Morgunblaðið - 28.06.1969, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1969
17
Sigíinnur Sigurðsson:
Lítil feriasaga frá
Ráistjórnarríki —
ÁRIÐ 1969 halda íslend-
ingar hátíðlegt 25 ára
lýðveldi lanidsims. Hversu niiarg-
ir skyldu jaínifiramt minnast
þjóða í ánauð á þessum tímamót
um? Það vill svo til, að ég átti
þess nýlega kost að heimsækja
land, Eistland, sem tapaði bar-
áttu fyrir sjálfstæði sínu fyrir
25 árum — sama árið og við stofn
uðum lýðveldið. En þann 16. júní
1940 hafði sovétstjórnin tekið
landið, sem áður var lýðveldi og
sett þar eigin ríkisstjórn. Á
næstu fjórum árum börðust íbú-
arnir fyrir rétti sínum fyrst
gegn Rússum og síðar Þjóðverj-
um, þar til yfir lauk fyrir 25
árum er Rússar tóku landið eftir
miklar blóðsúthellingar.
Um baltisku löndin Eistland
Lettland og Litháen er ekki
lengur kennt í skólum á íslandi
í landafræðitímum, e.t.v. minnst
lítillega á þau við sögukennslu.
Ég átti þess kost á ferðalagi í
Finnlandi fyrir skömmu að
dvelja í boði gestgjafa minna tvo
daga í Sovét-Eistlandi, nánar til
tekið í Tallin.
Um stjórnarfarið í Sovétríkjun
um hafa menn hér fréttir úr blöð
um og útvarpi. Af þeim upplýs-
ingum er gamla „Morgunblaðs-
lygin“ sennilega útbreiddust.
Nú er það svo, að Eistland
með sína 1.2 millj. íbúa átti gamla
menningararfleifð og stóð efna-
hagslega mjög framarlega hér
áður. Landið er því alls ekki
dæmi um stöðu Sovétríkjanna í
dag, né heldur er hægt að segja,
að tveggja daga dvöl leyfi annað
en litla sögu ferðamanns. Ef frá
eru taldar skoðunarferðir um
borgina, þar sem sýnt var hið
helzta markverða í borginní sem
flestallt var frá lýðveldistimain-
um, þá má almennt telja, að
menn skoði þó bezt ef þeir fara
frjálsir ferða sinna, en út fyrir
borgina mátti ég ekki fara. Hvað
ber þá fyrir augu? Fótgangandi
menn eiga það mjög gott þarna.
Umferðin er ekki teljandi ef frá
eru taldir vörubílar og 'herbílar.
Gatoahireinsiuin og gatniagerð
valda borgaryfirvölduim þar alls
ekki teljandi útgjöldum. f þurrk
uim fýkur ryk og rusl í burtu af
sjálfu sér.
í verzlunum troða menn ekki
hver öðrum um tær heldur stilla
sér í biðröð og njóta sólarinnar
ef þeir eru svo heppnir að bið-
röðin nái út á . götu. Fjármagn
verzlunarinnar er vel nýtt, því
ekki er þar vörum almennt stillt
upp í hillur, heldur kemst það
mest allt fyrir á afgreiðsluborð-
inu sem selst yfir daginn í al-
þýðuverzlununum. Vörur þarf
ekki að auglýsa. Þær seljast upp
fyrir það. Mönnum er ekki gert
erfitt um að velja með mörgum
vörumerkjum. Smákaupmenn eru
margir, þeir verzla á götunum.
Þeir kaupa af ferðarriönnum háls
bindi, nælonskyrtur, sokka eða
kúlupenna, en helzt yilja þeir
dollara, pund eða mörk. Þeir
greiða fjórfalt til sexfalt hærra
verð en opiniberir aðilar og
græða sennilega vegna þess að
þeir greiða ekki aðstöðugjald.
Veitingastaðir eru vel sóttir.
Menm sitja þar 10—12 við
sex manna borð. Þar drekka
menn kaffi og geta þá fengið
glas af rauðvíni eða vodka með
(hvbrri kaffikönnu. Útlendimgar
hafa forréttindi. Þeir þurfa ekki
að standa í biðröð heldur ganga
framfyrir. Þá verður allt í einu
sex manna borð laust fyrir fjóra.
Alls staðar er sami ilmurinn,
hvort helduir er á hóteli, verzlum,
slkrífstofu eða kaffihúsi. Alls
staðar ilmur af sama sótthreins
unarmeðalinu, sem ber vott um
einstakt hreinlæti.
Verðlag er hátt fyrir opinber-
an starfsmann frá Islandi, sem
ekki hefir kjark til að eiga við-
skipti við smákaupmennina á göt
unni og ekki sízt ef hann vill
drekka annað en kaffi.
Þarlenzkir gera ekki miklar
kröfur til húsnæðis. Þeir væru
hyggnari en svo þar, að þeir
myndu rífa Höfðaborgarhúsin ef
þau stæðu þar. Þeir myndu a.m.
k. rífa margt áður. Dýralæknir
nokkur býr þar í nýlegri blokk-
aríbúð með konu, þrjú börn og
tengdamóður. Hann þénar 100
rúblur á mánuði, borgar 40 rúbl
ur í leigu og hefir 32 fermetra
auk sameiginlegs húsnæðis.
Fyrir litla þjóð með 1.2 millj.
