12 MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 196® Sigurvegarar í töltkeppninni. Nr. 1 Annemaría Damen á leirljósum fflæsihesti, Svan að nafni. Er hann sonur Lýsings frá Voðmúlastöðum. Hágengur brokktöltari. Hlaut 59 stig og íslenzkt beizli. (Heiðursverðlaun frá Ingólfi Jónssyni, landbúnaðarráðherra). Nr. 2 Bruno Podlech frá Bonn á brúnum gæðingi, Öðni að nafni, alhliða ganghesti af Svaðastaðastofni. Hlaut 53 stig. Nr. 3 Frú ílrsúla Becker frá Saarbrúcken á glóvindótta og bles- ótta stóðhestinum, Hrappi frá Garðsauka. Hlaut 51 stig og heið- ursverðlaun frá landbúnaðarráðherra Islands, „Silfurskeifuna“ fyr- ir að sýna þaraa bezt töltandi stóðhest. Er Hrappur hágengur og tölthraður glæsihestur. Hlaut í heimahaga á íslandi á tryppisárum sínum nafnið „Hrappur" — með rentu. — Eftir að konur og ungl- ingar í Saarbriicken hafa haft hann í umsjá sinni og þjálfun í nokkur ár, væri rétt að gefa honum nafn að nýju. Mætti hann nú heita „Ljúfur“. Hrappur er sonur Helga-Blesa frá Selfossi, en hann var sonur Geysis frá Stóru-Giljá og Hrannar Jóns Pálssonar, næst beztu hryssu iandsins á Þingvallasýningunni 1950. Mest líkist Hrappur afa sínum, Geysi, þeim harðsnúna glæsihesti og lundvið- kvæma stórbokka með húnvetnsku fasi. Sigurvegarinn á 800 metra sprettfæri á stökki var Wolfgang Berg á hestinum Gáska. A myndinni sést vel, hversu Þjóðverjum þykir vænt um faxið á íslenzku gæðingunum. Menn sjást fella tár yfir útskornum eyrum (mörkuðum með eyrnamörkum), sem standa upp úr slikum faxa- fossum. Knapinn, Wolfgang Berg, verður sýningargestum á þessu móti ógleymanlegur í sambandi við atvik, sem þarna gerðist og komu fleiri við þá sögu. Ulrich Marth hafði gefið taminn reiðhest til verðlauna á móti þessu. Var dregið í lok mótsins um vinnanda úr um það bil 100 skráðum knöpum, sem þarna sýndu hesta eða tóku þátt í keppni. Fyrst kom upp númer frú Úrsúlu Becker (sjá 2. mynd og 8. mynd). Þegar frúin veitti hestinum móttöku tilkynnti hún, að hún ætti þá þegar svo marga hesta, að hún gæti varla .Jleiri blómum á sig bætt“, hefði auk þess svo mikið yndi af Hrapp, að hún mætti helzt ekki elska fleiri gæðinga í bili. Þar með gaf hún hestinn til þess næsta og bað Einar Oddsson, sýslumann frá Vík í Mýrdal, að draga aftur. Þarna var gefinn hestur, sem ekki er ofmetinn á DM 4000,— (þ. e. 88,000,— ísl. krónur). Næst kom upp númer Wolfgangs. Hannn er fátækur piltur, en mikill hestamaður og tamningamaður. Hafði hann þjálfað um tima einmitt þennan reiðhest, sem um var dregið, og hafði hann feng- ið mikla ást á honum. Gekk drengur að hesti sinum þrútinn á svip, vafði örmum um hálsinn á gangvaranum og hágrét af gleði. Þarna umhverfis sýningarsvæðið stóðu eigi færri en 1000 manns. Það grétu allir og fór enginn dult með tárin sín. 1 stökkkeppninni gekk á ýmsu. Hér liggja þrír í haug. ÞYZKA ÞAÐ er orðinn fastur liður í starf semi eigenda íslenzkra hesta í Þýzkalandi að halda landskeppni í töltreið og öðrum reiðmennsku- íþróttum á hvítasunnuhelginni ár hvert. Mótin verða æ fjölbreytt- ari með hverju ári sem líður og áhorfendafjöldinn vex stöðugt. Mót, sem haldið var um síð- ustu hvítasunnuhelgi, hófst á föstudegi með töltreiðarnám- skeiði. Á laugardag var margvis- leg forkeppni, en aðalsýningar- dagarnir voru sunnudagur og mánudagur. Talið er, að alls um 3000 manns hafi sótt mótið hcim, og þegar mannfjöldinn var mestur, hafa verið samankomin þarna í Aegidi enberg um 2000 manns. Mótið var haldið á vegum „félags eig- enda og ræktenda íslenzkra hesta“, sem stofnað var á sl. ári, en þá klufu eigendur íslenzkra hesta sig út úr Pony-klúbbnum, sem starfað hefur síðan 1958, þar sem þeir telja sig ekki eiga sam- leið með eigendum annarra smá hestakynja, en hestar af þeim kynjum eru aðallega notaðir sem barnahestar, eru bæði fíngerðir og veigalitlir. f sambandi við þetta tölt- keppnismót í Aegidienberg var stofnað Evrópusamband félaga íslenzkra hestaeigenda. Félags- samtökin, sem þetta samband stofnuðu, voru frá Austurríki, Walter Feldmann frá Áegidienberg sigraði á skeiði á vekringnum Blakk (af Svaðastaöastofni). Hljóp hesturinn 150 m sprettfæri á hreinu skeiði á 16,2 sekúndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.