Alþýðublaðið - 28.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.07.1920, Blaðsíða 2
( 2 Aígreid^la blaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. fiskhrmgnrmn. Miðurl. „Sá sem sjálfan sig npp liefnr inun niðnrlægjast." Kaupmenn og atvinnurekendur yfirleitt eru j>jó?iar þjóðfélagsins svo sem allir aðrir. Þjónninn hefir se t í húsbóndasætið, en ekki gert skyldur húsbóndans. Hann verður að víkja. Sá sem sjálfan sig upp hefur mun niðurlægjast. Vilji þjónarnir eigi taka því með þökkum er þeim réttilega er út- hluiað fyrir vinnu sína, verða þeir að sjá um sig sjálfir. Þjóðfélagið getur vel komist af án þeirra. Verði nú, sökum þess hve auð- menn þeir sem að hringnum standa eru öflugir, ekki hægt fyrir lands- menn að losa sig úr klóm hrings- ins, með þeim ráðum sem bent er á hér að ofan, er þó að minsta kosti fær sú leið að leggja á hann með sérstökum iögum háan ein- okunarskatt, það er neyðarúrræði sem flestar þjóðir hafa orðið að grípa til, til að vernda hagsmuni almennings gegn hringum. Slíkt er þó gagnatætt kenningum vor jafnaðarmanna, vér viljum, sem líka viturlegra er, skera fyrir ræt- ur hringa sem annara þjóðfélags- meina, með því að breyta um fyrirkomulag á framleiðslunni og umsetningu hennar. — Erindreki iandstjórnarinnar. Þegar hringurinn er búinn að fá alla verzlun með fisk landsins á sínar hendur hefir enginn hag af því nema hringurinn að vita um fiskmarkað í Suðurlöndum. Enginn nema hringurinn hefir því hag af því að landið hafi crind- reka þar. Sagt er að landið borgi erind- xeka sínum í Genúa 20 þús. kr. á ári eða jafnvel meira. Erindrekinn er því eins konar þóknun landsins til hriiigsins fyrir ALÞYÐUBLAÐIÐ það að hann skuli á einu ári nærri hafa sett landið á haus- inn. Enginn furða þótt landstjórnin skipaði í stöðuna Gunnar Egilsen, sem er tengdasonur P. J. Thor- steinsson stjórnanda í H.f. Levanta og eins stærsta útgerðarmannsins í hringnum. Copland meira en kongnrinn. Samkvæmt síðustu hagskýrslum voru flutt út ca, 160 þús. skip- pund af verkuðum og óverkuðum fiski (130 þús. verk. og ca. 30 þús. af óverkuðum). Lágt reiknað kostar því árs- framleiðslan ca. 40 miljónir. 5% af því eru 2 miljónir. Mr. Geo. Copland hefir því rúmlega tvær miljónir í Iaun á ári, eða meira en konungur ís- lands og Danmerkur hefir í kaup hjá tveimur þjóðum fyrir að halda uppi virðingu þeirra beggja inn á við og út á við. Hringur nr. 4. Svo gæti farið að Norðmenn sæu sig til neydda að mynda hring um söluna á sínum fiski sökum íslenzka hringsins, íslenzki og norski hringurinn myndu keppa um stund, en þar kæmi að þeir sæu að betra væri að slá saman reitunum og upp úr því gæti vaxið norsk-íslenzkur hringur. Gera mætti svo ráð fyrir að stóri bróðir yrði óbilgjarn við litla bróður sinn og að norska auðvaldið gjeypti ís- lenzka fiskiverzlun. Hrað á að gera? Sjómenn, átvegsmenn og allir vinnandi menn eiga að hefjast handa og fá fisksöluhneykslið af- numið. Hér á undan hefir verið bent á, að aðeins væru til 2 færar leiðir í þessu máli. Hin fyrri var að hringurinn fengi að halda áfram sölunni und- ir ströngu eftirliti o. s. frv. Hin síðari var að hið opinbera eða samvinnufélag sjómanna og útvegs- manna tækju að sér söluna. Það er siðferðisleg skyldá fs- lenzku þjóðarinnar og þá sérstak- lega sjómannastéttarinnar að ganga ekki möglunarlaust undir okið, það er siðferðisleg skylda hennar að hrista það af sér þegar í stað. 5, y. íþróttamó t „Skai’phéðins“ að þjórsártúnL hið 8. í röðinni; hófst H. 3Vs e. h. síðast liðinn snnnndag> Ræður héldu: Helgi Valtýsson, Guðm. Finnbogason og Björgvín Vigfússon sýslumaður. Því næst var glímt um silfur- skjöld og fylgir honum titillinn? „Mesti glímumaður á Suðurlands- undirlendi". Þátttakendur í þetta sinn voru aðeins 5, hlutskarpastur varð Magnús Gunnarsson úr Land- eyjum. En verðlaun fyrir fegurð- arglímu hlaut Asgeir Eiríkssen Stokkseyri. Hér fara á eftir nöfn þeirra er verðlaun unnu í öðrum íþróttum; 100 metra hlaup. Þátttakendur 6. Guðm. Jóhannesson af Skeiðum, Haraldur Ingvarsson —„— Símon Bjarnason úr Háfshverfi. Langstöhk. Þátttakendur 6. Guðm. Jóhannesson Skeiðum,, Páll Þorláksson Ölvesi. Þorgeir Gissursson Ölvesi. JPrístökk. Þátttakendur 4. Guðm. Jóhannesson Skeiðum,, Páll Þorláksson Ölvesi, Haraldur Ingvarsson Skeiðum 800 metra hlaup. Þálttak. 5. Símon Bjarnason Háfshverfi. Stefán Diðriksson Grímsnesi. Þorsteinn Sigurðsson Biskups tungum. t Ef til vill verður nánar minst é> þetta fþróttamót síðast. Viðstaddur. Um dagiirn og veginn. I*að er ruddaskapur að sóa7 ragmenska að saí'ua, ofbeldi að útiloka (aðra frá gæðum lífsins). Rathenau. Eggert Laxdal frá Akureyri er hér staddur í bænum um þessar mundir í heimsókn hjá frú Huldu uppeldisdóttur sinni og Jónatan Þorsteinssyni, Arngrímur Ölafsson, prentari og listmálari, dvelur hér í sumar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.