íbúa var það sjálfsagt erfitt að
halda við eigin tungumáli á lýð-
veldistímanum. Nú er rússneska
opinbert tungumál jafn rétthátt
eistneskunni, enda eiga nú 30—
40 prs. íbúanna rússnesku sem
móðurmál og fer fjölgandi. Mér
var sagt að þetta stafaði af því,
hve margir „flytjast“ austur til
Úralfjalla eða til Síberíuhérað-
Tillitssemi ríkisstjórnarinnar
er slík, að til opinberra trúnaðar
starfa er helzt ekki tekið fólk úr
innlandum atvinmugreinium, held
ur eru Rússar reiðubúnir að láta
vinnuaflið í té.
Það er óvíða meira gaman að
villast í borg heldur en þarna —
svo margt er öðru vísi en í Vest-
urlöndum. Einna skemmtilegast
var að finna það hve fólkið er
sérstaklega hjálpsamt og alúð-
legt. Margir skilja nokkuð í
þýzku en fæstir neitt í ensku.
Útlendingurinn þarf ekki að
spyrja um hug fólksims til stjórn
málann-a. Álit þess kemur óbeðið
í ljós. Ef kosið yrði um stjónn
og stefnu myndu 90 prs. hinna
innfæddu velja aðra menn til
stjórnar og breyta stefnunni í
öllum grundvallaratriðum. „Eist
lendingar eru ekki kommúnist-
ar“, fær útlendingurinn oft að
heyra. „Við þekkjum þetta kerfi
og við munum lýðræðið." Auð-
vitað er þetta barnaSkapur í
fólkinu. Það er svo auðvelt fyr
ir þessi 90 prs. þjóðárinnar að
þurfa engar áhyggjur að hafa
af stjórnmálum. Þessi 10 prs. og
nokkrir aðfluttir hafa tekið af
þeim ómakið. Þetta er miklu létt
ara heldur en hjá okkur á Vest-
urlöndum, þar sem menn burð-
ast með fjölda stjórmmálfalokka
og allir eru að skipta sér af því
hver stjómar hverju siruni og
menn eru að skipta sér af því
meira að segja hvernig stjórnað
er. Menn eru fyrir mörg-
um árum bún-ir að finm-a
þetta út á íslandi, að það
er hægt að hagræða stjórnmála-
starfseminni og efnahagsstjórn-
inni með þeim árangri, sem ég
hefi lýst hér að framan. Það
eru kommúnistar og það fylgja
þeim fleiri en 10 pris. þjóðarinmiar
hér.
Reykjavík 17. júní 1969.
Sigfinnur Sigurðsson.
KynþáttaóeirB-
ir í Nebraska
Omaha, Nebras-ka, 26. jún/í
AP-NTB
ÞJÓÐVARÐLIÐIÐ í Nebraska
hafði í dag mikinn viðbúnað,
vegna kynþáttaóeirða, sem hafa
geisað í borginni Omaha undan-
farnar tvær nætur. Róstusamt
hafði verið í borginni, en óeirð-
irnar blossuðu upp fyrir aJvöru,
þegar lögreglumaður skaut 14
ára svertingjastúlku til bana.
Hafði hann ætlað að handtaka
ungan svertingja, sem hafði ræont
úr verzlun, og skaut á hóp sem
sló hring um svertingjann hon-
um til vamar.
Svertingjiar hafa síð-an farið
meÖ ófr-iði u-m botrginia, og í miorg
un logu-ðu el-dair í verzlunum og
íbúðarhúsium og sl. mótt h-öfðiu
leyniiiskyttur sig mjög í fraimimi.
Borgarstj örinin í Omalha kvad-di
þjóðvarðHðið út tíl aðstoðair lög-
reglunini, og er það á verðd á naer
því hverju götuihorni í bæruum.
Um 30 hafa verið hamdtekmir.
Lögregiumaðurimn sem ska-ut
sv-ertimgjastúlkuma vaæ þegatr
ákærður fyrir mamndráp. Talið
er víst áð hainin verði rekiimn úr
starfi. Hann er þrítuiguir, sonur
leikkomunnar Hedy Lamatrir.
Ágætur uili
Sunnunlunds
ÁGÆTUR afli hefur vetriið að
undiamförnu hjá figkveiðiflotan-
um við suður- og suðvesitiurlatnid.
Bátar frá San-digerð'i, Grindiarvík,
Keflavík, Hoirmafirð-i og Vesrt-
manoaeyjuim hafa yfiirlaitt aflað
ágætleiga í draigmóit og troil, en
flegtir rmumu vera á trolli. Eimn-
ig hafa humairbátar aflað ágæt-
leiga. Afli trol'lbáta hefuir verið
aOJit upp í 20—30 tonin eftiir Þir-
imn og humaraifli um 1000 kg.
Nokkur frávik hafia bomilð í afl-
atnn en gæftiir hafa verið á-gætar.
Ánægö
Dralon
dralorí
AMs staðar getið þér fengið glugga-
tjöld og dúka úr dralon með hin-
um framúrskarandi eiginleikum,
sem allir þekkja!
Með dralon — úrvals trefjaefninu
frá Bayer — veit maður hvað
maður fær . . .
Gæði fyrir aila peningana.
dralon
BAYER
Úrvdls trefjaefni
Dralon gluggatjöld og dúkar frá Gefjun.