Morgunblaðið - 08.08.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1960 Gulináma ■ r er a sjonum Norðmenn hafa á tíu árum keypt skip fyrir 30 milljarða kr. — En höfðu 6,35 milljarða gjaldeyristekjur af flotanum sl. ái „NORÐMENN mega vera þakk- látir Egyptum fyrir að loka Sues skurðinum, en vanþakklátir Bretum fyrir gengisfellinguna 1967 og framhaldandi innfiutn- ingstoll á fiski, þrátt fyrir a’lt sem EFTA heitir. — Og nú hafið þið fellt krónuna ykkar, en ekki áfellist ég ykkur fyrir það, því að það hefur verið U1 nauðsyn og óhjákvæmileg. En þegar þið verðið siglingaþjóð og lærið að að nota vatnsorkuna, eins og við höfum gert, verða áföliin ekki eins stór og nú, þó sildin svíki eða markaðurinn bregðist f>ið lifið hættulegu lífi, íslendingar, að treysta eingöngu á það sem er í sjónum, en gleyma því sem ger- ist á sjónum. Ef við hefðum gleymt því, væri afkoma almenn ings í Noregi ekki þetri en bún er t.d. á Spáni núna, og ef Sam Eyde hefði ekki tekið upp á því að snúa vatnsorkunni í útflutn- ingsvöru, fyrir rúmum 60 árum, væru lífskjör okkar litlu betri núna, en þau eru Congo eða Sene gal“. Þannig fór málkunningja mín- um orð nýlega, er ég var að tala við hann um ástandið í Noregi. Hann er sjálfsagt talsvert ríkur, því að hann sagði mér að hann hefði tapað 300.000 kr. á útgerð fiskiskipa sem hann á, en hinsveg ar hefði hann fengið það að fullu bætt með hlutabréfum sínum í iðnfyrirtækjum, sem hefðu geng ið veL „Svona eiga sýalumenn að vera“, hugsaði ég með mér, — að geta borgað tapið með gróð anum úr hinum vasanum, og eiga þó eitthvað eftir í „gróða- vasanum". Það er þetta, sem Norðmenn hafa gert, með góðum árangri, síðan þeir urðu alfrjálsir, 1905. Sama árið fann Birkeland pró- fessor aðferð til þess að gera áburð úr köfnunarefni og svo vel vildi til, að þá var uppi verk- fræðingur, Sam Eyde, sem sá leik á borði til þess að gera þessa uppgötvun að peni-ngum. Út af þessu spratt „Norsk Hydro", sem varð heimsfyrirtæki í sinni grein. En um leið opnuðust aug- un fyrir þeim gífurlegu mögu- leikum, sem vatnsorkan bíður iðnþróun síns eigin lands, hvar svo sem það land er. í dag er ál- framleiðslan taiin álitlegasta tekjugrein þess iðnaðar, eem byggist á vatnsorku landsins, en þess má geta að ódýra orkan get- ur valdið því, að í Noregi er brætt nikkel, sem ekki er til í Noregi en innflutt frá Kanada. Frímann B. Arngrímsson mun hafa verið fyrsti maðurinn sem kom auga á auðlegð fossanna, en hann fór — vitanlega —- ti'l Am- eríku, og kom heim aftur sem garnall maður og farlama, þó að hugurinn væri samur til dauða- dags. — Einar Benediktsson varð annar vekjandi vatnsorkunýting arinnar og hratt henni fram á leið „með hálfrar aldartaki“, svo notuð séu orð HannesaLr Haf- stein um Jón Sigurðsson. En starf Einars „lagðist í lágina" í 40 ár. Síðar meir mun þjóðinni „aldrei þykja fullþakkað" þeim sem tóku upp aftur þráðinn, sem Einar byrjaði að spinna. Þannig hugsa þeir, sem hafa fylgzt með framvindu Noregs á þessari öld. Þegar stjórnarskiptin urðu í Noregi, haustið 1965, spáðu hin- ir nýju stjómarandstæðingar því, að hér í landi mundi allt komast í „kalda kol“ innan 1-2 ára. „Atvinnuleysá og verri lífs- kjör“ mundi verða afleiðing þess að verkamannastjórnin varð í minnihluta. Þessar hrakspár rætt ust þó ekki (fremur en hrakspár ýmsra „borgaraiegra blaða“ í tíð Gerhardsens). — Þjóðinni hef- ur „líkað fremur vel“ við „Bort- enstjórnina, hún hefur ekki varp að neinum stórum „ásteytingar- steinum“ út í daglegt rennsli norskra sjómmála. — í utanrikis málum hafa ekki orðið neinar deilur (ef frá má telja sérstöðu „sósíalista“-flokks Finns Gust- avsens, sem að vísu á sér fylgi 7% kjósenda, samkv. skoðána- könnun Gallups). Þegar þátttaka Noregs í NATO um næstu ár, var til umræðu í Stórþinginu í desember, rejmdust aðeins fimm þingmenn þvi eindregið fylgj- andi að segja upp NATO-sam- vinnunni. Svo að stefnan í því efni er augljós. Norkku blöðin hafa