Morgunblaðið - 03.08.1969, Page 13

Morgunblaðið - 03.08.1969, Page 13
MOHGUWBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 1««» 13 Framleiðslan gengur samkvæmt áætlun • — tveir skipsfarmar af áli farnir til útlanda — spjallað við Ingvar Pálsson, Erling Leifs- son og Gúnter Pototschnigg. Ingvar Pálsson verkfræðingur Rauð- og hvítmáluð spíra lok- ar hliðinu að álverinu í Straumsvík. Inn fyrir hana er engum óviðkomandi hleypt og búið er að girða svæðið ræki- lega af. Vair þetta gert tíl þese að koma í veg fyrir straum for- vitinna ferðamanna, sem ekki kunin.a skil á þeim ótal hætt- um siem leynast í jafn stórri verksmiðju og álverksmiðjunni í Straumsvík. Við höfðum gert b^ð á undan okkur, og hiið- vörðurinn vísaði okkur inn á á skrifstofu sinni. skrifstofu Ragnars Halldórsson ar forstjóra. Ragnar var á fundi er okkur bar að, en ritari hans, Þóra Möller, boðaði honum komu okkar og von bráðar birt ist Ragmar með Morgunblaðið frá því deginum áður í hend- inni. — Það var bara gaman að „spekúlantsjóninni“ um sigling una Norðvestur leiðina sagði hann, — en kortið hjá ykkur var ekki alveg rétt. Staðurinn í Ástralíu, sem súrálið verður ef til vill flutt frá, er á norð- urströndinni, en ekki vestur, eins og þið merktuð inn á kort- ið. Ragnar hafði fengið Ingvar Pálsson verkfræðing til þess að fylgja okkur um framleiðslu- skálana og von bráðar var hann kominn. Vegalengdirnar innan svæðisins eru slíkar, að menn verða að ferðast á milli bygg- inga á bifreiðum eða reiðhjól- um. Inni í kerskálanum og steypuskálanum ferðast menn um á reiðhjólum. Ingvar Pálsson er yfirmaður Rafgreinideildarinnar og fræddi hann okkur um starfsemi henn- ar, svo og ýmislegt fleira er viðkemur verksmiðjurekstrinum Fyrsta spurningin sem við lögð um fyrir hann, var hvað marg ir menn störfuðu nú hjá IS AL? — Þeir munu vera um 340, sagði Ingvar. — Hér við raf- greinideildina, þ.e. kerskála, skautsmiðju og kersmiðju, starfa um 70 manns. Þar af eru tveir verkfræðingar og níu verkstjór ar. Verkstjónarnir fóru allir ut an til náms, en hinir starfs- mennirnir voru þjálfaðir upp hérlendis. Fyrir gangsetningu verksmiðjunnar vorum við með tveggja vikna námskeið og nú notuim við tælkifærið til að kenna mönnum störifin, meðan verksmiðjan er eikki í fulluim gangi.. — Hvernig er vinnunni hátt að? — Hér er unnið ýmist á tví- eða þrískiptum vöktum. Við raf greininguna er unnið á þrískipt um vöktum og þar standa menn irnir sjö eins vaktir í röð. Þ.e. þeir sta'nda t.d. sjö morgun- vaktir, fá síðan frí í þrjá sól- arhringa og taka þá sjö síðdeg- isvaktir í röð. Þessir menn sjá um að þjóna kerjunum. Það þarf að sjá um að alltaf sé í þeim nægilegt hráál og skurn- ina þarf að brjóta á 4 klukku- stunda fresti. Það er nú gert með fjórhjóla vagni, sem hefur nokkurs toonar hamar, en síð- ar verður telkinn hér í notkiun fullkcmlega sjállfvi/rkur útbún- aður við þetta. Þeir sem vinna tvískiptar vaktir eru áltakarnir, en þeir 'sjá um að tappa álinu af kerj- unum með sérstökum sogdeigl- um. Á þessum sogdeiglum er rani sem stungið er niður í kerin og sjúa þeir álið upp. Hvert ker er áltekið einu sinni í sólarhring og þá tappað af því um 700 kg. Þá sér hópur manna um skautskiptinguna, en hvert kolaskaut endist í 24 daga. Við það eru nú notaðir kranar, en með næsta skipi eru væntanleg ný tæki og fullkomn ari, sem munu auðvelda þetta stairf verulega. Þá starfa hérna nokkrir dag vinnumenn. 