Alþýðublaðið - 28.07.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.07.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ C.s. Suðuríanó fér héðan til Austíjarða mánudaginn 2. ágdst. Vörur afhendist í dag. H.f. Eimskipafélag' Íslands. Rismiöl pundið á 85 aura fæst hjá H. P. Duus. Café- og- Matsöluhúsið Mælir með öllum veitingum sínum. Buf'f með lauk og eggjum, viðurkent fyrir gæði. Margs konar heitur og kaldur matur, frá kl. io árd. til kl. 12. síðd. Fyrsta flokks smjör og brauð. Fæði yfir lengrí og skemri tíma. Reform, Central, Maltextrakt, og fjölda margar fieiri ágætar öltegundir. Öll afgreiðsla fljót og góð. Hljóðfærasláttur ♦ á hverju kvöldi frá kl. glh—n'/z. •♦■♦•♦■ •♦- Skemtilegur veitingasalur. Alt gert til að fullnægja kröfum góðra gesta. Með virðingu Cajé- og jHiatsöluMsið „?3tf££K0JW Koli konungur. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). „Við erum ekki lengur þrælar“, hélt Mary áfram. „Við erum menn — ®g við viljum lifa eins og menn og vinna eins og menn! Annars vinnum við ekkert! Við erum engin nautahjörð, sem þeir geta rekið hvert sem þá lystir! Við göngum í félagsskap, stönd- um þétt saman, bak við bak, brjóst við brjóstl Sameinuð sigr- um vér — eða við sveltum og deyjum sameinuð! Er nokkur hér sá, að hann svíkji félaga sína?“ Ópin kváðu við, eins og í hungraðri úlfahjörð. „Þið ætlið að standa þétt um félagsskap ykkar?“ „Það gerum við!“ „Viljið þið vinna eið að því?“ . Já!“ „Sverjið þá!“ hrópaði hún og íétti upp hendina, með fjálgleilka- hreyfingu. Sem einn maður rétti allur manngrúinn upp hendina með uppréttum þremur fingrum. „Við sverjum! Við sverjum það!" Hallur hlustaði á ræðu hennar og var sem steini lostinn af undr- un. Var þetta f raun og veru hin sama „Rauða-Mary“, sem hafði hætt hann fyrir von hans og til- raunir, vegna þess að hún hataði þessa þræla? Nú stóð hún þarna eins og lifandi eftirmynd tryllings- bræði fólksins! Sýnin, sem fyrir hann hafði borið, varð þarna að veruíeika! Mary var „Mærin frá Orleans“, gripin eldmóði, og glitr- andi hárið var sem gulldjásn um höfuð hennar! Hann hafði ifka í raun og veru trúað á hana. Hún var sá eini, sem gat stjórnað þessum mönnum. Hún hafði lifað lífi þeirra, og liðið sama óréttinn. Hún hafði fundið til svipunnar eins og þeir og var nú reitt til reiði af sömu ástæðum og þeir. En eitt var það, sem Hallur ekki skildi. Að hin eldheitu orð Maryar áttu ekki að eins rót sína að rekja til Raffertys og Zam- bonis og allra annara fórnarlamba f Norðurdalnum — ekki að eins var þeim beint til parlwrights og Cottons og allra annara harðstjóra í Norðurdalnum — heldur einnig til Halls sjálfs, Percy Harrigans og vina hans — og einkum voru þau skeyti, send ungri stúlku, sem líktist myndinni utan á kápu tízkublaðsins, sem klædd var f regnkápu, með ljósgrænan hatt og mjúka og flosaða og feikilega dýra slæðu um höfuð og herðar! VI. Ræða Maryar endaði snögglega, Hópur manna hafði farið niður eftir götunni og numið staðar fyr- framan spftalann og gert þar upp- þot. Mary leit þangað, og jafn- skjótt fór öll þyrpingin af stað i áttina til spítalans. Meðfram framhlið hússins voru nokkrar tröppur; þar stóð Cart- wright og Alec Stone ásamt all- mörgum umboðsmönnum og skrif- urum. Fyrir neðan tröppurnar stóð Tim Rafferty og hjá honum hóp- ur af bálreiðum mönnum. Hann hrópaði: „Við krefjumst þess, að málfærslumennirnir fari út!“ Alþbl. er blað allrar alþýðu! Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Ólafur Friðriksson. Frentsmiðjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.