Morgunblaðið - 10.08.1969, Side 10

Morgunblaðið - 10.08.1969, Side 10
MORGUNBiLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁiGÚST 11969 Sölvi Betúelsson við vinnu sína í f jörunni á Hesteyri. Hann lifði uppgang oghrornun byggðarlagsins, þessi seigi, fámáli gamli hreppstjöri og yfirgaf byggðina síðastur. SIÐASTI MOHÍKANINN JT I SLÉTTUHREPPI „SÍÐASTI Möhlí!kiatnii!nin“ í Slétlíu hreppi. Það heiti má vel hafa uim Sölva Betúelason á Hest- eyri, síðaista hireppstjórann í Sléttulhreppi — „síðasta allt“, eins og hann orðaði það sjáli- ur, því hann og kona hans fluttust síðust brott úr byggðar laginu 1. nóvember 1952. Og það á efldki illa við að líkja honum við síðustu raunveru- legu indíánahöfðingj ana, þess- um aldna, fámála, seiga manni, sem hefur lifað uppgang og vel 'gengni síns fólks og síns byggð- aidags og líka hrörmurr og enda lök þess, án þess að bogna. En Sölvi Betúelsson og kona hans, Sigirún Bjarnadóttir, eiga enn gamla húsið sitt á Hesteyri, þar sem Sigrún ólst upp, og Sölvi hefur komið þar á hverju ári síðan þau fluttiust til Bol- ungarvíkur. — Ég kem til að líta á kofana. Maður heifur gam an af því að láta þetta líta vel út, segir hann til skýringar við einn blaðamanna Morgunblaðs- /ins, sem í sumaxleyifinu bar að landi á Hesteyri, meðan Sölvi og Sigrún voru þar. Um leið og stigið er á land, sést að þar hefur snyrtimenni koimið við sögu. Um það er Hesteyri ólík flestum yfirgefn- um stöðum. Þar er ekkert drasl að sjá hvorki í fjörunni né gömlurn húsagrunnum. Þau hús, sem ekiki hafa vérið flutt á brott, eru máluð og snyrti- leg. Eigendur koma þar oft á sumrin og halda þeim við. í þorpinu voru áður 17 hús, fyr- ir utan braggana fyrir aðkomu- fól'kið á síldarstöðinni, segir Sölvi. Það voru góð hús úr vönduðum norskum viði, flest flutt inn af Norðmönmum á sín- um tíma og mörg hafa veirið flutt til annarra staða. Nú eru 8 hús eftiir, sem ýmsir eiga. Tví lyfta laeknishúsið á t.d. Högni Björnsson læknir, en fósturfað ir hams, Jón Þorvaldsson var héraðslaaknir á Hesteyri frá 1901—33. Skólahúsið eiga tveir sjómenn úr Bolungarvík, Einar Guðmundsson og Vagn Hrólfs- son og eru þair oft með stórar fjölslkyldur sínar á suimrin, en slkilja annars eftir opið hús og gestabóik, þar sem gestir eru boðnir velkomnir. Áttu þeir fyr ir það þakkir í þetta sinn, er ferðafóllk með allan sinn farang ur blautan, bar að garði. Pétur Péturs'son, netagerðarmaður og trillueigandi, var þarna stadd ur í sínu húsi ásiaimt Albertínu konu sinni og dóttursyni. Trill ur þeirra Péturs og Sölva vögg uðu á sjónum fyrir framan og nýmálaður árabátur í fjörunni, svo það var síður en svo eyði- legt þessa stundina. Sölvi man tímana tvenna. Hann fæddist á Hesteyri fyrir 78 árum, en fluttist þaðan á þriðja ári með foreldrum sín- um til Hornvikur. — Um það leyti voru bara tveir tortfbæir hérna á Hesteyri, Heimabær og Langivöllur, seg- ir Sölvi. Baðstofurnar voru stórar og það voru tvíbýli í báð um. Foreldrar mínir bjuggu svo í Höfn í Hornvík í 40 ár, en fiuttust síðan til Önundarfjarð ar. — Þú hefur þá alizt upp í ná grenni við Hornbjargsvita, enda varstu kunnur sigmaður. — Já, það var mikið sigið í bjargið, enda fór eggjataika vax andi, þegar slkapaðist markað- ur fyrir eggin annars staðar en á heimilunum. Með komu vél- bátanna fengum við markað fyrir þau á ísafirði. En ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.