3 menn sjá um mæl ingar í kerjunum, athuga straum dreifingu, spennufallsmælingar og annað slíkt. í skautasmiðj- unni starfa þrír menn auk verk stjóra og í skautakerverksmiðj - unni starfa þrír menn auk verk stjóra og í sikautakerstmiðj- menn auk verkstjóra. Bú- ið er að srníða sjálf kerin er þau koma hingað, en þá er eftir að fóðra þau og ein- angra. — Eruð þið farnir að senda út ál? — Já, það eru farnar tvær sendingar. Við getum ekki sent framleiðsluna út með þeim skip um sem koma hingað með hrá- állð, það eru geysilega stór tankskip og alltof kostnaðar- samt væri að senda þau inn á hafnir með svo lítinn farm. Þess um tveim förmum var skipað út í Hafnarfirði, en í framtíð- inni verður öllu skipað út hérna við bryggjuna í Straums vík. — Hvernig hefur svo rekst- urinn gengið? — Vel í öllum aðalatriðum. Gangsetningin sjálf var reynd- ar á eftir'áætlun, en í byrjun urðum við fyrfr alvarlegri raf- magnstruflun. En að öðru leyti hefur allt gengið áfellulaust. — Hvað skeður hjá ykkur ef rafmagnið fer? — Það storknar í kerjunum og verður að einni hellu, sem óhugsandi er að bræða upp. Það vildi okkur til þegar raf- magnið fór um daginn að mjög lítið var í kerjunum. Hámarks- biðtími eftir rafmagni er talinn vera tvær til þrjár klukku- stundir. Steypuskálinn Það kom í hlut þeirra Er- lin,gs LeiÆssoniM' og Gunther Pot otschnigg að fara með okkur um steypuskálann og skýra út fyrir okkur, það sem þar fer fram. Fyrir leikmann er allur sá flókni og margbrotni útbún- aður sem þarna er latínu lík- astur en mjög mikil sjálf- virkni er við meðhöndlun álsins frá því að það kemur úr ker- skálanum og unz því er staflað upp í vörugeymslunni. — Steypuskálinn hefur tví- þættu hlutverki að gegna, sögðu þeir félagar, — Hann tekur við áli sem kemur frá kerskál- anum og kemur málminum í það form sem viðskiptavinurinn ósk ar. Það má því segja að það sé tvennt sem skapar okkur ramm ann, — kerskálinn og viðskipta vinurinn. í stuttu máli gengur vinnslan í steypuskálanum þann ig fyrir sig að við fáum málm- inn frá kerskálanum í sérstök- um deiglum og er honum fyrst hellt í svonefndan blandofn. Eins og nafnið á ofninum bend ir til er málmurinn blandaður í honum, eftir því sem viðskipta- vinurinn óskar. Eftir að blönd unin hefur farið fram er málin- um veitt í rennu í biðofnana, en þar bíður hann um stund og hreinsast. Til að flýta fyrir hreinsuninni er klórgasi blás- ið í gegnum ofninn. Þetta klór- gas er sogið burtu jafnóðum og ejttt, þannig að það kemst aldrei út í andrúmsloftið. Þegar þessi hreinsun hefur farið fnam er málmurinn tilbú- inn til steypu. Er hann ýmist steyptur í hleifa í hleifasteypu vél, eða barra í barrasteypuvél. Ef við tökuim sísteypuvélina fyrst fyrir, þá er hægt að fá úr henni mjög mismunandi ál- fleka. Þeir stærstu eru um sjö og hálfur metri að lengd og 1850x 312 mm. breiðir, Einn met er af slíkum hleif vegur um 1500 kg,. svo sjálft stykkið er um 11 tonn. Barrar þessir. fara síðan á keflabrautir sagarinnar, sem síð an sagair barran niður í mis- munandi stór stykki. Þessi sög er feykilega afkastamikil og eru skurðafköst hennar t.d. um 5000 fercentemetrar á mínútu. 'Hleifasteypuvélin virkar þannig að hún sturtar sjálf ál- inu í jafnstór mót, sem ganga eftir færibandi. Hleifarnir eru slegnir úr mótunum, og er hver þeirra um 20 kg að þyngd, en þeim er síðan staflað í búnt, sem vegur um 1000 kg. Er stöfl unarvélin áföst við steypuvél- ina, þannig að þetta gengur mjög fljótt fyrir sig. — Þarf ekki að vera stöð- ugt eftirlit með gæði álsins? — Jú, samkeppnin er mikil og það er betra að standa sig. Úr hverju keri eru jafnan tek- in álsýni og þau rannsökuð. Þá er yfirborð barranna og hleif- anna jafnan athugað. Fyrsta ál- ið sem við framleiddum hérna stóðst gæðapróf og við vonum svo sannarlega að þannig verði einnig í framtíðinni. — Hvernig er vöktum háttað hjá ykkur? — f steypuskálanum er unn ið á tvískiptum vöktum, og svo er gæzluvakt á nóttunni, sem gætir þess að ofnarnir haldist heitir og fl. Þegar allir ofnar verða komnir í gang munu starfa hér 44 menn og 9 verk- stjórar og yfirmenn. Við höf- um hérna mjög góða starfs- menn, og byrjuðu þeir töluvert áður en steypan hófst við nám og annan undirbúning. Framhald á hls. 26 Albarra lyft upp úr hreinsikeri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.