Morgunblaðið - 03.08.1969, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 196®
( - FRAMLEIÐSLAN
Framhald af bls. 13
tækinu SIAB sem sá um bygg-
ingarframkvæmdir í Straums-
vík. — Nú starfa ég hér við
móttöku á keráli og ofnagæzlu,
sagði Bjarni, — og mundi segja
að þetta væri hið ágætasta
starf.
Vel borgað
Haukur Eiríksson úr Hafnar
firði sagðist hafa starfað næst
áður í Fiskiðjuverinu í Hafnar
firði, og sagði þetta miklu
skemmtilegri vinnu. Hann starf
ar við álsteypuna og ofngæzlu
— Þetta er líka vel borguð
ptor&imÞIa&ife
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLÁ'SKRIFSTOFA
SÍMI 1D.10Q
vinna, miðað við vinnutímann,
sagði Haukur.
Þrifaleg vinna
Þá tókum við tali Sigfús Svav
arsson úr Hafnarfirði, sem starf
ar að því að færa álið milli
kerskála og steypuskála. Sig-
•fús sagðist hafa starfað áður í
fiskvinnu hjá Ingólfi Flygenr-
ing. — Ég hafði eiginlega
stundað fiskvinnu, frá því að
ég byrjaði fyrst að vinna, sagði
Sigfús, — en það er tilbreytni
í þessu. Þetta er fremur róleg
og þrifaleg vinna.
Lyftaramaður
Að lokum hittum við svo
Braga Antonsson, úr Hafnar-
firði. Hann sagðist hafa starf-
að áður hjá verktökunum sem
byggðu skálana. — Mér líkar
þetta starf ágætlega, sagði Bragi
og aðspurður um hvert verk-
efni hans væri í verksmiðjunni
sagðist hann vera lyftaramað-
ur og æki hann hleyfum og
börrum frá steypuskálanum og
inn í vörugeymsluna.
i H
Álbarri á sögimarborðinu
Litmyndir á pappír
á 2 dögum
Verölækkun!!
Með sjálfvirkum vélum frá Kodak getum við framkallað
hér heima á hagkvæmu verði, l. flokks litmyndir á pappír
eftir KODACOLOR filmu — og á aðeins tveimur dögum.
Kodak filmur — Kodak gæði.
HANS PETERSEN H.F.
BANKASTRÆTI 4 SÍMI 20313