Morgunblaðið - 03.08.1969, Síða 12

Morgunblaðið - 03.08.1969, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1069 Óskar Mar yfirverkstjóri í steypuskála Gu'ðmundur Ingvarsson vinnur við móttöku á áli Haukur Eiríksson: vinnur við álsteypu og ofnagæzlu Sigfús Svavarsson: — færir álið milli skála Bjami E. Einarsson: vinnur við móttöku á áli og ofnagæzlu. Grettir Jósefsson og Magnús Lárusson starfsmenn í kerskála Erlingur Leifsson og Gúnther Pototschnigg. Hvemig fellur svo íslending um að starfa í álverksmiðju? Er þar ekki allt fullt af eitr- uðu gasi og reyk? Þetta eru spumingar sem oft heyrast og fyrir skömmu var Ingvar Páls son verkfræðingur beðinn að svara þeirri spurningu í útvarps þættinum „Spurt og svarað“, hvort það væri rétt að fjöldi manna hefði sagt upp starfi eft ir að verksmiðjan tók til starfa vegna þess hvað vinnan væri sóðaleg og aðbúnaður illur. — Ég var alveg undrandi á þessari fjarstæðu, sagði Ingvar, — Mér hefur virzt að hljóðið sé gott í mönnum og að þeir kunni vel við sig hérna. Auð- vitað er þetta mjög ólíkt þeim störfum sem þeir hafa áður unn ið að, en það er alveg óhætt að segja það að mannskapur- inn hér hefur verið mjög áhuga samur og samstarfsfús. — Já, þetta er úrvalsmannskapur, sagði Ingvar til áréttingar. Og til þess að heyra hvað mennimir hefðu sjálfir að segja lögðum við leið okkar fyrst nið ur í kerskálann og síðan í steypusalinn. Hvergi gátum við greint hinn margumtalaða reyk og óvíða hefur maður komið inn á jafn snyrtilega vinnustaði. Gott samstarf verksmiðjustjórnar og starfsmanna: Þorleifur Markússon verk- stjóri í kerskála sagðist hafa hafið störf hjá ISAL árið 1967 og þá farið á námskeið erlend is. — Þetta námskeið tók 16 mán uði, sagði Þorleifur, — við vor um lengst af í Sviss, en einnig fórum við til annarra landa og skoðuðum verksmiður sem em svipaðar að stærð og álverk- smiðjan hér verður. — Hvað starfaðir þú áður? - Ég er menntaður vélvirki og starfaði sem slíkur hjá Síld arverksmiðjum ríkisins. Það sem aðallega réði því að ég fór í þetta starf, var að ég vildi vera sem næst heimili mínu, en ég er búsettur í Hafnarfirði. Og ég hef sannarlega ekki séð eft- ir því að fara út í þetta. Starfið er fjölbreytilegt og skemimtilegt Samstarfið er einnig mjög gott milli verksmiðjustjórnarinnar og starfsmannanna. — Hvað ert þú verkstjóri yfir mörgum mönnum hér? — Þeir eru fjórtán á dag- vaktinni, en 6 á nóttunni. Hér. vinnum við sjö vaktir eins í röð en höfuim síðan frí í þrjá sól- arhringa og byrjum þá á ann- arri vakt. Vélstjóri og sjómaður I kerskálanum hittum við þá Gretti Jósefsson og Magnús Lárusson. Báðir byrjuðu þeir störf í verksmiðjunni 16. júní s.l. Þeir létu vel af starfinu, sögðu að þetta væri fremur létt og skemmtileg vinna. Aðspurð- ir um fyrri störf, sagðist Magn ús hafa verið í vélskólanum í vetur og hafa lokið þaðan prófi í vor, en Grettir sagðist hafa stúndað sjóinn frá fermingar- aldri. Samanburð á sjómennsku og verksmiðjustarfi vildi Grett ir helzt ekki ræða, en gaf þó í skin, að hann væri enn tölu- verður sjómaður í sér. — Mað- ur þarf að prófa eitthvað nýtt, sagði hann. Skiptir um kolaskautin Rúnar Agnarsson, ungur Reykvíkingur, hefur það verk efni að skipta um kolaskautin. Um skautin þarf að skipta á 24 daga fresti og í hverju keri eru 24 skaut, þannig að skipt er um eitt skaut á dag. Rúnar sagði að dálítið væri heitt við þetta starf, en samt ekki veru- lega til baga. Rúnar starfaði áð ur sem vörubifreiðarstjóri hjá Jöklum h.f. og kvað þetta starf sízt verra en aksturinn. Líkar vel: Tómas Grímsson kvaðst hafa starfað við byggingu á ker- skálanum s.l. sumar og sér hefði fallið það vel að starfa í Straumsvík, að hann hefði ákveðið að sækjia þar um vinmiu í verksmiðjunni. — Ég var áð- ur mest til sjós, sagði Tómas, — en mér finnst gaman að vinna héma. Ég er hér við ál- töku, þ.e. vinn við að taka ál- ið úr kerjunum og koma því inn í steypuskálann. Glímum við ýmsa erfiðleika Oskar Mar er yfirverkstjóri í steypuskálanum. Hann byrj- aði að vinna hjá ISAL. 1 sept- ember 1967 og var einn þeirra er fór á námskeiðið í Sviss. Óakar sagðist áður hafa starf- að hjá Eimskipafélaginu og ver ið þair vélstjóri á skipum. Það sem ráðið hefði úrslitum að hann sótti um þessa vinnu, sagði hann vera það, að han.n hefði langað til að vinna í landi — Það er gaman að stairfa að þessu alveg frá byrjun, sagði Óskar Mar. — Vitanlega höf- um við þurft að glíma við marga byrjunarörðugleika, en við reynum að sigrast á þeim með samstilltu átaki. — Er þessi verksmiðja eins og þær sem þið skoðuðuð er- lendis? — Þessi er til muna nýtízku legri. Ég hef enga álverksmiðju séð sem er fullkomnari en þessi, okkur hafa verið fengin í hendur öll þau fullkomnustu tæki sem nú er völ á. Auðvit- að er svolítill annar bragur á þessari verksmiðju og þeim sem við kynntumst úti. Hér eru all- ir mennirnir óvanir að fást við slík störf og tekur það vitan- lega sinn tíma að kenna þeim störfin og þjálfa þá til þeirra. Öðru vísi en málningarvinnan Guðmundúr Ingvarsson mál- arameistari úr Hafnarfirði starf ar við móttöku á áli og álsteypu í steypuskálanum. — Mér lík- ar þetta starf ágætlega, sagði Guðmundur, — en það er nátt- úrlega gjörólíkt því að mála. En atvinnuhorfurnar voru held ur daufar og því valdi ég þenn an kostinn. Hór erum við fast ráðnir og í því* felst vitanlega mikið öryggi. Það koma tarnir Við spurðum Bjarna E. Ein arsson hvort þetta væri ekki fremur róleg vinna, og svaraði hann því til, að það væri mis- jafnt. Öðru hvoru kæmu tarniir og þá hefðu menn meira en nóg að gera, en svo væri ró- legra á milli. Bjarni starfaði áð ur hjá sænska verktakafyrir- Framhald á bls. 26 • Skemmtilegt að fylgjast með frá byrjun. -— Ágæt og þrifaleg störf, og ánægjulegt samstarf verksmiðjustjórnar og starfsmanna. Starfsmenn í á Iverksmiðjunni Þorleifur Markússon verkstjóri í kerskála Tómas Grímsson: — Vinnur við áltöku Bragi Antonsson lyftaramaður Myndir Kunar Agnarsson — Skiptir um kolaskautin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.