verið að gera upp „plús og mínus“ ársins sem leið, og komast að þeirri nið urstöðu, að þjóðarhagurinn hafi aukizt um ca 9% á árinu 1968, en það er tvöfalt meira en gera hefði mátt ráð fyrir. í stuttu máli er afkoma atvinnuveganna þanniig, að árferðið hefur farið fremur batnandi en minnkandi hjá bændastéttinni, nema hjá þeim bændum, sem eiga skóg: þ.e. eiga meir undir söluverði á Skógi en afurðum ræktaðs lands Landbúnaðarafurðir hafa hækk- að í verði, en hins vagar hafa skógarafurðir eíkíki verðaukizt að sama skapi, sem almennur verð- auki krefst. Um sjávarútveginn er að sumu leyti sömu söguna að segja sem fslendingar hafa sára reynslu af undanfarin tvö ár. Síldveiðibrest urinn hefur ekki komizt neitt nálægt þeim, sem fslendingar hafa orðið fyrir, og sölutregða á þorski og skyldum tegundum hefur ekki valdið beina „hruni“ fyrir útveginn. Þeir sem verst urðu úti — harðfiskverkendurn- ir fyrir Nigeríumarkað — hafa notið aðstoðar ríkisstjórnarinn- ar, sem keypti af þeim fisk fyrir margar milljónir, til þess að gefa hann sem mátaraðetoð til sultar- landa í Afríku. Það er afkoma iðnfyrirtækj- anna, sem vegur þyngst á met- unum um þjóðarafkomu hér í Noregi. Eða mej öðrum orðum sagt: vatnsorkan. Án hennar og siglinganna væru Norðmenn eftirleguþjóð í dag. Það yrði of langt mál hér, að gera grein fyrir þeim breyting- um, sem orðið hafa á hag norsku þjóðarinnar vegna sívaxandi stór iðju, svo að það verður að bíða betri tíma. En hinsvegar vi'l ég drepa ofurlítið á, hve mikla þýð ingu kaupfloti Noregs hefur fyr ir hag þjóðarinnar. Norðmenn eru raunverulega þriðja mesta siglingaþjóð heims ins, því að sá er munurinn á Liberíu og Noregi, að Libería er „leppur" útlendra skipaeigenda, en Norðmenn eiga kaupflota sinn sjálfir. Hann hafði minnkað um helming á stríðsárunum 1940-50 og var ekki nema 2-3 milljón lestir er stríðinu lauk. Síðan hefur hann farið hraðvax- brúttólestir í byrjun ársins 1968, um milljónir tonnir tonna á ári. En síðasta árið hefur aukning flotans orðið aðeins 300.000 tonn — miklu minni en mörg undan- farin ár. — Ég spyr málkunn- ingja minn, sem talaði í upphafi þessarar greinar, hvernig þessu víki við. Og hann er fljótur til svars: — Jú, skiljið þér — árið sem leið seldum við 1,8 millj. lestir af gömlum skipum til út- landa, en keyptum 2,1 millj. lest- ir í staðinn. Þess vegna er flota- aukningin ekki nema 300.000 lestir en nýtingin á flotanum verður margfalt betri. Og þó að norsku skipin á Lloyds-skránni í ár verði talsvert færri en í fyrra, kasta þau miklu meira af sér. Þau eru betri og þau eru hag- kvæmari. Hugsið þér yður að á 200.000 iesta skipunum þarf litlu fleiri menn en til að sigla 20.000 tonna skipi fyrir tíu árum. — Við reynum að græða á því að vera framsýnni en aðrir. Þess- vegna erum við svona gráðugir í „gigant-skipin“ sem þeir kalla. Og meðan Egyptar loka Suez er þetta rétt „spekulasjon“ hjá okk ur. Skipaúgerð er og verður allt- af „spekulasjon". En reynslan sýnir að Norð- menn hafa reynzt góðir „spekul- antar“ í siglingum Síðan Wil helm Wilhelmsen í Tönsberg gerðist svo djarfur, fyrir hundr- að árum, að stofna kaupflotafyr- irtæki í Noregi, hafa fleiri og fleiri riðið á sama vað, og þess vegna er sú atvinnugrein komin í það horf, að Norðmenn eru langstærsta siglingaþjóð heimsins, miðað við fólksfjölda. „Vár æra og vár magt, har hvite seil oss bragt“, sagði skáldið, en reynslan sýndi að bæði kol og síðan olía gáfu Norðmönnum afisauka í vextinum. Johan Horn, formaður norska skipeigendafélagíins (Norsk Red erforbund) segir, að úiíkoma ár3- ins sem leið — 6.300 mi-Hjón n. krónur í ávinning, að því er gjaldeyri snertir fyrir Noreg — sé ekki eingöngu því að þakka, að gróðaár h^fi orðið fyrir skip- in, heldur hafi það haft áhrif á gjaldeyrisafkomuna, að Norðmenn hafi selt meira og keypt minna af skipum sdðastlið ið ár, en venja var til undan- farið. Stefna skipaeigenda í Nor egi er auðsjáanlega sú, að fækka smærri skipunum en fjölga þeim stærrL Vafalaust er það lokun Súez- skurðarins, sem veldur því að miMu leyti hve ásæknir Norð- menn eru í stóru skipin þessi ár- in, en þó munu norsku skipakóng arnir varla gera ráð fyrir, að skurðurinn verði lokaður mörg ár enn. Þeir þykjast sem sé hafa sannreynt, að hægt sé að flytja olíu frá Persaflóa ti!l Vestur-Evr- ópu ódýrar á 200-300 þúsund lesta skipum með því að krækja suður fyrir Afríku en á skipum sem kærmust gegnum Súez-skurð inn, þvi að þau yrðu að vera 5 sinnum smærri. Það eru ekki nema kringum 60.000 manns á norska flotanum, og af þeim hef- ur kringum fjórði hver maður verið útlendingur, en nú ekki nema hver fimmti. Vegna óvissra aflabragða kjósa ungir fiski- menn í Norður-Noregi fremur að fá trygga atvinnu á kaupflotan- um en freista lukkunnar á fiski- skipunum. Þess vegna eru nú talsverðar hömlur á því, að út- lendingar fái skipsrúm í kaup- flotanum, og má gera ráð fyrir að þegar þetta ár er liðið verði áhafnir flotans orðnar norskar að meira en fimm sjötta hluta. Ásókn norskra skipaeigenda í stóru skipin hefur aldrei verið meiri en nú. Fyrir tveimur dög- um sögðu blöðin frá því, að Hilmar Rekstein skipaeigandi í Bergen hefi gert samning um smíði sex 200.000 Lesta skipa, sem eigi að verða fullgerð á árunum 1970-72. En það er athyglisvert við þessi skip, að þau verða smíð uð í Noregi — í smíðastöðinni á Storð, sem er aðili í skipasmíða- samsteypu, sem nefnist „Akers- gruppen", því að þungamiðja hennar er hið gamla ,,A kers mekaniske verksted“ í Osló. Undanfarin ár hafa Norðmenn látið útlendinga smíða „trölla- skip“ sín fyrir sig, ekki sízt í Jap an, vegna þess að nægilegar stór- ar kvíar fvrir slík skip voru ekki til í landinu. Enn hefur smíða- stöðin á Storð „fært út kvíarnar" og getur haft þrjú tröllaskip í smíðurn samímis. En það er tákn aukinnar hagræðingar, að stórir hlutar úr þessum .skipum eru smíðaðir á ýmsum öðrum stöð- um í landinu — meira að segja hjá Burmeister & Wain í Kaup- mannahöfn — en settir saman í aðal-smíðastöðinni. Norðmönn- um hefur verið það mikið áhuga- mál að auka smíði kaupflota síns — fiskiskipin hafa þeir getað smíðað sjálfir, betur en flestir aðrir — og nú hafa þeir komið fram þessum vilja sínum, þvi að í ár verða skipasmíðastöðvarnar athafnameiri en sögur fara af áð- ur. „Akersgruppen" ein hefur samninga um smíði 32 skipa, sem samtals eiga að bera 1,4 milíjón lestir, og á að hafa uppfylR þá samninga eftir þrjú ár. Og önn- ur fyrirtæki í greininni hafa líka nóg að gera. + En það er ekki aðeins só iðn- aður sem að siglingunum veit, sem er á vaxtarskeiði í Noregi núna. í fyrradag opnaði „Norsk Industriforbund“ — iðnaðarsam- bandið norska — athyglisverða sýningu í „Industriens og Eks- portens Hus“ í Odó, til þess að minnast 50 ára afmælis síns, og verður þessi sýning opin til 25. febrúar. Þetta er ekki nein vöru sýning, en þau 45 firmu, sem að henni srt-anda, hafa lagt kapp á að sýna í ljósum dráttum þróun norsks iðnaðar síðan Noregur varð alsjáKstætt ríki, 1005, til þessa dags, og svo ekki síður að draga upp línur er sýni hvað framundan sé og hvað gera skuli til þess, að Norðmenn dragist ekki aftur úr í samkeppni við aðrar þjóðir. Hér eru engin tö(k á að lýsa þessari sýningu, því að til þess þyrfti að minnsta kosti tíu tækni'fræðinga. En sem upp- haf þess ævintýris, sem sýningin á að lýsa, er þarna sýndur „raf- lampi" sá, sem Kristian Birke- HÆTTA A NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams — Þú ert hreykinn af yngri bróður þínum, er ekki svo Danny? — Lee Roy er frábær. Hann er klók- nr, sterkur og skynsamur. — Láttu ekki svona, þjálfari. Þú ert að gera gys að mér. — Þegar um er að ræða aga í liðinu geri ég ekki að gamni mínu, Raven. Þú V ert úr leik það sem eftir er af keppnis- tímabilinu. —. Jæja. hefjizt banda! — Láttu ekki fara svona með þig! Sýndu honum að þú sért maður. Frá veiðum við Noreg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.